Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Page 15
JÓN Sigurðsson píanóleikari og Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Sumarstemmning með
Bach og Beethoven
Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni
Siguijóns Ólafssonar á þriðjudaginn koma
fram Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón
Sigurðsson píanóleikari. Á efnisskrá eru
eftirtalin verk: Gömbusónata nr. 2 í D-dúr
BMV 1028 eftir Johann Sebastian Bach,
Sónata nr. 3 í A-dúr opus 69 eftir Beethov-
en, Myndir á þili eftir Jón Nordal, Haban-
era eftir Maurice Ravel og Le Grand Tango
eftir Astor Piazzolla.
Ásdís sagði i samtali við Morgunblaðið
að það yrði sumarstemmning á þessum tón-
leikum. „Það verður létt yfir þeim enda eru
verkin öll þessleg. Dansarnir hressa mjög
upp á andrúmsloftið en Piazzolla hefur oft
verið kallaður konungur tangósins."
Ásdís Arnardóttir nam sellóleik hjá Ge-
orge Neikrug í Boston í Bandaríkjunum,
þjá Richard Talkowsky í Barcelona og
Gunnari Kvaran í Reykjavík. Hún hefur
haldið tónleika í Bandaríkjunum og á Spáni.
Jón Sigurðsson stundaði nám hjá Helgu
Laxness og Halldóri Haraldssyni, Eriku
Haase í Hannover í Þýskalandi og Caio
Pagano í Bandaríkjunum og hefur haldið
tónleika í Bandaríkjunum og á Islandi.
Á námsái-um sínum léku þau Ásdís og
Jón saman í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. „Þetta var fyrir svonatíu árum,“ segir
Ásdís, „en síðan hittumst við ekkert fyrr
en í vetur og ákváðum þá að spila eitthvað
saman. Það var mjög gaman að spila með
Jóni forðum ogjþað hefur gengið mjög vel
að æfa í vetur. Eg vænti þess að þetta verði
skemmtilegir tónleikar."
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Fjórar sýningar
í Nýlistasafninu
KATRÍN Sigurðardóttir, Lind Völundar-
dóttir og Pietertje van Splunter opna sýn-
ingar í aðalsölum Nýiistasafnsins í dag kl.
16.00. í setustofu verður opnuð kynning á
verkum Ana Mendieta.
• Katrín Sigurðardóttir sem sýnir í efri
sölum safnsins er búsett í New Ýork. Verk
hennar er innsetning og hefur fengið heitið
Viðbúnaður3. „Nafnið skírskotar til þess
tímabils sem verkin eru unnin á og lýsir
því ferli sem þau fæddust innan. Þau eru
því afkvæmi ákveðins viðbúnaðar. Gengið
er út 'frá táknrænum og merkinarlegum
gildum þeirra hluta og aðferða sem notuð
eru. Verkin eru nokkurskonar andstæða
við vegsömun á hátækninni og óður til lág-
tækninnar," segir í kynningu en þetta er
fímmta einkasýning Katrínar.
• Lind Völundardóttir sem býr og starfar
í Hollandi sýnir eitt verk í Gryfjunni. Verk
hennar er : “Myndræn útfærsla á enn til-
finningalegri upplifun og á sér engan fram-
vörð í heimi orða, en finnur til skyldleika
með vel kveðnum ljóðlínum3,“ að því er
fram kemur í kynningu. Þetta er önnur
einkasýning Lindar en hún hefur átt verk
á samsýningum heima og erlendis.
• Pietertje van Splunter frá Hollandi
sýnir málverk í Forsal safnsins. Pietertje
sem er fædd 1968 hefur dvalist hérlendis
af og til s.l. ár. Sýning hennar ber heitið
“Dagbók frá Íslandi3. „Að jafnaði málar
Pietertje stórar myndir en ákvað að vinna
litlar olíumyndir fyrir þessa sýningu eftir
að hafa komist að þeirri niðurstöðu að til-
komuleiki og víðátta hins íslenska landslags
rúmist ekki innan stærðarmarka málverks-
ins,“ segir í kynningu.
