Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Qupperneq 2
:
i
■
: -V
■ > ■
r **»'->"*' '* > * * v
-V' ‘'C^C’y* •-- * T n*< ,t •>.
■ti /■ v\ - -
MATTHIAS JOHANNESSEN
Undir
októberlaufi
Þegar vindurínn blæs duft mitt
úr opnum lófa
og ég flýg eins og silfraður fugl
af vísifingri hennar sem strauk
hold mitt um stund snerti
óbrunnið hold mitt um stund, þegar
vindurinn blæs líf mitt úr lófa sínum
og dagur og nótt vaxa saman
í andrárlaust formleysi tímans
sem táknmyndafræðingar kalla guð, þá
minnumst við flöktandi ljóss sem leikur
við óslokknuð augu og brosandi hlýju
við hvíslandi varir
áður en dauðinn yfirgefur bein sín
eins og vængjaður
fingur kveðji og haldi með hugsun
minni undir loftstór fyrirheit opinna himna
við hafið, Þú veizt allt um það
eins og fuglar í vindneti tímans
orð þín á afviknum stað
og fljúga sem fiðrildi hefji
ormgrænar hugsanir guðs af jarðbundnum
blöðum, Þú veizt allt um það
og orð þín drjúpa eins og vindur dreifi
vorgrænu regni á visnandi blað
eldurinn
brennir hvíslið á titrandi vörum
þegar nótt verður dagur og deyjandi
dögun að myrkri og borgin
þögul sem gröf undir októbeiiaufi
í ágúst, þið sem deyið og við
sem deyjandi lifum
við
sem flögrum í þéttriðnu neti
tímans, vængjalaust duft
og deyjandi orðin á vörum.
En tíminn skilur eftir ómáð spor
og ilm af gömlum júní
sólarskipið fer
sem vængjuð þögn um loftskurð milli greina
og ilmur vorsins enn í fylgd með þér
því enn er vor
og veður stór sem áður ægðu mér
nú dauðalogn í þínum
hvítu seglum
og þú ert enn
sem andartak og hvítalogn við steina
dagur í senn
í mávsins vængjum fer
að mildri þögn sem minnir á þig eina.
Þessi tvö kvæði eru úr flokknum Um vindheim við-
an i nýrri Ijóðabók Matthíasar Johannessen, t/ötn
þin og vængur, sem kemur út um þessar mundir
hjá Hörpuútgáfunni.
2