Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Qupperneq 9
Á MADAGASKAR er sérstætt lífríki vegna þess að eyjan hefur verið nær
einangruð um milljónir ára. Þar er mikið um einlendar tegundir plantna og
dýra. Þar er og fjöldi furðupálma og baobabtrjáa. Þar er að finna sjaldséða
fugla, litrík kameljón, lemúrapa og sæskjaldbökur.
GREINARHÖFUNDURINN og Sigrún kona hans á ferð í handvagni.
FISK veiða innfæddir af eintrjáningum. Hér er gulstirtia (ambeijack), fiskur af
brymstirtluætt, þurrkaður á rá utan kofadyra.
að finna hér á jörð. Þetta á sér jarðfræðilega
skýringu. Á kritartíma jarðsögunnar var mikið
landflæmi á suðurhveli, sem nefnt hefur verið
Gondwanaland. Þessi mikli meiginlandsfláki
brotnaði smám saman í minni einingar vegna
landreks og myndaði Suður-Ameríku, Suður-
skautslandið, Áfríku, hluta Asíu og Ástralíu,
og fyrir 165 milljónum ára slitnaði Madagask-
ar frá meginlandi Afríku. Þetta var á tímum
risaeðlanna, en ekki höfðu landabrotin öll ver-
ið með sömu tegundir lífvera, þegar þau rak
hvert frá öðru, og síðan hafa lífverur þessara
svæða einnig þróast á mismunandi vegu í ein-
stökum hlutum þessa foma landflæmis, sem
sundraðist fyrir svo óralöngu. Þannig em til
tegundir á Madagaskar, sem eiga til dæmis
nánustu ættingja í Suður-Ameríku eða Ástral-
íu, en em þó ólíkar þeim um margt.
Þjóðin
Talið- er, að menn hafi fundið eyna fyrir
tæpum 2.000 ámm. Vom það Malaja-Pólýnes-
ar, sem komu á eintijáningsbátum yfir Ind-
landshaf, sennilega frá Indónesíu. Höfðu þeir
þá siglt yfir 6.000 km sjóveg, og er álitið, að
þeir hafi einkum farið með ströndum fram.
Seinna blönduðust þessir fmmbyggjar öðrum
innflyljendum, sem komu styttri leið frá Afr-
íku og Arabíu. Innfæddir eru því margir all-
dökkir á hömnd og hár, sumir stríhærðir sem
pólýnesar, aðrir hrokknir sem Afríkubúar.
Portúgalskir sjómenn vom fyrstir hvítra
manna til að fínna Madagaskar um 1500, en
bæði Bretar og Frakkar reyndu síðan að hafa
nokkur viðskipti við eyjarskeggja og ná þar
fótfestu. Fram á 18. öld var eyjan talin aðset-
ur sjóræningja og þræiasala, en landsmenn
héldu^ óboðnum gestum að mestu frá búsetu
þar. Á Madagaskar vora átján þjóðarbrot inn-
fæddra manna. Endaþótt siðvenjur og upprani
væm að mörgu frábmgðin meðal einstakra
ættbálka, var töluð ein tunga, malagasy, sem
er mál af malaja-pólýnesískum uppmna. Þessi
þjóðarbrot höfðu sum myndað konungsríki í
einstökum landshlutum. Var Merina-ríkið
þeirra voldugast á miðsvæði eyjarinnar. Kon-
ungur þar fékk mikil völd á eynni árið 1794
og syni hans Radama I. tókst með aðstoð
Breta að ná þar víðtækum yfirráðum. Frakkar
höfðu hins vegar einnig haft viðskipti við lands-
menn og augastað á yfirráðum þess, sem þeir
náðu loks 1896. Réðu Frakkar landinu fram
til 1960 og höfðu þar mikil áhrif. Reyndu
þeir meðal annars að bæta samgöngur, efla
framleiðslu á landbúnaðarvöm og byggja upp
skólakerfið. Varð franska jafnframt annað
helsta tungumál landsmanna. En þegar yfir-
ráðúm Frakka lauk, og landið hlaut sjálfstæði
braust herforingi nokkur þar til valda árið
1975 og kom á marxistastjóm með samyrkju-
búskap og upptöku eigna. Á þeim tíma hnign-
aði landbúnaðarframleiðslu landsins til muna.
