Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 15
HVERSLAGS MANNA- BYGGÐ ER ÞESSI BORG? LEIKLIST Ilöfðaborgin í Ilafnarhúsinu „GEFIN FYRIR DRAMA ÞESSIDAMA ..." Höfundur: Magnús Þór Jónsson (Megas). Leik- stjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikari: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikmynd og lýsing: Egill Ingi- bergsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir. mjóðmynd: Hörður Bragason. Hönnun: Krislján Jónsson. Hvíslari: Kristin Sigríður Hall. Kvikmynd: Guðni í Pluton og Páll Óskar Hjálmtýsson. Skyggnur: Egill Ingibergsson. Fimmtudagur 19. september. UNNENDUM leikhúss var á fimmtu- dagskvöldið boðið upp á nýjan einleik Meg- asar í nýju rými í miðborginni, „Höfðaborg“ á jarðhæð Hafnarhússins við Tryggvagötu. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja og inni í hráu rýminu hefur verið komið fyrir leikhúsi sem er klætt notuðum flíkum okkar neysluþjóðfélags- þegnanna. Nokkuð ber á milli í heimildum um aðdraganda leikverks þessa. Á annað borð er sagt að einleikur- inn sé skrifaður að beiðni og fyr- ir aðalleikkonuna, á hitt að hann sé unninn upp úr óbirtum smá- sögum höfundarins. Hvort sem er gildir einu, en augljóst er að frá höfundarins hendi saman- stendur verkið að mestu leyti af einræðum sem eru í sjálfu sér ekki leikrænar. Það að verkið stendur fyrir sínu á leiksviði ber að þakka leikstjóra og leikara. Þetta ber þó ekki að skilja sem gagnrýni á texta höfundar. Meg- as hefur sýnt á undanförnum áratugum að hann er mikill.meist- ari íslenskrar tungu. Enginn nú- lifandi höfundur íslenskur kemst TONLIST Sígildir diskar GRETSJANINOFF Alexander Tikhonivitsj Gretsjaninoff: 1. Sin- fónía Op. 6; Snjóflygsur, Op. 47; Missa Sancti Spiritus f. kór & orgel Op. 169. Ludmila Kuz- netsova MS, Tatjana Jeranje A; Rússneska rík- issinfóniukórinn og Ríkissinfóníuhljómsveit Rússlands u. stj. Valéríj Poljanskíj. Chandos CHAN 9397. Upptaka: DDD, Moskvu 1995. Lengd: 68:46. Verð: 1.499 kr. FÁBREYTNI í vöruframboði hefur viljað verða hlutskipti lítilla markaðssvæða, og hafa íslenzkir hljómplötukaupendur þurft að sæta því ekki síður en aðrir neytendur. Þegar við bætast langar aðfærsluleiðir, hljóta innflytjendur oftar en ekki að falla í þá freistni að sniðganga jaðarsmekk og veðja á samnefnarann. Þó að of einfalt væri að kenna þá áráttu við eftirhreytur af kaupauðgistefnu einokunartímans - að selja sem fæstum sem minnst á sem hæstu verði - þá virðist ávallt mannleg náttúra vilja hafa sem mest upp úr sem minnstri fyrirhöfn. Hver kannast ekki við brandar- ann um kaupmanninn sem kvartaði ar- mæðulega um að hafa orðið að hætta við ákveðna vöru: „það þýddi ekki - þetta rauk út jafnóðum!“ Þrátt fyrir ástundun og fagþekkingu ein- stakra plötubúðarrekenda stefndi allt í sjálf- heldu á 8. áratug í Reykjavík. Hækkandi plötuverð, minnkandi úrval og fjölgandi innkaupaferðir safnara til útlanda leiddu til sífellt færri titla. En svo kom geisladisk- urinn (um 1982), tilboðsplötumerki eins og Naxos, og nýju útgáfurnar sem þorðu að veðja á gleymdu smámeistarana. Og - eins og margir kaupendur uppgötvuðu, er diska- verðið datt niður í þriðjung og menn fóru að taka áhættu og halda á vit hins óþekkta - þá eru smámeistararnir salt hvers plötu- safns: spennandi, óvæntir - og skilnings- víkkandi viðmiðun við stórmeistarana. með tærnar þar sem hann hefur hælana í að skapa ritmál sem hæfir þessum síðustu og verstu tímum. Það stirnir á gullmolana í textanum, þarna ægir saman nýjum heit- um, kenningum, orðtökum og málsháttum. Þetta er hentug aðferð til að njóta orðgnótt- ar Megasar, áhorfendur geta hallað sér aftur í sætin og látið holskefluna bijóta á sér. Sigrún Sól stendur sig afburða vel í að koma verkinu til skila. Hún bregður sér í allra kvikinda líki - t.a.m. í nokkurs konar brúðuleik - mest er vægi nokkurra