Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Qupperneq 11
4
DRAUMUR SÉRHVERS TÓNSKÁLDS
Caput-hópurinn vinnur
nú ósamt norska hljóm-
sveitarstjóranum Christ-
ian Eggen að upptöku ó
nýjum geisladiski með
verkum eftir danska tón-
skóldið Lars Graugaard.
ÞRÖSTUR HELGASQN
hitti Graugaard og Egg-
en að móli sem lýstu yfir
sérstakri ónægju með
Caput-hópinn sem þeir
telja í fremstu röð.
Graugaard er af yngri
kynslóð danskra tón-
skáida og hefur á síð-
ustu árum verið mjög
afkastamikill, sérstak-
lega við smíði kammer-
verka. Á geisladiskin-
um verða sex verk,
fjögur fyrir sinfóníettu og tvö fyrir litla kamm-
ersveit. Eggen er einn virtasti hljómsveitar-
stjóri Norðmanna um þessar mundir, einkum
fyrir starf sitt með Osló Sinfóníettu og Cikada-
hópnum sem er einhvers konar Caput Nor-
egs. Einleikarar eru Lionel Party semballeik-
ari og prófeesor við Juliard-tónlistarháskólann
í New York og Sbigniew Dubik, sem er einn
af fiðluleikurum Caput-hópsins.
Feróalag um likamann
Eitt verkanna er sérstaklega samið fyrir
Caput-hópinn og tileinkað honum, en það nefn-
ist Body, Legs, Head. í þessu verki segist
Graugaard reyna að nýta alla eiginleika hljóm-
sveitarinnar. „Þetta verk er í einum þætti en
karakterinn í því er síbreytilegur. Að vissu
leyti lýsir það ferðalagi um líkamann. Það
minnir mig á afksaplega kléna Hollivúddbíó-
mynd sem ég sá sem unglingur. Hún fjallaði
um einhveija vél sem bjó yfir þeim galdri að
UPPTÖKUR tónskálda og
samtímamanna þeirra og
félaga af verkum þeirra er
eftirsóknarverð. Siík upp-
taka getur verið ómetanleg
heimild um áherslur í verk-
inu, hraða og samþættingu
tónmáls, þó að túlkun ann-
arra listamanna geti verið
jafngiid. Þannig myndu upptökur Beethovens
á sinfóníum sínum væntanlega þagga niður
allar deilur um hve hratt eigi að flytja þær,
en þær deilur blossa upp öðru hveiju, nú síðast
í kjölfar verðlaunaútgáfu Johns Eliots Gardin-
ers. Ekki er minna um vert að iðulega sömdu
tónskáldin fyrir félaga og samstarfsmenn og
því mætti mikið ráða af því að heyra upptökur
þeirra, ekki síst frá upphafi þessarar aidar
þegar píanósnillingar virtust á hverju strái.
Vandinn sem við er að glíma er aftur á móti
sá að þó sígild tónlist hafi lifað og þróast um
aldir er innan við öld frá því fyrstu plöturnar
voru teknar upp og því ekki nema lítilræði til
af upptökum með meisturum tónlistarsögunnar
eða samtímamönnum þeirra sem þekktu verk-
in frá fyrstu hendi.
Fyrir skemmstu hóf breska útgáfan Nimbus
að gefa út upptökur með verkum ýmissa tón-
skálda flutt af mörgum meisturum píanóbók-
menntanna, eins og Paderewski, Hoffmann,
Friedmann og fleiri píanósnillingum. Flestir
tóku þeir upp fyrir venjulegar plötur, en einn-
ig fyrir apparat sem var vinsælt í upphafi
aldarinnar, sjálfspilandi píanó.
Fyrsta sjálfspilandi píanóið kom á markað
í Þýskalandi 1904 og náði mikilli hylli. Helsti
píanóframleiðandi Bandaríkjanna, Aeolian fyr-
irtækið, var ekki lengi að átta sig á söluvæn-
leik slíkra tóla og hannaði nýja stafræna tækni
sem það kynnti og seldi í Bandaríkjunum
undir nafninu Duo-Art. Slík píanó náðu slíkum
vinsældum að árið 1925 seldust tæplega
200.000 píanó og ársvelta fyrirtækisins nálg-
aðist sextíu milljónir dala. Tæknin var í stöð-
ugri þróun og fremstu píanóleikarar þeirra
Morgunblaóið/Árni Sæberg
CHRISTIAIM Eggen, hljómsveitarstjóri, og Lars Graugaard, tónskáld, vinna ásamt Caput-hópnum að upptöku á nýjum geisla-
disk sem væntanlegur er á heimsmarkað f byrjun næsta árs.
geta minnkað hluti. Einhverra hluta vegna
var hún notuð til að minnka kafbát sem svo
sigldi um æðar mannslíkamans með smækk-
uðu fólki innanborðs. Tónverkið minnir mig á
þessa kafbátsferð um líkamann, frá fótum til
höfuðsins.
Verkið einkennist líka mjög af hreyfingu,
það er líkamlegur kraftur í því, fæturnir hreyf-
ast eins og við séum að spila tennis eða dansa.
Eins og þú heyrir er ég að upplifa ýmsa hluti
með verkinu mínu þessa dagana. Þannig er
það iðulega; maður þykist vera að vinna með
einhverja ákveðna hugmynd á meðan á samn-
ingu verksins stendur en þegar maður heyrir
það spilað vakna alls konar aðrar hugmyndir
eða minningar."
