Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Síða 7
■I Neðsti hluti Hverfísgötu & þríðja áratugnum. Fyrír miðrí mynd er húsið, sem gyðingurinn undarlegi, Obenhaupt, lét reisa áríð 1916. Síðan keypti Garðar Gíslason húsið og fyrirtœki hans er ennþá í því. Til vinstrí má sjá fyrsta visinn að Alþýðuhúsinu. Ljósm.: Magnús Óla&son/Ljósmyndasafítið. Á Hverfísgötu 71 opnaði Pétur Hansson litla búð um 1910, sem hann kallaði Ásbyrgi. Enn er búð á sama stað. Ljósm. Lesbók/Bjarni. \ í ! Smáverslanir voru í öðru hveiju húsi við Hverfísgötu & fyrrí hluta aldarínnar. LúIIabúð á nr. 59 er ein af fáum sem enn halda velli. Ljósm.Lesbók/Bjami. Garðarshólmi sem Garðar Gíslason stórkaupmaður reisti á Hverfísgötu 30 áríð 1906. Hin glæsilega og nýtiskulega fata- verslun hans, Dagsbrún, var opnuð áríð 1909 en fór fíjótlega á hausinn þar sem hún þótti alltof langt út úr bænum. Verzlunarstjóri hans var Haraldur Árnason sem síðar átti eftir að verða einn þekktasti fatakaupmaður landsins. Húsið er nú löngu horfíð. Ljósm.: Magnús Ólafsson/Ijósmyndasafhið. haupt og stóllinn hans og borðið og rúmið urðu fljótt megnustu óvinir. Hann varð að losna við það og fá sér nýtt.“ Þetta er frásögn Vilhjálms Finsens af ein- um þeirra útlendinga sem settust hér að í byrjun aldar til að versla en þeir voru marg- ir. Verslunarhús Obenhaupts, sem ávallt hef- ur verið áberandi í borgarmyndinni, var selt Garðari Gíslasyni stórkaupmanni eins og fyrr sagði og hefur síðan verið í hans eigu og afkomenda hans. ÁSBYRGIER STÓRT ORÐ Flestar verslanir við Hverfisgötu voru smáar. Matvöru- eða nýlenduvöruverslanir spruttu upp í kjöllurum á hveiju götuhomi og víða byggðu menn skúrbyggingar úr steini eða timbri við hús sín og byijuðu að versla, oft í mjög smáum stíl. Flestar þess- ara smábúða gegndu hlutverki hverfisversl- ana en einnig brá fyrir sérverslunum svo sem byggingavöru- og húsgagnaverslunum og einstaka iðnaðarmaður var með vaming sinn á boðstólum á Hverfísgötu; skartgripi eða aktygi. Dæmigerður smákaupmaður við Hverfisgötu var Pétur Hansson sem stofnaði litla verslun um 1910 í viðbyggingu á Hverf- isgötu 71. Hannes Jónsson lýsti henni svo: „Og svo bytjaði ég að afhenda vömr í búðinni hjá föðurbróður mínum, Pétri Hans- syni, Hverfisgötu 71. Verslunina kallaði hann „Ásbyrgi", það er stórt orð en búðin var lítil, með smákompu' á bak við, en vöm- geymsla var í kjalíara undir aðalhúsinu ... Það var því engin furða þó vömkaup fólksins væm smá, þetta frá 5 aumm til krónu, stór- kaup 10 krónur. Ég var á ferli allan daginn frá 8 á morgnana og til 10-12 á kvöldin, svo lengi sem von var um einn fímmeyring. Vömlán vom mikil, það v'ar ekki hægt að neita hungmðum, allslausum manni sem grátandi bað um hjálp handa hungraðri konu og bömum. Ef eitthvað bar út af, veikindi eða atvinnuleysi, var það tapað, menn vildu borga en gátu ekki.“ Verslanir sem hafa verið við Hverfisgötu skipta tugum, jafnvel hundruðum, og væri það til að æra óstöðugan að telja þær allar upp. Sumar stóðu stutt, kannski í fáeina mánuði. Hér verða nokkrar nefndar en ein- göngu þær sem komnar vom fyrir 1940. Áður var Guðjón Jónsson neftidur en álíka kunnur og hann var Ámundi Ámason kaup- maður á Hverfísgötu 37. Hann hóf verslun sína 1905 og rak m.a. sláturhús í tengslum við hana. Ámundi dó 1928 en lengi var versl- unin rekin áfram undir hans naftii. Þá má nefna Ingvar Pálsson sem rak verslun á Hverfisgötu 49 frá 1907 til 1934. í homkjallara á Hverfisgötu 84 vom lengi matvöm- og nýlenduvömverslanir sem ýmsir kaupmenn ráku. Þar var Bergsveinn Jónsson með verslun i allmörg ár en árið 1936 keypti Halldór Jónsson frá Varmá í Mosfellssveit hana og rak undir nafninu Varmá og síðan Grímar Jónsson, fóstursonur hans. Þar var allt til ársins 1980, að Grímar lést, hægt að fá steinolíu á flösku úr handdælu frá tunnu en nú munu slíkir viðskiptahættir úr sögunni á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti í matvömverslunum. Þó að flestar verslanir við Hverfisgötu væm í gömlum og litlum húsum vom samt reist fáein vegleg verslunarhús. þar má nefna númer 52 þar sem KRON hafði lengi verslun og reyndar einnig í Alþýðuhúsinu á númer 8. Einar Pétursson trésmíðameistari reisti stórhýsi á 59 og þar var byggingavöruversi- un ísleifs Jónssonar framan af og árið 1930 var þar einnig verslunin Urð. í viðbyggingu var útibú frá Liverpool en seinna Lúllabúð og hún er þar enn. Á númer 98 reis fallegt verslunarhús og þar var Barónsbúðin áratug- um saman. Fiskbúðir og mjólkurbúðir vom hér og hvar við götuna og enn er þar fiskbúð Haf- liða Baldvinssonar á Hverfisgötu 123 en hann var með Saltfískbúðina á Hverfisgötu 62 og 64 á kreppuámnum. Að lokum skulu talin upp nokkur verslana- nöfn sem ekki hafa verið neftid áður en flest- ar vom búðimar samt kenndar við eigendur sína: Valhöll á 35 (1920), Exelta á 50 (1921), Hlíf á 56 (1920), Þörf á 56 (1925), Baldur á 56 (1922), Merkúr á 64 (1927), Gunnars- hólmi á 64 (1928), Njarðvík á 68a (1929), Rangá á 71 (1937) og Kjötbúðin Hekla á 82 (1933). (Framhald) Höfundur er sagnfræðingur L.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. FEBRÚAR 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.