• Ána Mendieta (f. 1948 d. 1985). í setu-
stofunni stendur Nýlistasafnið fyrir kynn-
ingu á verkum þessarar kúbönsku mynd-
listakonu. Verk hennar, líf og starf er kynnt
á myndböndum og litskyggnum. Ana
Mendieta fæddist og ólst upp á Kúbu en
nam og starfaði sín fullorðinsár í Bandaríkj-
unum og í Mexíkó. í kynningu segir: „Ana
Mendieta nýtti sér á djarfan hátt alls kon-
ar aðferðir frá hvaða menningu sem var
til að hrinda hugmyndum sínum í fram-
kvæmd. Hún vann stöðugt að eins konar
staðfestingu á sjálfsvitund sinni sem ein-
staklings og vár framlag hennar til sam-
tímalistar seinni hluta 20. aldar einstætt."
Sýningin er hingað komin frá Listasafn-
inu í Helsinki og er lítill hluti stórrar yfir-
litssýningar á verkum Ana Mendieta sem
Listasafnið stóð fyrir s.l. vor og síðan var
sýnd í Listasafninu í Uppsölum í sumar.
Sýningarnar eru opnar daglega frá kl.
14.00 - 18.00 og þeim lýkur 18. ágúst.
FORNIRHLUTIR
í NÝSTÁRLEGU LJÓSI
, Morgunblaðið/Sverrir
KRISTIN Guðjónsdóttir með eitt verka sinna.
Kristín Guójónsdóttir á aó baki sex ára listnám;
fyrst« Myndlistar- og handíöaskóla íslands og svo
í listaháskólann CCAC (California College of Arts
and Crafts) í Noröur-Kaliforníu. Þaóan útskrifaöist
hún voriö 1995 með BFA gráðu af tveimur náms-
brautum, skúlptúr og gleri. VALA GEORGSDÓTTIR
hitti Kristínu aó máli í tilefni þess, að í dag opnar
*
hún fyrstu sýningu sína á Islandi í Galleríi Stöölakoti.
Fimm þúsund manns
hafa séð Stone Free
UPPSELT hefur verið á allar tíu sýningar Leik-
félags íslands á leikriti Jims Cartwrights, Stone
Free, á fyrstu tveimur sýningarvikunum í Borg-
arleikhúsinu. Alls hafa um fímm þúsund manns
séð sýninguna og mun vera fátítt að leiksýning-
ar fái viðlíka aðsókn á jafn skömmum tíma hér
um slóðir. Bæta hefur þurft við aukasýningum
til að anna eftirspurn eftir miðum.
Næstu sýningar á Stone Free verða fimmtu-
daginn 8. ágúst kl 20.00, föstudaginn 9. ágúst
kl 23.00 — sem verður jafnframt fyrsta miðnæt-
ursýningin — og laugardaginn 10. ágúst kl
20.00. Til eru miðar á þessar sýningar en for-
svarsmenn Stone Free gera hins vegar ráð fyr-
ir að þeir seljist fljótt upp.
Norskur kór
í Norræna húsinu
SÖNGHÓPURINN Kulturmix heldur tónleika
í Norræna húsinu í dag laugardaginn 3. ágúst
kl. 18.00. Stjórnandi kórsins er Per Oddvar
Hildre einn af kunnustu kórstjórnendum Nor-
egs.
Sönghópurinn hefur verið starfræktur í 10
ár. Auk tónleikahalds í Noregi hefur hópurinn
komið fram á tónleikum í New York og New
Orleans. Allir eru veíkomnir, aðgangur ókeypis.
Myndir fró
Dublin í Eden
ÞORSTEINN Eggertsson sýnir í Eden, Hvera-
gerði um verslunarmannahelgina. Sýningin
verður formlega opnuð á laugardaginn klukkan
14. Á henni eru 20 málverk, flest unnin í
Dublin á írlandi. Þar hefur Þorsteinn dvalið
undanfarið ár, meðal annars sem fréttamaður
Bylgjunnar.
Þetta er sjötta einkasýning Þorsteins en
hann hefur tekið þátt í samsýningum hér á
landi og erlendis. Meðal annars tók The
Waldock Art Gallery í Dublin nokkrar myndir
hans til sýninga síðastliðinn vetur. Sýning
Þorsteins í Eden lýkur 14. ágúst næstkomandi.
Ljóðaupplestur
ó Kaffi Oliver
„TÖLUM eins og ekkert sé“ heitir síðari ljóða-
dagskrá úr ljóðabókum Sigfúsar Daðasonar
sem Hjalti Rögnvaldsson leikari flytur á Kaffi
Oliver við Ingólfsstræti á þriðjudagskvöld
klukkan 22.
