Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Page 12
VESTURHLUTI Hafnarstrætis um 1900. PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON HAFNARSTRÆTI Hér hafa hjörtun borið harmasár og sorgir kvalið þyngri en tárum tæki. En huggun veitti lítið koggaglas - alsælu svartadauðaflaskan blíða. „Sjáið þennan Ietilýð“, fólkið kvað er skjögruðu um stéttir þínar rónarnir völtum fótum. Þá gleymdist oft að mörg er búmannsraunin harmabænda. Og þótt að ekki yrði á suma logið er hitt þó satt að allir bera sér í hjarta bernsku sinnar drauma Fagurey. ÞAR SEM nú er Hafnarstræti, elsta gata Reykjavíkur fyrir utan Aðalstræti, lá forð- um hluti aðalleiðarinnar að Reykjavíkur- jörðinni, í Hólmskaupstað (Örfirisey) og fram á Nes, vestur frá Arnarhólströðum og Læknum. Fyrr á öldum og raunar allt fram á þá síðustu, var hlaðinn gijótgarður í fjörunni frá Lækjarósnum og vestur að Grófmni, og skyldi hann veija Austurvöll ágangi sjávar. Leiðin lá sjávarmegin við garðinn. Þegar Innréttingamar hófu starfsemi sína, var reist austarlega við stíginn all- stórt geymsluhús úr torfi og gijóti. Þar stunduðu menn síðan kaðlagerð á vegum Innréttinganna. Var húsið þá kallað Rebsla- gerhuset eða Reipslagarahúsið. Dró stígur- inn nafn sitt af því, og nefndist Rebslager- banen eða Reipslagarabrautin. Þá er byggð óx við stíginn um aldamótin 1800 var farið að kalla hann Strandgaden eða Strandgötu. Þegar götum bæjarins voru gefin formleg nöfn, árið 1848, hlaut hann sitt núverandi heiti, Hafnarstræti. . Snemma á þessari öld varð Hafnarstræti aðsetur drykkjumanna, enda margar knæp- ur við götuna. Þá varð til orðið Hafnar- strætisróni. Knæpum þessum fjölgaði mjög ' á árum síðari heimsstyijaldar. Einn af þegnum Bakkusar í strætinu var Jón Kristófer kadett í Hernum, sem Steinn Steinarr gerði ódauðlegan í tveimur ljóða sinna, „Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn, stóð herinn á bryggjunni og söng“ og „Hjálpræðisherinn biður fyrirþeim synd- uga manni, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi kadett". Kristófersnafnið gaf Steinn reynd- ar Jónij rímsins vegna. Síðar meir ritaði svo Jónas Arnason samtalsbók við Jón, „Syndin er lævís og lipur“. Er það ein af merkari bókum þeirrar gerðar, sem ritaðar hafa verið á íslensku. Þar kemur m.a. fram, að í bernsku sinni dvaldi Jón hjá móðurbróður sínum og hans fólki í Fagurey á Breiða- firði. Til þess er vísað í lok ljóðsins. Ekki get ég stillt mig um að segja smá sögu af Jóni Kristófer, enda sýnir hún vel, að menn skyldu spara sér sleggjudóma um þá, sem gæfuleysið leiðir í strætið. Snemma á síðasta áratug, gekk ég einn góðviðrisdag fram á Jón, þar sem hann svaf á bekk á Lækjartorgi, skartklæddur eins og ævinlega og bar barðastóran og virðulegan hatt. Ég settist við hlið hans og vakti hann. Hann horfði á mig, langdrukkn- um augum og til að segja eitthvað, spurði ég, hvort eitthvað amaði að honum. „Já,“ svaraði Jón, „það er ekki lengur hægt að vera róni í Reykjavík.“ Sem vonlegt var, vildi ég vita, hver væri orsök svo válegra tíðinda. Svarið lét ekki á sér standa: „Það er ekki eftir einn eínasti maður í Strætinu, sem hægt er að ræða við um Eyrbyggju, hvað þá heldur Heimskringlu.“ Að svo mæltu hneig höfuð Jóns virðulega fram á bringuna og hann hélt áfram að hijóta framan í heiminn. P. H. L. