Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Qupperneq 7
Herve Télémaquefinnfellda myndin) og Vicente Pimentel eru báðir blakkir og
með athyglisverðustu myndlistarmönnum Parísarskólans. Þeir fara frekar hefð-
bundnar leiðir í óhlutlæga málverkinu en gera það á mjög jarðbundinn og fersk-
an hátt.
Myndir Vincente Pimentel hafa gjarnan
eitthvað með jörð, eld og ryð að gera
og eru sumar að hálfu leyti lágmyndir
en einnig gerir hann sjálfstæðar rýmis-
myndir.
færst nær Parísarborg hin síðari ár og menn
hafa þar fullan hug á að láta hér ekki stað-
ar numið.
Það á sér þannig stað merkileg geijun í
París um þessar mundir, sem engan leitandi
listamann lætur ósnortinn.
Sumartíminn er þó ekki best fallinn til
slíkra rannsókna, að maí undanskildum, en
frá júní til september hafa listhúsin til
skamms tíma verið með eins konar sumarsýn-
ingar og kynnt þá úrval verka helstu skjól-
stæðinga sinna, en síður verið með sérsýning-
ar. En nú virðist þetta að einhveiju leyti
vera að breytast, því að mikið framboð var
á sérsýningum í listhúsum. í fyrstu heimsókn
minni til Erró stakk hann að mér gildum
bunka af boðskortum á sýningar, sem gott
var að fá en sem ég hagnýtti mér lítið. Aðal-
atriðið var að skoða sýningar skipulega þann-
ig að ég kæmist yfir sem mest og fengi sem
gleggsta yfirsýn.
Og það er nokkurt verk að ganga milli
listhúsa Parísarborgar, því að þau helstu eru
um 60 á vinstri bakkanum og um 85 á hægri
bakkanum og bætast við þá tölu ýmis nafn-
kennd listhús annars staðar í borginni. Á
þriggja vikna fresti skipta svo þessi listhús
almennt um sýningar, en allnokkrar þeirra
geta staðið yfir í mánuð eða lengur og eink-
um ef um sérstakan viðburð er að ræða.
í sjálfu sér tekur ekki ógnarlangan tíma
að skoða þau öll, en það tekur hins vegar
mun lengri tíma fyrir ókunnugan að finna
þau mörg hver, en þegar því marki er náð
og yfirsýn fengin, er það merkilega viðráðan-
legt að fylgjast með.
Auðvitað eru þetta misgóð listhús, en það
tvennt, sem veitti mér mestu ánægju nú í
sumar, var fjölbreytnin og ,svo nautnin af
að nálgast hlutina aleinn og á fordóma-
lausari hátt en menn gerðu áður.
í gamla daga voru menn að leita að sjálf-
um sér, ef svo má að orði komast — menn
höfðu myndað sér skoðanir og manni kom
það lítið við, sem skeði utan marka þeirra.
Þannig örkuðu menn á milli örfárra listhúsa,
sem voru í náðinni, en gengu hnarreistir fram
hjá öðrum, enda ekki ónýtt að ganga svona
eins og með nafla heimsins upp á vasann.
En svo kom í ljós, að sá nafli var mjög svo
forgengilegur.
Það var (og er) alltaf nóg af spakvitrum
mönnum, er vilja af lítillæti miðla manni af
óviðjafnanlegri vizku sinni — og ungir eru í
senn leiðitamir og hrifnæmir!
Hámarki náði þessi árátta á hugmynda-
fræðilega tímabilinu á sjöunda og áttunda
áratugnum, er listamenn voru í gríð og erg
að ljósmynda sjálfa sig við hinar margvís-
legustu athafnir og einnig þær, sem fram
að þeim tímum töldust viðkvæmar einkaat-
Ungverjinn Nicolas Schoffer var einn
af frumkvöðlum hreyfílistarinnar og
gerði heilmikið af myndum er endur-
vörpuðu Ijósinu og mögnuðu það. Þessi
mynd er ígarði rýmilistaverka á Signu-
bökkum, Museum Plein Air.
hafnir á salernum. Eða þeir horfðu hugfangn-
ir niður á eigin nafla eða í spegla. Eins og
alþjóðlegt hópefii til heiðurs Narcissus hinum
gríska. Á þeim árum þekkti maður flesta
framúrstefnulistamenn Evrópu í sjón af
slíkum myndum og þótti það í flestum tilvik-
um yfrið nóg.
