Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Síða 9
hvers héraðs, líka hinna smæstu eininga.
Þá er þess að geta að í tengslum við ferða-
mannaþjónustuna hefur verið í gangi sérs-
takt átak til eflingar atvinnulífs meðal ungs
fólks, sem hefur fallið út úr skólakerfinu -
eða er nýútskrifað úr skólum eða gengur
atvinnulaust af einhveijum ástæðum. Þessu
fólki eru sköpuð atvinnutækifæri við að
leggja vegi og stíga, hreinsa ár og læki og
treysta jarðveg til að koma í veg fyrir jarð-
vegshrun í ijallshlíðum. Átakið er kallað
“Stóra áætlunin“ og á þess vegum eru nú
í vinnu um 850 manns.
í Trentino eru tveir friðaðir þjóðgarðar
samkvæmt náttúruverndarlögum. Þeir eru
Adamello Brenta og Panaveggio Pale di San
Martino. Lög um verndun flórunnar voru
sett 1979. Nítján blómategundir eru alfriðað-
ar og stranglega bannað að tína blómin eða
taka plönturnar upp með rótum. Af öðrum
tegundum má aðeins tína 5 stykki á dag
(!) og í hæsta lagi er leyfilegt að tína 2 kg
af skógarsveppum í sömu ferð.
Bannað er að aka á skógarvegi utan þjóð-
vegar í bíium í Trentino þrátt fyrir öflug
mótmæli en reynslan hefur sýnt að slíkt er
nauðsyn. Annars teppast þessir mjóu vegir
á augabragði.
Vélbátar eru ekki leyfðir á vötnum í hér-
aðinu og ekki á þeim hluta Garda-vatns sem
tilheyrir Trentino. Bannað er líka að lenda
einkaflugvélum eða þyrlum á fjöllunum.
Þyrlur eru hins vegar notaðar til að flytja
sorp og úrgang frá fjallahótelum og Ijalla-
kofum til að tryggja að umhverfi, ám og
lækjum sé ekki spillt. Áður var slíkt grafið
í jörð. Það er liðin tíð, segja menn.
Og upp á hvað er svo boðið í samræmi
við þessi nýju viðhorf til útilífs-iðkana sem
hefur verið kallað á ensku „recreational
activity"?
Það sem fyrst ber að nefna er auðvitað
loftslagið og veðráttan. Það sem boðið er
upp á tií athafna er auðvitað breytilegt eft-
ir árstíma - en raunar mætti nefna allar
tegundir sem undir þessa skilgreiningu falla;
allar tegundir skíðaíþrótta, fjallgöngur, klet-
taklifur (þarna er frægur skóli fyrir byijend-
Merktir göngustígar liggja umfiöllin.
Þar er hægt að fá fylgd og leiðsögn sé
þess óskað.
ur í þeirri íþrótt) jöklaklifur, sund, hjóla-
sp'ort, flugdrekaflug, fallhlífástökk, alls
kyns bátasport, seglabrettasport (stundað
10 mánuði ársins á Gardavatni sem kallað
hefur verið „Scala seglbrettaíþróttarinnar“)
og skólar í tengslum við það í Riva del
Garda og Torbole sem eru smáþorp við
norðanvert vatnið. Kajakar og kanóar fara
eftir ijallaám og lækjum (heimsmeistaramót
í kanó-siglingum verður í Sole- dalnum árið
1993), hestasport, golf, tennis, skautaíþrótt-
ir í skautahöllum og svo mætti áfram telja.
Sums staðar og stundum þarf að notast
við tilbúinn snjó í skíðabrekkunum. Það
finnst heimamönnum ekki flókið mál - full-
yrða bara að eingöngu sé notað í habn al-
veg hreint vatn.
Loks má geta þess að í Trentino-héraðinu
eru víða vel búnir íjallakofar til leigu fyrir
ferðamenn og fer eftirspurn eftir þeim vax-
andi. í tengslum við slíka leigu er fyllsta
öi-yggis gætt á vegum sérstakra aðila sem
sinna öryggismálum. Þeir sem hafa það
starf með höndum hafa fengið sérþjálfun í
skólum sem eru þekktir og viðurkenndir á
alþjóða vísu. Þá er þess og að geta að eftir-
spurn ferðamanna eftir dvöl á bændabýlum
fer einnig vaxandi því margir vilja kynnast
sveitalífinu af eigin raun. Skipulögð tjald-
... ekkifyrir
lofthræddal
Ein af 350 skíðalyftum á svæðinu.
svæði eru að sjálfsögðu víða með nútíma-
legri þjónustu.
Lyftunetið í skíðabrekkum er hvergi eins
þéttriðið á Ítalíu og í Trentino og nákvæmt
eftirlit haft með þeim í samræmi við lög.
Meðalaldur þeirra er nú 10-15 ár,en talið
er að endurnýjunar sé þörf eftir 20 ára
notkun.
Hér hefur verið drepið á helstu þætti sem
Seglbretti eru afar vinsæl á Gardavatni
vegna þess að þar blása hlýir vindar.
Þar eru líka reknir skólar fyrir byrjend-
ur í íþróttinni.
boðið er upp á til útilífsiðkana í Trentino.
Margt er sjálfsagt ótalið, en ekki má gleyma
því sem helst yljar um hjartarætur þegar
heim er komið eftir stutta kynnisferð - en
það er viðmót heimamanna - fáguð fram-
koma við ferðamenn svo þeir finna að þeir
eru velkomnir gestir.
Á leiðinni suður um Evrópu var flogið í
björtu veðri yfir Alpafjöll - hrikaleg ofan
frá séð með snævi þakta tinda, snjó í efri
hlíðum; græna rinda neðar og þröng dal-
verpi - greinilega fellingafjöll.
Hvílíkur farartálmi á fyrri öldum, verður
manni hugsað. Og þarna fór Hannibal forð-
um daga með fílana sína og óvígan her til
að leggja undir sig Ítalíu! Þannig koma
Alpafjöllin fyrst inn í Evrópusöguna í skólum
hér norður frá.
Nú er öldin önnur. Þessi fjöll eru auðvit-
að ennþá viðsjárverð - en íbúarnir hafa
lært að umgangast þau og þeim hefur tek-
ist að gera hlíðarnar að paradís ferðamanna
sem vilja bara fara með friði.
Svipmynd frá Gardavatni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 9"