Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Síða 7
Lijusm.: myiiuauenu pjouiiiiiijas>ains isianua/ivar. PREDIKUNARSTÓLL úr Vatnsfjarðarkirkju, verk séra Hjalta. handbragð allt á myndunum tveimur er harla ólíkt, reyndar ólíkara en svo, að vel sé ætlandi einum og sama manni; enda er listrænt viðhorf til myndefnisins gjöró- líkt. Nokkra furðu kann það að vekja, að þess er hvergi getið í vísitasíu, að prédikun- arstóllinn góði sé verk Hjalta Þorsteinsson- ar, ekki einu sinni þar sem greint er frá tilkomu hans í Vatnsfjarðarkirkju. Eins kynni það að þykja undarlegt, að prédikun- arstóllinn er eini kirkjugripurinn sem síra Hjalti er sagður hafa tekið borgun fyrir. Um aðra gripi, sem þó er nokkru minna um vert, er það tekið fram sérstaklega og með virktum, að þá hafi síra Hjalti „sjálf- ur gjört og gefið kirkjunni“. Þá mætti e.t.v. spyija: Er hugsanlegt að prédikunarstóllinn sé erlend smíð, svo sem margt í gerð hans, smátt og stórt og ekki sízt verkið í heild, gæti bent til? Hafði síra Hjalti aflað þessa góða grips til kirkju sinnar og eðlilega þegið gjald á móti þeim kostnaði eða upp í hann? Þá má ekki gleyma því, að síra Hjalti hafði numið myndlist erlendis, og nóg var þar um fyrirmyndir til hliðsjónar eða vakn- ingar, ef eigi skorti slungið listamanns- auga og afburða-tækni. Þess er og að geta, að samvæmt vísitasíu fylgdi prédik- unarstólnum enginn „himinn“, en úr þeim galla hugðist prestur bæta sjálfur. Og víst gat það bent til þess, að hann hafi smíðað sjálfur stólinn, þó ekki þurfi svo að vera. Hins vegar virðast orð Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors taka þar af öll tvímæli; en hann lætur svo um mælt í ævisögu síra Hjalta, að meðal listaverka hans sé prédik- unarstóll ágætur í Vatnsfjarðarkirkju. Þau ummæli hljóta að teljast vel traust heim- ild, því Jón Þorkelsson var samtímamaður síra Hjalta og honum kunnugur. Aftur á móti er erfitt að ímynda sér, að snillingur sá, sem leyst gat með prýði svo vandasama listræna þraut sem prédik- unarstólinn, hafi gert Mariu rusticu; til þess er sú mynd of frumstæð að allri sköp- un. Svo má virðast sem hún sé búin til af miðlungi listfengum hagleiksmanni, sem vel gat verið aðdáandi síra Hjalta, jafnvel lærisveinn hans í myndskurði. Matthías Þórðarson getur þess í riti sínu, íslenzkir listamenn, að Runólfur Gíslason, kirkjuprestur í Skálholti 1735, hafi lært af síra Hjalta að mála. Ef til vill hefur hann þá í æsku dvalizt um skeið í Vatns- firði við myndlistarnám. Þar hefði hann eflaust verið aufúsugestur, því hann var systursonur Sigríðar konu Hjalta. Líklegt má þykja, að hann hefði þá einnig lært nokkur handtök við tréskurð. Runólfur dó ungur, og engin mynd er til eftir hann svo vitað sé. En ekki er óhugsandi, að María rustica gæti verið hans verk. Oðru máli gegnir um Maríu aðra, því hún er sannkallað iistaverk. Og í myndum stólsins má sjá atriði sem bent gætu til náins skyldleika. Öll hlutföll og snið þess- arar virðulegu konumyndar, tilhögun alls búnaðar, og umfram allt mildur tignarsvip- ur ásjónunnar, ber merki góðrar listar. Nafnið Maria rustica (María sveitakona), sem Kristján Eldjárn gaf stærri myndinni, var