Eggen tekur undir að það sé mikiil kraftur
í verkum Graugaards. „Þetta tiltekna verk sem
hann samdi fyrir Caput-hópinn er sérstaklega
spennandi og mjög kröftugt. Það er mjög
dramatískt og hefur síbreytilegan takt. Það
er enda mjög erfitt í flutningi og reynir á
hljómsveitina."
Caput-hópurinn stendur framarlega
Báðir fara þeir Graugaard og Eggen mjög
fögrum orðum um Caput-hópinn og segja
hann með bestu sinfóníettum sem þeir hafi
unnið með. „Ég er mjög ánægður með að
hafa fengið tækifæri til að vinna með Caput-
LOFTKNÚNIR
LISTAMENN
Fyrirtæki keppast um að gefa út áður gleymdar
upptökur ýmissa fremstu hljóðfæraleikara sögunn-
ar. ARNI MATTHIASSON kynnti sér upptökurnar,
sem gerðar voru á pappír og spilaðar af vélum.
Ignaz IgnazJan Josef
Friedman Paderewski Hofmann
tíma voru margir samningsbundnir fyrirtæk-
inu sem nýtti sér yfirburði hennar gagnvart
78 snúninga plötum sem fólust meðal annars
í því að óhægt var að taka upp stærri verk á
plöturnar því þær rúmuðu ekki nema fjórar
mínútur á hvorri hlið.
Fimm árum síðar, í upphafí kreppunnar
miklu vestur í Bandaríkjunum, hrundi mark-
aður fyrir sjálfspilandi píanó á einni
nóttu. Slíkum píanóum, sem þurftu mik-
ið viðhald, hnignaði ört og áður en varði
var Aeolian fyrirtækið horfið af sjónar-
sviðinu. Eftir lá mikið safn af upptökum
fremstu píanóleikara sögunnar og
margra tónskálda og það er ekki fyrr en
á síðustu árum að þær hafa almennt
heyrst.
Merkar Gershwin-upptökur
Fyrir þremur árum gaf Electra No-
nesuch útgáfan bandaríska út disk með
upptökum George Gershwins á eigin verkum
sem hann lék inn á Duo-Art rúllur, þar á
meðal einstök útgáfa hans á Rapsody in Blue,
sem hefði aldrei náð á plötu vegna lengdar
verksins. Upptökurnar eru frá þriðja áratugn-
um. Electra Nonesuch notaði við útgáfu sína
svonefnda Pianola-vél, sem sett er við
Disklavier píanóið og síðan knúin með fót-
hópnum", segir Graugaard, „þetta eru af-
bragðs góðir tónlistarmenn og hljómsveitin
getur talið sig meðal þeirra fremstu í sinni
röð. Samstarfið hefur líka verið mjög gott og
gefandi. Þetta er auðvitað draumur sérhvers
tónskálds að hafa hljómsveit í þessum gæða-,.
flokki til að spila eftir sig ný verk. Einleikar-
arnir eru sömuleiðis mjög færir en verk mín
krefjast mjög mikils af hljóðfæraleikurunum.
Sömuleiðis er ég ánægður með að hljómsveit-
in hefur náð að gæða verkin sérstakri hlýju
og tilfinningu."
Diskurinn er væntanlegur á heimsmarkað
í bytjun næsta árs, gefin út af dönsku útgáf-
unni Kontrapunkt.
stigi. Disklavier píanóið, sem er í raun tölva,
hljóðritaði upptökurnar á diskiing og var síðan
flutt í tónleikasal í New York og lék þá eftir
disknum upptökurnar fyrir hljóðnema. Diskur-
inn fékk hvarvetna frábæra dóma og er bráð-
skemmtilegur áheyrnar, ekki síst fyrir útsetn-
ingar Gershwins á ýmsum dægurlögum. Nim-,
bus fór aftur á móti aðra leið í sinni útgáfu
og öllu umdeildari.
Nimbus er þekkt fyrir að fara ekki hefð-
bundnar slóðir í endurútgáfu og ákvað að
fara ekki bandarísku leiðina en notað þess í
stað sérstaka „spilavél" frá 1973 sem fyrir-
tækið endurbætti. Fyrstu diskarnir sem teknir
voru upp með slíkri tækni komu síðan út fyr-
ir skemmstu eins og áður er getið og fengu
misjafna dóma.
Pólskir
píanósnillingar
Fyrsta útgáfa í röðinni, sem fékk heitið The
Polish Virtuoso, er helguð pólskum píanólei-
kurum. Þrír fremstu píanóleikarar Póllands á
árunum fyrir stríð eru áberandi á disknum,
Josef Hofmann, Ignaz Friedman og sá fremsti
þeirra Ignaz Jan Paderewski, „Parísarljónið“,
sem átti einnig eftir að vinna sér orð sem
framúrskarandi tónskáld og naut meiri hylli
sem liljóðfæraleikari en dæmi voru um. Annar
diskur í útgáfuröðinni heitir The Grand Piano
Era og víst að mörgum þykir fengur að heyra
Ferrucio Busoni sjálfan leika útsetningu sína
á Chaconnu Bachs, en hann tók hana aldrei
upp á plötu. í þessum fyrsta skammti var einn-
ig diskur með leik Hofmanns á verkum Chop-
ins.
Eins og áður er getið þykir mönnum útgáf-
an mismerk; þannig finnur gagnrýnandi BBC
Music Magazine henni allt til foráttu og á
helst fyrir þá sök að honum finnst útgáfan*
flöt og laus við alla túlkun. Aðrir hafa farið
vægar í sakirnar og finnst eftirsóknarvert að
heyra í snillingunum þótt það sé einhvetjum
annmörkum háð, en afbragðshljómur hjálpi
veruiega upp á sakirnar.
<
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 1 1