Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Page 2
GAUKSTAÐASKIPIÐ uppruna- legt víkingaskip á safni í Oslo eftir viðgerð. egi til Horns á íslandi austanverðu (545 sjómílur). Um þetta ber saman Landnámu og Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar. I Alfræði íslenskri er þetta nánar útskýrt svo að frá Staði í Noregi sé fjögurra dægra sigling til Færeyja, en þaðan þriggja til íslands í Austfjörðu til Horns. Þetta sam- svarar 78 sjómílum á dægri, 6,5 hnúta ganghraða, en hnútur er ein sjómíla á klukkustund. Til er að vísu staðhæfing Sturlubókar Landnámu um 5 dægra sigl- ingu sem samsvarar 12 hnúta ganghraða milli Reykjaness og írlands. Eins og síðar kemur fram er ekki hægt að fortaka þetta sem einsdæmi, en heimildinni verður að hafna ef átt er við venjulegan byr. Hins vegar má réttlæta þá heimild úr leiðarlýs- ingu Nikuláss ábóta (d. 1159) að kringum ísland sé 7 dægra sigling að hröðum byr, og skiptist svo sem þarf, því að eigi má eitt veður hafa, eins og þar stendur. Þetta samsvarar 8,5-9 hnúta gangi þegar skipið hefur hraðan byr alla leið. Nánar er þetta skýrt svo í Alfræði íslenskri að frá Horni á Austfjörðum sé dægursigling til Hjör- leifshöfða, önnur til Reykjaness, þriðja til Barðs, fjórða til Homs hins vestra, fimmta til Skaga, sjötta til Langaness, sjöunda til Horns. Nokkuð minni var ganghraðinn hjá Þórarni Nefjólfssyni, 7,5 hnútar að jafnaði þegar hann sigldi frá Mæri til Eyra á 8 dægrum. Það var eftir þá ferð sem hann sagði á Lögbergi að hann hefði skilist við Ólaf konung Haraldsson fyrir 4 nóttum, en af því má augljóslega ráða að dægur sé hálfur sólarhringur. Og við verðum að álykta að Snorri hafi þama vitað hvað hann var að segja. Eftirmyndir YÍKINGASKIPANNA Nú vill svo vel til að á þessum heimildum um siglingahraða fékkst góð staðfesting í siglingu knarrarins Saga Siglar sem var smíðaður 1983 eftir knerrinum sem var grafinn upp í Skulderlev í Danmörku árið 1962. Saga Siglar gat gengið. 8 hnúta undir 92 fermetra segli, en komst yfir 12 hnúta þegar best blés. Þessu skipi sigldi eigandinn Ragnar Thorseth umhverfis jörðina. Þetta er heldur meiri hraði en lang- skipin Viking og Gaia gátu státað af. Á langskipinu Viking, fyrstu eftirmynd Gauksstaðaskipsins, var árið 1893 stund- um hægt að sigla með 10 hnúta hraða á leiðinni frá Noregi til Nýfundnalands, og þá náðist einu sinni 11 hnúta hraði að meðaltali heilan sólarhring. Langskipið Gaia, einnig eftirmynd Gauksstaðaskips- ins, smíðað veturinn 1989- 1990, komst í 10 hnúta hraða, undir 120 fermetra segli. Eftirmynd Osebergsskipsins gat siglt með þessum sama 10 hnúta hraða með 100 fermetra segli. Það er athygl- isvert að í venjulegum byr er knörrinn seinfærari en langskipin, en samt nær hann enn meiri hraða en þau þegar best lætur. Ef til vill skýrist þessi mesti hraði knarrarins með því að hann sé betra sjóskip en langskip- in svo að ekki þurfi að fella eða rifa segl hans eins fljótt þegar stormur brestur á. Áuk þess hefur sannast að knerrinum má beita ótrúlega vel á móti vindi, og einna best er að sigla honum í hliðarvindi. gagnstætt þeirri skoðun VIKINGASKIP smíðað. Teikning eftir Ake Gustavsson úr bók Almenna bókafélagsins, Víkingarnir. sem lengi var ríkjandi. Ef reiknað er með að miðlungs vindur blási til lengdar nokkuð jafnt af öllum átt- um, má segja að 3/4 siglingatí- mans, í meðvindi og hliðarvindi, hafi knörrinn Saga Siglar komist áleiðis að jafnaði með 