Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Side 8
Umhverfisvemd og útilíf efst á blaði í Trentino Héraðið norðan við Gardavatn hefur ver- ið vinsæll ferðamannastaður frá því fyrir aldamót þar sem loftslag þykir þar einkar heilsusamlegt fyrir fólk sem þjáist af sjúk- dómum í öndunarfærum. Á þeim tíma sem berklaveiki var skæðust sótti þangað mikill fiöldi frá Mið- og Norður-Evrópu. Þarna eru ekki stór hótel eins og sjást víða við strend- ur „sólarlanda", heldur lítil notaleg hótel og ekki í neinum lúksus-klassa, heldur litlar einingar reknar af fjölskyldum heimamanna. Á síðari árum hefur verið gert sérstakt átak til að endurbæta gistiaðstöðuna á þess- um litlu hótelum og þau fiokkuð samkvæmt alþjóðlegum mælikvarða. Hafa t.d. 820 gistihús fengið fjárstuðning hins opinbera vegna endurbóta og uppbyggingar. Ný lög voru sett um ferðamannaþjónustu á þessu landsvæði árið 1986 í samræmi við alþjóðareglur um þau mál. Héraðið sem kallað er Trentino - Alto Adige er samband 14 sveitarfélaga í þessum landshluta. Með lagasetningu um sjálfstæði sveitarfélaga á Italíu árið 1972 var stofnað til þessarar sam- vinnu um ferðamannaþjónustu og ákveðið að efla hana og endurreisa til fyrri frægðar. Þessi þjónusta er nú aðaltekjulind heima- manna. Hún veitir 30 þúsund manns at- vinnu en hliðargreinar sem tengjast þessari starfsemi óbeint eru margfalt fleiri. Árið 1988 voru ferðamenn tæplega 3 milljónir (íbúar héraðsins eru um 430 þús- und), gistihús eru um 2000 talsins með gisti- rými fyrir 85 þúsund manns. Skíðalyftur eru 351 og geta flutt 280 þúsund manns á klukkutíma. Tværtölur í viðbót: 50% svæðis- ins er skógi vaxið - og þar eru 297 stöðu- vötn. En burtséð frá tölum; náttúrufegurð, tign og mikilfengleiki umhverfisins vegur auðvit- að þyngst.Og nú - að loknum endurbótum á aðstöðu fyrir ferðamenn, þegar vegagerð sem af ber að snilld og tæknikunnáttu er lokið og skipulagning sem byggist á ýtrustu varkámi bæði að því er varðar öryggi ferða- manna og varfærnislegri umgengni við nátt- úruleg verðmæti er lokið eru fjöllin og umhverfi þeirra orðin aðaltekjulind sveitar- félaganna. Allir sem um þessi mál fjalla gera sér greinilega ljóst að umhverfið þarf að með- höndla með gát - vernda og afhenda jafng- ott eða betra til næstu kynslóðar. Menn vilja geta líkt Trentino-héraðinu við „græna Paradís" þar sem græni liturinn á að vera táknrænn fyrir leitina að betra mannlífi - líka í frítímanum. Ferðamálayfirvöld í Trentino gera sér far um að leita uppi ný verðmæti sem falla vel að sögulegum verðmætum. Menn vanda eftir bestu getu ferðamálastefnu sem er farsæl til frambúðar en láta ekki undan þrýstingi vegna stundarhagsmuna ferða- mannamarkaðarins. Trentino-hérað hefur staðið einna best að vígi á Ítalíu að því er varðar lög og reglu- gerðir um náttúruvemd. Árið 1986 var gerð sérstök úttekt á því hvaða staðir hefðu að geyma þjóðleg verðmæti, hvort heldur sem var frá umhverfis- eða menningarlegu sjón- armiði til að varast að nokkuð færi forgörð- um. Áhersla var lögð á menningararfleifð Frá þjóðgarði í Trentino. talska ferðamálaráðið og ferðamálayfirvöld í hérað- inu Trentino á Norður-Ítalíu - nánar tiltekið norður af Gardavatni - efndu til kynnisferðar fyrir blaða- menn frá flestum löndum Vestur-Evrópu síðastliðið sumar. Þarna var saman kominn 70 manna hópur sem fór í skipulagðar ferðir um svæðið í þijá daga. Kynntar vom allar aðstæður sem ferðafólki er boðið upp á, allir hugsanlegir möguleikar til útilífsiðkana sumar sem vet- ur. Þarna er mikil náttúrufegurð og fjöl- breytt fjalllendi sem varla á sér nokkra hlið- stæðu, enda allt gert til að vernda það í sinni hreinu mynd. Saga héraðsins á liðnum öldum var líka kynnt hópnum og ýmis menn- ingarverðmæti fyrri tíma sem íbúar héraðs- ins_ em vissulega öfundsverðir af. í sumar var reyndar tekin upp sú ný- breytni í tilraunaskyni að skipuleggja dag- skrár í fjölmörgum af köstulum og kastalar- ústum sem þarna tróna víða á hæðum og í fjallshlíðum. Kastalar eru þarna óvenju margir, um 300 talsins í héraðinu og bera vott um róstusama tíma. Þama mættust fyrr á öldum ólíkir menningarstraumar og oft var tekist á um völd og virðingarsess. I þessum dagskrám var lögð áhersla á að skapa andrúmsloft þess tíma þegar kast- alamir þjónuðu tilgangi sínum - voru höf- uðvígi svæðisins og híbýli hefðarfólks og kirkjupreláta sem höfðu um sig her manns. Margir aðilar, bæði ferðamálayfirvöld og menningarstofnanir í héraðinu, tóku saman höndum um að skipuleggja þessar dagskrár um hvetja helgi frá 21. júní til 21. septem- ber hveija í sínum kastalanum. Blaðamannahópnum var gefinn kostur á að fylgjast með'þessum dagskrám sem fóru fram síðla kvölds. Þarna komu fram hinir ágætustu listamenn, söngvarar, hljómlistar- menn, leikarar og ballet-dansarar. Áhrifa- mikill flutningur í þessu sérkennilega um- hverfi. Tilgangurinn var að víkka sjóndeild- eftir HULDU VALTÝSDÓTTUR Róleg stund við Gnrda-vatn. arhring ferðamanna og miðla þeim af menn- ingararfi héraðsins. En fleira mætti telja til nýunga en kast- alaferðirnar að því er varðar áhersluatriði í ferðamannaþjónustunni þarna. Nú er að- aláhersla lögð á það sem kallast á ensku „recreational activity" (athafnafrístundir?) og boðið er upp á allt sem hugsast getur í þá veru sumar sem vetur. Það sem vekur hvað mésta athygli og um leið aðdáun Frónbúans sem þessu kynn- ist er hve öll ferðamannaþjónusta á þessu svæði byggist á traustum grunni. Sjálfsagt er þarna um langan þróunarferil að ræða. En andinn sem að baki býr og oft kemur upp á yfirborðið ber vott um að afar vönduð umfjöllun hefur átt sér stað og tekið sé til- lit til allra umhverfisþátta áður en ákvarðan- ir eru teknar og framkvæmdir eru sam- ræmdar nútímakröfum um náttúruvernd og öryggi í hvívetna. Og það er einmitt þessi áhersla á náttúru- verndarsjónarmið sem fellur vel að hug- myndum langflestra ferðamanna, sem alla jafna eru vel upplýstir - það sem þeir skilja og virða við heimafólk. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.