kvenper- sóna sem líkamnast í ræstingastúlku einni. Best tekst henni upp í hlutverkum Guðríð- ar, bóndadótturinnar og sláturhússtúlkunn- ar, enda textinn þar samkvæmastur sjálfum sér við að byggja upp og skapa trúverðuga persónu. í hlutverki Snótar bar nokkuð á óöryggi í byijun en túlkun Sigrúnar Sólar vann á eftir því sem leikkonan komst í ham. Hlutverk glansritstýrunnar takmark- Framboðið í stærstu hljómplötuverzlun- um landsins hefur líklega aldrei verið meira en nú, þótt alltaf megi betur ef duga skal (sérstaklega í stofutónlist). Þannig er manni til efs, að „smálax“ á borð við Alexandr Tikhonovitsj Gretsjaninoff (Grechaninov á ensku) hefði nokkurn tíma komizt í verzl- anahillur hér fyrir 20 árum. Reyndar bætti ekki úr skák, hvað þáverandi plötuforlög voru rög við að gefa hann út, eins og sést af því, að öll þrjú verk þessa disks eru hér hljóðrituð í fyrsta sinn, ef trúa má Chandos- fyrirtækinu. Gretsjaninoff (1864-1956) var kunnastur fyrir kirkjutónlist sína, en átti þó í útistöð- um við rétttrúnaðarkirkjuna, m.a. fyrir að nota hljóðfæri, en það var harðbannað inn- an a cappella kórhefðar rússneskrar kirkju. Annars var hann alhliða tónskáld, fremur íhaldssamur og mótaður af gullaldartón- skáldunum Tsjækofskíj, Borodin og Muss- orgskíj fremur en af kennara sínum Rimsky Korsakoff. Hann varð háaldraður og lézt í New York 1956 eftir 17 ára dvöl þar í landi; þar áður bjó hann í París frá 1925. Alls samdi Gretsjaninoff 6 sinfóníur. Sú fyrsta er í ekta slavnesk-rómantískum anda og getur þess utan minnt svolítið á Síbelíus hér og þar (ef það er þá ekki öfugt). Söngva- flokkurinn Snjóflygsur er heillandi safn smámynda úr heimi barnsins og bera ekki minni vott um innlifun í hug smáfólksins en Des Knaben Wunderhorn Mahlers og Gæsamamma Ravels. Missa Sancti Spiritus fyrir blandaðan kór, einsöngvara og orgel er öll á fremur lágstemmdum nótum, en engu að síður innileg og falleg tónlist, er ber merki bæði trúarlegrar hlýju og fijáls- lyndis. Kórinn er mjög góður, enda Poljanskíjj ast af því að hún er stereótýpa en Sigrún Sól náði að gefa hlutverkinu kraft þó að á dýptina skorti. Skúringadaman verður nokkuð flöt í samanburði við þær litríkari og raunsæ túlkun leikkonunnar stingur nokkuð í stúf við þann anda sem svífur annars yfir vötnum. Það er greinilegt að leikstjóri og leikkona hafa gert sitt ýtrasta til að gefa þessum persónum líf og það tekst með ólíkindum. Verkið, sem er með lengstu einleikjum, nær þannig vel til áhorfenda og það er hvergi dauður punktur. Áhrifamikil hljóðmynd, skemmtilega hönnuð ljós, búningar og leik- munir hjálpa til að byggja upp viðeigandi andrúmsloft og yndisleg stuttmynd Páls Óskars og Guðna er punkturinn yfir i-ið. í heildina er þetta sýning sem krefst mikils af áhorfendum hvað einbeitingu og úthald snertir en þeir uppskera ríkulega í listrænni upplifun. Sveinn Haraldsson margverðlaunaður fyrir kórstjórn, nema hvað söngurinn á stundum til að lafa neðan í tóni, og er það óskiljanlegt. Spilamennsk- an í hljómsveitarverkunum þar á undan er hins vegar hvorki meira né minna en frá- bær. Gretsjaninoff fær á þessum diski ekki bara frumflutning, heldur toppflutning. Upptakan er bæði skýr og safarík. BARTÓK 4 liljómsvcitíirstykki Op. 12; Konsert fyrir iiljómsveit. Sinfóníuhljómsveitin í Chicago u. stj. Pierre Boulez. Deutsche Grammophon 437 826-2. Upptaka: DDD, Chicago 11- 12/1992. Lengd: 59:59. Verð: 1.899 kr. ÓPERU- NÁMSKEIÐ TÓM- STUNDA- SKÓLANS TÓMSTUNDASKÓLINN býður upp á óperunámskeið í vetur í samvinnu við íslensku óperuna. Námskeiðin verða þijú, eða jafnmörg þeim verk- um sem verða frumsýnd í íslensku óperunni í vetur, en þau eru Galdra- Loftur, Master Class með Callas og Káta ekkjan. Leiðbeinandi verður Garðar Cortes, óperustjóri íslensku óperunnar. Að sögn Andrésar Guð- mundssonar, skólastjóra Tóm- stundaskólans, er hugmyndin á bak við þessi námskeið sú að þau geti orðið eins konar lykill að óperunni. „Þetta listform er mörgum ansi framandi, enda tiltölulega stutt síðan íslendingar komust í kynni við það. Það er því ætlunin að reyna að opna fólki sýn inn í þennan heim, kynna því höfundana, hvernig þeir vinna, verkin þeirra og hvernig þau eru sett upp á svið.