Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Side 15
<
I
HRAFNHILDUR
BLÖNDAL
Lifandi
kitlandi eru þau
augun
í hættulega fallega
andlitinu
langt í burtu
þau eru svo
nálæg
giskandi á
hvað þurfi
athygli
að fá
ég vil
hvíslandi varnarorð
ég skeyti lítt
um skynsemi
spennandi ólgu
sem er næs
finn
örvandi fiðringinn
í maganum
ég loka
augunum
njótandi samvista
við fallega
manninn
eru hugarórar
einir
raunverulegir
í huga mínum
skapandi myndir
samveru
hans og mín
þar til
ég snerti
himininn
með fingurgómunum
það
ergaman
að vera til
MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR
Gimsteinar
Heimurinn minn varsvo undarlega
samansettur af skelfingu, hryllingi
fegurð og frelsi.
í einni hendingu sviptist ég
á milli veggja í barsmíðum
var kramin milli stórra handa
traustinu rúin.
Á andartaki komin í fjöruna fögru
þar sem aldan lék sér við fætur
mína
himinninn rann saman við hafið.
Fuglarnir tóku sál mína
og flugu með hana upp í loftið.
Þá sá ég allt í annarri vídd.
Hversu fátækt var fólkið af hlýju
og kærleik
það barðist við óttann
og ósýnileg tröll.
Það gleymdi að við fætur þess
lágu gimsteinar sem glitruðu.
Barnið sem engu illu trúir
barnið sem var traustinu rúið.
Svo tíndi ég sóleyjar, baldursbrár
og fleira — skreytti í kringum mig
bjó til fallegan heim
því ég trúði að senn mundi birta
og sólin á gimsteinana glitra.
HÚSIÐ Öldugata 18, teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni árið 1927. Eitt hinna sérstæðu íbúðarhúsa hans er setja svip sinn
á gamla vesturbæinn í Reykjavík. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Jafnframt sneri Þorleifur sér í auknum mæli
að verslunarstörfum og búrekstri. Hann festi
kaup á erfðafestulandinu Hjallalandi við
Kaplaskjólsveg árið 1936 og bjó þar til ævi-
loka. Þorleifur hafði alla tíð teiknistofu á
heimili sínu og sinnti þar ýmsum verkefnum
samhliða öðrum störfum. Meðal þess voru
sambýlishús með litlum íbúðum við Rauðarár-
stíg 36-42 og Bogahlíð 11-17, sem bróðir
hans, Helgi Eyjólfsson byggingarmeistari,
reisti fyrir eigin reikning. Af merkum bygg-
ingum eftir Þorleif sem ekki hefur áður ver-
ið getið má nefna sumarhótelið Þrastarlund
við Sogsbrú, sem brann árið 1942; verslun-
ar- og íbúðarhús Guðsteins Eyjólfssonar við
Laugaveg 34; byggingar Sláturfélags Suður-
lands; öl- og gosdrykkjaverksmiðu Þórs hf.
við Rauðarárstíg og Hjallakirkju í Ölfusi, sem
skartar sérkennilegu, kúpullaga turnþaki.
Að auki liggur eftir hann fjöldi uppdrátta
af iðnaðar- og íbúðarhúsum, auk smærri við-
bygginga og breytinga, alls um 600 teikning-
ar. Allmörg frumrit húsateikninga sinna lét
hann húseigendum í té vegna breytinga og
er lítt vitað um afdrif þeirra.
Þorleifur Eyjólfsson var einn ellefu stofn-
félaga Byggingameistarafélags Islands, sem
var fyrsta fagfélag íslenskra húsameistara og
forveri.Arkitektafélags íslands. Svo vill til að
stofnfund þess bar upp á 30. afmælisdag
hans, þann 30. mars 1926, fyrir nákvæmlega
70 árum. Það sama ár kvæntist hann Guð-
laugu Margréti Halldórsdóttur (1901-1978)
og eignuðust þau sex böm, sem öll eru á lífi.
Þorleifur lést þann 29. júní árið 1968.
‘Starfsheitið húsameistari er hér notað um þá sem
stundað höfðu framhaldsnám í húsagerðarlist í tækni-
legum fagskólum að loknu iðnnámi, en sú var raunin
með flesta þá sem störfuðu við húsateikningar í
Reykjavik fram yfir 1930. Eru þá undanskildir þeir
Guðjón Samúelsson og Sigurður Guðmundsson, sem
báðir höfðu stundað nám í byggingarlist á háskóla-
stigi við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Einar
Sveinsson var fyrsti íslendingurinn er lauk háskóla-
prófi í byggingarlist frá þýskum tækniháskóla árið
1932.
Heimildir: Æviágrip Þorleifs Eyjólfssonar
arkitekts, tekið saman af Herði Þorleifs-
syni, handrit. Nemendaritgerð um Þorleif
Eyjólfsson eftir Jónínu M. Sævarsdóttur,
varðveitt í bókasafni MHÍ. Teikningasöfn
Þorleifs Eyjólfssonar og Sigurðar Pjeturs-
sonar. Húsaskrá Árbæjarsafns. Munnlegar
frásagnir barna Þorleifs um föður sinn.
Ýmsar blaðagreinar. Aðstoð við útvegun
myndefnis og heimilda: afkomendur Þorleifs
Eyjólfssonar, Arkitektafélag íslands, Ár-
bæjarsafn, Byggingafulltrúinn í Reykjavík,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Oddfellowregl-
an, Ungmennafélag íslands.
Grein þessi er unnin á vegum Byggingar-
listardeildar Listasafns Reykjavíkur á Kjar-
valsstöðum og Rannsóknarsjóðs íslenskra
arkitekta.
Höfundar eru arkitektar í Reykjavík.
ÚTLITSTEIKNING Þorleifs Eyjólfssonar af verslunar- og íbúðarhúsi Guð-
steins Eyjólfssonar að Laugavegi 34, dagsett í febrúar 1929. Af stærri verk-
um Þorleifs hefur þetta hús varðveist án nokkurra útlitsbreytinga.
AUSTURSTRÆTI 10, Braunsverslun, teiknuð af Þorleifi Eyjólfssyni árið
1930. Tímamótaverk í íslenskri nútímahúsagerð. Ljósmynd: Magnús Ólafs-
son. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
<
I
I
LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 30.MARZ1996 15