Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Síða 4
Sumar-
dósentinn
Á STOFNUNARDEGI Háskóla íslands 17. júní 1911, þegar öld var Iiðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar - þá fóru fram
mikil hátíðahöld í Reykjavík. Myndin er af skrúðgöngunni í Kirkjustræti og „hafði aldrei sést annar eins manngrúi á Islandi. “
en síðan kom ræða rektors sem var nokk-
urs konar stefnuræða háskólans en þar
sagði hann m.a.:
„Góðir háskólar eru gróðrarstöðvar
menntalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkall-
aðar uppeldisstofnanir þjóðarinnar í besta
skilningi. Ut frá góðum háskólum ganga
hollir andlegir straumar til hinna ungu
menntamanna og frá þeim út í allar æðar
þjóðarlíkamans. Þessir straumar hafa vekj-
andi áhrif á þjóðernistilfinninguna, en halda
henni þó í réttum skorðum, svo hún verði
ekki að þjóðdrambi eða þjóðernisrembingi.
Sannmenntaður maður elskar þjóðerni sitt
og tungu, en hann miklast ekki af þjóðerni
sínu, fyririítur ekki aðrar þjóðir né þykist
upp yfir þær hafinn. Slíkt er heimskra að-
all... Það vantar. .. mikið á, að Háskóli
íslands fullnægi þeim kröfum, sem menn
eru vanir að gera til háskóla nú á dög-
um,.. . Háskóli vor á að stefna að því að
laga smátt og smátt það sem áfátt er, svo
að hann fullnægi kröfum tímans ... Fram-
tíð háskólans er undir því komin, að honum
takist æ betur og betur að ávinna sér traust
og hylli þjóðarinnar. . .“
Meðan athöfnin fór fram í Alþingishúsinu
safnaðist almenningur saman á Austurvelli.
Talið er að um sjö þúsund manns hafi verið
á Austurvelli og hafði þvílíkur og annar
eins mannfjöldi aldrei verið saman kominn
á einn stað á íslandi fyrr. íbúar Reykjavík-
ur og Seltjarnarneshrepps voru þá um tólf
þúsund. Klukkan var farin að nálgast tvö
þegar skrúðganga mjakaðist af stað eftir
Kirkjustræti og Suðurgötu að kirkjugarðin-
um. Fyrir göngunni fór lúðraflokkur en síð-
an var hún þannig skipuð að fremst fór
landstjórnin, þó vantaði bæði ráðherrann
og landritarann, konsúlar erlendra ríkja,
alþingismenn, bæjarstjórn Reykjavíkur, þeir
sem ætluðu að leggja blómsveig á leiði Jóns
Sigurðssonar komu næstir og á eftir þeim
tæplega eitt þúsund börn með íslenskan
fána, þ.e. bláhvíta fánann. Félagar í Stúd-
entafélaginu gengu saman undir íslenskum
fána á eftir börnunum en á eftir þeim komu
félög iðnaðarmanna og verkamanna og lest-
ina ráku þeir sem ekki voru í neinu félagi.
Þegar menn höfðu komið af sér krönsunum
í kirkjugarðinum hélt hersingin til baka eft-
ir Tjarnargötu og Vonarstræti á Austur-
völl. Af svölum Alþingishússins hélt Jón J.
Aðils sagnfræðingur ræðu um Jón Sigurðs-
son en hann var talinn með „rómsnjöllustu
mælskumönnum landsins“ og fullyrt var að
HÁSKÓLI íslands var formlega stofnaður á
hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17.
júní 1911. Mikil hátíðahöld fóru fram í
Reykjavík þann dag og víðar, t.d. á fæðingar-
stað Jóns á Hrafnseyri þar sem afhjúpaður
. m
má a . p *• Wwk f ■ ^ ;,“Y' ■' . jj
ÍÞRÓTTAMÓT sett á Melavellinum 17.júní, 1911. Það getur talizt tímans tákn,
að allir þátttakendur standa í hvíldarstöðu glímumanna. Um kvöldið var reynt
að dansa á Melavellinum, en þeirri samkomu varð að slíta vegna slagsmála.
í september kom
skellurinn þegar Jón
Aðils var skipaður í stöðu
Hannesar. „Varð ég
allmjög hvumsa við þessa
veitingu“ sagði hann,
enda átti hann von á því
að verða skipaður sjálfur
og hafði raunar
undirbúið sig launalaust
í tvö ár til að geta kennt
í hinum nýstofnaða
Háskóla íslands.
Eftir JÓN ÓLAF ÍSBERG
var bautasteinn Jóns. í bautasteininn er
greiptur eirskjöidur með mynd af Jóni og
sverð, sem Einar Jónsson gerði, og er þar
vísað til þess að Jón hafi verið „óskabarn
Islands, sómi þess, sverð og skjöldur" en
þau orð munu upphaflega komin frá Bene-
dikt Gröndal.
