Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Síða 9
}
Tryggvi Ólafsson (t.v.) og Magnús Tómasson & sýningu, sem þeir héldu saman
í Gallerí SÚM, 1972.
innanna til landsins, úr einkafórum sínum
kannski voru þetta þó aðallega fræg
fn; Jeseph Beuys, George Breeht, Baxon
ock, Robert Filliou, Richard Hamilton,
tniel Spœrri, Ben Vautier, Emmett Will-
ns... Aðspurður um það hvemig bezt
ri á að koma verkunum fyrir, stakk Diet-
upp á að moka þeim upp í hrúgu á salar-
lfínu!
Róska kom frá Róm til að taka þátt í
IM III ásamt tveimur herramönnum; í
talógnum hét framlag þeirra: „Stúdenta-
verkamannahreyfíng Ítalíu með sam-
mu Rósku, Manrico og Maurizios. Þau
du draga strætisvagn inn í portið hjá
lleríinu, hella benzíni yfír og kveikja í.
tetíska deildin í SÚM fékk náttúrulega
rert sjokk við að heyra um þessi áform;
tt ef ekki voru haldin lokuð réttarhöld í
lleríinu yfir Rósku — og ólafi Gíslasyni
tn líka hafði dvalizt á hinni heitu Ítalíu
var á pólitískri línu í sínu málverki.
sma hvað, Róska sneri við blaði og bjó
platmólótoffkokteil í mannsstærð. Grein-
höfundur minnist þess að hafa farið með
anrico í allar skotfæraverzlanir höfuð-
rgarinnar, það vantaði u.þ.b. 10 grömm
púðri í myndlistarverk. I leiðangrinum
rð okkur það á, að ganga yfír götu á
uðu ljósi, og vorum við teknir til yfir-
yrslu af útlendingalögreglunni. Það mátti
.lda að Róska væri talin stórhættuleg
yggi ríkisins. Og eitthvað var SÚM víst
íið vafasamt fyrirtæki.
Á vegum Menningarstofnunar Banda-
rjanna komu herra og frú Gutlein til lands-
3. Herra Gutlein til þess að halda fyrirlest-
um listir og stúdentaáróður í hinum vest-
;na heimi. Frammi fyrir fullum sal háborg-
aralegra áheyrenda hrópaði fyrirlesari Gutl-
ein húrra fyrir SÚM, sem kom afar flatt
upp á viðstadda, en fyrir vikið komst hann
í persónulega snertingu við súmmara, og
ætli það hafí ekki líka verið tilgangurinn.
Þá komst hann ekki hjá því að lyfta glasi
með strákunum, sem spurðu hvort hann
væri frá CIA. Þeirri spumingu var hvorki
svarað játandi eða neitandi. Lofaði Gutlein,
þegar hann var búinn að fá að heyra allt
um stöðu SÚM innan íslenzkrar myndlistar,
að skrifa hliðholla grein um SÚM handa
fjölmiðlum, en aldrei bólaði á þeirri ritsmíði
né heyrðist frá honum meira eftir að þau
hjón hurfu af landi brott.
Næsta samsýning í galleríinu leiddi í ljós,
að SÚM var ekki beinlínis hættulegt ríkjandi
þjóðskipulagi. Það kom sending af fremur
óframúrstefnulegum málverkum frá hol-
lenzka menntamálaráðuneytinu. Þetta var
kannski ekki alveg það, sem SÚM hafði
vænzt; en það var engu andliti tapað. Lista-
mennimir vom Ger Lataster, Lei Molin,
Jaap Waagemaker og Anton Rooskens. Sá
síðastnefndi var Cobramaður og kom hann
vegna sýningarinnar til landsins.
Fallist í Faðma - En
Það STÓÐ Stutt
Þessa hollenzku sýningu gátu fímmarar
ekki sniðgengið og mættu vel á opnun. Það
fylgdi góðglöð stund og samkvæmi vestur
í bæ, þar sem gömlu fímskarfamir vildu
ólmir ganga í SUM, sem þótti á staðnum
og stundinni auðsótt mál og féllust menn
hrærðir í faðma, súmmarar og fímmarar.
En svo fréttist nokkmm dögum seinna, að
safnráð hefði reynt að kaupa málverk eftir
Gylfí Gíslason og
Hringur Jóhann-
esson viðmál-
verkið „Freedom “
eftir Sigurð Guð-
mundsson, - það
varfyrstsýntá
sýningu Sigurðar
í Gallerí SUM
1969.
