Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 13
Chrysler Saratoga 3,0 lítra - amerískur glæsivagn á hagstæðu verði. CHRYSLER SARATOGA Alitlegur kostur í flokki vel búinna bfla sem kosta 1550-1860 þúsund. Innréttingin í Saratoga, sæti, stýri og mælaborð, er allt með traustlegum svip. ótt Cysler Corporation hafi notið for- ystu hins fræga stjóra Lee Iacocea um árabil, hefur reksturinn géngið illa og Chrysler hefur farið verst út úr sam- drætti í bandarískri bílaframleiðslu af iðnris- unum í Detroit. Þeir bandarísku hafa ekki staðið sig gagnvart japönsku innrásinni og kannski er hér að verki lögmálið um öll risa- veldi, sem að lokum fúna innan frá, ef utanað- komandi óvinir leggja þau ekki undir sig. Þegar litið er á línuna frá Chrysler, sést að sumir bílarnir eru lítt spennandi, svo sem Chrysler ES, sem telst víst smábíll á amerísk- am mælikvarða. Flaggskipið Chrysler Fifth Avenue er það sem þeir kalla „full size“ með 5,25m lengd, en aðeins minni er Chrysler New Yorker, 4.92m á lengd. Þeir eru traust- legir og virðulegir, en ekki beint vel teiknað- ir og fremur gamaldags í útliti. Sú gerð af Chrysler, sem að undanförnu hefur borið heitið LeBaron Coupé, var langsamlega best teiknaður, en hefur nú verið látinn víkja fyr- ir nýrri útfærsiu: Chrysler Saratoga. Fyrir okkur sætir mestum tíðindum, að umboðið, Jöfur í Kópavogi, hefur náð sérlega hagstæð- um samningum, sem gera þennan bíl sam- keppnishæfan við nokkra vel búna bíla, sem þekktir eru hér, svo sem BMW 318, Peugeot 405 SRi og sprækustu gerðirnar af Honda Accord og Mitsubishi Galant, en um 150 þúsundum dýrari eru hinsvegar valkostir eins og BMW 518 og Saab 9000. Staða dollarans hefur verið þannig alllengi, að amerískir bílar hafa vart verið nefndir í sömu andrá og þessir fyrrnefndu frá Evrópu og Japan. Saratoga er ekki ætlað að keppa við al- vöru lúxusbíla fremur en hinum, sem hér hafa verið nefndir, en þetta er vandaður og íburðarmikill fólksbíll engu að síður. Tvær gerðir eru í boði: Saratoga EFI, sem er bú- inn fjögurra strokka vél og allur talsvert íburðarminni. Hann kostar um 1550 þús., kominn á götuna, en er samt svo álitlegur bíll, að hann hlýtur að teljast fremur ódýr á þessu verði miðað við margt annað. Sá sem hér var reynsluekið, Chrysler Saratoga 3,0 lítra, er með sex strokka, 140 hestafla vél og verulegum íburði. Hann kostar 1860 þús. kominn á götuna. Aftursætið er hægt að leggja niður eins og hér sést. Eins og myndimar bera með sér er þetta vígalegur bíll og verður að teljast fremur vel teiknaður. Hann er meira sterklegur og sam- anrekinn en rennilegur og er sérstakur skóli eða stefna í bílhönnun, sem leggur einmitt áherzlu á það. Til dæmis um áhrif þessa skóla má nefna þegar Mitsubishi fargaði nokkuð svo rennilegu lagi á Galant fyrir núverandi útlit, sem er bæði traustlegra og kraftalegra. Þessi samanrekni svipur fær aukna áherzlu á Chrysler Saratoga með „svuntunni" að framan (sjá mynd), sverum hornpósti við afturglugga og brattri aftur- rúðu. Hann er stallbakur, þ.e. með skotti - og nú viðra ég nýyrði, sem er hliðstæða við hlaðbakur. Enska heitið sedan, sem stundum hefur verið notað vegna vöntunar á íslenzku heiti, er vitaskult ófært til frambúðar. Traustleiki og styrkur er annars það fyrsta sem manni flýgur í hug við kynni af þessum bíl. Léttmálmsfelgurnar undirstrika það einn- ig, svo og dekkjabreiddin. Það er svert í öllu á gamla ameríska vísu, enda er Saratoga 1400 kg á þyngd; jafn þungur og fimman frá BMW. Það merkir samkvæmt þumal- puttareglunni, að eyðslan er 14 lítrar innan- bæjar, en 8-12 í vegaakstri. Með sjálfskipt- ingu má bæta svo sem 10% við það. En þyngdin og efnismassinn hefur tvo kosti í för með sér. Annar er sá, að ökumaður og farþegar eru vel varðir, ef eitthvað ber útaf, og í annan stað verður fjöðrunin þægilegri og vissulega þarf ekkert að kvarta yfir henni. Samt er hún gerólík þeirri fjöðrun, sem einkenndi amrískar sjálfrennireiðir hér fyrr meir. Saratoga tekur ekki djúpar dýfur að hætti Bjúkkans frá því.um 1960. Flest i þessum bíl hefur verið sveigt undir evrópskan smekk