8 hnúta hraða, en 1/4 ferðatímans varð hann að slaga og komst þá ekkert áfram vegna mótbyrs. Meðal- hraðinn í áttina til ákvörðunar- staðar verður þá 6 hnútar, sem er furðu nærri því sem Landn- áma bendir til að hann hafi verið á siglingu milli Staðar í Noregi og Austfjarða. Og þegar Saga Siglar geystist gegnum öldurnar með 12 hnúta hraða svaraði það til þess að skipið hefði komist frá Reykjanesi til írlands á fimm dægrum, eins og Sturlubók skýrir frá. Þennan fróðleik um eftirmyndir víkinga- skipanna hef ég meðal annars af kynningar- blöðum sem voru send blaðamönnum 'rið 1992 og Yates hef- ur látið méi té, og einnig GUNNAR Marel Eggertsson skipasmíðameistari hefur ásamt Róbert Má Pét- urssyni unnið að smíði nákvæmrar eftirmyndar af víkingaskipi í Héðinshúsinu í Reykjavík en ráku sig óvænt á reglur samgönguráðuneytis og Siglingamála- stofnunar, sem koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða uppá nákvæma eftir- mynd víkingaskips til mannflutninga. Málamiðlun hefur þó tekist. Ljósm.Morgunblaðið/Arni Sæberg. ingaskipanna. Einnig er hugsanlegt að sú merking sem orðin dogn og dygn (sólar- hringur) hafa haft í öðrum Norðurlanda- málum á síðustu öldum hafi orkað á túlk- un manna á orðinu dægur. Niðurstaðan verður sú að dægursigling á skipum landnámsmanna hafi verið að jafnaði 75-80 sjómílur, sem samsvarar 6,5 hnúta hraða. I einstaklega hröðum byr má ætla að hraðinn hafi komist í 12 hnúta, 144 sjómílur á dægri. Þessi túlkun á frásögnum um siglingar fornmanna hlýtur að leiða til endurskoðun- ar á ýmsum þáttum fornsagna. Fyrir bragðið verður til dæmis auðveldará að skilja og skýra Vínlandssögur en talið hef- ur verið. Eftir fáa mánuði verður listasmíð Gunn- ars Marels Eggertssonar, 23,5 metra langt víkingaskip, væntanlega komið á flot. Það er vonandi að það eigi langa og farsæla sögu fyrir stafni og eigi þátt i að auka reisn íslendinga og glæða áhuga þeirra á sögu sinni og fornri menningu, auk þess sem það mun vekja óskipta athygli og aðdáun ferðamanna, hvert sem nafn þess verður, Ingólfur Arnarson, Reykjavík eða þó allra helst ísland. Betra og.markvissara framlag til þess að Reykjavík verði valin menningarborg Evrópu er vandfundið. frá Gunnari Marel Eggertssyni sem var stýrimaður í Ameríkusiglingu þessara skipa árið 1992. En Gunnar er nú að smíða eftirmyr.d Gauksstaðaskipsins í Héðins- húsinu í Reykjavík, fyrsta skipið af þess- ari gerð sem er smíðað á Islandi. En hér er ástæða til að leita skýringa á því hvers vegna menn hafa átt svo erf- itt með að trúa því hvað þessi fornu norsku skip voru hraðskreið. Þessi glæsilegu skip með straumlínu- lagaðan skut og hliðarstýri eru að mestu úr sögunni á 14. öld, en í staðinn koma heldur klunnaleg og djúp- skreið skip Hansamanna og annarra, tiltölulega breið að framan en einkum þó að aftan. Þau klufu sjó- inn því ekki vel og slepptu honum illa eins og sagt er, en gátu hins vegar borið miklu meiri farm og ruddu sér því til rúms á kostnað norsku skipanna. Það voru þessi þung- færu skip sem sigldir íslendingar í lok miðalda og síðar þekktu og gátu haft til viðmiðunar í mati sínu á frásögn Landn- ámu af siglingahraða. Þessum mönnum var því nokkur vorkunn því þeir þekktu ekki eins og við ættum að gera þær merki- legu tilraunir sem á liðinni öld hafa verið gerðar með sjóhæfni og ganghraða vík- Höfundur er veðurfræöingur og fyrrverandi veðurstofustjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.