Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Page 5
JÓNAS FRIÐGEIR Jónas Jónsson frá HriOu leitaði kjör- fylgis til Alþingis ífyrsta sinn íkosning- unum 1922. saman úr kössunum, áður en talning hæf- ist, tókst það ekki betur en svo, að glöggir blaðamenn töldu sig hafa séð með vissu hvernig seðlamir lögðust: í efsta lagi af Vestur- og Norðurlandi, svo úr Reykjavík og á botninum seðlar að austan og af Suð- urlandi. Fyrstu atkvæðatölur, sem upp voru gefnar, þóttu staðfesta þetta: A 50, B .546, C 94, D 224 og E 28. Þegar búið var að telja atkvæði af Vestur- og Norðurlandi og á að giska komið að Reykjavík, var B-list- inn, Framsóknarflokkurinn, með langhæsta atkvæðatölu og um það bil 500 atkvæðum ofan við D-listann, lista Jóns Magnússonar, sem þá var næstur. Kvennalistinn hafði fengið verulegt fylgi. Var nú komið að Reykjavík. Þar fékk B-listinn nær ekkert fylgi, atkvæðin skipt- ust mest milli D-lista og A-lista, en Kvenna- listinn var skammt undan. Nú komst Jón Magnússon 400 atkvæðum upp fyrir fram- sókn. Þá var aðeins eftir að telja Austurland og Suðurland, og fór þá B-listinn aftur fram úr D-listanum. En þegar lokið var að telja utankjörstaðaratkvæði og heildarúrslitin iágu fyrir, urðu lokatölur þessar: A-listi, Alþýðuflokkur, 2033 atkv., 17% og engan kjörinn. B-listi, Framsóknarflokkur, 3196 atkv., 26,7% og einn mann kjörinn. C-listi, Bandalag kvenna, 2674 atkv., 22,4% og einn mann kjörinn. D-listi, Heimastjórnarmenn, 3258 atkv., 27,2% og einn mann kjörinn. E-listi, Sjálfstæðismenn, 633 atkv., 5.3% og engan mann kjörinn. Auð og ógild 168, eða 1,4%. MlSJÖFN VlÐBRÖGÐ VlÐ MiklumTíðindum Hér voru þá orðin mikil tíðindi. Engum kom reyndar á óvart að B-listi og D-listi fengju mann kjörinn, í beggja liði dreymdi menn um tvo. En að kvennalisti, í fyrsta sinn sem hann var boðinn fram til löggjafar- þings hér á landi og kannski í heiminum öllum, kæmist upp fyrir Alþýðuflokkinn og að hliðinni á Framsóknarflokknum og þeim leifum Heimastjórnarflokksins og langsum- brots Sjálfstæðisflokksins sem sameinuðust í íhaldsflokknum árið eftir, það voru stór- fréttir, og hlutfallstalan, 22,4, er athyglis- verð, þar sem aðeins 32,2% kvenna greiddu atkvæði. Þær voru alls 4879, en listinn fékk 2674. Nú er alveg víst að hörðustu flokkskonur hafa ekki kosið Kvennalistann. Fráleitt er t.d. að ætla að Framsóknarkonur í sveitum hafi ekki kosið Jónas Jónsson, þegar þær áttu 'þess kost í fyrsta sinn, og enn ólík- legra að þær hafi kosið fröken í Reykjavík sem Tíminn hafði kallað heimasætu á kær- leiksheimili Morgunblaðsins, og það ekki að ástæðulausu, eins og síðar kemur fram. Þegar þess er enn að gæta, að stjóm Kven- réttindafélags íslands studdi listann ekki, þá er ekki vafamál ,að vemlegur hluti karla hefur kosið kvennalistann, eins og ýmsir þeir, sem um úrslitin skrifuðu, töldu reynd- ar víst og brátt kemur fram. En nú skulum við sjá hvað sagt var á ýmsum bæjum. Morgunblaðið reið á vaðið: „Eins og getið var til hér í blaðinu undir eins að kosningum afstöðnum, hefir kvenna- listinn fengið miklu meira fylgi en menn ætluðu, þegar hann kom fyrst fram. Það fylgi er ekki allt frá kvenfólkinu, heldur hafa einnig karlmenn, og þeir ef til vill ekki fáir, farið þangað með atkvæði sín. Þeir hugsuðu ýmsir sem svo: D-listinn kem- ur að manni hvort sem er. Það er því skyn- samlegt að magna kvennalistann sem mest móti sósíalista-listanum og Tímalistanum. Hann er líklegri til þess að ná í einn mann en D-listinn til að ná í tvo... En úr því að svo fór nú, að borinn var fram kvenna- listi, getur blaðið vel unnt konunum þess sigurs sem þær hafa fengið, og býður fyrsta fulltrúa þeirra velkominn í þingmanna- töluna.