Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 20
Jól í öðrum löndum: Jólasiðir í Belgíu Jólasiðir hjá hverri þjóð end- urspegla oft þjóðlegar hefðir, sem því miður bíða stundum lægra hlut í hinu ríkjandi glysi og gliti í kringum jólakaup- mennsku stórborganna. En jólasiðir í Belgíu hafa mikið til staðist alla yfirborðsmennsku og Belgar halda sínum þjóðlegu hefðum. Flestar belgískar borgir og þorp eru skrautlýstar eins og aðrar evrópskar borgir. Á torgum og í kirkjum eru upplýst jólatré og jólajötur með Jesúbarninu og á meðan hinir ýmsu kórar æfa jóla- lögin af kappi eru götur og torg að fyllast af fólki í árvissri leit að jólagjöfum; leit, sem beinist í stöðugt ríkari mæli að opnum jóla- mörkuðum, sem hafa á boðstólum handunnar, ódýrar og oft per- sónulegri jólagjafir. Jólatré skreyta flest belgísk heimili og víða má sjá dyrainnganga skreytta með grenigreinum. Sjötti desember er hátíðisdagur belgískra barna Á meðal leitandi fólksfjöldans hoppa dulbúnir jólasveinar og gefa bömunum í hópnum smá- gjafir og sælgæti. En það er heil- agur Nikulás, sem skipar fyrsta sæti í hugum belgískra barna og hátíðisdagur hans er sjötti desem- ber. Að kvöldi fimmta desember setja belgísk böm því skóna sína, ásamt skál með gulrótum og næp- um, við arininn — ekki fyrir jóla- hreindýrið heldur asna heilags Nikulásar. Og að morgni sjötta desember finna þau skál fulla af appelsínum, mandarínum og Briissel að vetrarlagi 100km MorgunblaÖió/ KG Belgía á landamæri að mörgum þjóðlöndum. súkkulaði, ásamt gjöfum frá heil- ögum Nikulási. Miðnæturguðsþjónusta og jólamáltíð á jólanótt Allir, sem geta, sækja miðnæt- urguðsþjónustu á jólanótt 25. des- ember. Síðan hefst jólavakan með jólamáltíð miðpunkti hátíðahald- anna, þegar allar íjölskyldur safn- ast saman til að neyta heilagrar kvöldmáltíðar. Flestir koma sam- an í heimahúsi, en það er að verða vinsælla að fara í veitingahús. Kalkún með hnetufyllingu er hefðbundinn jólamatur í Belgíu, oftast með sjávarrétti eins og humri eða rækjum í forrétt. Langt fram á jólanótt er síðan setið yfir heitri vínblöndu, sem getur verið jólaglögg, súkkulaði eða kaffi, skreytt með þeyttum ijómatoppi. Hátíðahöld í borgum og bæjum Þekktustu jólatónleikarnir eru í borginni Brugge og byija alltaf klukkan 11 ájólakvöld. I St. Pholi- en, í nágrenni Liége, hefst kerta- skrúðgangan klukkan 10 á jóla- kvöld. Fremst gengur jólastjömu- berinn, en honum fylgja bændur með asna, kýr, kindur og geitur. Skrúðgangan stefnir á aðaltorgið í St. Pholien, þar sem jólajatan stendur og leikarar í jólagervum ganga á milli gesta og bjóða ókeypis heitt jólaglögg, jólabúðing eða heitar pönnukökur. Jólahughrif í Brussel Sjötti evrópski jólamarkaðurinn verður haldinn dagana 9.-11. des- ember á Grand Sablon-torgi í Brussel. Fulltrúar frá flestum Evrópulöndum verða þar með sýn- ingarbása er bjóða úrval af mat- vöru og jólagjöfum — einkennandi fyrir þjóðlöndin. Aðaltorgið „Grand Place" er skreytt að venju með jólajötu og risastóru jólatré. Á aðventunni er mikið um að vera á torginu, kórar alls staðar að úr heiminum syngja jólalög og jóla- sveinn gengur að sjálfsögðu um svæðið. Öll veitingahús við torgið reyna að draga að sér athygli með skreytingum — og keppa um við- skiptavini með nógu freistandi matseðlum. Sælkerahelgar ogjóladagskrá í litlu borginni Durbuy eru tré meðfram strætunum ljósum prýdd og veitingahús og hótel keppast við að bjóða upp á sælkerahelgar og jólaskemmtanir. Ferðamanna- staðir við belgísku ströndina eru með helgartilboð og spilavítin í Ostend, Blankenberge, Knokke og Middelkerke bjóða upp á jóla- máltíðir með hljómleikahaldi eða danstónlist. Það er greinilega mikið um að vera á aðventunni og yfir jólin í Belgíu. Ferðafréttir frá Bretlandi