Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Síða 7
Hin heiðnu Hávamál > Nýlega birti Lesbók Morgunblaðsins þrjár greinar um uppruna Hávamála eftir Her- mann Pálsson. Vonandi verða fróðari menn en ég til að fjalla um efni þessara greina og meta Athugasemdir við skoðanir Hermanns Pálssonar prófessors um latnesk og suðræn áhrif á höfund Hávamála eins og fram kom í þremur greinum í Lesbók sl. sumar. Eftii REYNI HARÐARSON Þessa kaldrifjuðu speki Hávamála um það hvernig beri að gilja konur, telur greinarhöfundur að ekki hafi þurft að sækja tíl Miðjarðarhafslanda. Mannleg náttúra hafi hvarvetna verið sjálfri sér lík. skoðanir höfundar. En þar sem mér er ákaf- lega annt um Hávamál má ég til með að koma með nokkrar athugasemdir við hug- myndir Hermanns og rökstuðning. Hermann Pálsson er prófessor við Edin- borgarháskóla og hefur helgað líf sitt þekk- ingaröflun um miðaldir og íslensk fræði. Það væri því fráleitt að saka hann um van- þekkingu á viðfangsefninu. Ég vil þó leyfa mér að draga í efa að þær forsendur sem hann gefur sér og ályktanirnar sem hann dregur af þeim séu réttar. Fyrsta greinin, „Handan við Hávamál", fallar um þá kenningu að höfundur Háva- mála hafi fengið margar hugmyndir sínar um hvemig vinna skal ástir kvenna úr ritum Ovidius nokkurs er gaf upp öndina árið 18 við Miðjarðarhaf. Hermann tekur nokkur dæmi um samsvömn í kvæðum Hávamála og riti Ovidiusar, De arte armandi, sem Hermann kallar Manvélar Óvíðs. Ljóst er að Hermann er snjall þýðandi og mig granar að samsvömn Hávamála og Manvéla Óvíðs í greinum hans sé ekki síst því að þakka hve nærri hann fer orðtaki Hávamála í þýð- ingum sínum á hinum latneska texta. Hvað sem því líður er ljóst að svipaðar hugmyndir og heilræði má fínna í þessum ritum. En það eitt getur ekki réttlætt þá fullyrðingu að Manvélar Óvíðs hafi að ein- hverju leyti verið fyrirmynd Hávamála. Það á ekki síst við þegar það er allsendis óvíst að höfundur Hávamála hafi komist í kynni við rit Óvíðs. Fyrsta grein Hermanns hefst að vísu á frásögn af Klængi Þorsteinssyni sem sagt er að hafí lesið rit Óvíðs á tólftu öld og út frá því ályktar hann að höfundur Hávamála hafi einnig haft aðgang að rit- inu, að því gefnu að Hávamál hafi verið ort á svipuðum tíma. Heldur em þetta óljós tengsl ritanna, svo ekki sé meira sagt. Mannleg náttúra hefur verið óbreytt í þús- undir ára og vélabrögðin ávailt af svipuðum toga. Hve oft er ekki sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni? Fornmenn hafa vafalaust getað unnið ástir kvenna með klækjum án þess að lesa sér til um það í latneskum skræðum. Og hví skyldi höfundur Hávamála ekki geta nefnt þessi sígildu brögð í ljóðum sínum án þess að hafa þau eftir öðrum? í stað þess að eiga það á hættu að rangfeðra hugmynd- ir í Hávamálum held ég að hollara væri að . bregðast við líkt og Tómas Guðmundsson er hann dáðist að því „hve hjörtuin mann- anna svipar saman í Súdan og Grímsnes- inu“. Önnur grein Hermanns nefnist „Em hug- myndir Hávamála norrænar eða suðrænar?" I henni em tínd til nokkur dæmi þar sem Hávamálum svipar til latneskra texta og sú ályktun er enn dregin að þar sem textun- um svipar saman hljóti sá suðræni að vera fyrirmynd þess norræna. Ég vil sérstaklega benda á umfjöllun Hermanns um 21. vísu Hávamála sem hljóðar svo: Hjarðir það vitu nær þær heim skulu og ganga þá af grasi, en