Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Síða 2
NÝTT LEIKÁR AÐ HEFJAST í ÍSLENSKU ÓPERUNNI GALDRA-LOFTUR, CALLAS OG KÁTA EKKJAN NÝTT leikár hefst senn í íslensku óperunni. Verða tvö verk frum- sýnd, Master Class með Callas eftir Terrence McNally og Káta ekkjan eftir Franz Lehár, auk þess sem Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson verður endurfrumfluttur. Garðar Cortes óperustjóri segir að leikárið leggist afar vel í sig og mikil spenna sé í herbúðum íslensku óper- unnar. Endurbætur hafa verið gerðar á svið- inu í sumar og meðal annars settar upp nýjar ljósarár og segir Garðar að aðstaðan sé því orðin mun betri en verið hafi. Fyrsta verkefni vetrarins er íslenska óp- eran Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson sem sýnd var við mikla aðsókn á Listahátíð í Reykjavík í júní síðastliðnum. Fyrirhugaðar eru fimm sýningar, sú fyrsta 14. september en sú síðasta 6. október. Sérstök sýning fyrir skólabörn og eldri borgara verður 5. október. Tvær breytingar hafa orðið á hlutverka- skipan frá því í vor, Þóra Einarsdóttir, sem söng hlutverk Dísu, og Bjarni Thor Kristins- son, sem var í hlutverki gamla mannsins, geta ekki tekið þátt í sýningunni vegna anna í Bretlandi og Austurríki. Alda Ingi- bergsdóttir tekur við hlutverki Dísu en Við- ar Gunnarsson, sem syngur hlutverk Gott- skálks biskups í sýningunni, mun jafnframt taka að sér hlutverk gamla mannsins. Aðrir söngvarar verða sem fyrr Þorgeir J. Andrés- son, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Loftur Erlingsson. Leikstjóri er Halldór E. Laxness, búningar eru eftir Huldu Krist- ínu Magnúsdóttir, lýsing eftir David Walters og leikmynd gerir Axel Hallkell. Önnur frumsýning vetrarins verður Mast- er Class með Callas eftir Terrence McNally, 4. október. Er verkið byggt á upptökum sem gerðar voru þegar María Callas tók nokkra efnilega söngvara í tíma í Julliard-listaskó- lanum í New York en kennslustundirnar hlutu nafnið Master Class. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson en með aðalhlutverk fara Anna Kristín Arngrímsdóttir, sem leik- ur Maríu Callas, Marta Halldórsdóttir, Ellen Morgunblaóió/Halldór ÞORGEIR J. Andrésson, Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Loftur Erlingsson í hlut- verkum sínum í óperu Jóns Ásgeirsson- ar Galdra-Lofti sem verður fyrsta við- fangsefni íslensku óperunnar á leikár- inu sem er að hefjast. Freydís Martin, Stefán Helgi Stefánsson og Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Þýðandi verks- ins er Ingunn Ásdísardóttir, sviðsmynd og búningar eru eftir Huldu Kristínu Magnús- dóttur og Benedikt Axelsson annast lýsingu. Stærsta viðfangsefni leikársins verður óperettan Káta ekkjan sem ungverska tón- skáldið Franz Lehár, sem lengst af starfaði í Austurríki, samdi árið 1905. íslenska óp- eran hefur ekki áður tekið Kátu ekkjuna, sem hefur um áratugaskeið verið eitt vinsæl- asta verk sinnar tegundar í heiminum, upp á sína arma en Þjóðleikhúsið sýndi hana árið 1956. Leikstjóri verður Andrés Sigur- vinsson en ekki hefur endanlega verið valið í hlutverk. B^yrirhuguð frumsýning er 7. febr- úar. Tónleikar Fimm tónleikar verða á vegum Styrkt- arfélags íslensku óperunnar í vetur, hinir fyrstu 21. september. Koma þar fram banda- ríska sópransöngkonan Lia Frey-Rabine og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Söng- konan kemur hingað til lands í boði Richard Wagner-félagsins á íslandi en hún söng meðal annars Brynhildi í Niflungahringnum í Þjóðleikhúsinu 1994. Efnisskráin verður mjög Wagnerísk, auk þess sem þar verður að finna ljóð eftir m.a. Verdi og Bartók. 26. nóvember verða tónleikar Kristins H. Árnasonar gítarleikara, þar sem hann mun leika verk eftir Mudarra, Sor, Ponce og Rodrigo. 11. janúar 1997 kemur röðin að Sigur- birni Bernharðssyni fiðluleikara og James Howsmon píanóleikara en sá fyrrnefndi var einn fimm tónlistarmanna til að komast \ þriðja hluta Tónvakakeppninnar 1996. Á tónleikunum verður komið víða við og með- al annars flutt verk eftir Schönberg, Schum- ann og Sarasate, auk djöflatrillusónötu Tart- inis-Kreislers. Elsa Waage altsöngkona og David Shaw píanóleikari efna til tónleika í Islensku óper- unni i febrúar. Elsa hefur um árabil sungið í óperum og á tónleikum hé_r heima og er- lendis en hún er búsett á Ítalíu, þar sem hún söng nýverið á Scala-safninu í Mílanó ljóð eftir Wagner, sem hún syngur einnig á þessum tónleikum, auk annars efnis. Lokatónleikarnir í röðinni verða þann 15. apríl þegar Jóhann Smári Sævarsson bassa- söngvari og Mares Skuja píanóleikari stíga á svið. Jóhann Smári er fastráðinn við óper- una í Köln í Þýskalandi en hann hefur ekki í annan tíma efnt til sjálfstæðra tónleika hér á landi. Á efnisskrá verða meðal annars Ijóð eftir íslenska höfunda, Tjækovskí og Rachmaninof og aríur eftir Verdi og