Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIM.l \BI \t)SI\S - MI \\l\(,/I ISHIt 37. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Jökulgil liggur til suðausturs frá Landmannalaug- um. Þetta er þó eiginlega ekki gil, heldur miklu fremur grunnur dalur sem þrengist eftir því sem innar dregur, uns hann hverfur í Torfajökul. Gil þetta er víð- frægt fyrir litadýrð og furðulegar berg- myndanir. Sunnan við Jökulgil liggur Torfajökull sem er um 15 ferkílómetrar að flatarmáli og 1190 m hár yfir sjó. Margar þjóðsögur voru fyrrum tengdar svæðinu kringum Torfajökul og þó eink- um Jökulgili, en um miðja 19. öld, þegar farið var að draga nokkuð úr útilegu- mannatrúnni, tóku duglegir menn sig til og könnuðu allt gilið. Greinin um nágrenni Torfajökuls er eftir Jón R. Hjálmarsson. Forsíóumyndina og myndino ó bls 8-9 tók RAX Morð áttu sér líka stað í hinu fámenna bænda- samfélagi fyrri alda á Islandi og meðal morðingja á Axlar-Björn sér ekki hlið- stæðu. Talið er víst að hann hafi drepið 9 manns, en þeir voru hugsanlega fleiri sem féllu fyrir hendi Björns. Um þennan sögufræga morðingja skrifar Arnaldur Indriðason. Helsinki höfuðborg Finnlands er borg andstæðna, þar sem austur og vestur, fortíð og nútíð, tækni og náttúra renna saman í eina heild. Borgin verður ein af níu menningarhöfuð- borgum Evrópu árið 2000, líkt og Reykja- vík. Menningarlíf er blómlegt í borginni og mikill hugur í heimamönnum eins og Orri Páll Ormarsson segir frá. Norrænir músíkkdagar verða á Islandi dagana 25. september til 1. október. Von er á um 80 erlendum tónskáldum, hljóðfæraleikur- um, söngvurum og hljómsveitarstjórum til landsins af því tilefni, auk þess sem fjöldi íslenskra tónlistarmanna kemur fram. Alls mun á sjöunda tug tónverka eftir jafnmarga höfunda, þar á meðal mörg af helstu tónskáldum Norðurlanda, hljóma á hátíðinni. ROBERT BURNS ÞVÍ SKAL El BERA HÖFUÐ HÁH? Steingrímur Thorsteinsson þýddi Því skal ei bera höfuð hátt í heiðurs-fátækt, þrátt fyr’ allt? Svei vílsins þræl; - þú voga mátt Að vera snauður þrátt fyr allt, Þrátt fyr allt og þrátt fyr allt, Þreytu, strit og baslið allt, Allt hefðarstand er mótuð mynt, En maðurinn gullið þrátt fyr allt. Þó fæðið okkur fáist spart Og flíkur aumar, þess kyns allt, En flónum matsæld, mungát, skart, Er maður maður, þrátt fyr allt, Þrátt fyr allt og allt og allt, Ofskraut, fordild, þess kyns allt, Hver heiðursmaður, allslaus eins, Er á við konung þrátt fyr allt. Sjá lávarðs-durginn darka um láð Með dramb ogglys og þess kyns allt, Þó mannmergð stórsé honum háð, Er herrann glópur þrátt fyr allt. Þrátt fyr allt og allt og allt, Alstimt brjóst og þess kyns allt, Hver ágæt sál, í anda frjáls, Mun að því hlæja þrátt fyr allt. Robert Burns, 1759-96, var skoskt Ijóðskóld og eitt dóðasta Ijóöskóld sinnar þjóð- ar fró upphafi. Yrkisefni hans eru oft hversdagslegt líf venjulegra manna, en þar að auki orti hann ódeiluljóð og frósagnaljóð. „NOSTALGIA DANICA“ RABB EG ER VARLA einn um að veita því eftirtekt hve önnum kafinn hópur ritgerðasmiða um stjórnmálasögu er við það verkefni að uppfræða lesendur helstu bókmenntatímarita í landinu um svonefnda þjóð- ernisstefnu. Er augljóst að höfundum er málið hugleikið. Þeim ertals- vert niðri fyrir. í þessum ritgerðum er ýmsan gagnlegan fróðleik að finna án þess að um nýmæli sé að ræða, því að mikið er um upprifjun al- kunnra staðreynda. Á það ekki síst við um það sem snertir upphaf þjóðernisstefnu í Evrópulöndum (pólitískrar og menningar- legrar) á ofanverðri 18. öld, vöxt hennar og