Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Page 16
Nýtt andlit á 700 línunni hjá Volvo Yolvo hefur ekki breyst mjög mikið á síðustu árum, þ.e. 200 og 700 línurnar. Þó er ýmislegt að gerast þar þegar bet- ur er að gáð og hægfara breytingar koma fram þótt engar útlitsbylting- ar eigi sér stað. Nýjungarnar hjá Volvo hafa falist í 440 bílnum sem er orðinn vel þekktur hérlendis en hér verður minnst á nokkur atriði varðandi 700 línuna. Með 1990 árgerðinni í 700 línunni verður helst vart breytinga á framenda bílsins. Framendinn er lægri en áður og grillið þar með mjórra. Aðalljósin eru breytt og stækk- uð og reyndar líka Ijósin að aftan. Svunta að framan og aftan er samföst stuðurum og hornin eru meira rúnuð en áður. Á túrbó- gerðinni eru framljósin enn stærri og ná alveg að grillinu og á 760 bílnum er grillið krómað þannig að framendinn á 700 línunni er því nokkuð misjafn eftir einstökum gerð- um. Þessar breytingar gefa bílnum nýjan svip, sérstaklega að framan, þótt ekki virð- ist þær miklar. Beltastrekkjari Nokkuð er einnig um breytingar að inn- an, meira litaúrval á sætaáklæðum og nokk- uð er um tæknibreytingar og ýmis þægindi fáanleg. Þannig er hægt að fá sem aukabún- að rafknúna sætastillingu og sjálfvirka hita- og loftstjómun. Þá er vert að nefna örygg- isnýjung sem er staðalbúnaður í 1990 ár- gerðunum. Þar er um að ræða svonefndan öryggisbeltastrekkjara. Sá búnaður gerir það að verkum að við högg strekkist á belt- inu þannig að ökumaður eða farþegar sveifl- Öryggisbeltastrekkjarinn togar beltal- æsinguna niður á við á sekúndubroti við högg. Við það verður minni sveifla á þeim sem í sætinu situr. en belti án strekkjara og það heldur far- þeganum þéttar í sætinu við höggið. Getur það munað því að höfuðið slengist ekki í mælaborðið við mikið högg eins og gæti gerst þrátt fyrir að öryggisbeltið sé notað. i jt Volvo 740 hefur fengið nýtt andlit. Ljósin breytast og framendinn lækkar. ast síður fram á við og hljóta síður áverka af beltinu sjálfu. Búnaðurinn starfar þannig að við högg dregur hann öryggisbeltalæsinguna niður á við og strekkir beltið um allt að 8 cm. Skynj- arinn setur búnaðinn af stað á sekúndu- broti og eftir 25 þúsundustu úr sekúndu hefur hann fullstrekkt beltið. Rannsakað hefur verið að beltastrekkjarinn getur dreg- ið úr áverkum um allt að 30% umfram ör- yggisbelti án strekkjara. Strekkjarinn bregst með öðrum orðurn fyrr við heldur Umferðarmannvirki Umferðarljós á stórhættulegum stað rmm Hér blasa mistökin við: Á miðri myndinni eru gatnamót, þar sem Flugvallarvegurinn er látinn skera þetta glæsilega umferðarmannvirki. Hættan sem þarna verður í hálku er augljós, en auk þess er algert klúður, þegar tiltölulega fáfarin gata er látin rjúfa aðalumferðaræð með Ijósum. Aðalgötur og frambæri- leg umferðarmannvirki í Reykjavík hafa tæp- lega haldizt í hendur við ört vaxandi byggð og umferðarþunga. Um- ræðan um nauðsyn á Fossvogsbraut er mest- an part til komin vegna þess, að tveimur aðal umferðaræðum inn í borgina að aust- an, Miklubraut og Suðurlandsbraut, hefur verið klúðrað svo þær afkasta of litlum umferðarþunga. Eigi slík aðalbraut að gegna hlutverki sínu, eru umfeðarljós með stuttu millibili út í hött. Og uppá síðkastið hafa ökumenn í höfuðstaðnum fengið yfir sig slíkan fjölda af nýjum umferðarljósum, að þar hefur beinlínis verið farið offari. Að sjálfsögðu á að láta þetta ljósafargan blikka á nóttunni, þegar umferð er sára lítil. Það er ekki gert og meira og minna með þeim árangri, að næturumferðin er hætt að virða ljósin. Myndarlegasta átakið í gatnagerð er framlenging Bústaðavegarins norðan við Oskjuhlíðina og niður á gatnamótin, þar sem Miklatorg var. Þetta er í hæsta máta þörf framkvæmd og greiðir mjög fyrir umferð að sunnan og austan á miðbæjarsvæðið. En það er eitt, sem stingur í augu og er með ólíkindum við þessa framkvæmd. Flug- vallarvegurinn var ekki brúaður, heldur er hann látinn skera þessa aðalumferðaræð með gatnamótum og umferðarljósum. Ofan á allt annað eru þessi gatnamót í brekku og auðvelt er að sjá fyrir sér hvað getur gerst og hlýtur að gerast í hálku á morgn- ana, þegar mikill umferðarþungi kemur nið- ur brekkuna: Allt lendir í köku við ljósin. í fyrsta lagi er ekki frambærileg Iausn að xjúfa þessa umferðaræð fyrir þá litlu umferð, sem er eftir Flugvallarveginum. Hún er aðeins agnarh'tið brotabrot af um- ferðinni á fjórum akreinum Bústaðavegar- ins. I annan stað er ófær lausn að hafa umferðarljós í brekku og búa til árekstra- gildru með því. Aðeins ein lausn á þessu máli er frambærileg: Að leiða Bústaðaveg- inn yfír Flugvallarveginn með brú. Lesbókarskrifari átti um þetta orðastað við Þórarin Hjaltason, yfírverkfræðing um- ferðardeildar á skrifstofu borgarverkfræð- ings í Reykjavík. Hann bar ekki á móti því að ljósin og gatnamótin væru á óheppilegum stað gagnvart hálkunni, en nefndi til afsök- unar, að ekki hefðu verið til fjármunir til að brúa og að sú brú hefði kostað ekki minna en 50 milljónir. Ofar í hlíðinni eru önnur gatnamót með umferðarljósum. Þar ■er minni halli og minni hætta, en þessi gatnamót eru óþörf og verða einungis til að spilla Bústaðaveginum sem aðal um- ferðaræð á þessu svæði. Þetta eru undarleg vinnubrögð; fyrst er kostað uppá fjögurra akreina umferðaræð, síðan er hún að hluta til eyðilögð með óþörfum gatnamótum — og þar að auki búinn til hættustaður. Til að koma í veg fyrir stórfellda árekstra, væri hægt að leggja hitalögn undir malbik- ið í brekkunni. Verkfræðingurinn viður- kenndi að þetta kæmi til greina og mætti þá gera það næst þegar endurnýja þyrfti slitlagið á götunni. En það virðist samt hafa þótt betra að gera það einhverntíma síðar, þegar hugsanlega er orðið stórtjón í árekstrum. Nýbakaður Hagstofuráðherra nefndi í sjónvarpsviðtali eftir að hafa ráðið danskan ráðgjafa um atvinnuuppbyggingu, að „við klúðrum öllu“. Þetta er því miður rétt. Við getum ekki einu sinni byggt myndarlega heimreið inn í borgina án þess að klúðra henni. Fyrst ekki voru til aurar fyrir þessu eina gati undir götuna fyrir Flugvallarveg- inn, hefði verið nær að bíða þar til hægt var að leysa málið á viðunandi hátt. GS. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.