Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Qupperneq 10
CARL MICHAEL BELLMAN Gamli Nói Helgi Hálfdanarson þýddi Gamli Nói, gamli Nói, glúrinn heillakall, út um mýri og móa mikið lét hann gróa fagran vínvið, fagran vínvið; feikna var hann snjall. Nói hafði, Nói hafði numið kostaland og að sumbli sætur sat hann daga og nætur hvar hann hafði, hvar hann hafði heppinn siglt í strand. LSkt og skepna, líkt og skepna lifir maður hver; mjög að minnsta kosti margan kvelur þorsti; þá á víni, þá á víni þjóðir gæða sér. Nói átti, Nói átti notalega frú; vel af hollum vínum veitti’hún karli sfnum; mér að skapi, mér að skapi mundi kona sú. Aldrei sagði’hún, aldrei sagði’hún „Ekki drekka meir! Nokkrum nægði minna. “ Nei, sú blessuð kvinna fljótt á barma, fljótt á barma fyllti krús úr Ieir. Stoltur Nói, stoltur Nói strauk um hár og skegg þegar hann stóða á þambi; þá var karlinn skrambi kempulegur, kempulegur; krús hann tæmdi í dregg. Þá var gaman, þá var gaman, þá var lifað hátt; þar var enginn þunnur, því að enginn munnur lengur vildi, lengur vildi lepja vatnið blátt. Indæl víman, indæl víman upp í kollinn steig; að sötra seint og skála, sízt kom það til mála; sérhver drykkur, sérhver drykkur sopinn var í teyg. Carl Michael Bellman (1740—1795) mun af flestum talinn eitt af meiri háttar (jóðskáldum Svfa. Kunnastur er hann af drykkjukvæðum slnum, þar sem hann lofsyngur flest það sem ýmsir kalla léttúð og ábyrgðarleysi Ifðandi stundar, þó að sumt af kveðskap hans beri svip af angri og dauðageig. Af þessum skáldskap hefur margur ályktað, að Bellman hafi veriö hvumleiður drykl^jurútur. En þvf fór vfðs fjarri; hann var hófsamur gleðimaður, aufúsugestur á ölkrám og f sinn hóp, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Hófdrykkjan var honum svo sem nógu dýrkeypt, því af hennar völdum varð hon- um fátt við hendur fast, hann var f sffelldum fjárkröggum, lenti meira að segja um skeið f skuldafangelsi og varð heilsulaus fyrir aldur fram. Kannski hefur Bellman sannað það flest- um fremur, að þrúgna gullin tár fara betur f orði en á borði, og reynast hollari (ljóði en f blóði. (ÞýO.) Kristján Guðmundsson með straubretti sínu i sýningunni Environmental skúlptúr í Gallerí SÚM 1969. Sigurður Guðmundsson í performans eða gjömingi á Sted- elijk-safhinu í Amsterdam 1970. Collage- myndeftir Sigmjón Jó- hannsson frásýningu ÍSÚM, 1965. Mér hálf brá við að heyra, að til stæði að sýna SÚM á Kjarvalsstöðum; var alveg búin að gleyma að SÚM hafði verið til. Við upprifjun datt mér þá fyrst í hug: Er ekki Nýlistasafnið nógu lítið? Listasafn íslands fannst mér ekki nógu hentugt: sérfróðir menn segja að það sé eins og sundlaug, 20 cm á dýpt. En eru Kjarvalsstaðir ekki allt of stórir; verður ekki að slaka á gæðakröfum til að fylla þá, sýna allt og þar með búa til þjóðháttafraeði- eða sögusýningu? Engin Stefnuyfirlýsing Mikilvægi SÚM fólst i því, að það rak sýningarsal; hópurinn stækkaði sem nam þörfum gallerírekstursins og samsvaraði nokkum veginn mánuðum í árinu; hver meðlimur átti að greiða félagsgjald sem var einn húsaleigumánuður; um þetta var sam- einazt. Súmhópurinn var að öðru leyti aldr- ei nógu samstæður til þess að gefa út lista- stefnuyfírlýsingu; það var enda ekkert til sem hét súmlist. List súmmara var úr mörg- um áttum komin; listamennimir vom eins og fréttamenn er miðluðu upplýsingum frá útlöndum. Til þess að skilja SÚM verður því að leita út fyrir landsteinana. Með rekstri gallerísins var sýnt fram á, að slík starfsemi gat þrifízt á Islandi, ekki alveg þrautalaust að vísu; en það hófst þró- un sem í dag má mæla í fjölda gallería í Reykjavík. Gallerí SÚM var á vissan hátt hugmyndin að Gallerí Suðurgötu 7. Nýlista- safnið á rætur sínar að rekja til gallerí SÚM. Áhrif SÚM á yngri aldurshópa íslenzkra myndlistarmanna em óumdeilanleg. Fram til ársbyijunar ’83 hafði konseptlist nánast verið ein ríkjandi, eða þangað til „Gull- ströndin andaði" og allir ungu konseptlista- mennimir gerðust „villtir" málarar á einni svipstund. — Áhrif súmmara komu og fram í Myndlista- og handfðaskóla íslands, en þar tókst að stofna „nýlistadeild;" Hildur Há- konardóttir var þá skólastýra og Magnús Pálsson, e.k. ísl. útgáfa af Beuys, var alltaf með nemendaskara í eftirdragi. Margt af unga fólkinu hélt til framhaldsnáms í Hol- landi vegna þess hve gott orð fór af frama Guðmundssona og Hreins þar, en þá var nú Vestur-Þýzkaland óvart orðið þunga- miðja í myndli8tinni. Listfræðinemum hætti líka til þess að fara fram hjá meintri þunga- miðju; í Frakklandi vom t.d. gerðar tilraun- ir til að skrifa doktorsritgerðir um SÚM — ekki gekk það dæmi upp. Ekki veit greinarhöftmdur hvaða sjónar- mið liggja til gmndvallar Kjarvalsstaðasýn- ingunni, hvort hún byggist á gömlum verk- um eða nýjum endurgerðum. Vonandi verð- ur þó háft erindi sem erfíði, því eins og Nansen heimskautafari sagði: „Það er til lítils að hlaupa ef stefnt er í skakka átt.“ Á sínum tíma var SÚM að berjast gegn afturhaldi og tregðu. Hvort nú hefur verið sigrazt á afturhaldinu og tregðunni, skal hér ósagt látið. Óhætt er þó að segja, að SÚM mddi a.m.k. braut á íslandi og víkkaði sjóndeildarhring meðan það var og hét. Höfundur býr I Munchen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.