ósvinnur maður kann ævagi síns um mál maga. Þarna segir að búpeningur kunni sér magamál en heimskinginn sé líklegur til að kunna sér ekki hófs. Þó sænski fræðimaður- inn Rolf Pippin hafi komist að því að þessi samanburður á mönnum og dýrum hafi komið fram hjá rómverska höfundinum Seneca er enn hæpið að álykta sem svo að vísan „eigi rætur sínar að rekja“ til hans. Hermann tekur þó enn dýpra í árinni en svo og segir orðrétt: „Ummælin í Hávamál- um spretta ekki af því að skáldið hafí tekið eftir hegðun sauðkinda á beit heldur hlýtur hún að vera komin frá latneskri fyrir- mynd.“ (Leturbr. R.H.) Þessi fullyrðing er kostuleg ef nánar er að gáð. Get ég fullyrt að Seneca hafi ekki fengið þessa hugmynd er hann leit búpening á beit ef ég finn enn eldra dæmi um þessa samlíkingu? Auðvitað ekki. Ef Seneca Rómverja gat dottið þessi samlíking í hug á hið sama ekki síður við um norrænan starfsbróður hans. Sú hugsun virðist þó fjarri Hermanni Pálssyni ein- hverra hluta vegna. I 95. erindi Hávamála eru hugleiðingar um að hver maður viti einn hvað honum er hjarta næst og að vitur maður verði að una sér við eitthvað. Um þetta kvæði segir Hermann: „Undarlegt mætti það heita ef hér væri um að véla hundgamlar hugmynd- ir úr norrænni heiðni, enda er auðvelt að benda á hliðstæður í suðrænum lærdómsrit- um sem gengu hér á tólftu öld og síðar.“ (iÆturbr. R.H.) Svo mörg voru þau orð. í þessum orðum þykir mér berlega koma fram sú Iítilsvirðing á menningu norrænna manna og virðing fyrir „fræðum" suðrænna sem kristallast svo í lokagrein Hermanns. í lokagreininni kemur fram fráleitasta ályktun Hermanns um höfund Hávamála, en hana má lesa úr heiti greinarinnar „Var höfundurinn pílagrímur." Svar hans við þessari spumingu virðist vera jákvætt en rökstuðningurinn minnir óneitanlega á háa og valta spilaborg. Greinin byijar á því að sakleysisleg orð í Hávamálum eins og „ókunnur staður" eru með hundakúnstum gerð að „klaustri eða meiri háttar kirkju- stað“ og orðin að „fara um fjöll“ í Hávamál- um verða í hugarheimi Hermanns að Ölpun- um á leið pílagríma til Rómar. Fari menn svo fijálslega með texta og snúi að hug- myndum sínum má réttlæta hvaða túlkun á Hávamálum sem er. Þannig má vissulega komast að því að höfundur Hávamála hafi verið pílagrímur í Rómarferð en með ann- arri túlkun má leiða að því jafngild rök að hann hafí verið farandskáld í Noregi, sel- veiðimaður á Grænlandi eða svo til hvað sem þér kemur til hugar. Við túlkun texta er betra að spyija hvað mælir á móti henni í stað þess að tína til allt það sem má hugsanlega skHja sem stuðning við hana. Og hvað mælir á móti því að höfundur Hávamála hafi verið pílagrímur? Ég nefni einungis tvö atriði þar að lútandi. í fyrsta lagi er það varla í anda pílagríma að skrá á bókfell þau vélabrögð er best eru til þess fallin að gilja saklausar stúlkur. í öðru lagi má benda á orð Her- manns sjálfs í annarri grein hans sem hljóta að skjóta skökku við hafi höfundur Háva- mála vegna trúarhita séð sig knúinn til að rölta til Rómar, en hann segir þar: „Eins og oft hefur verið bent á, þá fer harla lítið fyrir kristnum kenningum í Hávamálum. Um það atriði ættu allir hugsandi menn að vera á einu máli.