Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Page 13
LESBOK
M O R G U N B L A Ð S I N S
3. MARZ 1990
FERÐ4BMÐ
LESBÓKAR
Þar sem áður var eyðimörk eru nú grænar flatir, kaktusar og tilbúin vötn. Myndin er frá McCormic Ranch.
Tignarlegt
teigstæði á
Boulders-
vellinum
innan um
risa-björg
og kaktusa.
nsoti'O 'mo>f áiovri ,5s<{ ra» £ ttavelst 1 ■ riimmn
YETRARGOLF
í ARIZONA
AÐ fara í vetrargolf til Arizona þykir kannski nokkuð Qarlægur
möguleiki, en svo þarf ekki að vera. Flugið þangað frá New
York er um það bil þriðjungi lengra en suður til Florida, en í
staðinn fæst umhverfi sem er álíka mikið sér á parti og Island.
Hér er bent á vetrargolf af þeirri ástæðu, að nú er vetur og frost
á Fróni, en einnig vegna þess, að varla er ráðlegt að fara þangað
á sumrin sökum hitans. Arizona er mestan part fjöll og eyði-
mörk, en í þeirri eyðimörk er stórmerkilegt landnám, sem helg-
ast af því, að hægt er að breyta eyðimörkinni í aldingarð með
vatnsveitum og það hefur verið gert. A því svæði sem heitir
Valley of the Sun, búa nú 2 milljónir manna, einkum í borgunum
Phoenix og Scottsdale, en þar að auki er borgin Tucson. Þangað
eru nú 108 flug á degi hveijum frá New York.
í Arizona skín sólin í 320 daga
á ári og kaktusar og gijót setja
mestan svip á eyðimörkina. Eðli-
lega eru brautir á golfvöllunum
þarna ekki flennivíðar, því jarð-
vegur hefur verið fluttur að. Þótt
ótrúlegt megi virðast, kemur vátn
við sögu sumsstaðar, en utan
brauta er ekki kræsilegt; einkum
gijót, kaktusar og harðger eyði-
merkurgróður, sem er eins og vír,
ef reynt er að slá úr honum.
Algerlega einstætt umhverfi á golfvelli. Á Boulders-vellinum er því líkast sem grænt
gólfteppi hafi verið lagt innan um gulbrúna kletta.
Teigar og flatir eru eins og grænar eyjar uppúr grjóti og eyðimerk-
urgróðri. Hér er par-3 hola á Desert Mountain-velli við Scottsdale.
Tucson er sá
staður í Banda-
ríkjunum, þar
sem samfelld
byggð hefur ver-
ið hvað lengst.
Það er menning-
arborg; mikil
myndlist, leik-
hús, sinfóníu-
hljómsveit og
óperuhús. Fjórir
helztu golfvellir
borgarinnar eru
í námunda hver
við annann við
rætur Santa Ca-
talina-fjallanna.
Þar er fyrstan
að nefna VENT-
ANA CANYON
Golf and Rac-
quet Club, með
tveimur 18 holu
völlum, sem Tom
Fazio hefur
teiknað og þar á
meðal er dýrasta
hola, sem hann
hefur gert; par-3 á Mountain-
vellinum, þar sem slegið er af
klettastalli og yfir kaktusabreið-
ur, en flötin vandhitt og komið
fyrir niðri í gljúfri. Ventana-völl-
urinn tekur að-
eins takmarkað-
an ijölda gesta -
sem gerast fé-
lagar í skamman
tíma - en dvalar-
staðurinn LO-
EWS VENT-
ANA CANYON
RESORT er gal-
lopinn og völlur-
inn, Canyon Co-
urse, er einnig
teiknaður af
Fazio. Ævin-
týraleg þykir 13.
holan þar, 145m.
löng par-3,
lengst niður á
við, en flötin lítil
og vel varin
sandglompum.
Þriðji mögu-
leikinn í Tucson
er „Dúfan", eða
Rauðar rósir og gosbrunnar við THE WESTIN
18. flötina - og hótelið í bak- LA PALOMA,
sýn. Myndin er frá Ventana fjögurra stjörnii
Canyon golfvellinum. dvalarstaður,
þekktur fyrir fegurð og kyrrð.
Arkitekt vallanna er enginn annar
en Jack Nicklaus og þar eru 27
holur um að velja. Þetta er eyði-
merkurgolf í hástigi, segir í aug-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 13