Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Qupperneq 8
Endurfæðing
Georges de La Tour
að eru ófá dæmi í sögunni um að listamenn
hverfí sjónum þó verk þeirra lifi áfram. Oft er
þar um myndlistarmenn að ræða, þar sem
hugverk þeirra eru í ríkari mæli ómerkt en
verk annarra listamanna. Þetta hafa orðið ör-
í 250 ár var þessi málari
í djúpi gleymskunnar en
hefur nú verið tekinn til
endurmats á þessari öld.
Eftir HRAFNHILDI
SCHRAM
lög fleiri myndlistarmanna en ein athyglis-
verðasta uppgötvun fyrri tíma málara á
þessari öld er á franska 17. aldar málaran-
um Georges de la Tour, eftir meira en 250
ár í djúpi gleymskunnar.
En endurfæðingin var löng og erfið, hún
spannar meira' en sjötíu ár og við hana að-
stoðuðu fleiri menn af ólíkum þjóðernum.
Uppgötvun La Tour minir um margt á
skáldsögu, jafnvel stundum á lögreglureyf-
ara þar sem sönnunargögn eru dregin fram
í dagsljósið eitt af öðru á löngu tímabili og
spennan stigmagnast. Nokkur verk eftir
hann höfðu um langan tíma hangið uppi í
söfnum í Frakklandi, en þar sem þau voru
ekki merkt voru þau eignuð öðrum málurum.
Tvær heimildir frá 19. öld sýna að mál-
verk hans vöktu athygli og aðdáun samtíð-
arinnar. Rithöfundurinn Stendahl hrósar í
bók sinni „Minningar ferðalangs" sem kom
út árið 1838, málverki af blindum líruleik-
ara í dagsbirtu, sem hann sá í Listasafninu
í Nantes í Frakklandi. Stendahl taldi mál-
verkið vera eftir Spánveijann Murillo eða
jafnvel eftir sjálfan Velasquez. Sömu sögu
er að segja frá safninu í Rennes þar sem
franski heimspekingurinn Hippolyte Taine
kom árið 1863. Hann nefnir undurfagurt
málverk af tveimur konum með ungbarn
þar sem kertaljós er eini birtugjafinn í mynd-
inni en málverkið var þá talið vera eftir
hollenskan meistara.
En það var ekki fyrr en árið 1915 að
glöggskyggn þýskur listfræðingur að nafni
Hermann Voss uppgötvaði að þessar tvær
myndir voru eftir éinn og sama málara,
Lorrain-búann Georges de la Tour. Síðan
hafa málverk La Tours verið dregin fram i
dagsljósið eitt af öðru, úr skúmaskotum í
kjöllurum og háaloftum víða um álfuna,
þakin margra alda óhreinindum og mörg
illa farin eftir hrakninga lífsins. í söfnum
hafa þau nú að lokum verið réttilega feðruð
og skipa þar þann sess sem þeim ber.
Engin skjöl varðandi nám, lærifeður eða
námsferðir La Tours hafa varðveist, né held-
ur teikningar, bréf eða önnur persónuleg
plögg. Ekkert er vitað um trúarlíf hans eða
stjórnmálaskoðanir og engin sjálfsmynd
hefur fundist eftir hann, eða hefur nokkurn
tíma verið máluð, sem gæti gefið hugmynd
um útlit hans.
Af 75 verkum sem honum hafa verið eign-
uð eru 12 merkt og aðeins tvö þeirra eru
ársett, 1645 og 1650. Af þessum 75 verkum
eru 35 frumverk en 40 eftirmyndir sem
hann gerði sjálfur eftir frummyndum sínum
til að svara mikilli eftirspum t.d. eftir dýrl-
ingamyndum eða svonefndum áheitamynd-
um.
Sem dæmi um vinsældir áheitamynda
má nefna að 11 eftirmyndir af heilagri ír-
enu eftir La Tour hafa varðveist en frum-
myndin sjálf er glötuð.
