Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Page 12
BRÉF TIL STÓRA BRÓÐUR SMÁSAGA EFTIR JENNU JENSDÓTTUR Æ, ég get ekki hugsaó um hvernig lífió varó allt hérng heima. Vió breyttumst öll. Vió uróum ölí vond hvert vió annaó í örvæntingu okkar. Hrædd, róóa- laus og lokuóum okkur gf frá öórum. ÚN LÆÐIST hægt út úr herberginu sínu, það er enn nótt. Mamma, pabbi og litli bróðir eru í fasta svefni. Hönd hennar titrar er hún grípur um hurðar- húninn að herbergi stóra bróður og opnar. En hvað það er allt snyrti- legi og fallegt þar inni síðan mamma lagaði þar til í gær. - Elsku, elsku stóri bróðir, hvíslar hún út í tómið, sem var alls staðar í húsinu síðan hann dó. Hún var hætt að gráta, hún var búin að gráta svo mikið síðustu vik- una. Hún hafði bara kveikt á borðlampanum hans. Þama lágu kennslubækumar svo snyrtilega í hillunum hans. Allt var svo hljótt og einhver ró hvíldi fyir öllu. Henni leið ekki illa - en eitthvað einkennilega. Stóri bróðir eins og læddist út úr hugsunum hennar og hann var þama. Ekki örvæntandi og særður með flaksandi hár og skerandi rödd eins og síðustu vikurnar. Fálmandi eftir einhverri fótfestu, einhverju lífí, sem hann vildi lifa en var horfið honum. Nei, stóri bróðir var héma, blíður og ljúfur eins og hann var fyr- ir tveimur ámm, þegar þau gátu talað um framtíðina. Þegar hann var byijaður í menntaskóla og hún að byrja í 8. bekk. Það var einmitt rétt fyrir jólin og þau bæði nýbú- in í prófunum. Þau vissu að þeim hafði geng- ið vel. Og pabbi söng í baðherberginu svo það heyrðist fram. Hún skynjaði ilminn úr eldhúsinu, egg og beikon sem mamma var að steikja, af því þeim þótti það svo gott. Og litli bróðir kom út úr herberginu sínu með stírumar í augunum og súkkulaðiræmu í hendinni sem jólasveinninn hafði sett í skó- inn hans. Af hverju hafði allt breyst svona mikið á tveimur ámm - af hveiju varð svona erfítt að lifa? Nei, núna var hann héma glað- ur og brosandi eins og hann var einmitt fyr- ir tveimur ámm, fyrir jólin. Þessa mynd af honum ætlaði hún alltaf að geyma - og myndina af þeim öllum eins og hún var í minningunni. Þarna lá penninn hans, úrið hans, ýmsir smámunir sem mamma hafði raðað af nær- færni og gætni. Hún settist í stólinn hans, við tölvuna hans. Áður en hún gerði sér grein fyrir því hvað hún ætlaði sér, var hún byijuð að skrifa á tölvuna - byijuð að skrifa bréf til stóra bróður: Elsku besti bróðir minn. Eg veit þú ert dáinn. Kemur aldrei meir til okkar. Ég sakna þín alveg hræðilega. Sakna þín eins og þú varst samt núna í vet- ur. Gerðir okkur öll hrædd og nístandi ör- væntingarfull. Við vissum að þú varst kom- inn út í eitthvert hræðilegt líf. Hættur að mæta í skólann. Æ, ég get ekki hugsað um hvemig lífíð var allt héma heima. Við breytt- umst öll. Urðum öll vond hvert við annað í örvæntingu okkar. Hrædd, ráðalaus og lokuð- um okkur af frá öðrum. En svo varð allt í einu logn. Það er ekki nema vika síðan. Allt í einu varstu dáinn. Það var ekki hægt að bjarga sér. Hvað gerðirðu, elsku, kæri bróðir minn? En nú í þessu Iogni, þessari hljóðu sorg sem er alls staðar hérna í húsinu - inni í okkur öllum sem elskum þig svo heitt, ertu allt í einu kominn til okkar eins og þú varst og við erum öll saman - við erum öll saman aftur eins og við vorum einu sinni. Þú varst svo fallegur þar sem þú lást í kistunni og ég signdi þig. Það var heiður himinn úti, en samt var eins og heitum sorg- artárum rigndi niður, eins og tárin runnu niður kinnamar okkar í þessari sáru örvænt- ingu. En nú reynum við að vera ekki sorgmædd lengur. Við höfum setið öll saman, haldist í hendur og lofað hvert öðru að læra að lifa með því að þú ert farinn. Við vitum að þú varst of góður og gáfaður til þess að halda áfram að lifa hræðilegu lífí, sem þú hafðir ekki mátt til að snúa frá. Mamma brosti í fyrsta sinn í gær, eftir að þú varst dáinn. Við erum farin að tala um jólin og það er eins og þú sért með okkur. Við ætlum að fara í kirkju á aðfangadags- kvöld. Ég veit þú verður þar með okkur. Þú varst ekki í fyrra. Presturinn segir áreiðan- lega eitthvað mjög fallegt um jólin. Hann hefur verið svo góður við okkur og hjálpað okkur til -að finna okkur sjálf á ný. Állir hafa verið okkur svo góðir og það hefur minnkað þennan mikla sársauka, sem hefur skorið okkur svo mikið inni í okkur. Það er svo skrýtið að allir muna þig eins og þú varst einu sinni - og öllum, sem þekktu þig, þótti svo vænt um þig. Nú fer ég að hætta að skrifa, elsku bróð- ir minn. Ég ætla að horfa út um gluggann. Það er logn og heiðskírt úti. Kannski ert þú þarna meðal stjarnanna? - Ég veit að nú ertu eins og þú varst, glaður og hamingju- samur. Mamma og pabbi segja að við verðum öll saman á ný, einhvern tíma. Þau og prest- urinn segja að góður guð taki líknandi á móti þeim sem þjást mest hér á jörðinni. Bráðum fer ég fram í eldhús og steiki egg og beikon — syng svolítið eins og pabbi gerði, var þap ekki einhver jólasöngur, sem hann söng? Áður set ég gott í skóinn hans litla bróður, hann trúir víst enn á jólasveina, eða hvað? Ég trúi því að dauði þinn sýni okkur að engin sem tengist eiturlyfjum og öllu því ægilega vonleysi og óbærilegu kvölum sem því lífi fylgja geti komist frá því án þess að gjalda með lífí sínu. Ég lofa þér því að ég skal allt mitt lif segja frá honum elsku, fallega, gáfaða stóra bróður, sem átti framundan fagra framtíð lífs og dáða, en glataði öllu í hræðilegu lífi fíkniefna. Gat ekki snúið til baka og tók sjálf- ur líf sitt. Elsku, ástkæri bróðir minn, ég veit í hugsun minni að þú verður með mér og hjálpar mér - og þá tekst okkur áreiðanlega að vekja fólkið á okkar aldri til umhugsunar um_ að fara vel með líf sitt. Ó, sársaukinn, elsku, elsku, bróðir minn. í dag ætlum við út í kirkjugarð og setja fal- legt ljós á leiðið þitt og þá stíga heitar bæn- ir upp til þín og stjarnanna, því nú ert þú líka förunautur þeirra. Ég veit að þú lifir í friði og gleði jólanna nú, besti, besti bróðir minn. Þín elskandi litla systir. Höfundur er rithöfundur. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.