Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Page 3
LESBÚK
[m] @ [r] [q] [u] mm] |Bj [tj ® 'S E1 l]j S ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aöalstraeti 6. Sími 691100.
Dauðinn
var hugleikinn spænska skáldinu Frecerico Garcia
Lorca; hann orti um dauðann, hann teiknaði dauðann
og dauðinn kom síðan til skáldsins fyrir aldur frám.
Bergdís Gunnarsdóttir skáld skrifar um Lorca: hve
sælt að dvelja með þér, dauði minn.
Ferðablaðið
fjallar meðal annars um vetrargolf í Florida, bæði
einkenni á golfvöllum þar sem eru 800 talsins, svo
og um golfstaðinn Grenelefe, með þremur 18 holu
völlum. Þangað hafa íslenzkir golfleikarar farið, enda
er verðið þar hóflegt.
Forsíðan
er af myndverki Kjartans Ólasonar málara, sem opnar
í dag sýningu á Kjarvalsstöðum. Kjartan er einn af
yngri kynslóðinni og byijaði að láta til sín taka þegar
nýja málverkið svokallaða stóð í blóma. Hann hefur
gengið í gegnum mótunarskeið eins og allir á þessum
aldri, en er þó fyrir all löngu búinn að ávinna sér
persónulegan stíl. Hin latneska áletrun á myndinni
merkir bókstaflega: Maður er manni úlfur, eða með
öðrum orðum, að maðurinn er sjálfur sér verstur.
IMáttúrubyggð
er nýtt hugtak og í samræmi við þá hreyfingu, að
ganga minna á auðlegð náttúrunnar og umgangast
hana öðruvísi. Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður
hefur teiknað garðhús og klasa eða þyrpur slíkra
húsa vill hann byggja saman og mynda náttúrubyggð.
FEDERICO GARCIA LORCA
í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar
Kviða um drungans
dapurleika
(Úr Tatarakviðum)
Meðan hakar hanagalsins
höggva eftir morgunroða
niður hlíðar næturfjalsins
nálgast Soledad Montoya,
gullinkopar hennar hörunds
hefur keim af jó og skugga.
Blakkir steðjar bijósta hennar
bunga af söngvum ekkaþungun.
— Soledad, hvers saknar þú
svona ein í morgunsárið?
— Söknuðurinn sá er minn,
seg mér, kemur hann þér við?
Má ég sakna þá ég sakna
sjálfrar mín og lífsgleðinnar?
— Soledad, þinn harmur hefur >
hestsins líki semað ólmur
strýkur niðrá strönd og óðar
steypir sér í hafsins öldur.
, — Nefndu ekki sjóinn! Svarta
sorgin tekur þá að vætla
uppaf rótum ólífunnar
undir laufarísli hljóðu.
— Soledad, þín sorg er mikil,
sár þinn ógnarlegi harmur,
tár þín beiskur sítrónsafi,
súr í munni vonarkeimur.
— Þjáning sífeld sem mig lætur
sinnulausa um húsið ráfa,
fara úr rekkju framí eldhús
með flétturnar í ettirdragi.
Hamslaus þjáning holdi og klæðum .
hefur breytt í logaglóðir.
Æ, serkur minn úr léttu líni!
Æ, lenda minna draumsóleyjar!
— Nú laugarðu þinn líkama
sem lævirki í morgundöggvum
og róar þannig harmaheitt
hjartað, Soledad Montoya.
Neðar í dalnum ymur áin
undir laufi og himinbláma.
Árdagsljósið er að skreyta
óviðbúin graskersblómin.
Ó, trylt er þjáning tataranna!
Trylt og hrein og yfirgefin.
Þjáning dimmra þungra strauma
og þúsund annarlegra morgna.
Sjá grein um Lorca á bls. 4.
R
B
B
Lengi býr
að fyrstu gerð
Nýverið heyrði ég ungan
frænda minn lesa úr
Grettisljóðum fyrir
móður sína. Mér kom á
óvart hvað lesturinn var
skýr og blæbrigðaríkur
og gat ekki betur heyrt
en hann glöggvaði sig
furðu vel á efni og anda ljóðsins. Þegar ég
hafði orð á þessu við móður drengsins, sagð-
ist hún hafa látið hann lesa fýrir sig ljóð
frá því hann byijaði í bamaskóla til að
þjálfa hann í lestri og framsögn og vekja
með honum tilfínningu fyrir málinu.
Mér þótti þetta eftirtektarvert, ekki síst
með tilliti til þeirrar umræðu sem farið hef-
ur fram á undanfömum misserum um vemd-
un íslenskrar tungu. Áherslan í þeim um-
ræðum hefur að mestu verið bundin við
hættuna af innrás erlendrar menningar
(ómenningar) áhrifa með tilkomu nýrrar
fjarskiptatækni.
Mest hræðast menn áhrif enskunnar og
hafa ýmsar skoðanir komið fram um hvem-
ig bregðast skuli við til vamar móðurmál-
inu. Meðal þess sem rætt hefur verið um
er að setja íslenskt tal inn á allt erlent sjón-
varpsefni sem hér er sýnt. Ég lýsi van-
trausti á þessa hugmynd sem mér finnst
vera í ætt við forsjárhyggju. Að vísu bendir
ekkert til að verið sé að skoða þessa leið í
alvöru vegna þess hvað hún er kostnaðar-
söm, en úr þvf verið er að flagga hugmynd-
inni, er ekki óeðlilegt álit þeirra sem ekki
geta sætt sig við hana komi fram.
Ég gef lítið fyrir þá röksemd að þetta
tíðkist hjá öðrum þjóðum. Þjóðveijar og
Frakkar eru til dæmis margfalt fjölmennari
en við og geta gert sig skiljanlega á eigin
tungumáli um mestalla Evrópu. íslenska
skilst hins vegar ekki nema á íslandi (og í
Færeyjum).
