Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Page 13
Minnisvarði um verka- mann og sveitastúlku á samyrkjubúi. Hvítir steinar skreyta gluggaramma og ekta gylling turnspírur í Kreml Gengið um Moskvustræti í frosthörkum miðsvetrar MOSKVA ER ÁHUGAVERÐ Dómkirkja Santi Basils er einstæður listrænn minnisvarði um þann byggingarstíl sem er ríkjandi innan Kreml-múra Margra augu beinast að Moskvu, vegna hinna geysimiklu stökk- breytinga, sem heimsmyndin er að taka á sig. En hefúr, höfuð- borg Rússaveldis breyst við „perestrojku"? Ríkir þar meira frjáls- ræði en 1987, þegar ég kom þangað fyrst? Er hið ósýnilega „kerfi“ að gefa sig? Svörin bíða okkar þegar við fljúgum inn í ísþokuna yfir Moskvu í miðjum janúar. Hlýtt er innan dyra í flugvallar- byggingu, sem var vígð fyrir Ólympíuleikana 1980. Skrif- finnska fyrir komufarþega er óvíða meiri en hér og gera þarf grein fyrir gjaldeyri og farangri. Geymið kvittanir um gjaldeyris- skipti til að sýna við brottför. Og skiptið ekki of miklu. Rúblugeng- ið er til að æra óstöðugan - eitt gildir á hótelum; - annað á „svört- um“; - hið þriðja á að heita opin- bert gengi! Vegabréfs- og toll- skoðun gengur hraðar en áður, en þið gætuð þurft að bíða eftir farangri. Hér eru ekki tölvuvædd- ar farangursbrautir og umferð mikil. Merkið töskurnar vel. Fyrsta sem vekur athygli gests- augans, eru hinar fjölmörgu geysistóru íbúðablokkir. Þær vitna um mikið átak í byggingar- málum. En ungt fólk á samt erf- itt með að stofna eigið heimili vegna húsnæðisskorts. Og víða eru tvær fjölskyldur um tveggja herbergja íbúð. Hér búa líka 8,8 milljónir manns. - í hjarta Moskvu breytir um svip. Kreml-virkið býr yfir einni fegurstu húsagerðarlist í heimi. Ótal tumar teygja sig til himins innan úr virkinu og frá turnspírum lýsa rauðar rúb- ínstjömur - sameiningartákn Sov- étríkjanna. Kreml er að hluta stórbrotin söfn, að hluta aðsetur sovéska þingsins og ráðstefnusalir. Rauða- torgið við virkisveggi er umkringt af grafhýsi Lenins, Þjóðminja- safni, Dómkirkju St. Basils og GUM, einu stærsta verslunarhúsi í heimi. Gröf óþekkta hermanns- ins - með eilífan loga - í garði við Kreml. Stórfenglega listrænn borgarkjarni, með ólgandi fortíð og heimssögulega atburði að mót- ast á þessu augnabliki. Hótel National, sem er í fal- legri byggingu rétt hjá Rauða- torgi, var áður eitt fínasta hótel í Moskvu. En mikið skortir á þaígindi fyrir ferðamann nú- tímans. Anddyri er sundurhólfað í smákima og húsbúnaður lúinn. En skreytingar meðfram stiga og steindir gluggar búa yfir auðæf- um í byggingarstíl. Hingað verður gaman að koma eftir endurnýjun. Anddyrið er fullt af körlum, sem eru að hlýja sér eða sníkja heitt kaffi hjá dyraverði. Forvitnisaugu elta ferðamanninn, sem þarf að troða sér framhjá þeim. Ég villist næstum í gistiherberginu, sem er búið gömlum, áhugaverðum hús- gögnum, en rúmdýnur og snyrting minna á íslenska skólastofugist- ingu fyrir tíð landsbyggðahótela! Úti á strætunum liður fólkið áfram - upp og niður í neðanjarð- arbrautir „metro“. Hvergi annars- staðar hef ég séð þennan hæga, þunga fólksstraum. Enginn flýtir sér. Fáir brosa eða tala. Frostið herpir andlitin saman. En ég reyni að fóta mig á ísuðum gangstétt- um. „Viltu kaupa heiðursmerki rússneska hersins? - Þau eru fyrsta flokks" - og ungur maður flettir frá sér úlpu, svo heiðurs- merkin blasa við. Annar eltir mig að hóteli og vill skipta gjaldeyri. En ég hef það fyrir reglu að skipta aldrei á svörtum markaði. - Niðri í „metro“ sitja pörin þétt saman - undir höggmyndum - undir málverkum. Margar stöðv- amar eru eins og listasöfn með geysifögrum skreytingum. Já, metrobrautir undir Moskvustræt- um eru áhugaverðar. Og fargjald- ið er aðeins 5 kópekar, sama hvað LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MAÍ 1990 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.