Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Síða 10
inguna við Front de Seine til þess að vera öruggur um að íbúðirnar myndu seljast. En listamennirnir eiga alls ekki að lifa af aug- lýsingum ... Ég bað Gérard Garouste fyrir stuttu að gera merki fyrir nýjan stjórnmála- flokk. Hann er fyrsti iistamaðurinn sem samþykkir slíka vinnu. Ég held að komandi kynslóðir muni leggja meiri áherslu á inni- haldið en umbúðimar. Fólk er búið að fá sig fullsatt af öllu þessu auglýsingaflæði og of mikið af auglýsingum getur drepið þær. Við höfum meiri þörf fyrir rómantík í dag og þar af leiðandi leitum við meira til listanna — en ekki til þessarar póstmód- emísku listar." ListinÍDag Tengslin á milli lista og auglýsinga hafa áldrei verið eins augljós og náin og í dag. Þó margir listamenn taki gagnrýna afstöðu til auglýsingaheimsins eru sumir (of marg- ir?) sem vinna hreinlega svipað og auglýs- endur, enda margir lærðir auglýsingateikn- arar áður en þeir fóru að fást við myndlist. Andy Warhol er sjálí'sagt kunnasta og um- deildasta dæmið. Aður en hann varð þekkt- ur fyrir Campbell’s-súpudósirnar og Brillo- stálullarpakkana hafði hann unnið m.a. sem auglýsingateiknari fyrir tískublöðin Vouge, Harpers Bazar og fleiri. Warhol áieit að Coca-Cola-flaska væri jafn mikilvæg og málverk frá endurreisnartímanum. Hann gagnrýndi aldrei neitt né dásamaði og vildi gera öllum hlutum jafnt undir höfði. „Ef þið viljið vita allt um Andy Warhol þurfið þið aðeins að horfa á yfirborð mynda minna, kvikmynda og eigin persónu: það er ég, þar á bak við leynist ekkert." Síðan em listamenn eins og t.d. Hans Haacke, Haim Steinbach, Barbara Kmger, Jenny Holzer og Bertrand Lavier, sem gagn- rýna frekar veldi og mátt auglýsinganna en fá um leið ýmisiegt iánað frá þeim. Haacke segir: „Þegar ég tileinka mér stíl auglýsinganna vil ég bæði gera grín að þeim og vinna með þeim.“ í verkinu Deutsche Bank/Mercedes Benz Continuité (1987) tengir Haacke saman tvær þýskar stofnanir sem eiga það sameiginlegt að fjár- festa báðar í nútímalist og fjármagna Apart- heid í Suður-Afríku. Hann notar auglýsinga- spjöld og Mercedes-vörumerkið til þess að koma skilaboðum á framfæri og hefur aug- lýsingin þess vegna eingöngu praktískt hlut- verk hér eins og hann segir sjáifur. Haim Steinbach fær lánaða leturgerð úr auglýs- ingafrösum, leikur sér með hana og setur í nýtt samhengi, líklega til þess að fá okkur til þess að líta öðmm augum á auglýsing- una næst. Hann stillir líka upp vömm eins og þær væru í útstillingargiugga og skiptir þannig einfaldlega um hlutverk og gildi vömnnar. Baudrillard talar um það að hlut- imir séu venjulegir eingöngu þegar þeir eru nýttir til einhvers, en um leið og þeir fara að tákna þá hverfur af þeim hversdagsleik- inn. Barbara Kruger, sem var áður ritstjóri tískublaðsins Mademoiselle, notar gríðar- stóra hnyttna leturfrasa sem hún fellir inn í ljósmyndir eða. texta, oftast til þess að mótmæla veldi karlpeningsins eða neyslu- þjóðfélagsins. „What big muscles you have!“ „I shop, therefore I am“ o.s.frv. Það má kannski segja að nafnarnir Philippe Thomas og Philippe Cazal standi næst auglýsingaheiminum, því báðir nýta þeir sér hann beint og lætur t.d. Cazal aug- lýsingstofur stundum vinna verkin fyrir sig. „Ég vil gera listræna hluti sem fólki fínnst það hafa séð áður,“ hefur Cazal sagt. En það er Philippe Thomas sem gengur líklega lengst með stofnun eigin stofu sem hann kallar „Ready-mades belong to everyone”. Með því að kaupa verk sem stofan býður, verður kaupandinn um leið höfundur verks- ins þegar hann undirritar það sínu nafni. Verkin sem Philippe Thomas sýnir á sýning- unni vom gerð sérstaklega fyrir sýninguna. Hann bað 5 auglýsingastofur, BDDP (Frakkland), Chyat/Day/Mop (Bandaríkin), Leagas og Delaney (England), Rothe (Þýskaland) og TBWA (Ítalía) að ímynda sér auglýsingaherferð um hans eigin stofu. Síðan skyldi dómnefnd skipuð fólki úr lista- og auglýsingaheiminum ákvarða hvaða til- laga væri best, yrði hún síðan verðlaunuð, og allar tillögumar sýndar á sýningunni. Mörkin á milli auglýsinga- og listaheims- ins virðast þannig stundum vera æði óljós. Þó að sýningin sé ofhlaðin og ruglingsleg er hún samt mjög fróðleg og skemmtileg yfírferðar. Hún vekur ýmsar spumingar, stundum mjög óþægilegar að vísu, en sann- ar okkur það að myndir em aldrei sak- lausar heldur hafa þær í sér fólginn mátt og sannfæringarkraft sem fáa lætur ósnort- inn. Sýningunni lauk 25. febrúar síðastliðinn. Höfundur er listfræöingur og býr i París. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Heimsósómi Vér íslensku öreigaskáld, atómsins dætur og synir, hvort mun nú helsprengjan góða 'hverfa úr vorum ljóðum? Tregt verður tungu að ríma týnist oss Hirosíma, ber verðum vér að baki burtkallist Nagasaki. Er nú enginn sem man andskotans Kanann að djöflast í Vietnam? Eða vorn ástkæra vin ofurbyltingarahetjuna Hósémin, en alla smælingja orkaði sæla að gera með atbeina rauðra Kmera sem endanlegt frelsi kotungum kusu til handa frá kapítalismans nauðum og buðu öreigum allra landa að sameinast dauðum. Ó, Kalli vor Marx sem hverfanda hvel er þinn skalli, hívop og tos, sjá Stalín er dreginn af stalli og stútað er Sjáseskú, an arðræningjarnir afturgengnir yrkja vor blómlegu samyrkjubú. Ó, félagi Castró, félagi Castró á Kúbunni! A kúpunni ert jafnvel þú. Það er næstum einsog vér eigum ei lengur orðið neina heilaga kú. En Havel þá komst þú! JÓNAS FRIÐGEIR ÆT I stofunni minni Ég kveiki... stórkostleg átök styrjaldarástand í stofunni minni fljúga nú yfir fjarstýrðar bombur í stofunni minni skriðdrekar vaða skjóta og drepa í stofunni minni vélbyssukjaftar vængjaðar flaugar í stofunni minni sprengjum er varpað brotunum rignir í stofunni minni sárt er að sjá hér særða og dána ... í stofunni minni allt sem ég vil er (slenskur friður í stofunni trunni ...ég slekk. Höfundur er skáld í Reykjavík. Utanúr Tékkó á oss að tékka hér úti við norðurpól. Skein oss sól. Vér elskuðum þig og ekki þar fyrir minna þótt ýmsir teldu oss fyrrum í flokki hinna sem læstu þig inni. En þóað þú heyrir þusað um þetta og hitt mun þér samt, Havel, skiljast við nánari kynni að vér vorum einungis alltaf að hugsa um öryggi þitt. Og núna vér viljum þig eiga með húð og með hári sem hald vort og traust þegar tekur að harðna í ári. Því hver hefði trúað að öreigabyltingin brysti, að barnið sem vöndinn kyssti kaghýtt yrði og kúgað? Vér, sem grátklökk gengum frá vorum kristi finnum oss nesti og nýja skó enda sjálfur Gorbatsjóv orðinn kapítalisti. Hvert vandræðaskáld sem áður þinn andskota gisti þér krýpur með kurt og pí. Vér hyllum þig, félagi Havel, og hefjum vorn söng á ný. Höfundur er - fyrrverandi skólastjóri og fræðslustjóri í Reykjavík. VALDEMAR LÁRUSSON Eins og mánaskin Eins og gráfölur máni gægist milli skýjaflóka regnþrungins næturhimins, leitar vitund mín orða í þokuhjúpi þagnar, gleymsku og getuleysis, án sýnilegs árangurs, orða sem hafa einhveija merkingu, en eru ekki sett á blað aðeins til að fylla hvíta örk pappírsins, leitin er löng en að lokum; ber hún árangur? Eins og mánaskinið, sem brýst gegnum skýjaflóka regnþrungins næturhimins og nær að baða jörðina köldu Ijósi sínu örfá augnablik. Þannig er Ijóð mitt án orða sem hafa merkingu, köld lýsing atburða sem engan varða. Höfundur er leikari og hefur gefiö út Ijóöa- bók. Hvað höfð- ingjarnir hafast að... Ætla mætti að það væri að béra í bakkafullan lækinn, að fara að ræða hér dægurmál, eins og saddamísku og Síberíu vist. En mig langar tii að fletta upp flötum á þessum málum, sem mér fínnst