Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 14
2. JÚNÍ 1990 íslenskir ferðamenn, ekki síður en erlendir streyma inn í Upplýsingamiðstöð ferðamála. Upplýsingamiðstöð ferðamála komin í hringiðu miðbæjarlífsins - í Bernhöftstorfu Upplýsingamiðstöð ferðamála er ung að árum. Margir sáu ekki tilgang með stofnun hennar. En hún hefúr svo sannarlega áunnið sér sess, sem ómissandi upplýsingabanki fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Hún var áður til húsa í Ingólfsstræti 5, en er nú komin í hringiðu miðbæjarlífsins - í Bernhöftstorfú. Ráðvilltir ferðamenn með bakpoka þurfa ekki lengur að leita um miðbæinn - hið alþjóðlega merki, (i), sem allir ferðamenn þekkja, vísar veginn frá Lækjargötu. Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála eru iðulega fyrstu húsa- kynni, sem ferðamenn heimsækja, þegar þeir koma í landkönnun. María Guðmundsdóttir í stiganum sem komið var fyrir í gamla bakaraofninum. - Ekki hefðu bakarasveinar Bernhöfts bakara getað látið sig dreyma um að fallegar landslagsmyndir myndu prýða veggi stóra bakaraofnsins, þegar þeir streittust við að bera í hann mó til að láta loga glatt undir brauðunum! Þróuð ferðamannalönd keppast því við að móta þjóðlegan ramma utan um upplýsingamiðstöðvar sínar. Skemmtilega endurnýjuð, söguleg hús eru oftast valin, til að ferðamenn fái sem best hug- hrif við fyrstu sýn. - Hús í Bem- höftstorfu geyma hluta af sögu Reykjavíkur - og móta því verðug- an ramma um okkar upplýsinga- miðstöð. - (i)-skiltið neðst í Bankastræti leiðir okkur beint af augum inn í björt og vinaleg húsakynni, sem geyma upplýsingamiðstöðina. Ljós viður, hvítkalkaður múr- steinn og bitar í lofti. Nýtt og gamalt tengjast hér hlýiega sam- an, eins og oft í endurnýjuðum eldri húsum. Við afgreiðsluborðið niðri er tekið brosandi á móti ferðamönnum - og stúlkumar leggja sig fram um að veita sem bestar upplýsingar um þá gisti- og ferðamöguleika sem hver áfangastaður býr yfir. En uppi í risi má síðan velja upplýs- ingabæklinga frá hverju land- svæði. - „Eins gott að geta vísað upp á loft,“ segir María Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri. „Það verður þröng á þingi, þegar 60-70 ferðamenn mæta, með allan far- angur í bakpokum - kannski regn- blautir! Afgreiðslan er þrengri en í Ingólfsstræti, en húsnæðið skemmtilegra og í hringiðu bæj- arlífsins. Við emm í fyrsta íslenska brauðgerðarhúsinu frá 1834 og að hluta í kornhlöðunni. Stiginn upp á loft er inni í bakara- ofninum!" - Já, bakarasveina hins danska Bernhöfts bakara hefur ekki grunað - að bakaraofninn ætti eftir að geyma fallegar landslags- myndir og hvítmálaðan viðarstiga! Og ég loka augunum og sé fyrir mér hlaðna móvagna skrölta eftir moldarstíg úr Vatnsmýrinni, - kófsveitta bakara að moka mó. í bakaraofninn - ekki máttu brauð- in falla, - súreygðar þvottakonur við lækinn í tækjargötu vegna móreyks frá brauðgerðarhúsinu! - Er upplýsingamiðstöðin búin að sanna hlutverk sitt, María? „Vissulega. Jafnvel framsýn- ustu menn gátu ekki ímyndað sér Bitar í lofti og bindingsveggir prýða afgreiðsluna. Hvert ættum við að stefna? hvílík þörf var á upplýsingabanka um íslenSk ferðamál. í handbók okkar geta allir með ferðaþjón- ustu komið sér á framfæri. Og við erum alltaf með nýjustu upp- Iýsingar um ferða - og gistimögu- leika. íslendingar gætu fengið miklu meira út úr ferðalagi um landið og notið þess betur, ef þeir koma við hjá okkur áður en lagt er nandshornaflakk. -íslendingar ei-u að breyta um ferðamáta. Eftir að hringvegurinn opnaðist, kepptust flestir við að aka umhverfis landið og sáu lítið nema landslag út um bílglugga og sjoppur. Núna eyða margir hluta af sumarleyfi í orlofshúsum félagasamtaka eða í sumarhúsum hjá Ferðaþjónustu bænda og skoða viðkomandi landshluta vel. En þeir sem aka um landið ættu að nýta sér ferðir með leiðsögn út frá landshlutum. - Leggja bara bílnum og skella sér í dagsferðir, sem veita félagsskap og fróðleik. - Hver veit til dæmis hvar Tjörneslögin eru, nema fá leið- sögn? Kynnið ykkur Drangeyjar- ferð frá Sauðárkróki, - ferð í Kverkfjöll og Öskju frá Mývatns- sveit, - ferð á Jökul frá Horna- firði, - í Lakagíga frá Kirkjubæj- arklaustri. Nýjar feijur sigla með ferðamenn út frá ísafirði, Akur- eyri, Stykkishólmi og Vestmanna- eyjum, Hvernig væri að skella sér eina helgi til Vestmannaeyja - eða Grímseyjar? íslendingar horfa oft í ferðakostnað innanlands, sem er þó mun minni en margir vilja ætla.“ -Já, vonandi á veðrið eftir að leika við okkur í sumar, til að sem flestir geti notið ferðalaga um landið. - Vonandi eiga ferðamenn eftir að njóta þess að sitja yfir bjórglasi eða kaffibolla á hinum fallegu, nýju útitorgum í Bern- höftstorfu. Erlendir ferðamenn kunna að meta gömlu húsin og setjast gjarnan við málsverð á Lækjarbrekku eða Punkti og pasta. Og fleira heillar þá í Torf- unni. Ferðaskrifstofan Land og saga selur áhugaverðar bækur um land og þjóð - líka fyrir íslendinga - auk þess sem skrifstofan selur innanlandsferðir. Islenskar fjalla- ferðir eru handan við hornið. Ferðamálaráð Islands ásamt Listahátíð eru til húsa í Gimli. Já, gamla Torfan iðar af athafnalífi. Torfusamtökin, sem stóðu að verndun gömlu húsanna, eiga vissulega heiður skilinn. Oddný Sv. Björgvins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.