“ Tíminn aðhylltist ekki skýringar Morgun- blaðsins fremur en endranær. Hann sagði: „En sannleikurinn er vitanlega sá, að C- listinn hefir náð atkvæðum meir og minna frá öllum hinum listunum. Af upptalning- unni var það bersýnilegt að atkvæði hans voru dreifð um allt land og alls ekki tiltölu- lega fleiri í Reykjavík ... þar sem aðalfylgi D-listans var.“ áttiEngaFortíð, EnLofaðiGóðu En hvað sögðu konurnar sjálfar að unnum sigri? Grípum niður í forystugrein í Nítjánda júnr. „Sigur C-listans ætti líka að geta orðið til íhugunar fyrir kosningar í framtíðinni, því sá listi beitti engum öfgafullum stað- hæfingum, engri áleitni við þá sem að hinum listunum stóðu, engum fjáraustri. Listinn sigraði á sinum góða málstað, á því að standa utan við alla flokka og æsingar. Það fór svo, þegar til kosninga kom, að margir þeir, sem eigi gátu fellt sig við neinn hinna listanna, kusu C-listann, vegna þess að hann átti énga fortíð, en lofaði góðu í framtíðinni. (Leturbr. hér.) Það voru eigi aðeins „óþroskaðar konur“, er þetta gerðu, 'heldur fjöldi karlmanná sem enginn ber þroskaleysi á brýn. Því varla eru þeir menn ódómgreindari, er sjá hvílík ringulreið er nú á allri flokkaskipun — sjá veilur hjá öll- um flokkum — en hinir sem hugsunarlaust láta stjórnast af þeim flokki er þeir, ein- hverra hluta vegna, hafa lent í...“ Fleiri voru á sama máli og koma enn með athyglisverðar skýringar. Gunnlaugur Tryggvi, ritstjóri íslendings-. „Raunar er fullur helmingur allra kjós- enda á landinu kvenkyns, en sú skoðun var almennt ríkjandi, að konurnar mundu frekar fylgja í hið pólitíska kjölfar manna sinna og bræðra en skipa sér á ópólitískan sér- lista síns eigin kyns. Raunin hefur orðið önnur, að því er virðist, þó hins vegar að margir karlmenn hafi kosið C-listann vegna þess, að þeir voru óánægðir með hina list- ana, sérstaklega mun þetta tilfelliið með marga þá sem pólitískan skyldleika áttu helst með E-Iistanum. (Leturbr. hér.) Annars er kona sú, sem náð hefur kosn- ingu, mæt kona og mikilhæf og stórum hæfari mörgum þeim karlmönnum sem nú sitja á þingi. Vonum vér góðs af þingsetu hennar." Þarna bætir Gunnlaugur Tryggvi sem sagt þeirri skýringu við aðrar, sem mjög er trúleg, að margir gamlir Þversummenn hafi, er þeir töldu E-listann vonlausan, tek- ið þann kost að kjósa heldur kvennalistann til þess að koma í veg fyrir annað Verra, að þeirra dómi, og án þess að fara alla leið yfir til hins gamla höfuðandstæðingSj Jóns Magnússonar sjálfs. Aðstandendur Islend- ings urðu ekki fyrir vonbrigðum með Ingi- björgu H. Bjarnason, þegar hún kom á þing, en Dagur sá þegar að þarna hafði ekki vel tekist til fyrir þá B-listamenn. Jónas Þor- bergsson skrifar um þá karlmenn sem kusu C-listann: „Nú eru þessir dánumenn fyrst að átta sit á því, hvaða stefnu Ingibjörg H. Bjarna- son muni hafa í landsmálum og komst helst að raun um það að hún sé pólitísk alsystir Jóns Magnússonar. Verða sumir bannmenn heldur toginleitir, þegar þeim skilst, hvernig þeir hafa varið atkvæði sínu og iðrast sár- an, að hafa verið við kvenmenn kenndir í þessari kosningabaráttu.“ Reiði Ólafs Friðrikssonar Hvergi voru sárindin vegna sigurs Kvennalistans eins mikil og í Alþýðublað- inu, enda ekki ólíklegt að sá sigur hafi kost- að Alþýðuflokkinn þingsæti. Ritstjórinn, Ólafur Friðriksson, skrifar mikla grein und- ir nafni um úrslitin nokkrum dögum eftir að þau lágu fyrir. Hann lýsir vonbrigðum Alþýðuflokksins með það, að fylgið dygði honum ekki til að koma að manni, svo og undrun sinni á því, að D-listi og E-listi skyldu ekki fá meira. Síðan kemur röðin að Kvennalistanum sem ýmsir hafa talið að fengið hafi fjölda atkvæða, af því að engar æsingar hafi ver- ið gegn