hafa gleymst í umræðunni um friðarverðlaun Nobels og heilagt stríð. Friðarverðlaunahafínn í austri notar nefnilega enn þann dag í dag Síberíuvist og KGB-fangelsi, fullum fetum. Það er þónokkuð síðan að mér bárust ömggar fréttir af því að tveir rómversk- kaþólskir prestar frá Litháen vora dæmdir til slíkrar vistar og virðast ekki horfur á að henni sé að ljúka. Séra Alfonsas Svarinkas er 63 ára gam- all. Hann var prestur í Vidukle í Litháen uns hann var handtekinn af KGB, 26. jan- úar 1983. En það var ekki fyrsta handtaka hans, heldur sú þriðja. Orsökin var að hann starfaði í kaþólskri nefnd, sem barðist fyrir trúfrelsi. 6. maf sama ár var hann dæmdur til sjö ára dvalar í vinnubúðum númer 36, á Perm-svæðinu í Síberíu. Síðar, eða fyrir tveim árum, var hann fluttur í KGB-fangels- ið í Vilnius. Þá var jafnframt tilkynnt að hann yrði látinn laus 23. janúar 1993. Séra Sigitas Tamkevicius er 49 ára gam- all. Hann var prestur í bænum Kybartai í Litháen. Han var meðlimur í sömu nefnd og séra Svarinkas. Hann var handtekinn 6. maí 1983 og ákærður fyrir andsovéskan áróður. Ásökun KGB var, að hann notaði messurnar fyrir þennan áróður og að hann semdi og dreifði bæklingum nefndarinnar erlendis. Einnig var hann ákærður fýrir þátttöku í prentun og útgáfu fréttablaðs kaþólsku kirkjunnar í Litháen. 2. desember 1983 var hann svo dæmdur í sex ára dvöl í vinnubúðunum í Síberíu. Séra Svarinkas var vísað úr landi í Lithá- en í þrjú ár, en séra Tamkevicius í fjögur ár. Hann var samt einnig fluttur í rannsókn- arfangelsið í Vilnius og gefíð upp að hann yrði látinn laus 6. maí 1993. Þegar Rysjkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Noregs í fyrra, var hann minntur á þessa presta, en án árangurs. Þrátt fyrir þetta og margt fleira er rekja má, veitti norska nóbelsnefndin friðarverðlaunin svo sem kunnugt er. Hafa því sumir gengið svo langt að biðja um að nafn fyrri friðarverðlauna- hafa verði máð út í skrám hennar. Til eru þeir málsmetandi Norðmenn sem telja að skrifa beri nafn nefndarinnar með litlum bókstöfum framvegis, ef þess gerist þörf að minnast hennar yfírleitt. Þegar þetta er skrifað, 19.2. 1991, em utanríkisráðherra íraks og friðarverðlauna- hafinn að þinga um frið. Hvað annað? Nú vill svo til að marx-lenínistar víða um heim bregðast við og tala máli Saddams Hussein. Jafnvel framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna er farinn að tala saddamskri tungu. Hvað yrði sagt hér uppi á íslandi ef fram- kvæmdastjóri fýrirtækis færi að gefa opin- berar yfírlýsingar gagnstæðar við þær sam- þykktir stjórnar fyrirtækisins, sem hann ætti að framkvæma? Sjónvarpsáhorfendur hafa horft á hann gefa yfirlýsingar gegn þeim er falið var að frelsa Kúveit. Erling Folkvord, talsmaður marx-lenínis- tanna í Noregi hóf líka að ræða um „árásar- aðilana, hina imperíalísku Bandaríkjamenn, sem væm að bijóta niður lítið saklaust land“, auðvitað írak. Þessum aðilum og öðram, sem veija gerð- ir íraka, verður ekki tíðrætt um meðferð þeirra á Kúrdum, stríðið við íran, bömin sem slátrað var þar og notkun efnavopna. Skotflaugar á íbúðarsvæði í ísrael og Saudi-Arabíu. Þeir nefna ekki heldur Kú- veit, né Litháen. Þetta em hvort tveggja héruð í föðurlandinu. Stór-rússneskir draumar em að liðast í sundur. Stór-arabískir draumar em að kafna í fæðingunni, en sam-evrópskur vemleiki siglir hraðbyri inn í vemleikann. Ég fæ ekki betur séð en við verðum að biðja að minnsta kosti Álendinga og íbúa Grænlands og Færeyja að taka upp stjóm- málasamband við Vestmannaeyjar og Grímsey, svo að við getum stofnað stór- íslenskan raunvemleika, hvemig sem við svo útskýram hann í orðabókum. SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON, Klúkuskóla, Strandasýslu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.