Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 8
Listahátíð 1990 André Masson málarinn með vængjuðu höndina Framlag Listasafns íslands til Listahátíðar í ár er m.a. sýning á teikningum og olíumálverkum eftir franska listamanninn André Masson (1896-1987). Svo er milligöngu Errós og franska læknsins Gilberts Haas fyrir að þakka að hægt í dag verður opnuð í Listasafni íslands sýning á verkum franska málarans André Massons. Hann tengdist um tíma hreyfingu súrrealista og þótti mjög vitsmunalegur og skarpskyggn myndlistarmaður, vel lesinn í bókmenntum og heimspeki. Kynlífið, ástiri, dauðinn og goðsagnir voru honum endalausar uppsprettur. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR var að fá þessa sýningu til Iandsins, eins og raunin var einnig um sýningar tveggja síðustu Listahátíða á verkum Chagalls og Picassós. Flest verkin á þessari sýningu koma frá Gallerí Louise Leiris í París og þar eð þau spanna allan feril listamannsins gefa þau ágætt yfirlit yfir listsköpun þessa marg- breytilega myndskálds og snillings. Þegar nafn André Massons er nefnt koma orðin súrrealismi og sjálfsprottið myndmál strax upp í hugann. Súrrealismi vegna þess að Masson tengist stofnun þess hóps og sjálfsprottið myndmál vegna þess að hann er talinn brautryðjandi þeirra myndmálstil- rauna og í framhaldi af því einn aðal áhrifa- valdur bandaríska aksjónmálverksins og þá sérstaklega Jackson Pollocks. André Masson fæddist í Balagny (Oise) í Norður-Frakklandi 1896, sama ár og þrír aðrir merkismenn, Antonin Artaud, Tristan Tzara og André Breton. Þegar hann var átta ára fluttist fjölskylda hans til Brussel, þar sem hann sækir tíma í teikningu og verður fyrir áhrifamikilli listrænni upplifun þegar hann sér verk eftir James Ensor í fyrsta skipti. Þegar hann er kominn á ungl- ingsár fer hann á Listaakademíiina í París og kemst þar fljótlega í kynni við kúb- ismann. Hið nákvæma og stranga myndmál kúbistanna heillaði hann og flest verkin sem hann málar á þessum árum bera þess sterk- lega merki að hann hefur hrifist af skoðun- um þeirra og hugmyndum. Svissneski lista- maðurinn Paul Klee var einnig í miklum metum hjá honum. í verkinu Örvastungni fuglinn (1925) sem Masson málar nokkru eftir að hann er far- inn að kljást við sjálfsprottna myndmálið er eins og hann sé að gera tilraun til að innleiða persónulega lýrik í hina ströngu niðurskipan kúbíska myndmálsins. Goggur fuglsins, andlit og vængir er allt auðþekkj- anlegt, en örvastunginn líkaminn rennur saman við aflangt geómetrískt línuspil flat- arins. > Hinn frægi listaverkasali Daniel Henry Kahnweiler, sem var einn helsti stuðnings- André Masson maður kúbistanna á þessum tíma, sér mynd eftir Masson um 1922 og það verður til þess að hann skipuleggur sýningu á verkum hans tveimur árum siðar í Gallerí Símon. Það er á þeirri sýningu sem André Breton sér myndina Höfuðskepnurnar fjórar (1923-24), hrífst mjög af og kaupir hana samstundis. Síðan skundar hann til fundar við listamanninn sjálfan á 45 Rue Blomet og býður honum að slást i hópinn með sér og fleirum til þess að stofna hreyfingu sem nefnd skyldi súrrealismi. Haustið 1924 birt- ir André Breton svo stefnuskrá súrrealista þar sem hann útskýrir lífsskoðanir þeirra, kenningar og markmið. 45 RueBlomet Um 1923 flyst André Masson í Rue Blum- et og litlu seinna verður Juan Míró ná- granni hans fyrir algjöra tilviljun. Vinnu- stofa Massons verður brátt samkomustaður listamanna þar sem menn eins og Antonin Artaud, Georges Limbour, Michel Leiris og Roland Tual voru daglegir gestir. Þótt heim- ili Breton á Rue Fontaine væri Mekka súr- realistanna gerði hann sér oft ferð á Rue Blomet að hitta Masson og þarna rákust líka oft inn Aragon, Eluard og Prévert og stundum Gertrude Stein og Ernest Heming- way, sem bæði keyptu snemma myndir af Masson. Þeir sem Masson átti mesta samleið með á þessum árum voru Artaud, Libour, Leiries og Tual og hann segir í viðtali: „Nietzsche, Sade og Dostojevskí voru þeir sem við tók- um ofan fyrir. Þeir voru að okkar mati höfundar nýrra hugmynda, niðurrifsmenn hefðbundinna gilda. Við vorum líka mjög hrifnir af Rimbaud, Freud, Fantomas ... Musil las ég líka og Marcel Schwob var í miklu uppáhaldi hjá Leiris, einnig Nerval og Blake.“ Georges Bataille kom svo seinna í hópinn og er augljós skyldleiki með verkum Mas- sons og Batailles, sérstaklega á þeim árum þegar Masson fjarlægist súrrealistana eða um 1929-37. Listsköpun þeirra verður mjög „freudísk" og meginviðfangsefni beggja eru guðirnir Eros og Þanatos og hinar ýmsu girndir og nautnir mannskepnunnar. Mass- on myndskreytti t.d. þijár fyrstu bækurnar sem birtust eftir Bataille, L’Histoire del ’æil (Saga augans) sem var skrifuð undir dulnefninu Lord Auch 1928, L’Anus Solaire 1931 og Sacrifice (Fórnin) 1936. Einnig tók hann þátt í að myndskreyta tímaritið Aceph- ale sem Bataille ritstýrði og kom út fjórum sinnum á ári. La pianotaure,1937

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.