Á þessu tímabili tókst að gera listina leiðin-
legri en nokkurn tíma áður, enda tæmdust
öll söfn og öll listhús, er hana kynntu sem
ákafast.
Þetta er tekið sem eitt lítið dæmi um hvern-
ig ástandið var fyrir einungis rúmum áratug
og þótt sú árátta sé fyrir hendi að koma því
á aftur, verður að vona að það tekist seint,
það er andstætt mannlegu eðli að miðstýra
listinni á þennan hátt.
Það hristir sannarlega upp í heilasellunum
að sjá fjölbreytnina, er við þlasir í listhúsum
Parísarborgar, og þótt fjarri sé, að maður
sé alltaf með á nótunum, ber að nálgast
hugsunarhátt annarra af umburðarlyndi. Það
er meira segja iðulega í senn gaman og fróð-
legt að rýna um stund í viðhorf, sem eru
manni framandi og andstæð.
— Listhúsum Parísarborgar fjölgar greini-
lega, en fækkar um leið, sum heltast úr lest-
inni, og hér á sér þannig stað stöðug upp-
stokkun, nákvæmlega eins og með aðrar og
veraldlegri verzlanir. Þannig rakst ég inn í
nokkur ný listhús, en svo saknaði ég ann-
arra, en sum þeirra höfðu einfaldlega flutt
sig um set.
Á vinstri bakkanum eru listhúsin aðallega
í hverfunum Saint Germain, Montparnasse
og Invalides, en þó langsamlegast mest í því
fyrstnefnda og þá með Rue de Seine og gö-
turnar í kring sem kjarna. En á hægri bakk-
anum eru þau í hverfunum Halles, Beuborg,
Marais, Bastille, en dreifast nokkuð jafnar,
þótt mest sé um þau í nágrenni listamiðstöðv-
arinnar, sem virkað hefur eins og segull hin
síðari ár. Listahús Bastilluhverfisins eru svo
nokkuð alveg nýtt og sér á báti og dálítið í
líkingu við SOHO í New York, en þar hefur
hvert listhúsið sprottið upp af öðru á þessum
áratug og má búast við að þeim fjölgi til
muna, eftir að hið glæsilega óperuhús tekur
til starfa á næsta ári og miðja listviðburð-
anna flyst meira þangað. Og eins og í New
York hefur verð á húsnæði margfaldast, síðan
listamennirnir og listhúsin fluttu í það. Regl-
an er þannig, að þar sem þessir aðilar setj-
ast að í stórborgum, magna þeir upp lífsflór-
una, og hverfin virka þá eins og segull á
fólk. En að nokkrum árum liðnum fara svo
listamennirnir, sem áttu upptökin, að flýja í
burtu, því að hverfin eru orðin of fín, dýr
og ónæðisöm fyrir þá!
Sprenging Og Uppsveifla
Það er víst alveg klárt, að á síðustu tveim-
ur árum hefur orðið sprenging á listamark-
aðnum og mikil uppsveifla á öllu, er tengist
myndlist í Evrópu. Á milli handa minna er
bók, sem ég vissi ekki einu sinni að væri til,
en ég sá á borði hjá vinum mínum í Neuilly
sur Seine og festi mér daginn eftir. Hún
nefnist „Gengisskrá listarinnar 1989“ (La
cote des peintres 1989) og íjallar um upp-
boðsverð á málverkum — inniheldur metverð
verka 20.000 málara frá öllum heimshornum.
Hér komast þeir Erró og Svavar Guðnason
einir á blað frá Islandi, og eru þó Gullfjöll
Svavars enn ekki komin á blað, og verk Er-
róshafa hækkað til muna frá útgáfu hennar.
Ég hafði betri viðmiðun, er ég spurði í
þrem listhúsum á vinstri bakkanum, hvað
einstök verk eftir Erró, sem til sýnis voru,
kostuðu. í einu listhúsinu kostaði aflöng
mynd eftir hann frá 1962 og rétt yfir meðal-
stærð 75.000 franka, en í hinum tveimur list-
húsunum reyndist um nýrri verk að ræða
og vel undir meðalstærð, sem kostuðu 45
og 48.000 franka. Réttu upphæðina fá menn
með því að margfalda með 9,2.
