Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 9
Olli Lyytikainen - hinn dæmigerði snillingur allra tíma, sem brennur út á fáum árum og deyr ungur. að skoða yfirlitssýningar á meginlandi Evrópu. Nægir í því sambandi að minna ;á sýningar Norræna Hússins á verkum Lenu Cronquist frá Svíþjóð, Franz Wider- bergs frá Noregi, Johanni Linnovara og Ullu Rantanen frá Finnlandi og sýningu Listasafns Islands á verkum Olli Lyytikáin- ens, einnig frá Finnlandi, sem nú stendur yfir. Það væri hægt að setja saman yfir- burða góða norræna samsýningu - að sjálf- sögðu með okkar þátttöku - en af reynsl- unni virðist mega ráða, að listsagnfræðing- ar ráði ekki við það. Þeir eru svo háðir tízkunni á hveijum tíma og finnst fátt merkilegt, ef það er ekki bergmál af ein- hveiju viðurkenndu utan úr heimi. Árang- urinn verður sá, að örfáum einstaklingum er hampað endalaust og allsstaðar og sýn- ingarnar verða svo tilbreytingarlausar og leiðinlegar, að menn nenna ekki að sjá þær, samanber Bilderstreit í Þýzkalandi á síðasta ári. 1979. stórskemmtilegur i viðræðum með lifandi áhuga á öllu milli himins og jarðar. Samt skar hann sig úr, segir einn af vinum hans og bætir við: Olli var eins og ég gæti ímyndað mér Georges Bernard Shaw á unga aldri. Það var sama hvort hann lék á banjó, teiknaði, rökræddi við erlenda gesti eða kannaðí möguleika polaroid-vél- arinnar; allt varð með einhveijum hætti sérstakt. En hann kunni lika vel að meta heimsins lystisemdir, reykti mikið, drakk einhver ókjör af kaffi, neytti áfengis ótæpi- lega og hugsaði yfirhöfuð ekkert um afleið- ingar þessara lifnaðarhátta á heilsufarið. Með tímanum unnu þeir á honum. Ferill hans var eins og leiftur um nótt - leiftur á finnskri vetrarnótt. Það verður að teljast vel af sér vikið, að aðeins sjö árum eftir að Olli kom fram í dagsljósið, var hann með í hópi finnskra listamanna, sem valdir voru til að sýna á biennalnum í Feneyjum 1977. Og á sama ári voru teikningar hans sýndar í New York. En um það bil tveimur árum síðar fór að snúast á ógæfuhliðina. Þá vildi svo til að eldur kom upp í vinustofu hans; hún brann og meira en helmingur alls, sem eftir hann lá, eyddist með öllu. Hvort sem það var tengt brunanum eða einhveiju öðru, fór Olli að herða drykkjuna þetta sama ár, 1979. Hann hafði áður verið mikið samkvæmisljón; þótti manna andríkastur í samræðum og mikill orðlist- armaður. Nú fór hann að forðast vini sína og einangraði sig, jafnframt því að hann drakk einsamall. Eftir myndunum að dæma í skránni, hefur hann verið mjög virkur 1984, en frá tveimur síðustu árun- um virðast ekki vera til myndir, eða þá að þær hafa ekki verið í sama gæðaflokki og áður. Olli Lyytikáinen lifði rétt fram- yfir áramótin 1987. Þá fannst hann látinn í vinnustofu sinni. Gísli Sigurðsson En það er önnur saga. Þessu greinarkorni er ætlað að kynna Finnann Olli Lyytikáinen, sem fastlega má gera ráð fyrir að sé óþekktur hér, þótt hann kæmi hingað fyrir 14 árum vegna þess að hann átti þátt í samsýningu í Norræna Húsinu. Saga hans er harmsaga manns með yfirburða gáfur og listræna hæfileika, sem ekki fá að njóta sín nema skamman tíma. í sem fæstum orðum sagt: Olli drakk sig í hel 37 ára gamall og það skeði fyrir þremur árum. I ritgerðum um hann eru menn einróma um, að þessi bjartleiti og ljóshærði Finni hafi fæðst með fágæta myndlistarhæfi- leika. Hann fór aldrei í myndlistarskóla, en las ókjörin öll af bókmenntum og heim- speki og öll var myndlistariðkun hans bundin við teikniblokkina. Hann notaði blýant eða penna, krít og vatnslit; stundum allt saman. Og hann þykir hafa orðið fyrst- ur manna til að hagnýta sér möguleika polaroid-myndavélar til listsköpunar. Það reyndu fleiri síðar; þar á meðal David Hockney. í endurminningum um listamanninn má sjá, að hann hefur alla tíð verið bóhem og kannski var það vegna þess að hann fór ekki hina hefðbundnu listaskólaleið, að gagnrýnendur tóku honum fálega, þeg- ar hann fór að sýna. Nefnt er til dæmis, að einn kunnasti gagnrýnandi Finna, sem skrifar í dagblaðið Helsinkin Sanomat, hafi alls ekki áttað sig á snilld Lyytikáin- ens í heilan áratug. Það var um 1970, að Olli Lyytikáinen fór að láta til sín taka. Hann hafði um skeið unnið fyrir sér með því að teikna andlit vegfarenda á fjölförnum götum í Helsinki. En sumir þeir sem kynntust hon- um þá og fengu að sjá urmul af allskonar teikningum í vinnustofu hans, urðu undr- andi yfir augljósri sérstöðu hans og færni. Olli var umfram allt teiknari - og hann var teiknari af guðsnáð. En líkt og marg- ur góður teiknari, staðnæmdist hann ekki við það eitt að teikna eftir einhveiju. Hann var skapandi listamaður í óvenjulega ríkum mæli og náði þeim sjaldgæfa árangri, að verk hans minna ekki á neitt annað. Ferill hans spannar ekki nema 17 ár. Og á þeim tima varð mikil breyting á manninum sjálfum. Framan af þótti hann Nafnlaust andlit. Blýantsteikning, 1973. Slökk viliðsstjórinn. Vatnslitir og pastel, Draumur Potemkins. Vatnslitir og krít, 1983. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 5. MAÍ1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.