Við emm og verðum enn frekar á næstu
árum í þjóðbraut og mikilvægi þess að skilja
og tala erlend tungumál fer stöðugt vax-
andi. Það er ómetanlegt að eiga daglega
kost á sjónvarpsefni utan úr heimi, þótt
vissulega megi segja að bandarískt efni
hafi verið óþarflega hátt hlutfall af því efni.
Á þessu er að verða nokkur breyting. Ég
þekki fólk sem lítur á þættina um Derrick
sem þýskukennslu og ég er ekki í vafa um
að hinn danski Matador og afbragðsgóðir
þættir um réttarhöldin yfir Quisling hafa
hresst upp á dönsku(og norsku-)kunnáttuna
og vakið áhuga og nýjan skilning á þessum
grannþjóðum okkar. Mér finnst jafn fráleitt
að talsetja slíkt efni og mér þykir sjálfsagt
að texta það. Enda eru allir íslendingar
læsir. Á hinn bóginn tel ég víst að allir séu
sammála um að talsetja bamaefni.
Ef það ætti að taka það frá manni að
heyra ítali tala ítölsku, Frakka tala frönsku
og Englendinga ensku í kvikmyndum sem
koma frá þessum löndum færi maður á mis
við mikið. Það er eins og eigi að hafa vit
fyrir fólki, reisa einhvem andlegan Kínamúr
utan um tungumálið. Girða kringum tijá-
stofninn í stað þess að hlúa að rótunum.
Það sem fyrst og fremst á að efla, styrkja
og he§a til vegs og virðingar er barnaskóla-
kennsla. Kennsla í íslensku og því sem
íslenskt er á að hafa miklu meira rúm en
nú er. Framhaldsskólakennarar hafa sagt
mér að þeir fengju oft nemendur sem væru
illa læsir og hefðu lítinn orðaforða. Hvemig
eiga þessir unglingar að læra önnur tungu-
mál, þegar þeir skilja illa sitt eigið. Hvemig
eiga böm að tileinka sér hinar ýmsu náms-
greinar þegar þau þurfa að nota megnið
af orkunni til að stauta sig gegnum efnið?
Ég tel að þeir sem fá góða kennslu í
íslensku í barnaskóla, lestri, framsögn,
málskilningi, málfræði og er innrætt virðing
fyrir því sem íslenskt er, séu ekki í hættu
fyrir erlendum áhrifum. Þetta fólk verður
alltaf „kyrrt á sinni rót“ þótt það drekki í
sig menningu (eða ómenningu) annarra
þjóða, — hvort heldur sem er hér heima eða
erlendis. Ég held líka að lestur og skilning-
ur á ljóðum sé afar mikilvægur í bamaskóla.
Málshættir og orðtök voru samofín dag-
legu máli almennings í landinu til skamms
tíma og áttu áreiðanlega sinn þátt i að efla
málskilning. Því miður hefur mjög úr þessu
dregið og þegar menn slá fram málshætti
er eins víst að rangt sé með hann farið.
Einnig rugla menn saman, eins og frétta-
maðurinn sem sagði í sjónvarpinu að „ýmis-
legt benti til kynna“ í stað þess að segja
að eitthvað gæfí til kynna, eða benti til
að ... Þetta er kannski sakleysislegur rugl-
ngur en oft brengla menn málsháttum eða
.,i'ðtökum með þeim hætti að það er bersýni-
legt að þeim er slegið fram án þess að leiða
hugann að því hvað orðin raunverulega
merkja.
Hér á landi og eflaust annars staðar þyk-
ir sýnu merkilegra að vera framhaldskóla-
kennari en bamakennari. Þetta á auðvitað
rætur í meiri menntun kennara í fram-
haldsskólum og flóknara kennsluefni. Hins
vegar er þetta að mínu mati í öfugu hlut-
falli við mikilvægið. Bamakennarar ættu
að vera allra kennara virtastir og best laun-
aðir og til þeirra ætti að gera mestar kröf-
ur. Ekki kröfur um að hafa lokið einhveijum
einingum við Háskóla íslands, heldur kröfur
um þeir kunni að kenna. Og fyrst og fremst
að þeir kunni að kenna lestur og skilning
á íslensku máli. Þekking fólks í kennara-
stétt er gagnslaus fyrir aðra en það sjálft
ef það býr ekki yfir hæfileika til að miðla
þessari þekkingu.
Þó að það sé sérstök gæfa að lenda hjá
góðum kennara á hvaða skólastigi sem er,
má ætla að eftir fermingu geti þau börn
sem raunverulega vilja læra náð árangri
þrátt fyrir áhugalausa kennara, með því að
vinna það efni sem námsskráin segir fyrir
um. Þetta er erfiðara fyrir bam á fyrstu
skólaárum nema það hafi „kennara" heima
hjá sér.
Einstæð móðir sagði mér frá syni sínum
sem fór í menntaskóla og stóð sig svo vel
í fyrstu prófunum að um miðjan vetur var
hann færður í betri bekk. Hann bað fljót-
lega um að vera settur aftur í sinn gamla
bekk. Þegar móðir hans spurði hveiju þetta
sætti, sagði hann „Ég vil frekar vera með
þessum krökkum og ég get lært hvar sem
er.“
Kannski er þetta óvenjulegt sjálfstæði,
en kjami málsins er sá, að svona er hægt
að tala ef maður hefur fengið þá undirstöðu
sem oftar en ekki ræður úrslitum um sjálfs-
traust og námsárangur.
Það verður aldrei of mikil áhersla lögð á
það. að lengi býr að fyrstu gerð.
JÓNÍNA MlCHAELSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. FEBRÚAR 1989 3