Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Page 15
Það var heilmikið fjör og erfitt að toga þá, sem duttu útbyrðis, inn í bátinn aftur þunga og blauta..
• •
Sumar í austurrísku Olpunum:
Fleytt sér eftir árflúðum
Salach í Salzburgarlandi
TVEIR íþróttaklúbbar eru í Tennengau eða Tindafjallahéraði:
Club Alpin og Club Zwilling, sem Zwilling-bræðurnir þrír eiga.
Margir kannast eflaust við David Zwilling, sem hreppti gullið í
bruni og silfrið í svigi í heimsmeistarakeppninni í St. Moritz 1974.
Zwilling-bræður starfrækja nýja félagsmiðstöð, með stórgóðri
íþróttaaðstöðu, Ijaldsvæði og fimmtán 24 manna smáhýsi. Skíða-
lyftur eru á staðnum.
„Við hreyfum okkur í lofti,
vatni og fjöllum," segja Zwiiling-
bræður. „Svífum á svifnökkvum
ofan úr hlíðum, fleytum okkur
niður árflúðir á gúmmíbátum, er-
um með ijallahjól og klifurbún-
að.“ Og þeir eru með námskeið í
þessu öllu og meiru til. Hvert sem
farið er sjást hópar frá íþrótta-
klúbbunum. Fólk í svifnökkvum
svífur yfir Abtenau. Gaman að
vera fijáls eins og fuglinn með
allt þetta útsýni. Og fólk á kajök-
um að róa á fallegum árlygnum.
Þeir eru líka með skíðaskóla á
veturna. Nýjasta þjónusta við
ferðamenn er að þjálfa líkamann
í heilbrigðum íþróttum, þar sem
alltaf eru spennandi uppákomur,
segja þeir. Vinsælt, einkum hjá
yngra fólki að dvelja í vikutíma
hjá Club Zwilling og þjálfa sig í
hinum ýmsu íþróttum.
Og ég læt mig hafa það að
fleyta mér með þeim niður
Salach-ána, sém rennur í gegnum
Salzburg. Þori ekki að prófa svif-
nökkva hrædd um að enda uppi
f grenitré eða í kirkjuturninum á
Dómkirkjutorgi! Farið er á þremur
gúmmíbátum, sem rúma átta far-
þega hver. Valin er 8 km leið,
þar sem áin'fellur töluvert í flúð-
um. Ég lendi í hóp með banda-
rískum skólastelpum og starfs-
fólki í skemmtiferð frá Austrian
Airlines í Salzburg. Við rembumst
svitastorkin við að klæða okkur.
Afrek að komast í vatnsbúninga
og setja upp hjálma í 35 stiga
hita. Hitinn er kæfandi niðri á
láglendinu ekki sami frískandi
fjallaþeyrinn og í Abtenau. Ekki
sjón að sjá okkur, þegar við erum
tilbúin í siaginn.
Við fáum undirstöðuatriði í
ræðaralist, áður en ýtt er úr vör.
En róður hefur lítið að segja, þeg-
ar við rennum á fleygiferð niður
straumharða ána. „Eru allir með
örugga fótfestu,“ kallar leiðsögu-
maðurinn? Eina festan sem við
höfum eru lykkjur, sem við krækj-
um fótunum í. Að öðru leyfi dingl-
um við laus á borðstokknum. Það
sýður sannarlega á keipum. Að
Haldið hálendinu hreinu
Byggið ekki fleiri stóriðjuver eða þurrkið upp fleiri tún,
segja austurrísku systkinin Elisabeth og Christian Kneissl
FLUGLEIÐAVÉLIN til Salzburgar var full af ferðamönnum. Allir
á vegum ferðaskrifstofu Kneissl-systkinana. Gaman að sjá hvað all-
ir voru Ijómandi af anægju með íslandsferðina. Elisabeth og Christ-
ian standa vel að íslandskynningu í Austurríki gefa til dæmis út
fræðslubækur um ísland. Systkinin eru miklir náttúruunnendur eins
og flestir Austurríkismenn. í öllum langferðabílum, sem flytja þeirra
hópa um hálendið, hanga uppi spjöld sem segja: „Höldum hálendinu
hreinu. Við skiljum ekki neitt sorp eftir á hálendinu.“ Við íslending-
ar getum mikið lært af slíkum íslandsvinum.