“ Þegar haft er í huga hve rnjög gyðingatrúin heltólc fýlgismenn sina má það undarlegt heita ef pílagrímur semur heilræða- og viskukvæði án þess að geta meistara síns, hvað þá að hann yrki kvæði grundvallað á ásatrú. Hávamál eru því vafa- laust heiðið kvæði ort af heiðnum manni um heimspeki forfeðra okkar. Ég velti því lengi fyrir mér hvers vegna prófessorinn vildi gera Hávamál að latnesk- um fræðum endursögðum af íslenskum pílagrími því ég fæ ekki séð að þar hafi fræðimennska hans ráðið. Mér þykir sýnt að aðdáun hans á latneskum fræðum og andúð á heiðni hafi blindað hann um stund. Þetta er sterkt til orða tekið og eflaust ómaklegt að einhverra dómi, en kemur það ekki berlega fram i þessum orðum Her- manns: „Eins og ég gat um áðan þá hafa menn löngum talið að Hávamál séu sprottin upp með hundheiðnum sveitamönnum í Noregi eða á íslandi, en þó er sá galli á slíkri tilgátu að í Hávamálum er fólgin meiri og sérstæðari hugsun en nokkum tíma hefur átt sér stað í uppdölum Þrændafylkis eðajafnvel ábökkum Skjálfandafljóts. Hug- myndir . kvæðisins eru svo þroskaðar og magnaðar að ef það hefði verið ort á ensku, frönsku eða þýsku á tólftu eða þrettándu öld myndi það vera talið merkiiegur áfangi í hugmyndasögu álfunnar í heild. En með því að kenna Hávamál við víkinga eða þröngva þeim inn í þann heim lítilla sæva og lítilla sanda sem ól norska og íslenska kotunga er verið að ræna skáldið því afreki að sameina fornan menningararf álfunnar og gömul minni úr heimahögum.“ (Leturbr. R.H.) Ekki veit ég hvað forfeður okkar gerðu til að verðskulda svo niðrandi tal og slíka fordóma. Menning norrænna manna á víkingaöldinni var allt annað en „sveitaleg". Þessir „kotungar11 „litilla sæva og lítilla sanda“ voru heimsborgarar á sínum tíma (ólíkt Bretum, Frökkum og Þjóðveijum) því þeir stunduðu verslun um alla Evrópu og allt til Asíu. Hugmyndafræði þeirra, list og heimssýn var stórbrotin og það kemur ein- mitt einna gleggst fram í höfuðriti þeirra, Hávamálum. Þeir námu lönd í vestri, fundu ísland, Grænland og Ameríku þótt huhd- heiðnir væru og- kannski stafaði dugnaður þeirra einmitt af trú þeirra. Hávamál eru merkilegur áfangi í hug- myndasögu álfunnar og ekki síst vegna þess að þau eru verk íslenskra heiðingja. ELÍN SVAVARSDÓTTIR Kofinn Við byggðum okkur hús. Það varð stærra og stærra með hveijum degi. Það breyttist úr húsi í höll úr höll í kastala úr kastala í skýjakljúf úr skýjakljúf í skýjaborgir. Rétt við þessar merku bygging- ar hímir lítill kofi. Þar inni sálir okkar þar inni lífsgátan sem er okkur hulin. Kofmn stendur opinn en við förum aldrei inn. Kyrrð Kyrrðin sem ég þráði alltaf og var aldrei til kom til mín einn dag með opinn faðm og bauð mér aðgang að leyndardómi sínum. Kyrrðin stóð opin, ögrunarlaus. Ég beið, hikaði hjarta mitt hrópaði: Ograðu mér. En ég sagði ekkert. Andlit mitt án svipbrigða. Sál mín máttvana andspænis þessu undri veraldar sem þráin eftir er mest en flóttinn meiri. Höfundur er laganemi og myndlistar- maður. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Sumarhaust Fer Ijóðvilji lönd málgróin heils hugar haldinyrðum. Vex vegfara víða kunnum ráð og rýni réttrar leiðar. Sér hugmyndir haganlegar prýddar Ijóslitum langra morgna einn og aðgætinn undanfari genginn gagnvegu gæfu sinnar. Les fáyrtar ferða spágreinar á lyngheiði langt úr vegi. Kveður kunnugleg kona dagsins hásumarljóð í haustbrekku. Höfundur er bóndi, skáld og allsherjar- goði á Draghálsi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.