bráðvel til fundið. Og þá mætti hin með sanni nefnast Maria sancta. Þegar þess er gætt, hvílík gersemi sjálf konulíkneskjan María önnur hlýtur að telj- ast, vekur það furðu, að stíll þeirrar mynd- ar er æði sundurleitur að því er varðar móður og barn ásamt hægri hendi. Þessi barnsmynd virðist af öðrum og lakari toga en konumyndin. Auk þess er svo að sjá sem barnsmyndin falli ekki sem bezt að mynd móðurinnar. Ætla má að þetta hvort tveggja eigi sér skýringu í sögu verksins. Nú er það svo, að gamlar myndir, líkar þessum að gerð, eru einatt settar saman úr sérsmíðuðum pörtum. Þau vinnubrögð má glöggt sjá á myndum þeim úr Ögmund- arbrík sem varðveittar eru í Þjóðminja- safni. Jafnvel andlit eru gerð sérstaklega og fest framan á höfuðið. Mjög er það greinilegt, að Maria rustica var ekki smíðuð í einu lagi. Vandséð er hve margir voru partarnir, en augljóst að barnið er sérsmíðað. Vinstri hönd Mat'íu er af, og sýnir stúfurinn, að einnig hún var sérsmíðuð, en hefur losnað frá og týnzt. Enn fremur má sjá, að hún hefur borið áfesta kórónu, sem glatazt hefur. Fljótt á litið kann að virðast vafasamt um gerð Maríu annarrar. Þó er ljóst, að vinstri hönd hefur verið sérsmíðuð einnig á þeirri mynd, því hún er horfin, og hafa samskeytin verið á sama stað á myndunum báðum og frá þeim gengið til samfestingar á sama hátt. Og þegar grannt er skoðað, virðist mega greina samskeyti sem sýni, að barnið ásamt hægri hendi móðurinnar hafi verið sérsmíðað. Mætti þá ætla, að sá hluti myndarinnar hafi einhvern tíma orðið fyrir hnjaski og skemmzt eða losnað frá og eyðilagzt, en eftirlíking verið smíð- uð seinna með öðru og lakara handbragði og sett í staðinn. Þá hefur hönd móðurinn- ar verið gerð of stór, og fleira í þessum hluta stingur í stúf, ekki sízt andlit barns- ins. Svo má einnig virðast sem sjálf barns- myndin hafi verið gerð í pörtum, enda hafa bæði handleggur og fótur fallið af og glatazt. Sé rétt til getið, að barn Maríu annarr- ar sé síðari tíma eftirlíking, hefur það verk verið unnið áður en myndin var fest upp utan dyra, því veðrunin hefur gengið yfir hvort tveggja og að nokkru jafnað áferðina. Þegar víst þykir, að síra Hjalti hafi smíðað bæði prédikunarstólinn og Maríu- mynd þá sem prýddi Vatnsfjarðarkirkju árið 1700 og fullum fetum er sögð hans verk í vísitasíu það ár, má líklegt telja, að sú mynd hafi ekki verið Maria rustica, eins og haldið hefur verið, heldur María önnur. Þá hefur sú mynd verkið tekin úr kirkjunni síðar, og Maria rustica sett þar í hennar stað. Ástæðan til þess er gleymd og grafin, en hún gat vitaskuld verið ýmisleg, ef til vill sú, að barnsmyndin hafi laskazt illa. Þess skal að lokum getið, að í Vatns- fjarðarkirkju vestur við Djúp hangir nú á vegg róðukross mikill og vandaður. Kross- tréð er Antoníusarkross, hvernig sem því víkur við, en sjálf krists-líkneskið er af gotneskri gerð. Með ritgerð Kristjáns Eld- járns fylgir mynd af róðu þessari, og af henni að dæma er þetta allgott verk. Á prentaðri ljósmynd verða þó ekki greind mikilvæg atriði, svo sem andlitsdrættir og annað svipmót, enda drúpir Krists-myndin höfði. Ef listglöggir menn gætu af nákvæmri skoðun á verkinu sjálfu