— Hvers vegna þessi mikli áhugi
á íslandi?
„Fyrir^ 13 árum kom ég með
hópa til íslands frá Náttúruvernd-
arfélagi æskunnar í Austurríki,"
segir Christian. „En ég er líffræð-
ingur og kennari. Síðan hefur
áhuginn aukist jafnt og þétt. Núna
erum við_ með tjaldferðir um
óbyggðir Islands, sem við köllum
„að skynja náttúruna". Allir í þess-
um ferðum hafa mikinn áhuga á
ósnortinni náttúru og náttúru-
vernd. ísland er óskastaður fyrir
slíka hópa.“_
— Gefa íslendingar gott for-
dæmi í náttúruvernd?
„Nei, því miður,“ segir Elisa-
beth. „Þegar allt sorpið liggur úti
á víðavangi eftir útihátíðir, finnst
mér ég tæpast geta sýnt þessa
undrafögru náttúrustaði. Gætið
ykkar líka á að breyta ekki lands-
laginu meira. Viða er búið að
þurrka upp mýrlendi, sem áður var
ríkt af fuglalífi og fallegum mýr-
lendisgróðri. Hvað ætlið þið að
gera með öll þessi tún? Landbúnað-
ur er stöðugt að dragast saman.
Áður var hægt að skoða fjölbreytt
fuglalíf í ósnortnu mýrlendi og tína
fífu, þetta yndislega blóm, sem
notað var í lampakveiki. Núna þarf
að leita að þessu náttúruundri.'11
— Hvað finnst ykkur þá um
stóriðju á íslandi?
„í guðs bænum byggið ekki fleiri
aflstöðvar eða stóriðjuver. Jafnvel
Systkinin Elisabeth og Christ-
ian Kneissl.
þó um tímabundið atvinnuleysi sé
að ræða. Hugsið ykkur bara, ef
Gullfoss hefði verið virkjaður eins
og til stóð. Dásamlegt að sjá
ósnortna fossa og lítil byggðalög
laus við mengun af stóriðju. Allir
flugvellir á meginlandinu eru að
springa undan ferðamönnum. Is-
land er kjörið ferðamannaland. Þið
uppskerið síðar með aukinni ferða-
þjónustu, ef þið varðveitið ósnortna
náttúru. Stóriðjuver eru hrollvekja
á meginlandi Evrópu. Hver hefur
áhuga á að skoða þau hér?“
— Ferðist þið sjálf með ykkar
hópum?
„Ég er með leyfi sem leiðsögu-
maður á íslandi," segir Elisabeth.
„Mér þykir mjög vænt um ísland
og hef ferðast mikið um landið.
Veit alveg hvað ég er að selja. ís-
land er einstakt ferðamannaland.
Fjarlægðir eru stuttar og alltaf eitt-
hvað nýtt til staðnæmast við. Svona
landslag er hvergi að finna nema
í Yellowstone Park og á Nýja Sjá-
landi. Veður er aldrei til trafala,
en við búum fólk undir það versta,
sem kannski kemur aldrei. Allir
verða því yfir sig ánægðir með
góða veðrið. Kvöldin og björtu
næturnar eru einstaklega heillandi
og þann tíma notum við mikið í
gönguferðir.“
— Er mikið tekið af myndum?
Þau hlæja bæði. „Tekið á ótelj-
andi myndbandsspólur og filmur,
sem síðan eru sýndar bæði í heima-
húsum og opinberlega. Hans Gsel-
mann, einn frægasti ljósmyndari
Þýskalands, hefur gefið út ljós-
tnyndabók á_ okkar vegum, með
myndum frá íslandi, Grænlandi og
Noregi. Hann heldur ljósmynda-
sýningar á vorin og þar skipa
myndir frá íslandi stóran sess. Birt-
an á þessum norðlægu slóðum er
stórkostleg fyrir ljósmyndara."
— Erlendir ferðamenn sæta
mikillf gagnrýni fyrir að flytja með
sér matvæli til landsins. Komið þið
með allan mat með ykkur?