Myndlist og postulín
LÁRA Janusdóttir sýnir myndlist og postulín
í Grænu höndinni, Breiðumörk 3 í Hveragerði.
Sýningin verður opnuð í dag og stendur til
17. ágúst.
r
NÁMSÁRUNUM í Kaliforníu hlaut
Kristín tvisvar styrk til sumarnáms
við Glerlistarskólann í Pilchuck í
Washington-fylki en eftir útskrift úr CCAC
var henni boðið að dvelja sem gistilistamaður
við sama glerlistarskóla haustið 1995. Nú
hefur Kristínu verið boðið að vinna að verkum
sínum við Kholer Art Center í Wisconsin
næsta haust. Auk þess hlaut hún 6 mánaða
starfslaun frá Launasjóði íslenskra mynd-
listamanna. Kristín hefur tekið þátt í mörgum
sýningum.
„Ég vil ekki tala of mikið um hvaðan ég
fæ hugmyndir,“ segir Kristín, „þó má nefna
að verk mín vísa til einhvers gamals og þá
hugsanlega til fornra áhalda sem höfð voru
til sjávar og sveita."
— í bæjarlæk á Vestfjörðum, nálægt sum-
arbústað foreldra minna, fann ég eitt sinn
fullt. af brotnu leirtaui, á sumum brotanna
voru lítil göt með reglubundnu millibili. Löngu
síðar komst ég að því að það hefði tíðkast
að spengja eða staga saman leirílát, potta
og aðra nytjahluti sem sprungu eða brotnuðu
ekki verr en svo að raða mætti brotunum
saman. Ég er heilluð af hugsunarhætti sem
þessum og sé í honum mikla fegurð. í verk-
um mínum leitast ég við að fá fram þá tilfinn-
ingu sem þessi fundur og margir fleiri höfðu
á mig á unglingsárunum.
CCAC
— Ég valdi CCAC vegna þess að sá skóli
bauð upp á kennslu í meðferð glers. Ég hef
alltaf verið heilluð af gleri og var búin að
prófa mig áfram í að mála, líma og grafa í
gler áður en ég fór út.
Ég kom úr skúlptúrdeild MHÍ með það í
huga að nota gler í skúlptúr en ekki til
skrautmunagerðar eða í nytjalist. Mér skild-
ist fljótlega að hér var ég á lítt troðnum slóð-
um. Ég fór að beita við glerið aðferðum úr
textílvinnu og úr skartgripa- og leirmuna-
gerð.
Leirmót fyrir misskilning
- Það var mikill áfangi þegar ég fór fyrir
misskilning að nota leirmót til að steypa gler-
ið í. Mér hafði verið gefin bók um verk eins
af frumkvöðlum glerlistar, Réne Lalicque,
þar voru nokkur orð um þá tækni er hann
hafði notað til að steypa verk sín. Ég las að
hann hefði notað „Semiplastic refractory
mold“ — en hvað merktu þau orð? Ég spurð-
ist fyrir í skólanum og fékk loks svar í
keramikdeildinni að þetta væri hábrennslu-
leir og raunar á þessi lýsing líka við hann.
Ég hafði þá sömu viku keypt poka af þess
háttar leir svo ég dreif mig í að búa til fyrsta
mót mitt með íslenska vaðsteina í huga en
þá hafði ég séð í Þjóðminjasafninu jólin áð-
ur. Þetta var vorið 1993. Síðan hef ég næst-
um eingöngu notast við leir í glermót mín.
Það var ekki fyrr en nærri tveimur árum
síðar að ég fór að skoða Coming Museum,
, sem er líklega stærsta glerlistasafn heims.
Ég ákvað að skreppa inn á veglegt bókasafn
safnsins og fletta upp fyrstu formúlu Laliqu-
es. Þá komst ég að því að hann hafði notað
til helminga blöndu af gifsi og fínmöluðum
brenndum leir. Ég labbaði því út med örlitla
gæsahúð þegar ég hugsaði til þess að ef ég
hefði ekki fengið það svar á sínum tíma að
„Semiplastic refractory mold“ ætti við há-
brennsluleir þá hefði ég ekki dottið niður á
þessa frábæru aðferð sem er undirstaða mik-
ils hluta þess sem ég geri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996 1 5