Uppreisnir vom tíðar og lauk því stjórnarfari
með blóðsúthellingum 1991. Almennar kosn-
ingar urðu loks í landinu 1992, og tók þá lýð-
ræðisstjórn við völdum. Heitir forsætisráðherr-
ann Albert Zafy, og var áður prófessor við
háskóla þar.
Landkostir þykja góðir á Madagaskar og
talsverðar auðlindir er þar að finna, en atvinnu-
hættir eru fmmstæðir og erfitt að fá athafna-
menn til að ljárfesta þar í fyrirtækjum. Er
talið að ágóði af rekstri streymi enn úr landi
eins og hann gerði á dögum nýlendutímans,
en nú er landflótti vegna óstöðugleika í verð-
lagi og stjórnarfari. Reynist erfitt að byggja
ugp traustan efnahag landsins. Er fátækt
auðsæ og verðbólga mikil. Fyrir einn banda-
ríkjadal fást um 5.000 malagískir frankar.
Erlendur vamingur sést þar varla í verslunum,
því gjaldeyrir er fágætur og þjóðarbúið er
skuldum vaflð. Ibúar em nú yfir 12 milljónir
og fer ört ijölgandi. Eru þeir nú tvöfalt fleiri
en þeir voru árið 1960. Talið er að hver kona
eigi að meðaltali 6 til 7 börn um ævina, og
er helmingur þjóðarinnar yngri en 15 ára.
Umhverfisfriðun
Eins og fyrr segir ferðuðumst við félagar
tíu saman á vegum náttúrufriðunarsjóðsins
WWF. Er árlega miklu fé veitt úr sjóðnum,
til þess að koma upp þjóðgörðum og friðlönd-
um á Madagaskar. Á þeim svæðum, þar sem
tekist hefur að varðveita upprunalega skóga
landsins, eru miklar líkur á því, að einstæðum
tegundum piantna og dýra verði bjargað frá
útrýmingu. En margar furðutegundir þrífast
einmitt í gamla skóglendi eyjarinnar. Starfs-
menn sjóðsins í landinu eru að annast þessa
friðun, og reyna einnig að þjálfa þjóðgarðs-
verði og sýna landsmönnum fram á gildi
umhverfisverndar. Er einkum reynt að benda
á hvers virði það er að varðveita skógana.
Við kynntum- okkur þarna ástand margra
þessara svæða og skoðuðum þau eitt af öðru,
en svæði á ýmsum stigum friðunar em um
40 talsins víðsvegar um landið.
Uti á eynni Nosy Be er rakt hitabeltislofts-
lag. Þar sáum við ýmsar ilmjurtir í ræktun.
Meðal annars em þar akrar með vaniilujurtum
(Vanilla planifolia), en vanilla er ein af út-
flutningsvörum landsins. Er um 80% af allri
vanillu heims ræktuð þar. Einnig mátti sjá
stóra tijágarða af ylang-ylang (Cananga od-
orata), sem er gulblóma ilmrunni skildur
magnolíu, en í blómum hans er eftirsótt ilmol-
ía. Þar á ey var í ræktun pipar og sykur-
reyr, en í aldingörðum skríða einnig torkenni-
legar eðlur og slöngur, svo sem kyrkislangan
(Acrantophis madagascariensis), og þar á
FUTURA
STERKT KALK
Fyrir konur eldri en 35 óraf
þungaðar konur og
konur meb barn á brjósti.
Kalk er uppistöðuefni í beinum og tönnum en
einnig nauðsynlegt fýrir eðlilega starfsemi taugakerfisins,
samdráttarhæfni vöðva, eðlilegan hjartslátt og margt fleira.
Skortur á kalki getur leitt til beinþynningar síðar á ævinni.
FUTURA STERKT KALK inniheldur hreint kalk
(Ca+2) 400 mg, fosfór 60 mg og D vítamín 5 míkrógrömm
en sú samsetning tryggir bestu nýtingu kalksins fýrir líkamann.
FÆST í APÓTEKUM
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1996 9