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. SEPTEMBER 1996 FOÐUR- LANDSVINIR OG ÞJÓÐ- ERNISSINNAR EFTIRJÓN Þ. ÞÓR Huqleióinq um stöóu íslands oq íslendinqq í danska ríkinu á 1 8. oq 19. öld. Danskir sagnfræðingar hafa á undanfömum árum fengist mikið við rannsóknir á dönskum þjóðareinkenn- um, þjóðarvitund og þjóð- ernishyggju. Hefur margt verið gefið út um þessi efni í Danmörku, bækur og tímaritsgreinar, og er þar stærst ritröðin Dansk identitetshistorie, sem Ole Feldbæk, prófessor í hagsögu við Hafnarháskóla, ritstýrði. En þessi ritröð var engan veginn lokaorðið í rannsóknum á þessu sviði og fyrir skömmu birtist í danska blaðinu Weekendavisen viðtal við sagnfræðinginn Ove Korsgaard. Hann hef- ur að undanfömu unnið að rannsóknum á þjóð- ernisvitund Dana á 18. og 19. öld og þeim breytingum, sem á henni urðu, m.a. í ljósi þeirra breytinga, er urðu á danska ríkinu. Mun rit hans um þetta efni væntanlegt áður mjög langt líður. I viðtalinu setur Korsgaard fram athyglis- verðar hugmyndir - kenningar er kannski of mikið að kalla þær - sem vissulega eiga erindi við íslenska sagnfræðinga. Megininntak þess- ara hugmynda er að á 18. og 19. öld hafi Danir búið við tvennskonar þjóðernis- eða þjóð- arvitund, ef svo má áð orði kveða. A 18. öld- inni, og reyndar allt fram til 1864, var danska ríkið giska víðfeðmt og byggt fólki af mörgum þjóðemum. Hafði svo verið frá því á miðöldum. Hver þjóð átti sína menningararfleifð og hélt sínum menningarlegu sérkennum, án þess að ríkisvaldið - eða öliu heldur konungsvaldið - reyndi nokkuð til að draga úr þeim og skapa eina menningarlega heild. Á þessu skeiði var danska konungsríkið fjölþjóðlegt, í bestu merk- ingu þess orðs. Auk Dana, þ.e. Eydana og Jóta, bjuggu þar danskir og þýskir íbúar her- togadæmanna, Slésvíkur, Holtsetalands og Láenborgar, Norðmenn (fram til 1814), Færey- ingar, íslendingar og Grænlendingar. Allar bjuggu þessar þjóðir saman í sátt og samlyndi. Ríkið var ein stjórnarfarsleg og efna- hagsleg heild og innan hennar vann hver þjóð að eigin málum. Ekkert þótti t.d. eðlilegra en að Þjóðveijar í Holtsetalandi, Norðmenn eða íslendingar leggðu rækt við menningarleg sér- kenni sín eða reyndu að efla eigið atvinnulíf, eftir því sem þörf var á og best þótti henta í hveiju landi. Það braut engan veginn í bága við þau grundvallaratriði, sem ríkisheildin byggðist á, og skaðaði hana ekki. Og oft reyndu stjórnvöld í Kaupmannahöfn að ýta undir menningarstarfsemi og þær athafnir í atvinnu- málum, sem til framfara þóttu horfa í hjálend- unum. Þeir, sem þar bjuggu, voru þegnar Danakonungs, en ekki Danir. Þeir tilheyrðu öðrum þjóðum ríkisins og þótti bæði sjálfsagt og eðlilegt að þeir vildu hag eigin föðurlands sem mestan, væru föðurlandsvinir. Á 19. öldinni tók þetta að breytast og þeg- ar kom fram yfir 1830 óx þjóðhyggjunni fylgi. í henni fólst, að fæðingarstaður og tungumál skiptu æ meira máli í hugum fólks en ríkisborg- araréttur og þá var þess skammt að bíða að sneiðast tæki af danska ríkinu. Noregur var klofinn frá því árið 1814 og færður Svíum, þótt hvorki Norðmenn né Danir hefðu óskað eftir því. Um 1830 fóru þjóðemissinnar, sem vildu losa um tengslin við Danmörku og fá meira sjálfstæði, að láta meira að sér kveða í hertogadæmunum. Árið 1848 kom til styijald- ar, sem stóð í full þijú ár, til 1850. í dönskum sagnaritum eru þau átök tíðast nefnd treárskr- igen, þriggja ára stríðið, en íslendingar hafa lengst af þessari öld litið á þau sem stríð þý- skra Holtseta gegn dönskum yfírráðum. Féll það álit vel að skoðunum þeirra íslendinga, sem um þessi mál fjölluðu á fyrri hluta þessar- ar aldar, og hafa mótað söguskoðun megin- þorra þjóðarinnar framundir okkar daga. Þriggja ára stríðið var í raun ekkert annað en borgarastyijöld og í áðurnefndu viðtali í Weekendavisen líkir Ove Korsgaard þróun mála í samskiptum Dana og íbúa hertogadæm- anna á þessum árum við það, sem gerst hefur á Balkanskaga á síðustu árum. Hér skal eng- inn dómur lagður á þá samlíkingu, en hitt er víst að þama börðust danskir þegnar hvorir við aðra. Styijöldinni lauk án þess niðurstaða fengist og árið 1864 blossuðu átökin upp að nýju. Þá fóru Prússar fyrir Holtsetum og danski herinn mátti sín lítils. Danir misstu hertoga- FRÁ konungskomunni 1907. Þá voru komnir nýir og breyttir tímar, en alla 19. öldina virðast landsmenn hafa litið á sig sem hluta dönsku ríkisheildarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.