„Við erum mjög viðkvæm fyrir
þessari gagnrýni. Flutningur er-
íendra ferðamanna á matvælum til
íslands er orðum aukinn. Okkur
er ekki leyft að koma með nema
örlítið brot, af því sem við þurfum.
Við keyptum fæði fyrir rúmar 3
milljónir í fyrra og upphæðin verð-
ur ekki lægri í sumar. Farþegar
okkar dvelja heilan sólarhring í
Reykjavík og eyða umtalsverðum
fjármunum í veitingahús þar.“
Við kveðjum austurrísku syst-
kinin, sem vinna stórkostlegt kynn-
ingarstarf fyrir ísland í kyrrþey.
Fyrir tíð Kneissl Touristik,_ komu
aðeins örfáir ferðamenn til íslands
frá Austurríki. En Kneissl systkinin
eru nú með stærstu ferðaheildsöl-
um íslands á meginlandinu. Fjölg-
un í íslandsferðir þeirra er um
Að fleyta sér niður á er svipað og renna sér í stærstu rennibraut-
inni í tivolí.
fleyta sér niður á er svipað og
renna sér í stærstu rennibraut í
tívolí. Undarleg tilfinning kemur
upp í magann og ósjálfrátt fer
maður að kvía með hinum. Mér
verður ekki um sel, þegar við
steytum á steini og þijár af stelp-
unum hendast úr yfir borðstokk-
inn. En strákarnir eru ’fljótir að
kasta líflínu og draga þær inn,
blautar og þungar. Erfiður drátt-
ur.
Áður en ferðin er öll, hafa flest-
ir fengið dýfu utanborðs. Og hit-
inn er svo mikill, að margir fá sér
sundsprett í lygnum milli flúða.
Við verðum að draga hvort annað
úr rennandi blautum gúmmíbún-
ingunum, þegar komið er á land.
Og hvílík velsæld að hvíla sig á
klettunum við ána á eftir, en allir
eru í sundfötum undir vatnsbún-
ingunum. Árfleytingar eru mjög
skemmtilegar, en geta verið
hættulegar fyrir þá, sem þola illa
hitaskipti. Betra að bleyta sig
áður en farið er af stað. I fyrra
fékk maður hjartaáfall, sem þoldi
ekki að detta í ískalda ána. Og
vissara að vera vel syndur. En
Hvílík velsæld að sólþurrka sig
á klettunum við ána á eftir.
þetta var sannarlega ævintýra-
legt.
Upplýsingar hjá Club Zwilling,
A5441 Abtenau/Voglau, sími:
06243/3069,3339.
Höldum hálendinu hreinu!
Haltet das Hochland sauber!
Vid skiljum ekki eftir neitt sorp á hálendinu
Wir lassen keinen Miill im Hochland.
Veggspjaldið, sem er í öllum langferðabílum Kneissl Touristik á
Islandi.
ISLAND
Bækur um ísland, sem systkinin standa fyrir útgáfu á.
2025% á milli ára, sem er geysimik-
ið afrek.
Okkur hættir til að gagnrýna
um of erlendar ferðaskrifstofur,
sem flytja ferðamenn til landsins.
Erum við ekki með íslenska reglu-
gerð um leyfilegan innflutning á
mat á hvern erlendan ferðamann?
Eins og starfsmaður hjá Kneissl
Touristik hér á landi sagði: „Ef 10
kg á mann er of mikið, af hvetju
lækkið þið þá ekki töluna niður í
5 kg? Við bijótum ekki íslenska
reglugerð.“
Og það skyldi nú ekki vera að
við Islendingar gengum verr um
landið en erlendir ferðamenn, sem
við gagnrýnum þó miklu meira en
við sjálf. Hvað segir umgengnin
um verslunarmannahelgina á tjald-
svæðunum á ísafirði og í Vagla-
skógi okkur? Undirrituð var fyrir
skömmu á göngu um austurrísku
Alpana. Hvergi sást þar bréfsnifsi,
bjórdósir eða glerbrot. Þó eru þar
þúsundir á gangi dag hvern. Við
getum mikið lært af Austurríkis-
mönnum í umgengni við viðkvæma
náttúru. Þeir líka miklu þróaðri en
við í náttúruvernd og glöggt er
gestsaugað.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST1990 15