honum og hann talinn hlutlaus. Ólafur Friðriksson segir síðan orðrétt: „Ekki var það þó á þessu, að C-listinn sigraði, heldur á heimskunni." Þessar gífurlegu fullyrðingar reynir hann að rökstyðja svo, að vegna heimsku, fá- fræði og pólitísks vanþroska hafi hundruð kvenna á Norðurlandi kosið C-listann vegna Halldóru Bjarnadóttur, þó hún væri í 3. sæti og þar með vonlaus, og húndruð kvenna á Vesturlandi hafi kosið C-listann vegna Theódóru Thoroddsen, þó hún væri í 4. sæti og enn vonlausari. Þessar konur hafi ekki gert sér grein fyrir því, að þær væru að kjósa Ingibjörgu H. Bjarnason sem að mati Ólafs var „hreinn auðvaldsliði". Þessi skýring Ólafs Friðrikssonar stoðar lítt, epda ekki góð stjórnmálaskýring sem byggist á því, að væna kjósendur hundruð- um saman um heimsku og fráfræði. Ég held að Ólafur Friðriksson geri alltof mikið úr því, að konur hafi hundruðum saman kosið listann vegna kvenna í 3. eða 4. sæti, þótt sjálfsagt hafi verið þess dæmi að þær Halldóra og Theódóra þá færðar upp í 1. eða 2. sæti. Hin skýringin, sem Ólfur drepur á svo sem óvart, er miklu trúlegra. Fjöldi borgara- lega sinnaðra karla kaus C-Iistann, af því þeir voru óánægðir með D- og E-Iista. Skjótt Skipast Veður Jónas Þorbergsson varð sannspár. Árið eftir gekk Ingibjörg H. Bjamason í þing- flokk Ihaldsmanna undir forystu Jóns Magn- ússonar og Jóns Þorlákssonar. Hún sat á Alþingi í átta ár, eins og lög gerðu ráð fyr- ir, var stálhraust og samviskusöm og kall- aði aldrei inn varamann þennan langa tíma. í landskjörinu næsta, 1926, kom enn fram kvennalisti, en nú var öldin önnur. Flokk- spólitíkin hafði harðnað og línur skýrst. Konur voru komnar á flokkslista Alþýðu- flokksins og íhaldsflokksins, en kvennalisti, með Bríetu Bjarnhéðinsdóttur efstri, var fjarri því að koma að manni, hlaut aðeins 3,5% atkvæða. En það er efni í aðra sögu og mál að þessari langvíu linni. Helstu heimildir: 1. Alþingistíðindi. 2. Alþýðublaðið. 3. Andvari. 4. Dagur. 5. Fundargerðir stjórnar Kvenrcttindafél. íslands ((jósrit). 6. Gísli Jónsson: Konur og kosningar. 7. Hagtíðindi. 8. íslendingur. 9. Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur. 10. Kvennablaðið. 11. Lógbirtingablað. 12. Lögrétta. 13. Morgunblaðið. 14. Nitjándi júni. 15. Stjómartíðindi. 16. Timinn. Höfundur er cand.mag í fsl. fræðum. Ekkert hendir mig Nú aka þeir og aka og ýmsan vanda baka og lítið tillit taka til slysa yfirleitt. Og þótt ég sé að þrasa um þá sem aðra slasa, og allan þennan asa mun engu verða breytt. Margir hugsa hljóðir um hungurmorða þjóðir. Og aka eins og óðir um malbikaðan veg. Daglega þó deyja drengur jafnt sem meyja. Og ýmsir alltaf segja ekki var það ég. Því eins og aliir vita sem alla daga strita og líf sitt tónum lita, hver lifir fyrir sig. Þó hundrað mílna hraði um hina og þessa staði allt og alla skaði... mun ekkert henda mig. í þessum harða heimi ég horfí fram og gleymi, en gull mitt ávallt geymi í garðinum hjá þér. Vort líf er mikils metið, og margur fer því fetið, en, ég gat ei á mér setið ég var að flýta mér. Höfundur er skáld í Reykjavík og hefur gefið út 4 Ijpðabækur. PÁLMI EYJÓLFSSON Rósir í glugga Brosfagur morgunn, bjartur með sólaryl, börn að vakna, gott er að vera til. Rósir í glugga breiða út blöðin sín bera með ilmi, Ijóma dagsins til þín. Sérhver rós á djúpan draumfagran blæ, hin dreyrrauða prúðust, hátíð í augu ég fæ. Hin hvíta minnir á álfasögur og seið, en söknuð hin bleika á stopulli ævileið. Hjá nýfæddu barni ég bmsandi nósir sá, á brúðarkjólnum, sem tákn um unað og þrá. Ogmislitarrósirgæla viðgluggam minn, ígegnum blómstrið, séégíhim- ininn. Höfundur býr á Hvolsvelli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.