Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Qupperneq 6
A R K 1 T E K T w U R Hús eftir Peter Cook - tilraun til samtengingnr náttúru og byggingarlistar, 1981. Hugmynda- smiðurinn Peter Cook Peter Cook: Skýjakfjúfar f Ástralíu, 1984. Fátt er dýrmætara en nýjar og ferskar hugmynd- ir. Það er hlutskipti flestra að fara í gengin spor; fáum er gefínn sá frumleiki, sem skiptir sköpum. í allri hönnun, hvort heldur hún snýst um hús, borgarskipulag, bíla, húsgögn eða blöð og tímarit, er sífellt verið að leita nýra leiða. Sé það vanrækt, leggst kennimark stöðnun- arinnar eins og grámosi á verk mannanna. í stjómmálum er talað um „list hins mögulega". Sú hugmynd á ekki síður við í arkitektúr. Skipulagsfræðingar og arkitekt- ar verða að byggja á „hinu mögulega", hvort sem það er nú list eða ekki. En utan og ofan við það starfa einskonar spámenn, sem taka ekki í sama mæli mið af því mögu- lega. Hugmyndir þeirra komast ef til vill ekki lengra en á pappírinn, en í sumum þeirra býr sá neisti, sem kveikir bál. Þess- vegna eru hugmyndasmiðir nauðsynlegir fyrir framþróunina. Einn sá frægasti úr þeim skáldlega hópi er án efa Peter Cook, sem ætlar að messa yfir okkar mönnum úr stétt arkitekta og raunar hveijum sem heyra vill í Norræna Húsinu á mánudagskvöld. Teikningar hans minna oft harla lítið á hefðbundnar grunn- myndir og útlitsteikningar arkitekta og þarf ekki annað en líta á forsíðumyndina til að sannfærast um það. Oft eru teikningar Cooks hreinræktuð myndlistarverk í ætt við grafikmyndir Þorðar Hall til dæmis. Og sé litið þannig á málið, er ljóst að Peter Cook er ágætur og frumlegur myndlistarmaður, sem notar náttúru og mannvirki að jöfnu sem yrkisefni. Sá mikli ótti, sem arkitektar virðast hafa hver af öðrum, háir bersýnilega ekki þessum frumlega hugsuði, sem hefur raunar þá sérstöðu að teikna ekki hús sem eiga að rísa einhversstaðar. Peter Cook hefur gegnt mikilvægu hlut- verki í byggingarlistarsögunni í nær 30 ár. Hann hefur haldið fjölda sýninga og fyrir- lestra, ferðast og kennt, unnið til verðlauna í samkeppnum og setið í dómnefndum. Hann var mótandi afl í The Institute of Contemporary Arts í London og ein aðaldrif- fjöður AA-skólans í þau 20 ár, sem hann kenndi þar. Frá 1985 hefur hann gegnt stöðu prófessors í byggingarlist við þýzku Næstkomandi mánudag, 13. marz, kl 21.00, heldur Peter Cook, arkitekt og gagnrýnandi, fyrirlestur í Norræna Húsinu í boði Arkitektafélags íslands, sem er 50 ára á þessu ári. Af þessu tilefni er stutt kynning á þessum merka hugmyndasmið. Glerlistasafh í Langen í Þýzkalandi. Peter Cook í samvinnu við C. Hawlay, 1986.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.