Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 9
SÚRREALISMINN
Frá þ ví súrrealsiminn kom fram sem
ákveðin myndlistarstefna hafa menn sér til
hægðarauka skipt honum í tvo flokka mynd-
listarmanna. Annars vegar eru þeir sem
leggja-áherslu á hefðbundna tækni og ríkt
hugmyndaflug í myndmáli (handmálaði
draumurinn), menn eins og Dali, Tanguy,
Magritte og Delvaux, en í hinum hópnum
eru þeir sem þreifa fyrir sér með lítt eða
ókannaða tækni, svo sem klippimyndir,
frottage og sjálfsprottna skrift. í þeim flokki
eru m.a. M-in fjögur: Masson, Miró, Matta
og Max Ernst. Hjá þeim er hið óvænta og
órökræna í undirmeðvitundinni tvinnað sam-
an við fonníhuganir og rýmisvangaveltur
og þannig oopna þeir brautir fyrir strauma
módernismans.
Kynni Massons af súrrealismanum urðu
mjög mikivæg fyrir listferil hans upp úr
því, þótt vináttan við André Breton hafi
verið æði stormasöm á köflum. Hann tók
þátt í fyrstu sýningu þeirra í Gallerí Pierre
í París árið 1925 ásamt Arp, De Chirico,
Ernst, Míró, Picassó, Man Ray og Pirre
Roy. Um 1929 fjarlægist hann súrrealistana
fram að 1937, er hann binst þeim aftur,
uns endanleg vinslit verða um 1943.
Masson hefur lýst því í viðtali þegar Bret-
on kom í fyrsta skipti á vinnustofuna á Rue
Blomet árið 1924: „Við vorum algjörlega
sammála þegar við töluðum um Lautréa-
mont, Raymond Roussel og Reverdy, en
þegar ég bætti við nöfnum Nietzsches og
Dostojevskís urðu viðbrögð Bretons mjög
snögg — „það sem ég hata mest“.“
Þegar listfræðingurinn Carmine Benicasa
spyr Masson hvað sé súrrealismi svarar
hann: „Að mínu viti er súrrealisminn það
sjálfsprottna — umbúðaleysi táknsins. Súr-
realismi er heift, ofsi og glundroði. Sjáist
glundroði í verki er það súrrealískt. Mér
þykir fyrir því að virðast svo steigurlátur,
en það var ég sem var fyrstur til að gera
Völundarhús, 1939
Uppskera,1934
sjálfsprottnar teikningar. Það var ég sem
kom Breton í skilning um að súrrealisminn
væri frelsi þess sjálfsprottna. Og á sama
hátt var það ég sem lauk upp augum Bret-
ons fyrir verkum Mírós. Ég var viðstaddur
þegar Breton sá málverk eftir Míró í fyrsta
sinn. Hann fyrirleit þau og hélt þetta væri
leikur og líktist alltof mikið barnateikning-
um.“
Masson mislíkaði alla tíð einræðisvald
Bretons yfir hópnum. Það sem olli mestri
óánægju hans bæði þá og síðar var að hon-
um fundust súrrealistarnir of bókmennta-
legir og að of lítið tillit væri tekið til sér-
þarfa málarans. Masson hélt því fram eins
og fyrr segir að súrrealisminn væri fyrst
og fremst hið sjálfsprottna, frelsi meðvit-
undarinnar og hann leit svo á að undii-vit-
undin ætti að ráða hugmyndum og form-
gerð verksins og vera þannig laus við allar
skynsemisákvarðanir, sem gekk reyndar í
La pithie,1943
bága við kenningar súrrealistanna um að
duldirnar skyldu ráða hugmyndinni en skyn-
semin stjórna túlkun og allri útfærslu verks-
ins.
Hér eru mörk expressjónisma og súrreal-
isma orðin dálítið óljós og er athyglisvert í
þessu sambandi að um 1940 er erfítt að
gera sér grein fyrir því hvora stefnuna
Masson aðhyllist, svo tvístígandi virðist
hann vera milli þessara tveggja möguleika.
í verkinu Tóledó sem hann gerir 1933-37
er pensilskrift hans og litanotkun nær því
að vera expressjónísk en súrrealísk og svip-
aða sögu er að segja um Málarann og
tímann (1938) sem er eins konar „arcim-
bóldísk" samtvinnun lífrænna og anatóm-
ískra forma.
Sjálfsprottna Myndmálið
Og Teikningarnar
Með sjálfsprottna myndmálinu fann
Masson upp eina frjóustu og ferskustu
tækniaðferð súrrealismans í málaralistinni.
Þessi sjálfsprottna aðferð hjá honum var
mjög svipuð og hin svokallaða „ósjálfráða
skrift" hjá André Breton og félögum hans,
þegar þeir skrifuðu það sem andinn blés
þeim í brjóst hverju sinni án ritskoðunar
skynseminnar. Masson beitti sömu aðferð,
lét pensilinn reika um léreftið, eins og hann
væri að teikna með lokuð augu og reyndi
þannig að ná fram í línuna tilfinningatitr-
ingi og ryþma eigin líkama. Upp úr þessu
lausbeislaða rissi fæddust síðan alls konar
myndir, persónugervingar eða tákn sem
örvuðu hugarflugið og komu listamanninum
sjálfum á óvart.
Sjálfsprottna myndmálið nýtur sín lang-
best í blekteikningunum og má segja að
bestu hliðar þessa flókna listamanns komi
fram í teikningunum sem eru margar hveij-
ar hreinustu gersemar. Hann vinnur þær
oft í þematískum syrpum og tekur stundum
sömu þemu upp í málverkunum. Les
Massacres eða Manndrápssyrpan sem Mass-
on gerði á árunum 1932-33 er sjálfsagt
með því besta sem hannhefur gert. I þeirri
seríu er erfitt að átta sig á því hvori um
holdleg ástarfaðmlög er að ræða eða morð-
tilraunir. Fínlega teiknaðir ílangir líkamar
þekja allt rýmið í síendurteknu mynstri og
eru karlverurnar hér i hlutverki drápsmann-
anna sem bogra yfir kvenkyns fórnrlömbun-
um með hníf í hendi.
Þegar André Masson barðist á vígvelli í
fyrri heimsstyijöldinni særðist hann mjög
alvarlega, en það átti eftir að hafa mjög
sterk áhrif á vinnu hans síðar meir. Margir
listfræðingar telja að þessar ógnvænlegu
minningar úr styrjöldinni hafi leitað á hann
þegar hann vann manndrápsseríuna.
Hin fallega og fínlega og fijálsa lína í
teikningum Massons er orðin margfræg og
hefur orðið mörgum skáldum og rithöfund-
Sjá næstu síðu
LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 2. JÚNÍ1990