I ljós kemur að La Tour lagði fyrir sig
tvo myndefnisflokka. Annars vegar mynd-
efni sem nýtur dagsbirtu og hins vegar
myndir þar sem ljósuppsprettan er kerti,
lukt eða kyndill. Eru málverkin tvö sem
komu Hermanni Voss á rétt spor fulltrúar
þessara myndaflokka og vegna þess hversu
ólíkir þeir em vafðist fyrir mönnum að þama
gæti verið um’einn og sama málara að ræða.
Á sýningu á verkum raunsæismálara í
París (Peintrés de la réalite) árið 1934, sló
La Tour rækilega í gegn en þar voru sýnd
eftir hann 12 verk. Frá þeim tíma hafa öll
virtustu söfn heims keppst um verk hans.
Sumarið 1972 var haldin sérsýning á verk-
um La Tours í Orangerie-safninu í París
og þá hafði verið dregið saman eftir hann
31 frumverk ásamt eftirmyndum og ófull-
gerðum verkum.
Sem dæmi um þá virðingu sem hann
nýtur í dag má nefna að nýlega kom á lista-
verkamarkaðinn í Frakklandi eitt af hinum
fágætu málverkum La Tours. Málverkið sem
er af heilögum Tómasi var boðið Louvre-
safninu fyrir 32 milljónir franka, sem eru
yfir 300 milljónir íslenskra króna, jafnvel
þó svo boð allt að 40. milljónum franka hefðu
borist í það erlendis.
Undanfarna mánuði hefur farið fram í
Frakklandi þjóðarsöfnun sem gerði Louvre-
safninu kleift að eignast heilagan Tómas
sem er sjöunda málverkið eftir La Tour sem
safninu áskotnast.
Enginn Misskilinn
Snillingur
Elstu rituðu heimild um Georges de la
Tour er að finna í „Bibliothéque Lorraine“
alfræðibók Dom Calmes um Lorraine-héraðið
sem gefm var út árið 1751. Dom Calmet var
yfirmaður Benediktsreglunnar í Seones í
Frakklandi frá 1716-1760. í riti hans segir
m.a.: „Georges de la Tour tókst meistaralega
upp við að mála myndir sem sýndu nætur-
mótíf. Hann gaf Lúðvíki XXIII konungi mál-
verk af heilögum Sebastian í náttbirtu. Mál-
verk þetta var unnið af þvílíkri snilld að kon-
ungur lét fjarlægja allar aðrar myndir úr
herbergi sínu svo þessi nyti sín sem best.“
La Tour hafði sérhæft sig í áheitamyndum
af dýrlingum og málaði þær eftir pöntun
kaupenda. Trúarmyndir hans voru unnar eft-
ir forskrift andsiðaskipta og var Viesur-Seille
eitt af höfuðvígjum andsiðaskipta í Lorraine-
héraði. Þar óx fram mikil dýrkun á dýrlingum
og píslarvottum sem lútherska kirkjan hafn-
aði alfarið.
Varðveist hafa 11 myndir af heilögum
Sebastian og sýnir það trú manna á kraft
og kynngi þessa dýrlings. Svarti dauði heij-
aði á þessum tíma í Lorraine-héraði þar sem
stríðið hafði geisað frá 1630. Öruggasta ráð-
ið til að sleppa undan pestinni ógurlegu var
að leita vemdar og ásjár dýrlinganna og sá
dýrlingur sem flestir leituðu til var heilagur
Sebastian, sem dó píslarvættisdauða á 3. öld.
e.Kr. sundurskotinn af örvum.
Því skal láta liggja á milli hluta hvort
hræðsla konungs við svarta dauða hafí að
einhveiju leyti ráðið því að hann svaf undir
vemd málverks La Tours af heilögum Sebast-
ian, frekar en að þar hafi ráðið fagurfræðileg
sjónarmið og persónulegur smekkur. Ekki er
ólíklegt að þar hafi einnig komið til trúarleg
og pólitísk sjónarmið þar sem konungur var
trúaður maður og einnig mikið í mun að
tryggja sér stuðning Karls IV hertoga Lorra-
ine.