Heimsborgin London er mik- ið sótt af íslenskum ferðamönn- um. Margir fara þangað til að sækja sér afþreyingu í menn- ingarlífi eða í verslunar- og viðskiptaerindum. Ferðafréttir þaðan eru alltaf vel þegnar. Leikhúsasafinið í Covent Garden opnað Leikhúsasafnið í Covent Gard- en var opnað í nóvember með leik- húsverkum, sem annaðhvort hafa sérstaka þýðingu fyrir sögu leik- hússins eða eru eftir leikritahöf- unda, sem hafa skrifað sérstak- lega fyrir sviðið. Sýningar hefjast klukkan 7.30 á hveiju kvöldi, nema á mánudögum, þegar safnið er lokað. Leikhúsið tekur 80 manns í sæti og miðinn kostar 7 pund á föstudögum og laugardög- um, en 6 pund aðra daga. Fyrsta leikritið er „Horfðu reiður um öxl“, eftir John Osbome, og verð- ur sýnt til 18. desember. Með sýningunni er verið að halda upp á 30 ára sýningarafmæli leikrits- ins, en um leið er minnst 100 ára afmælis „Konunglega hirðleik- hússins", þar sem leikritið var fyrst sviðsett. Kynnisferð um leikhúslífíð í London London er oft nefnd höfuðborg leikhúslífsins og því mjög viðeig- andi að skipuleggja þangað kynn- isferðir um leikhúslíf. Félagið ,,Stagecraft“ býður upp á skipu- lagðar vikuferðir til London, sem byggjast á leikritakynningu. í „pakkanum" er innifalið: Gisting og morgunverður, leikhúsmiðar á fimm sýningar; á söngleik, Shake- speare-leikrit og sýningu hjá sjálf- stæðum leikhóp. Að auki er þátt- Hressir járnbrautarstarfsmenn taka í samræðuhópum um leik- húsverk og fyrirlestrar; heimsókn í Leikhúsásafnið í Convent Garden og þriggja rétta máltíðir fyrsta og síðasta kvöldið. Dagsetningar kynnisferðanna eru: 21.-28. jan- úar; 11.-18. febrúar; 11.-18. mars; 22.-29. apríl og 13.-20. maí. Hver vika kostar 280 pund. Vanessa Redgrave og Tennesse Williams Leikhúsgestum gefst kostur á að sjá hina frægu leikkonu, Van- essu Rédgrave, í „Helför Orfeus- ar“ eftir Tennessee Williams, sem verður frumsýnt í Haymarket- leikhúsinu 13. desember. „Helför Orfeusar" var síðast á sviði í London fyrir 29 árum. Peter Hall leikstýrir, leikarinn Jean Marc Barr stígur sín fyrstu skref á leik- sviði í London, sem Val Xavier, en Vanessa leikur Lafði Torrance. Hvernig á að matbúajólasteikina Flest er gert til að heilla ferða- menn! Frumlegt tilboð kemur frá hóteli í Norfolk, sem býður gest- um sínum upp á aðstoð við að matbúa jólasteikina, en Norfolk- fylkið er frægt fyrir kalkúnana sína. Hótelgestir fá afhentan 14 punda kalkún, sem er matreiddur á ýmsa vegu fyrir þá — bæði í kvöldverð og hádegisverð — eins gott að gestirnir verði ekki leiðir á einhæfu hótelfæði! Þeir fá einn- ig 50 uppskriftir að kalkúnsteik og þeim gefst kostur á að bragða margskonar kalkúnfyllingu — frítt borðvín, sem er að sjálfsögðu framleitt í Norfolk — matarpakka fyrir heimferðina, með reyktum kalkún frá Norfolk. Hótelið er greinilega með frumlega hug- mynd að skemmtilegri vörukynn- ingu! Tvær nætur með hálfu fæði - og aukagjöld innifalin og kostar allt 100 pund á Hótel Norwich. Jólaskemmtanir ogjólaljós I skemmtigarðinum Alton Tow- ers, um 140 mílur norð-vestur af London, er mikið um að vera á aðventunni; tónleikar og útileik- hús, risastórt jólatré, fólk í bún- ingum úr sögum Dickens gengur um svæðið og hefðbundinn jóla- matur í veitingahúsum. Á Traf- algar-torgi verður kveikt á norska jólatrénu 7. desember, en Norð- menn hafa gefið Lundúnabúum jólatré frá 1947. Best er að sjá jólaljósin í London með því að fara í skoðunarferðir „London by Night“, en á hveiju kvöldi eru tvær ferðir frá fimm stöðum mið- svæðis. Ferðin kostar 2 pund fyr- ir fullorðna, en 1 pund fyrir böm og það þarf ekki að panta fyrir- fram. Kveikt á jólatrénu á Trafalgar-torgi, 10. desember frá norsku þjóðinni frá 1947. — árleg gjöf 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.