ráðið ótvíræðan skyldleika við Mariu rusticu, kynni það ekki aðeins að vekja óvissu um höfund Maríu annarrar, heldur gæti það um leið varpað efasemdum á haldgóða vitneskju Jóns Þorkelssonar um uppruna prédikun- arstólsins, því þessi róðukross er sannan- lega verk síra Hjalta Þorsteinssonar. Það staðfestir biskupsvísitasía árið 1725. Hitt mætti að óreyndu þykja meira en líklegt, að skyldleiki róðunnar við Maríu aðra yrði hafinn yfir allan efa. Hér hef ég spjallað um atriði sem í eðli sínu hljóta að teljast álitamál. Ótraust leik- manns-ágizkun mín um aldur Maríu- myndanna tveggja úr Vatnsfjarðarkirkju er sprottin af þeim grun, að einungis önn- ur þeirra geti verið verk Hjalta Þorsteins- sonar, og sé það sú myndin sem ég hygg að mjög hafi verið vanmetin, en er í mínum augum svo miklu betra listaverk en hin, að vart verði saman jafnað. Það er sú þeirra sem nefnd hefur verið María önnur, og í mínum huga heitir Maria sancta. Þó að ég hafi tekið nokkuð djarflega til orða, hefur það vissulega vakið mér áleitinn efa, að dr. Kristján Eldjárn virðist ekki hafa séð ástæðu til annars en að eigna síra Hjalta Maríu-myndirnar báðar. Það skal haft í huga. Listaverk Hjalta Þorsteinssonar eru dýr- mætur menningararfur, sem ber því fag- urt vitni, að Islendingar hafa á liðnum öldum ræktað fleiri svið mennta en misgóð- an kveðskap. Verkum hans hefur löngum verið furðu lítill gaumur gefinn, þangað til dr. Kristján Eldjárn vakti á þeim nýja athygli með rækilegum og verðum hætti. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON Stjörnunótt Frá heiðstirndum himinhoga horfa þær til vor rótt, í firðinni leiftra’ og loga um langnættis dimma nótt. Stjörnurnar fegurð oss færa, fögnuð vekja og þrá. Heillandi’ er heiðloftið tæra og himinsins dýrð að sjá. Bragandi norðurljós blika / bládjúpi geimsins ótt. í órafirð uppheims þau kvika um ískalda vetrarnótt. Dulrætt er himins hafið, hljótt ’ið dimmbláa svið, loftið ljósbylgjum vafið, sem leiftra um fjærstu mið. Hnattanna sundin hylja himnanna stjörnumergð, dauðlegum augum dylja dásemd, sem ei þú sérð. Höfundurinn erfyrrverandi kennari í Reykjavík. KATRÍN ÁRNADÓTTIR Ræktun manns og moldar Hrópleg er ógæfa heimsins ef helmingur íbúa jarðar brýst um með betlistaf. En sjóndöpur helftin hin rígheldur ranglát í auðinn þann sem að guð öllum gaf. Af óhófi óhreinkast jörðin. Enginn menntast af bruðli. Of sjaldan er góðu sáð. Móðirin milda og góða, moldin, vatnið og sólin, skyldi dýrkuð og dáð. Móðirin mikla sem tekur manninn í faðm sér og læknar sjúka og friðvana sál. Gefi oss sá guð er við skynjum gæfuna þá að rækta og tala mildinnar mál. Höfundur býr í Hlíð í Gnúpverjahreppi. INGIBJÖRG M. ALFREÐSDÓTTIR Þegar þú kemur Ég hef komið illa undan snjónum þetta árið. Er of þreklítil til að hlaupast á fjöll. Verð að láta mér nægja landslagsmyndir úr sjónvarpinu. En þegar þú kemur lyfti ég vetrinum aföxlunum ogset upp fjallabrosið. Ljóðið birtist í Lesbók 10. febrúar sl. Þar sem meinleg villa varð i þvi, er það endur- birt hér. Höfundur og lesendur eru beðn- ir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.MARZ1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.