FylltÍEyðurnar
Furðu lítið er vitað um manninn og málar-
ann Georges de La Tour, að minnsta kosti
þegar heimildir um hann em bomar saman
við þá vitneskju sem fyrir liggur um samtíð-
armenn hans, frönsku málarana Nicolas Po-
ussin og Jacques Callot. La Tour fæddist 19.
mars árið 1593 í bænum Vic-sur-Seille í
Lorraine-héraði en í dag liggur bærinn í
Meurthe-et-Moselle-héraði í Frakklandi. La
Tour var annar af að minnsta kosti sjö börn-
um bakarans Jean de la Tour og eiginkonu
hans, Sibyllu. Vic-sur-Seille var lítill bær, um
það bil í 20 km ijarlægð frá borginni Nancy.
Bærinn heyrði undir biskupsdæmið Mertz og
þar sátu biskupamir.
Var bærinn jafnframt miðpunktur salt-
námuhéraðsins og þjóðleiðin milli Ítalíu og
Niðurlanda lá þar hjá. Vegna legu sinnar var
bærinn í þjóðleið og þangað bárast menning-
arstraumar bæði úr norðri og suðri og þá
sérstaklega frá Ítalíu.
Lítið sem ekkert er vitað um uppvöxt La
Tours en trúlegt er að hann hafí snemma
sýnt listræna tilburði. Að öllum líkindum
dvaldist hann á Ítalíu einhvemtíma á bilinu
frá 1610-1616 en 1616 er hann aftur kominn
til Vic-sur-SeiIle og virðist þá eftir verkum
sem hann vinnur á þeim tíma vera orðinn
fullmótaður málari. Árið 1617 kvæntist hann
Diane le Nerf, ungri konu af aðalsættum,
dóttur fjármálaráðherra hertogans og fæddi
hún honum 10 börn. Þau settust að í Lune-
ville sem var sumardvalarstaður hertoga
Lorraine-héraðs og fékk La Tour borgararétt-
indi þar árið 1620 auk ýmissa forréttinda
einungis aðallinn naut.
Ekkert er vitað um listnám hans en samn-
ingur sem hann gerði við lærling einn árið
1618 sýnir að hann hafði þá þegar lokið list-
námi og rekið vinnustofu sem var forsenda
þess að hann gæti tekið að sér málaralærling.
La Tour virðist hafa notið mikillar vel-
gengni á þessum áram og verið virtur og
eftirsóttur málari. Málverk hans seldust háu
verði, jafnvel allt að 600-700 frönkum. Hann
efnaðist vel og árið 1621 hlaut hann í París
meistaranafnbót og þau réttindi sem slíkum
titli fylgja og árið 1639 var hann gerður að
konunglegum hirðmálara og frægð hans barst
til Parísar. La Tour var síður en svo misskil-
inn snillingur, enginn Van Gogh 17. aldarinn-
ár eins og lengi var haldið. Samkvæmt göml-
um heimildum virðist hann hafa borist nokk-
uð á, verið áberandi í bæjarlífí Luneville og
jafnvel storkað öðram borguram með líferni
sínu.
Skjal frá þessum tíma sýnir að La Tour
var vel meðvitaður um sérstöðu sína er hann
skrifaði hertoga og bað um skattfríðindi sér
til handa, þar sem hann væri „eini starfandi
listmálarinn í héraðinu“.
Hertoginn samþykkti erindi hans og varð
það varla til að efla vinsældir La Tours þar
sem samborgarar hans ítrekuðu við hertoga
að sama skattbyrði skyldi lögð á alla borg-
ara, „jafnvel málarann La Tour sem sé óvin-
sæll vegna þess að hann haldi mikinn Qölda
hunda, rétt eins og hann væri einvaldur borg-
arinnar. Hundar hans hlaupi yfir akrana,
traðki niður kornið og eyðileggi uppskerana."
DAGUROGNÓTT
Myndheimur La Tours er afar takmarkað-
ur, þar er hvorki að fínna landslag, bygging-
ar, eða innanhússumhverfí. Dýr og fuglar eru
einnig sjaldséð í verkum hans.
Myndefni hans er fyrst og fremst mann-
eskjan, í rökkurmyndum hans ævinlega í trú-
arlegu samhengi sem dýrlingur eða yfirnátt-
„Trésmiðurinn Jósef ‘ sýnir feðgana Jesú og trésmiðinn fiiður hans, sem Ijósið frá
kertinu sameinar og aðskilur í senn. Myndin er í Louvre í París.