áhrif á 19. og 20. öld, þegar hennar gætir á íslandi. En fleira er í farteskinu. Því fer fjarri að frásagnarblærinn í heild eða skiln- ingur á efni og gildisinntaki þjóðernisstefnu sé svo hlutlægur sem hægt er að krefjast af fræðimönnum. „Þjóðernisstefna" („na- sjónalismi“) er ekki einhlítt orð til skilnings. Hugtakið er illa skilgreint, enda notað jafnt um heilbrigða þjóðrækni og þjóðernisremb- ing. Orðið þjóðernisstefna er útþvælt og marklaust, óhæft sem fræðilegt hugtak í íslensku. Eins og frásagnarblænum er háttað læðist að manni grunur um að sá hópur sem mest ber á í þessum skrifum og viðtölum við ijöl- miðla sé eins konar fóstbræðralag um einn efnisskilning, sem gæti sem hægast alið af sér þá viðbótargrunsemd að verið sé að smíða dægurpólitískt vopn, búa til pólitíska kenn- ingu, draga saman föng í áróðursboðskap í stjórnmálum líðandi stundar. Tilgangurinn kynni að vera sá að taka þátt í því að marka rækileg tímamót í íslandssögunni, tímamót sem fælust í því að hreinsa alla pólitík og pólitísk viðhorf af áhrifum og einkennum, sem kenningasmiðir þessir telja runna af rótum „þjóðernisstefnu", þjóðræknisviðhorfa. Eink- um skiptir þessa menn máli að uppræta póli- tíska þjóðrækni, viljann til að viðhalda sjálf- stæði og fullveldi þjóðríkisins. Nú er ekkert við því að segja, þótt fólk í lýðfijálsu landi láti uppi skoðanir sínar. Og það er vissulega gott ef menn hafa kjark til að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Vel má fallast á það að þjóðernisstefnan (svo ég noti það óviðfelldna orð) sé í mörgum greinum helguð af vanabundnum skilningi og engin vanþörf á að endurskoða margt sem snertir efni hennar og viðhorf. Þeir sem vilja andæfa fullyrðingum um alvonsku þjóð- ernisstefnu ná ekki árangri með því að beita afturhaldsrökum eða væna menn um pólitísk helgispjöll. Umræðan batnar ekkert við það að svara öfgum með öfgum. Þar fyrir er engin ástæða til að láta sér sjást yfir að þessi umræða er pólitísk í víðum skilningi þess orðs. Hún kemur stjórnmálamönnum við. Stjórnmálamenn eiga að viðurkenna, að þrátt fyrir allt er þeirri pólitísku og menning- arlegu þjóðræknisstefnu, sem 20. aldar menn hafa litið á sem hyrningarstein íslenskra stjórnmála, hollt að gangast undir gagnrýna endurskoðun í aldarlokin. Enga ástæðu sé ég til að efast um, að íslensk þjóðræknishefð i stjórnmálum og menningarmálum stæðist þá endurskoðun, ef reynd væri. Þar með er ekki sagt að sjá megi fyrir, að slík endurskoðun fari fram. Efast má um að vel ári fyrir endurnýjun jákvæðrar þjóð- ræknisstefnu eins og komið er. Tíðarandinn er henni í ííestu andsnúinn. Þeim stjórnmála- mönnum fækkar óðum sem hafa einurð og nennu til þess að halda fram viðhorfum póli- tískrar þjóðrækni hvað þá að þeim detti eitt- hvað í hug til þess að renna undir hana stoð- um sem hæfa nýjum tíma. Eins og hugsjóna- vandi stjórnmálamanna og ráðaleysi opin- berast því meira sem þeir missa völd og áhrif til annarra, má fullvíst heita að andúð á „sveitamannslegri" þjóðrækni, þjóðlegri íhaldssemi, vaxi þeim mun fremur. Er engan veginn óhugsandi, að fram undan séu býsna afgerandi tímamót. Þá verða aldamót í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Og allt skal þetta gerast í nafni alþjóðlegrar viðskipta- hyggju sem smám saman hefur verið að ávinna sér virðingu og mannheill og ætlað er að fylla tómarúm glataðra hugsjóna. Þetta umrót tímamótanna er hafið og þess sjást víða merki í andlegu lífi Íslendinga ekki síð- ur en stjórnmálum. En aldahvörfin munu að líkindum fara friðsamlega