' Hátíðahöldin í Reykjavík hófust snemma
morguns í menntaskólanum með því að af-
hjúpað var málverk Þórarins B. Þorlákssonar
af Jóni Sigurðssyni sem nemendur höfðu
gefið skólanum. Þorleifur H. Bjarnason kenn-
ari og kennslubókahöfundur flutti ræðu og
sungið var ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson
skáld og rektor skólans. Allt er í heiminum
hverfult og það má hafa Steingrím Thor-
steinsson til merkis um það en árið 1850
var hann rekinn úr skólanum fyrir þátttöku
sína í pereatinu, þ.e. þegar skólapiltar hróp-
uðu niður rektorinn Sveinbjöm Egilsson, en
lauk prófi utanskóla árið eftir.
Þegar athöfninni í menntaskólanum lauk
hófst messa hjá séra Bjama í dómkirkjunni
en í predikuninni lagði hann út Jóh. 8, 31-32.
„Jesús sagði því við þá Gyðinga, sem tekið
höfðu trú á hann: Ef þér herrar mínir stand-
ið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannar-
lega lærisveinar mínir, og munið þekkja
sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra
yður frjálsa.“ Þótti predikun séra Bjarna
sérlega snjöll og hvetjandi. Eftir messu var
opnuð iðnsýning í leikfimisal barnaskólans
og þar vom að sjálfsögðu sungin ættjarðar-
ljóð og haldnar langar ræður um landsins
gagn og nauðsynjar.
A hádegi hófst sú athöfn sem flestir höfðu
beðið eftir; stofnun Háskóla Islands. Athöfn-
in fór fram í sal neðri deildar Alþingis en
þangað hafði verið boðið helsta fyrirfólki
bæjarins en almenningur, þ.e. þeir fáu sem
komust inn, fékk sæti í hliðarherbergjum.
Salurinn hafði verið skreyttur í tilefni dags-
ins og lýsir Ísafold salnum þannig;
„Bakvið forsetastólinn var glugginn
byrgður með stóru dannebrogsflaggi, en
innan í því minna fálkaflagg. Beint á móti
stóð á háum stalli klæddum bláum dúk
mynd Berlingsens af Jóni Sigurðssyni í
marmara. En bláhvíti fáninn var útlagi við
þessa athöfn. Mundi þó margur hafa kosið
að hann að vera þar í öndvegi. Hitt miður
viðkunnanlegt að láta bijóstmynd forsetans
horfa beint við fálkanum innlimuðum í
dannebrog. Ekki mun háskólaráðið í heild
sinni hafa ábyrgð á þessari skreytingu.“
Eigandi ísafoldar var Björn Jónsson sem
verið hafði ráðherra íslands frá því að Hann-
es Hafstein var borinn vantrausti árið 1909
en Björn fór sömu leið og Hannes á þinginu
um vorið. Nýi ráðherrann, Kristján Jónsson,
lét hins vegar ekki sjá sig þennann dag,
hafði siglt á konungsfund nokkrum dögum
fyrr. Athöfnin hófst á því að sungið var
hluti af kvæðaflokki eftir Þorstein Gíslason
ritstjóra Lögréttu. Þessu næst tók Klemens
Jónsson landritari til máls en hann var stað-
gengill ráðherra og las upp skeyti frá kóng-
inum. Undir forystu háskólarektors Björns
M. Olsen var þá hrópað nífalt húrra fyrir
Friðriki VIII. Danakonungi eftir að hann
hafði beðið kónginn vel að lifa. Segja má
að þetta hafi verið fyrsta opinbera verk
háskólarektors. Klemens flutti stutta ræða
allir hefðu heyrt hvert einasta orð sem hann
sagði. Jón sagði m.a. í ræðu sinni:
„Þegar eitthvað óvenjulegt stendur .til,
einhver mannfagnaður eða hátíðahöld úti
við, mun flestum hugleikið að veðrið sé sem
best. Þess hafa auðvitað allir óskað í dag.
En þó liggur mér við að segja að einu gildi
hversu viðri,- svo fögur er m/imingdagsins.
Land vort er á marga lund öfganna land
og andstæðnanna.
Það er kuldalegt og ömurlegt og eyðilegt
umhorfs þegar ekki sér til sólar, þegar þoka
og dimmviðri taka fyrir útsýn alla. En það
getur aldrei orðið svo dimmt í lofti, svo
napurt og kuldalegt, að ekki birti fyrir hug-
skotssjónum vorum, að ekki ylji um hjartá-
ræturnar, er vér rennum huganum til Jóns
Sigurðssonar."
Jóni Aðils var þökkuð ræðan með dynj-
andi lófataki og síðan 'hóf lúðraflokkurinn
að spila Ó, guðs vors lands, og var ætlast
til að almenningur syngi með „en það brást
nú sem ella“, segir í ísafold. Að lokum söng
karlakór nokkur kvæði, m.a. eftir Hannes
Hafstein og Þorstein Erlingsson, en síðan
lauk samkomunni.
Ýmsar aðrar uppákomur voru þennann
dag og um kvöldið voru haldin þijú sam-
4