Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Blaðsíða 16
Mikladalur á Kalsoy-eyju fyrir stafni. Byggðakjarnar og náttúra eru í falfegu samspili. „Sumaríð kemur með Norrænu“ - segja Seyðfírðingar - og Norræna kemur og fer næsta fímmtudag „Eyjarnar eru aðeins fyrir sauðfé og fúgla!" Snemma morguns 7. júní siglir Norræna inn Seyðisfjörð í fyrstu vikulegu sumarferðinni, sem tengir Austurland við Færeyjar og meginlandið. Bílar og mótorhjól bruna frá borðstokk, með ævin- týraþyrsta ferðamenn til íslands. Klukkan 12 að hádegi léttir svo færeyska ferjan akkeri frá Seyðisfirði og nú kveðja íslenskir ferða- menn á leið til Færeyja, Danmerkur og Noregs. Sjóferð er vissulega „öðruvísi“ en flugferð. Meira ferðalag, Og félags- og skemmtanalíf er á fullu um borð, ef Norræna stingur sér ekki of djúpt í ölduna! Margir nota tímann í fríhöfn um borðj þó verðlag þar sé ekki lágt. í góðu veðri er ógleymanlegt að sjá Island hverfa í sæ. En aðeins fyr- ir morgunhana að sjá sæbrattar „sauðíjáreyjar" fyrir stafni! Komutími til Þórshafnar klukkan 6 að morgni er óguðlegur! Eins gott að dansa ekki ölduna af sér - eða fá sér of marga bjóra! íslendingi hlýnar um hjartaræt- ur að koma til Þórshafnar. Húsin svo skemmtilega lík og í íslensku sjávarplássi. Götunöfn svo skemmtiiega „skrítin" og syngj- andi færeyska bæði lík og ólík íslensku. Færeyjar eru ekki fram- andi fyrir íslendinga og fjarlægð- ir smáar. Feijur ganga eins og bílar á milli eyjanna. Kannski þarf enga bíla hér, aðeins hjól. En verið viðbúin snöggum veðra- brigðum, sem eru jafnvel enn tíðari en heima! „Eyjarnar eru aðeins fyrir fugla og sauðfé! Hér er ekkert að gera fyrir mannfólkið nema að sofa,“ sagði gamansamur Færeyingur! Ekki orð að sönnu, en mannlíf hér er vissulega rólegt og ekki fyrir ferðamenn, sem sækja í hið ljúfa líf. Til að komast í færeysk- ar ölstofur (aðeins opnar fyrir staðarfólk og gesti) verður að koma sér í mjúkinn hjá Færeying- um! Áfengir drykkir eru ekki seld- ir eða afgreiddir, en á hótelum má panta vínveitingar fyrirfram. Þórshöfn er áhugaverð. Gaman að rölta um þrönga stíga á Tinga- nesi, á milli 16. og 17. aldar húsa á fyrsta þingstað Færeyinga frá 825. Viðarlundin er listigarður Þórshafnarbúa - einn af fáum trjálundum í Færeyjum. Norður- landahús þeirra minnir á álfahól. Við höfnina er iðandi athafnalíf, áhugaverðir gamlir bátar og skút- ur og góð veitingahús í nágrenni. Á Kirkjubæ er elsta byggð í Fær- eyjum og menningarsetur. Þang- að verða allir að koma. En skemmtilegast er að sigla á milli eyjanna og skoða sérstætt sam- spil á milli byggðakjama og nátt- úru. Lítið inn á „Kunningarstov- an“ í Þórhöfn til að fá upplýsing- ar um ferðir út frá Þórshöfn. Afsiáttur er á þremur fyrstu brottförum Norrænu og fjórum síðustu heimkomum. Verð fyrir hjón með tvö börn, í klefa með baði og bíl: kr. 109.740 (miðað við afslátt aðra leið). Dvelja má 2 daga í Færeyjum, með því að taka Norrænu til baka frá Hanst- holm og bíða á meðan hún siglir til Noregs. En flestir fara úr í Hanstholm og taka feiju frá Dan- mörku í veg fyrir Norrænu frá Bergen. Norræna ferðaskrifstof- an veitir nánari upplýsingar. O.Sv.B. Norröna Ferðafiréttir firá Bretlandi Norræn listahátíð í Stratford-upon-Avon 14. júlítil 5. ágúst Árið 1990 fagnar 125 ára afmæli bæði Síbelíusar og Nielsens — og 250 ára afmæli Mikaels Bellmanns. Norræn viðfangsefni verða því efst á baugi á sumarhátíð í Stratford-upon-Avon. Hátíða- nefndinni er fagnaðarefni að tilkynna, að sendiherrar íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa samþykkt að verða þar heiðursgestir. Framlag íslands verður mynda- sýning Magnúsar Magnússonar, sem sýnir bæði kvikmynd og lit- skyggnur frá íslandi. Verið er að vinna að því að fá fleiri til að sýna frá íslandi. Þjóðdansaflokk- ar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð munu koma fram. Frum- sýnt verður breska leikritið „Hvaða norn“ sem lýsir vonlausri ást milli ítalskrar konu og þýsks biskups og endar á nornaveiðum. Engilsaxneskur víkingabardagi er sviðsettur við Avon-ána, sem end- ar á blysgöngu, bálför víkinga- skips og flugeldasýningu. Sælkerarnir eru líka inni í dæminu — eða þeir sem geta ekki skemmt sér, nema að fá mat sinn og engar refjar! I boði er víkinga- veisla, norræn grillveisla og „sum- arveisla jólasveinsins“! Meðal listamanna á hátíðinni verða Símon Rattle og sinfóníuhljóm- sveit Birmingham, norska kamm- ermúsíksveitin og sænski básúnu- snillingurinn Christian Lindberg. ENGLAND Birmingham • Strattord on Avon L0ND0N Bristol 100 km

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.