Mozart. FYRSTA FRUMSYN- ING 100. LEIKÁRS EF VÆRI ég gullfiskur heitir leikrit eftir Árna Ibsen sem verður fyrsta frumsýning á hundraðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur. Leikritið er farsi að frönskum hætti en með íslenskt inntak. Leikstjóri er Pétur Einars- son. Leikendur í sýningunni verða Ásta Arn- ardóttir, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurður Karlsson, Sóley Elíasdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Lýsingu annast Elvar Bjarnason. Halga I. Stefánsdóttir hannaði búninga og Sigurjón Jóhannsson leikmynd. Frumsýning verður föstudaginn 13. sept- ember kl. 20 á stóra sviði Borgarleikhússins. EF VÆRI ég gullfiskur eftir Árna Ibsen er farsi að frönskum hætti. Halldóra Geirharðs- dóttir og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sínum. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS BJÖRK OG CAPUT- HÓPURINN TILNEFND BJÖRK OG CAPUT-hópurinn verða tilnefnd til tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs á þessu ári frá Islandi. Árni Harðarson, for- maður tilnefningarnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að bæði hin tilnefndu veru vel að henni komin. „Það þarf í sjálfu sér ekki að kynna Björk en hún hefur rofið ýmis landamæri í tónlistinni og sýnt mikla fjölhæfni í tónlist- arstílum. Caput-hópurinn hefur áunnið sér mikla virðingu í tónlist- arheiminum, bæði hérlendis og erlendis; hann hefur lengi verið í fremstu röð lítilla hljómsveita og sérstaklega í flutningi á nútíma- tónlist. Það var orðið tímabært að þau hlytu tilnefningu.“ Tónlistarverðlaunum Norður- landaráðs er úthlutað annað hvert ár, til skiptis til tónskálda og tón- listarflytjenda eins og nú. Þetta er í annað sinn sem Björk er til- nefnd til verðlaunanna en hún fékk einnig tilnefningu fyrir tveimur árum. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súr- realistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjaival í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. októ- ber. Gerðuberg Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur til 6. október. Sjónarhóll Sýn. á verkum Brynhildar Þorgeirsdóttir til 6. október. Listhús 39 Árni Rúnar sýnir til 25. september. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Hafnarborg Arngunnur Ýr sýnir til 16. september. Helga Magnúsdóttir sýnir í Sverrissal til 15. september. Gallerí Fold Gréta, Elsa Margrét Þórsdóttir sýnir til 15. september, Þórdís Elín Jóelsdóttir sýnir í kynningarhorni til sama tima. Gallerí Greip Valgerður Guðlaugsdóttir sýnir. Gallerí Stöðlakot Hrefna Lárusdóttir sýnir akrýlmyndir til 8. september. Gallerí Listakot Guðrún Þórisdóttir sýnir. Gallerí Sólon Islandus Guðrún Guðjónsdóttir sýnir til 18. septem- ber. Við Hamarinn Bjarni Sigurbjörnsson sýnir til 22. septem- ber. Gallerí Hornið Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir ti! 18. sept- ember. Norræna húsið KOM grúppan, íslenskir og japanskir lista- menn sýna til 8. september. Nýlistasafnið Kaldal - aldarminning_ til 15. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Siguijóns. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffi- stofan á sama tíma. Hornstofan Laufásvegi Vefnaðarsýning til 8. september. Myndás Ljósmyndasýning Lárusar S. Aðaisteins- sonar til 20. september. Gallerí AllraHanda - Akureyri Þórey Eyþórsdóttir sýnir til 23. sept. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýnendur í september: í sýniboxi: G. R. Lúðvíksson. I barmi: Einar Garibaldi Eiríks- son. Berandi er: Bruno Mussolini. TONLIST Laugardagur 7. september Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi; Jonathan Brown orgelleikari frá Cambridge á Englandi. Clare College Chap- el Choir frá Cambridge á Englandi í Skál- holtskirkju kl. 17. Stjórnandi Timothy Brown. Strengjasveit Tónlistarskólans í Keflavík í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17. Sunnudagur 8. september Clare College Chapel Choir frá Cambridge á Englandi í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Timothy Brown. Mánudagur 9. september Clare College Chapel choir í Cambridge á Englandi á tónleikum í Reykholtskirkju Borgarfirði kl. 21. Stjórnandi Timothy Brown. Þriðjudagur 10. september Síðustu sumartónleikar Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar verða í kvöld kl. 20.30; Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. LEIKLIST Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 14. sept, Sirkus Skara skrípó sun. 8. sept., Sumar á Sýrlandi lau. 7. sept. Borgarleikhúsið Stone Free lau. 7. sept. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 7. sept. Kaffileikhúsið Hinar kýrnar lau. 7. sept. Islenska óperan Galdra-Loftur ópera eftir Jón Ásgeirsson lau. 14. sept. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að biiiar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.