Annað, sem ég komst ekki hjá að taka
eftir á yfirferðum mfnum, var hve víða voru
rauðir miðar við hlið mynda, sem táknaði
auðvitað að þær væru seldar, en ég hef aldr-
ei á skoðanaferðum mínum erlendis séð jafn-
mikið af slíkum miðum og jafnvíða og því
vakti það athygli mína. Áður sá maður ein-
stakar sýningar stórbóga, þar sem allt falt
var selt, en aftur á móti sýndist manni sáral-
ítið ganga út á listhúsasýningum almennt.
Og verðið á myndverkunum víðast hvar
þótt mér stjarnfræðilegt, þótt oft fyndist mér
verkin naumast gefa tilefni til þess.
Dæmið virðist hafa gengið upp hjá málur-
um, sem þraukuðu vonda tíma á dögum al-
ræðis hugmyndafræðilegu listarinnar og létu
ekki segja sér fyrir verkum, en sumir voru
þó tilneyddir að snúa sér að öðrum störfum
og þá iðulega kennslu.
Það var þannig mjög margt, sem kom
manni á óvart í þessu ferðalagi og varð
manni til umhugsunar og hreyfi ég aðeins
rétt við því hér.
Og merkilegt þótti mér, hve verð mynd-
verka er i föstum skorðum þrátt fyrir allar
uppsveiflur. í útlandinu vita glöggir menn
að hveiju þeir ganga, er þeir kaupa mynd-
verk og virðast geta stuðst við flettibækur
ýmiss konar eins og fram kemur.
En svo eru líka til menn, sem betur fer,
er blása á allt slíkt, en láta hjartað ráða.
Hið skrýtna er, að þegar svo öllu er á botn-
inn hvolft, þá ráða einmitt slíkir menn verð-
mynduninni að miklu leyti er upp er staðið!
Eitt hefur þó ekki mikið breyst og það er
aðsókn að listhúsum, sem er næsta lítil en
jöfn, og við opnun sýningar hins fræga Jean
Tinguely í hinu virta listhúsi, Galerie Beau-
borg, þar sem ég dvaldi góða stund, var
aðsóknin ekki ýkja mikil og þó voru veiting-
ar mjög höfðinglegar.
Hreyfilistaverk Tinguelys eru víðfræg og
er stutt síðan mikil yfirlitssýning var á verk-
um hans á sjálfri mennigarmiðstöðinni, sem
er hinum megin við götuna og fáeina metra
frá listhúsinu. Það var mjög fróðlegt að skoða
sýningu Tinguelys og sjá meistarann á þeyt-
ingi fram og aftur og öryggi hans, er sjón-
varpið tók við hann viðtaí. Naut ég hér boð-
smiða Errós og var það í eina skiptið sem
ég kom því við.
Sýningin var forvitnileg, en mér finnst
gamli maðurinn vera farinn að nota snæris-
spotta fullmikið við samsetningu myndanna.
Vill þá gangverkið fljótlega bila, og það skeði
einmitt með eina mynd þegar við opnunina
og var listamanninum alls ekki sama.
Því miður standa sum fyrrum hreyfilista-
verk Tinguelys eins og steingervingar á söfn-
um eða tröll, sem dagað hefur uppi. En eng-
inn fær skafið það af manninum, að hann
er með afbrigðum hugmyndaríkur og hann
telst með meiri háttar rýmislistamönnum
heimsins síðustu áratugi. Lagskona hans,
Niki de Saint Phalle, sem einnig er rýmislista-
maður, var með sýningar á báðum bökkun-
um. Nafn listakonunnar er sérkennilegt og
ólíklegt, að það sé skírnarnafn, en sýningar
hennar prýða áberandi þekkjanleg form úr
heimi ástarinnar. Ef Tinguely telst listamað-
ur hins upprunalega efnis, þá er de Saint
Phalle listamaður hinnar íburðarmiklu áferð-
ar. Þau hafa bæði lagt hönd að sameiginleg-
um listaverkum og eru þá andstæðurnar í
senn glannalegar og hvellar, en þó hrífur það
suma og vissulega var sýning hennar á Ga-
lerie du France hin athyglisverðasta.