fram. í ís- lenskri þjóðmálaumræðu hefur sjaldnast ver- ið mannháskanum fyrir að fara, en þeim mun meira af grófum munnsöfnuði og mein- ingarlausum gálgahúmor þegar stóryrðum sleppir. Þannig er íslenskur ritháttur og umræðumenning. En hvað er þessi þjóðernisstefna sem greinasmiðum virtra tímarita verður svo tíð- rætt um? í upphafi þessa stutta rabbs var á það bent að orðið er ekki einhlítt til skilnings, enda svo útjaskað af ofnotkun um hin ólík- ustu fyrirbæri að skýrri skilgreiningu verður ekki komið við. Orðið þjóðernisstefna finnst ekki í frumútgáfu Blöndalsorðabókar (1920- 1924). En þar má finna orðin þjóðernishreyf- ing og þjóðernisvakning. í Viðbæti við orða- bók Blöndals (1963) kemur fyrir orðið þjóð- ernisstefna. Þá er orðið talið merkja: 1. nati- onal politik; 2. nazisme. Þessi orðskýring gefur glögga mynd af teygjanleika merking- arinnar og styður þá fullyrðingu að orðið sé ónothæft fræðihugtak. í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs (1984) er orðið nationalism skýrtþannig: 1. þjóðernisstefna, 2. þjóðræknisstefna, þjóðernisrembingur, 3. sjálfstæðishreyfing; sjálfstæðisstefna, 4. (í listum o.þ.l.) sú stefna að nota, draga fram eða leggja áherslu á þjóðleg sérkenni. Hér ber allt að sama brunni. Merkingarsvið umrædds orðs er teygt í allar áttir. Af þeim orðum sem hér hafa verið talin upp svarar 19. aldar orðið „þjóðernisvakning" betur en nýyrðið þjóðernisstefna til þess skiln- ings sem íslenskir 19. og 20. aldar menn lögðu á dönsku orðin national bevægelse og national vækkelse. Sjálfstæðishreyfing er einnig viðkunnanlegt orð um þá pólitísku þjóð- rækni sem setti mark sitt á 19. og 20. öld. En umfram allt mótaðist hin þjóðlega stefna á þessum tíma (í stjómmálum og menningar- málum) af þjóðrækni og færi því best á því að tala um þjóðræknisstefnu þegar átt er við hinn hófsama íslenska nasjónalisma. Sem betur fer kalla nútíma-íslendingar sig menn með mönnum. Þeir eru ekki sá vesældarlýður sem þeir áttu að hafa verið á 18. og 19. öld og er afþreyingarefni í fjöl- miðlum að draga upp í máli og myndum (með aðstoð ferðabóka breskra aðalsmanna) til að sýna mun aldarfarsins þá og nú. En hafi íslendingar verið mestu aumingjar í heimi fyrir 200 árum og lengi fram eftir, en búi sig nú undir að taka að sér að stjórna stórum heimspörtum ef ekki heiminum öll- um, þá má rekja þessa manndómsþróun til þeirrar andlegu og pólitísku vakningar sem kviknaði fyrir u.þ.b. 170 árum (að einhverju leyti fyrr). Að ætla að kalla þá vakningu og sjálfstæðisbaráttu, sem í hönd fór, sama nafni og þýskan nasisma eða balkanska þjóð- ernishreinsun, þá bendir það ekki til heil- brigðrar dómgreindar þeirra sem þannig tala. íslensk sjálfstæðisbarátta beindist að sjálfsögðu gegn danskri stjórn á íslandi. Sú barátta var þó hófsöm og konungholl fram að síðari heimsstyijöld.Hún stjórnaðist sjald- an af djúpu Danahatri. íslendingar vildu fyrst og fremst auka svigrúm í landinu fyr- ir sjálfa sig. Sjálfstæðishreyfingin færði út kvíarnar eftir því sem á leið. íslenskt þjóð- ríki var stofnað 1918. Lýðveldið kom síðar til sögunnar. Þá var lokið konungshollustu íslendinga. Nú segja ýmsir að þjóðríkið hafi gengið sér til húðar. Sá boðskapur hefur vaxandi hljómgrunn að íslendingar eigi að gangast að fullu undir stjórnskipun af Bandaríkja- kyni. Sú skoðun verður þó ekki rökstudd með brenglaðri fortíðarþrá eftir Danaveldi eða tímaskekkjum af viðlíka tagi. Nostalgia danica er vondur sjúkdómur. INGVAR GÍSLASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.