Frá SÚM III1969: Standandi er „Leikvöllur“ eftir Kristján Guðmundsson og á
veggnum er frá vinstri: „Rétt við ströndina" eftir Kristján Guðmundsson, „Diet-
ers prooF' eftir Richard HamUton, „Literaturblech“ eftir Bazon Brock.
Rooskens á bakvið SÚM. Kólnaði þá vinátt-
an og hrapaði niður í flokk einnamætur-
gleði.
Með þessari sýningu, sem kölluð var
„Hollenzk myndlist", þótti sýnt fram á, að
hægt væri að fá sýningar erlendis frá og
var þar með viss einangmn rofín. Var Lista-
safni íslands þama gefíð fordæmi; má benda
á sýningu á verkum_ Emils Nojde.
Arið 1971 var SÚM IV. For sú sýning
fram í Fodor-safninu í Amsterdam. Sigurður
og Kristján vora þá búsettir í Amsterdam,
þar sem Hreinn átti líka eftir að flendast.
— Hinir ungu súmversku víkingar sigraðu
að vísu ekki heiminn í þessari atrennu, en
þeir gerði sér margan glaðan daginn sam-
an. Notuðu til dæmis tækifærið til þess að
halda fyrsta aðalfund SÚM í útlöndum; á
þessum aðalfundi sem haldinn var í Zand-
voort var ákveðið að miða næst á Norður-
löndin.
Árið 1972 er fullur kraftur í starfsemi
með því að SÚM tekur þátt í listahátíð í
Reylq'avík. Þetta „aktífítet" svokallað, var
að mestu skipulagt f Hollandi; þátt tóku
listamenn frá mörgum löndum. Það vora
tvær sýningar í gallerí SÚM og ein í Ás-
mundarsal. Dagsins ljós sá einn myndarleg-
asti katalógur SÚM — ekki ógallaður að
vísu, en vitnisburður samt um að konsept-
list var búin að nema land á íslandi. í Lind-
arbæ vora haldin happeningakvöld. Nokkrir
súmmarar tóku þátt í útisýningu á Skóla-
vörðuholtinu í sumarblíðunni sem þá var;
Jón Gunnar setti þar upp regnskúlptúr auk
þess sem hann sendi hugsanalínur í gegnum
hnöttinn, til New York, San Francisco og
Sydney í Ástralíu. Þá fékk Kristján nafn-
laust hótunarbréf vegna verks í Ásmundar-
sal; ísl. ljóðabækur á mold á gólfí; einhveij-
um þótti sem verið væri að vega að rótum
íslenzkrar menningar.
Árið 1974 var samsýningin í Nikolai-
kirkju í Kaupmannahöfn: H2O. Var þama
um að ræða síðasta stórverkefni á vegum
SÚM. Norræni menningarmálasjóðurinn
borgaði brúsann, sem í stað ómengaðs vatns,
var fullur af málamiðlunum; kannski var
það einmitt þama sem SÚM fór út af spor-
inu. Að vísu rættist draumurinn frá Zand-
voort, um að komast til Norðurlanda. Um
Jón Gunnar Árnason með CeUophony-
baukinn, 1971.
var að ræða e.k. farandsýningu um Norðuri-
önd, undir tema. SÚM hafði aldrei áður
látið beizla sig. Út úr þessari „vatnsvirkjun“
kom frekar neikvæð orka. Meirihluti félags-
manna, Reykjavíkurdeildin, sinnti listsköpun
einungis í stopulum frístundum frá félags-
mála- og nefndarstörfum. Það ástand hafði
skapazt að eftirsóknarverðara þótti að vera
á fundi heldur en í list.
Árið 1975 er eiginlegt dánarár SÚM. Þá
segir hollenzka deildin sig formlega úr fé-
lagsskapnum; það var ágreiningur við
„síðari daga súmmara" um félags- og stétt-
arfélagsmál... En þetta skiptir nú ekki
máli lengur. Það er eðlilegt að listamanna-
grúppur hverfi af sjónarsviðinu. — Reyndar
vora sýningar í galleríinu allt fram á árið
’78, þar inni á milli nokkrar, nægilega sterk-
ar til þess að mega flokkast undir verðugan
eftirmála við sögu SÚM.... Sjá bls. 10
*
/
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MARZ 1989 9