Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 9
nýs lífs er. Myndin er á Listasafninu í Rennes í Frakklandi.
„Hinn nýfæddi" er eitt fegursta verk La Tours og óður til þess undurs sem fæðing
í draumi heilags Jósefs byrgir engill í stúlkumynd fyrir kertaljósið, en kertaljós
er einskonar kennimerki í verkum la Tours. Myndin er í Listasafninu í Nantes í
Frakklandi.
úruleg vera. í þessum myndum virðist La
Tour við fyrstu sýn vera undir áhrifum ítalska
barokkmálarans Caravaggios, þar sem báðir
málararnir leggja áherslu á hversdagslegt
raunsæi og sýna guðspjallafólkið sem al-
þýðufólk. En þegar nánar er að gætt kemur
í ljós að hlutverk ljóssins er alls ólíkt í verkum
þeirra.
í trúarmyndum sínum notar Caravaggio
dagsbirtu sem áhrifamikla sviðslýsingu, þar
sem hann með spili ljóss og skugga dregur
fram þá þætti myndarinnar sem hann vitl
leggja áherslu á. í rökkurverkum La Tours
er sjálft ljósið hins vegar aðalatriði myndar-
innar, eins konar forsenda fyrir tilurð hennar
og táknar þar nálægð hins guðdómlega.
I þessum verkum gerir La Tour meira út
á litinn. Þar eru litimir djúpir og heitir, mik-
ið er um rauða og brúna liti og leikur ljóssins
er ákaflega blæbrigðaríkur.
Oft er byrgt fyrir uppsprettu ljóssins af
hendi eða öðrum líkamshluta sem gerir það
að verkum að ljósuppsprettan virðist vera
inni í myndinni og flæða út úr henni á móti
áhorfandanum. Þessi lýsing ljær myndinni
trúarlegan blæ jafnvel þó áhorfandanum sé
ekki augljóst kristilegt inntak myndarinnar.
Taka má sem dæmi myndina „Hinn ný-
fæddi“, þar sem tvær konur klæddar að
hætti alþýðukvenna þeirra tíma virða fyrir
sér reifabam sem önnur þeirra heldur á.
Ekkert gefur til kynna að þar sé komin María
með Jesúbarnið, engin tákn þeirra eru sýni-
leg. Guðspjallafólk La Tours ber aldrei geisla-
bauga, englar hans aldrei vængi. Það er hin
sérstæða birta, jafnvægi og friður sem ríkja
í myndinni, sem em áhorfandanum vísbending
um inntak hennar. María myndar jafnarma
þríhyrning og er bamið grunnur hans. Kerta-
loginn sem hin konan bregður hendi fyrir,
dregur vangasvip hennar fram úr dökkum
bakgrunninum og varpar mildri birtu á and-
lit Maríu og bamsins. Algjör kyrrð og hreyf-
ingarleysi ríkja í myndinni. Burtséð frá því
að vera helgimynd, hefur málverkið einnig
almenna merkingu sem staðfesting á því
undri sem fæðing nýs lífs er.
í málverkinu „Trésmiðurinn .Jósef“ má sjá
eldri mann við smíðavinnu og unglingsdreng
sem situr andspænis honum. Drengurinn held-
ur á kerti og bregður annarri hendinni fyrir
logann sem lýsir upp andlit hans og trésmiðs-
ins og skapar óvenju einkanlegt og heillandi
andrúmsloft.
Hér er ljósið einnig vísbending um inntak
myndarinnar. Unglingurinn Jesús fylgist með
föður sínum við starf hans, starf sem hann
Hörpuleikarinn er ágætt dæmi þess
myndefnis Ia Tours, sem hann sækir í
raunsæi daglegs lífs. Myndin er i lista-
safninu í Nantes í Frakklandi.
hefði ef til vill einnig lagt fyrir sig, ef honum
hefði ekki verið ætlað annað.
Það er athyglisvert að sjá nær geómetríska
einföldun La Tours á persónum myndarinnar,
hér er öllum aukaatriðum sleppt og formin
einföld og hrein. Oft hafa verk hans yfir sér
ótrúlega nútimalegan blæ og er ekki að
ástæðulausu sem listhugtakið „kúbismi" hef-
ur verið orðað í sambandi við stíl hans.
Dagsbirtuverkin sýna, andstætt við hið trú-
arlega inntak náttbirtumyndanna, hvers-
dagsleg atvik úr daglegu lífi eða genre-
myndir, sem svo hafa verið nefndar.
Þar bregður fyrir dauðlegum persónum,
stundum klæddum viðhafnarmiklum 17. aldar
búningum og lýsir málarinn þar kannski yfir-
stéttarumhverfí sínu.
Höfundur er listfræðingur og starf-
ar í Listasafni fslands.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 f