Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 10
r A tveimur hæóum mun brúin flytjg um 20 þúsund bíla og 200-300 járnbrautarlestir á sólar- hring og kostnaóurinn er talinn munu nema um 200 milljöróum íslenskra króna, segir BJARKI JÓHANNESSON, sem hefur kynnt sér hina umdeildu Eyrarsundsbrú. EYRARSUNDSBRÚIN fyrirhug- aða er eitt mesta umferðar- mannvirki síðari ára á Norður- löndunum og eitt af forgangs- verkefnum Evrópusambands- ins á sviði samgöngumála. Brúin mún tengja saman Kaupmannahöfn og Málmey sitt hvoru megin Eyrarsundsins. Ásamt Stórabeltisbrúnni í Danmörku opnar hún beinar landsamgöngur frá Svíþjóð og Nor- egi til meginlands Evrópu, og hefur hún verið nefnd framtíðar lífæð Skandinavíu. Ýmis náttúruvemdarsamtök hafa deilt á brúna vegna umhverfísáhrifa, en nú er öllum hindrunum rutt úr vegi og bygging brúar- innar hafin. Brúin mun flytja bæði bíla og járnbrautir og verður á tveimur hæðum. Reiknað er með u.þ.b. 20 þúsund bílum og 2-300 jám- brautarlestum á sólarhring. Heildarlengdin verður um 16,2 km að meðtöldum fyllingum, og þar af er sjálf brúin um 9,7 km. Mesta siglingarhæð undir brúna verður tæpir 60 metrar. Hún hefst í suðurjaðri Málmeyjar og nær að Salthólmanum svo nefnda. Lítil eyja verður byggð sunnan hans, og frá henni verða gerð neðansjávargöng að Kastmp- flúgvellinum. Járnbrautarstöð verður undir flugvallarbyggingunni. Reiknað er með að um 5000 manns muni vinna að byggingu brúarinnar og henni verði lokið árið 2000. Heildarkostnaðurinn er talinn nema tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Eyrarsunds- brúin verður sýnileg víða að, og verður því mikið lagt upp úr útliti hennar. Mun útlitið byggja á verðlaunatillögum úr samkeppni um heildarhönnun hennar. Forsenda efnahagsþróunar Hugmyndin um Eyrarsundsbrúna er göm- ul, og var hún fyrst fest á blað árið 1886. Á sjöunda áratugnum var hugmyndin langt komin, en strandaði þá á andstöðu Dana, sem ekki vildu að Danmörk yrði akbraut fyrir Svía á leið til meginlandsins. Nú hafa viðhorfin breyst. Eftir mikinn uppgang hef- ur Kaupmannahafnarsvæðið átt við efna- hagsörðugleika að stríða hin síðari ár og bæði íbúum og atvinnutækifærum hefur fækkað þar undanfarið. Svíþjóðarmegin er Skánn einskonar botnlangi og hefur löngum verið olnbogabarn sænskrar efnahagsupp- byggingar. Er það mat manna að Eyrar- sundsbrúin og aðild Svía að Evrópusam- bandinu geti snúið þessari þróun við. Þrátt fyrir feijusamgöngur hafa tengsl borganna tveggja löngum verið lítil, en með byggingu brúarinnar standa vonir til að þar verði ráðin bót. Vonast er til að Kaupmanna- höfn, Hróarskelda, Málmey og Lundur geti samnýtt styrk sinn á sviði háskólamenntun- ar, vísinda og rannsókna og orðið þar með eitt af sterkustu svæðum Evrópu á þessu sviði. Einnig er það trú manna að með bættum samgöngum geti Eyrarsundssvæðið laðað til sín fjolþjóðafyrirtæki og geti auk þess betur keppt við Stokkhólm um sænsk fyrirtæki vegna nálægðarinnar við megin- landið. Á sameiginlegum vinnumarkaði mun sérhæfður vinnukraftur einnig nýtast betur, og reiknað er með að fjöldi þeirra sem sækja vinnu yfir Eyrarsundið muni aukast úr u.þ.b. EYRARSUNDSBRÚIN verður á tveimur hæðum; hraðbraut á efri hæðinni og járnbraut á þeirri neðri. BRÚIN yfir Eyrarsund tengir samgöngukerfi borganna tveggja og opnar beinar landsamgöngur frá Skandinavíu til meginlands Evrópu. 2000 í 8000 með tilkomu brúarinnar. Auk þessa getur svæðið betur sameinað krafta sína á sviði menningar og ferðamála. Andslaða gegn brúnni Ekki eru þó allir jafn sáttir við byggingu brúarinnar, og hafa ýmis umhverfís- og hags- munasamtök verið fremst í flokki þeirra, sem beitt hafa sér gegn byggingu hennar. Helstu rök umhverfísmanna eru þau að fyllingar og brúarstöplar muni hefta gegnumstreymi vatns inn í Eystrasaltið. Það er þegar mjög mikið mengað af iðnaðarfyrirtækjum, einkum í Póllandi og Eystrasaltslöndunum, þar sem mengunarvarnir eru sjcammt á veg komnar. Einnig óttast þeir að seltujafnvægið muni raskast og að allt þetta, ásamt því umróti, sem fylgir byggingu brúarinnar muni raska lífríki Eystrasaltsins. Auk þess óttast þeir aukna bílaumferð vegna brúarinnar. Hefur staðið um þetta mikill styrr, sem leiddi til þess að sænsk stjórnvöld hertu mjög kröfur um umhverfísáhrif brúarinnar. Voru gerðar ýmsar hönnunarumbætur, og tafði það bygg- inguna um eitt ár. Auk umhverfissamtaka hafa ýmis hagsmunasamtök beitt sér gegn brúnni, og má þar nefna fiskimenn, sem telja að brúin muni skaða fiskstofnana í Eyrar- sundinu. Þeir hafa þó ekki haft erindi sem erfiði. Ýmsir stjórmálaflokkar hafa séð sér hag í að kynda undir andstöðu gegn brúnni, og má þar helst nefna Miðflokkinn sænska. FRAMTÍÐAR LÍFÆÐ SK 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.