“ Hvert námskeið stendur í þijú kvöld. Á fyrsta kvöldinu verður farið í höfund verksins sem námskeiðið snýst um. Á öðru kvöldi verður fjall- að um verkið, bæði söguþráð og byggingu, efnislega og tónfræðilega. Á þriðja kvöldi verður svo farið í heimsókn niður í Islensku óperuna og skoðað hvernig verkið er sett upp, hvernig óperusýning fer fram. Að endingu býðst svo þátttakendum sérstakur afsláttur á sýninguna sem námskeiðið fjallaði um. Fyrsta námskeiðið mun fjalla um Galdra-Loft eftir Jón Ásgeirsson og hefst 26. september. HVAÐ sem mönnum finnst um Béla Bartók (1881-1945), þá dytti fáum í hug að kalla hann smámeistara. Öðru nær; framsækni hans út frá rótum þjóðlagahefð- ar er einstæð í tónlistarsögunni, og tón- smíðaframlag hans eitt hið frumlegasta sem um getur á okkar öld. Stíll Bartóks og tónamál voru lengi að kristallast, en síðustu áratugi ævinnar komu frá honum sum mestu snilldarverk tónbók- mennta á okkar tímum, og meðal þeirra er Konsertinn fyrir hljómsveit, er hann samdi að beiðni hljómsveitarstjórans Sergeis Ko- ussevitzkys í New York 1943. Mikið ku hafa verið látið með innspilun gömlu framúrstefnukempunnar Pierre Bo- ulez á Hljómsveitarstykkjunum og Konsertn- um fyrir hljómsveit. Ég skil það ekki nema að hluta - nefnilega hvað varðar hinn nafn- togaða skýrleika sem einatt stafar af stjórn- un Boulez, og sem t.d. gerði að verkum, að menn heyrðu allt í einu línur og innraddir sem aldrei höfðu heyrzt áður gegnum þykk- ildislegt hljómgerði Wagners, þegar maður- inn tók að sér að stjóma hljómsveitinni í hinni rægðu og rómuðu uppfærslu Chérauds á Hringnum í Bayreuth 1976. Skýrleikinn - má til sanns vegar færa - er samur við sig. En miðað við ýmsar eldri upptökur á þessu dáða meistaraverki sem maður hefur heyrt gegnum tíðina, m.a.s. með sömu hljómsveit (undir sprota Soltis), finnst manni einhvern veginn skorta skáld- skap í annars tæknilega séð lýtalítilli túlkun Chicago-sveitarinnar. Leikurinn verkar undarlega daufur og vélrænn; hljómar líkt og úr fjarlægð, og ekki bara líkamlega. Hér vantar meiri tilfinningasnerpu, sál og skap. Það er eins og sveitin sé ekki orðin almennilega heit fyrr en í lokaþættinum, og áherzlur og staccato fram að honum virðast af furðu skornum skammti. „Hljómsveitarstykkin" (Orchestral Piec- es) ijögur frá 1912 voru fyrst orkestruð níu árum síðar. Bartók bjó við nokkurt andstreymi um þetta leyti og sá ekki fram á að fá þau flutt, enda stefndi stíll þeirra allhressilega fram úr flestu sem þá viðg- ekkst í Austurrísk-Ungverska keisaraveld- inu; t.d. sver scherzóið sig fremur í ætt við „villimannamúsík“ frumstæðishyggjuverka eins og Vorblóts Stravinskys og Skýþíu- svítu Prokoféffs en við stofuhreina siðvínar- klassíska kliðmýkt. Sennilega komst Bartók aldrei nær því að semja sinfóníu en með þessu verki (að námsverki með því heiti í Es-dúr frá 1902 undanskildu); kannski vantar bara nafnið eitt þar upp á. Þó að maður hefði fremur kosið að fá Tónlist fyrir strengi, slagverk og celestu til meðlætis við Hljómsveitarkon- sertinn, eins og nú mun orðið algengt, þá er engum blöðum um að fletta, að „Stykk- in“ eru áhrifamikið verk, líklega meðal fyrstu snilldarstrika Bartóks í orkestrun utan leiksviðstónlistar. Og ef veldur ekki viðmiðunarleysi, þá er ég ekki frá því, að spilamennskan sé öllu skapmeiri þar en í Konsertnum. Ríkarður Ö. Pálsson Magnús Þór Kolbrún Sigrún Sól Jónsson Halldórsdóttir Ólafsdóttir. SALT í SAFNIÐ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.