í Listhúsi J.E. Resche 20, rue de Seine
voru til sýnis og sölu eldri myndir eins af
forvígismönnum strangflatalistarinnar, Aug-
uste Herbin. Hafði ég mikla ánægju af að
skoða þessar litsterku og vel máluðu lands-
lagsmyndir, sem báru einkenni höfundarins,
þótt harla væru þær ólíkar seinni tíma verk-
um hans.
Menn hafa með sanni ekki gleymt
strangflatalistinni í París og þannig var mik-
il sýning á verkum Gottfried Honeggers í
hinu virta og glæsilega listhúsi Gilbert Brow-
■nstone fyrrum umboðsmanns og velgerðar-
manns Erró. Honegger hefur í áratugi hald-
ið tryggð við listastefnuna og vinnur myndir
sínar mjög vel og yfirvegað. Og strangflatar-
listin lifir góðu lífi í verkum Hervé Tél-
émaque, en þó í nýjum og lífrænni búningi.
Sýning þessa blakka listamanns í listhúsi L.
Moussion á 110, rue Vieille de Temple var
með því ánægjuleg;ra sem ég sá í París fyrir
djúpa innlifun í lögmál myndverksins. Og
hann rýfur gjarnan öll sígild lögmál um lög-
un mynda, — fer hér eftir hentisemi hveiju
sinni. Sýningin hafði þegar gengið mjög vel,
er mig bar að garði um mitt sýningartímabi-
lið.
Annar blakkur listamaður á besta aldri
en mikill andstæða Télemaque, Vincente Pi-
mentel, átti og mjög athyglisverð verk í
Keller listahúsinu á 15, rue Keller í Bastillu-
hverfinu, og ekki hafði hún gengið síður.
Báðir þessir listamenn styðjast við kunnug-
legar hefðir í núlistum, en útfæra verk sín
af miklum sannfæringarkrafti og listrænum
tilþrifum og auðsjáanlega kunna þeir í París
betur að meta síkt en nýjungarnar einar og
sér.
Þá ber að nefna gríðarlega fallega sýningu
í listhúsi Natalie Seroussi í Rue de Seine á
lágmyndum eldri og nýrri listamanna allt frá
Tatlin, Arp og Calder til Tinguely, Marital
Raysse og Frank Stella, en þar á milli marg-
ir helstu bógar á þessu sviði á öldinni. Mátti
telja óseldar myndir á fingrum sér þrátt fyr-
ir rosalegt verð.
En sú sýning, sem á kannski mest skylt
við núlistir dagsins var sýning verka Panam-
arenki í listhúsi Isy Brachot á vinstri bakkan-
um.
Brottfarardaginn notaði ég til enn einnar
yfirferðar og byrjaði á því að skoða sýningu
á verkum Dieter Roth í nýju listhúsi Claud-
ine Papillon á 59 Rue de Turenne í Marais-
hverfinu, sem hafði opnað kvöldinu áður en
ég komst ekki á. Gamla kempan sýndi verk
sem minntu mjög á það róttækasta sem gert
var á sjöunda áratugnum en svo voru röð
myndbandatækja í einu herbergjanna en því
miður slökkt á þeim, er mig bar að garði og
er þvi ekki til frásagnar.
Hins vegar var meistarinn við myndræna
sýslan í garðinum með heljarstóra íslenzka
brennivínsflösku fyrir framan sig.
Á fáum klukkutímum tókst mér að sjá
yfir 20 sýningar, enda þræddi ég aðallega
hverfið í kringum Rue de Seine og er það
þá lítið afrek, en síðasta sýningin, sem ég
skoðaði í listhúsi í París, var sýning á hreyfi-
listaverkum Nicola Schoffer hjá Denise René,
en hann nefndi verk sín ýmsum nöfnum, er
varða ljós og himingeiminn, en hann notaðist
mikið við stálspegla, er magna og endur-
varpaljósinu.
— Ég dró þá lokaályktun eftir þó nokkrar
yfirferðir í listhúsin, að menn séu orðnir leið-
ir á endurteknum tilraunum og nýjungum, —
nýjunganna einna vegna, en leita þess meir
til ti'austra og agaðra vinnubragða.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. OKTÓ8ER 1989 7'