og tízku og aksturseiginleikarnir eru miklu meira evrópskir en amrískir - og þá á ég við amríska bíla frá liðnum tíma. Ekki á það síður við að innan. í stað dúnmjúkra, heilla bekkja að framan, sem eitt sinn voru NÝ TÖLVA TIL BILANA- GREININGAR HJÁ JÖFRI Jöfúr hf. í Kópavogi sem hefúr umboð fyrir bíla frá Chrysler, Peugeot, Skoda og Alfa Romeo hefúr nýlega gefið út fyrsta tölublað af fréttapósti sínum. Verða þar sagðar fréttir af nýjungum og öðru í starfsemi fyrirtækisins og í þessu fyrsta blaði er m.a. frétt um bilanagreiningartölvu sem tekin hefur verið í notkun á verkstæðinu, ein af fáuin slíkum í Iandinu. Bilanágreiningartölvan kemur að góðu gagni við bilanagreiningar á flókn- um rafeindakerfum sem stjórna kveikju- og eldsneytiskerfum marga nýrri bíla. Bilanaleit í þessum kerfum er erfið en með aðstoð tölvu verður leitin léttari. Tölva Jöfurs er forrituð fyrir allar teg- undir bíla og getur á örfáum mínútum greint yfir fimm þúsund mismunandi bilanir. I minni tölvunnar eru geymdar lýsingar á gangtruflunum sem orðið geta í bílvél en tölvan er einnig notuð til almennra vélastillinga. Þá getur þjón- ustuverkstæði Jöfurs verið í sambandi um gervihnött við gagnabanka Chrysler-verksmiðjanna í Detroit og fengið þannig nýjustu upplýsingar og hægt að leita til sérfræðinga verksmiðj- anna eftir aðstoð. heitir Smart Engine Analyzer og er frá AJIen Testproducts í Banda- ríkjunum. Umfísvernd í verki: Saratoga er með hvarfakút. íj Léttmálmsfelgur, sú til vinstri er af dýrari gerðinni. aðall amrísksra bíla, er Saratoga með æði harðbólstraða, aðskilda stóla að þýzkum hætti. Þessi eltingaleikur við þýzkan staðal virðist næstum allsráðandi, en verst er þegar menn fara offari að þessu leyti og ganga enn lengra í hinni spartönsku, þýzku hörku í bílsætum, líkt og gerst hefur á Hondu Ac- cord og liggur við að gerzt hafi á Saratoga. Sætin eru stillanleg á alla kanta með raf- magni og það er þægilegt, en þau mættu vera betur formuð og veita meiri hliðarstuðn- ing. Mælaborðið veitir upplýsingar um allt sem máli skiptir; þar eru mælar í stað ljósa: Smunnælir, hitamælir, ampermælir og að sjálfsögðu bensínmælir - fyrir utan hraða- og snúningshraðamæla. Þar er líka ágæt viðvörunarmynd, sem sýnir mjög greinilega, A ef hurðir eða skottlok hafa ekki lokast til fulls. Allt er það tofsvert og í heild er mæla- borðið sterklegt. En það skortir þá fágun í hönnun og frágangi, sem einkennir bæði jap- anska bíla og marga evrópubíla. Fágun og frágangur innan á hurðum er samt eins og bezt verður á kosið. A stýrinu eru stjórnhnappar fyrir sjálfvirka hraðastillingu (cruise control) og stýrishallan- um má breyta að vild. Drif er á framhjólum og Saratoga er mjög rásfastur í akstri og góður í stýri. Þótt ekki væri búið að ryð- veija þennan bll, var hann laus við gný frá vegi; aftur á móti er vindgnýr í hærra lagi. Vélin er eins hljóð og maður á að venjast úr amrískum bílum - og hún syngur með bassa, þegar spyrnt er. Hún er V-6, rétt um 3 lítrar að rúmtaki og 140 hestöfl. Satt að segja veitir ekki af öliu því hrossabúi, þegar sjálfskipting er komin í spilið. En Saratoga er langt í frá að vera vélvana og væri áreiðan- lega mjög sprækur með beinskiptingu. Eins og segja má að sé regla um dýra bíla, leyn- ir hann hraðanum svo, að á hundraðinu mætti vel ímynda sér 60-70 km hraða. Niðurstaðan er sú, að Chrysler Saratoga er afar ánægjulegur bíll í akstri og telja verð- ur, að útlitið hafi tekizt vel. Hér er sannar- lega íburðarmikill fólksbíll og í því ljósi má segja, að í honum séu góð kaup, enda þótt 1800 þúsund séu að sönnu mikið fé, þegar tekið er mið af mánaðarlaunum Meðaljóns. Væri ég Iacocca sjálfur, rnundi ég láta forma sætin ögn betur; gera þau ögn mýkri og bjóða uppá svo sem 20 hestöfl til viðbótar til þess að hafa uppi sjálfskiptinguna og mengunar- vörnina, efnahvarfakútinn, sem hér er með og verður að teljast nauðsyn, ef við viljum ekki vera á eftir öðrum í umhverfisvernd. Gísli Sigurðsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. JÚNÍ 1990 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.