Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 16
^ / r FYRSTI TONLISTARSALUR LANDSINS RIS I KOPAVOGI BLAÐ BROTIÐ • • ISOGU ÍSLENSKRAR MENNINGAR Vonir standa til aó framkvæmdir vió nýjg menning- armiðstöð í Kópavogi hefjist ó næsta óri. Mun mið- stöó þessi valda straumhvörfum í sögu íslenskrar menningar en þar verður fyrsti salurinn, sem hann- aóur er sérstaklega meó tónlistarflutning í hugg. ORRI PÁLL ORMARSSON hitti Gunnar Birgisson bæjarfulltrúa í Kópavogi aó móli en hugmyndin að miðstöðinni er runnin undan rifjum hans. HINNI nýju menning- armiðstöð Kópavogs, sem rísa mun á gjár- bakkanum milli Hamra- borgar og '^orgarholtsbrautar, austan við Gerðarsafn, listasafn bæjarins, verður skipt í tvo hluta; annars vegar tónlistarskóla og tónlistar- sal og hins vegar bókasafn og náttúrufræðistofu. Aætlaður kostnaður við fyrrnefndu bygg- inguna, sem fyrirhugað er að Ijúka fyrst, er 250-300 milljónir króna en 130-140 milljónir króna Gunnar Birgisson við hina síðarnefndu. Tengiálma mun sam- eina byggingarnar sem verða um 3.000 fer- metrar að gólffleti. Hugmyndin að menningarmiðstöðinni á upptök sín hjá Gunnari Birgissyni bæjarfull- trúa. Bindur hann verulegar vonir við mið- stöðina og vonar að hún eigi eftir að efla menningarlífið í Kópavogi á sama hátt og Gerðarsafn gerði á sínum tíma. Gunnar kveðst fyrst hafa varpað hug- myndinni um byggingu menningarmiðstöðv- ar fram í bæjarstjórn árið 1993 en fram- kvæmdir við Gerðarsafn voru______________ þá á lokastigi. Tilgangurinn hafi verið að þjappa menningu í Kópavogi saman á einum stað og lyfta upp miðbæjarsvipnum. „Samkvæmt fyrstu áætlun var gert ráð fyrir að í þessari mið- stöð yrðu tónlistarskóli og bóka- safn, sem búa við afar þröng skilyrði í dag, auk náttúrufræði- stofu og myndlistarskóla. Frá hugmyndinni um síðastnefnda atriðið var síðar horfið.“ Gæf uspor aó ráóa Jónas Árið 1994 var síðan sett á laggirnar nefnd um byggingu hússins og teiknistofan J.L. arkitektar ráðin til verksins. Segir Gunnar hugmyndina hafa sætt umtalsverðri gagnrýni í upphafi, einkum með tilliti til kostnaðar. „Auðvitað kostar menningarmiðstöð af þessu tagi peninga en á móti kemur að Tónlistarfélag Kópavogs á eign- ir í Hamraborginni, sem það myndi selja fyrir á að giska 30-40 milljónir króna. Þá er bókasafnið til húsa í íbúðarhús- næði, sem yrði selt fyrir svipaða upphæð. Það var því ljóst í upp- hafi að ijármögnunin yrði ekki svo gríðarleg.“ Haustið 1994 segir Gunnar Kópavogsbæ hafa stigið það gæfuspor að ráða Jónas Ingi- mundarson píanóleikara sem tónlistarráðgjafa. Með hans til- komu hafi tónlistarlífið í bænum tekið stakkaskiptum og sé þar nú vettvangur fjölmargra og íjölbreyttra tónleika í mánuði hverjum. * „Það var Jónas sem fyrstur varpaði fram hugmyndinni um tónlistarsal. Þótti okkur hún þeg- ar góð enda er enginn salur, sem hannaður er sérstaklega með tónlistarflutning í huga, til í land- inu. Við gerðum okkur því grein fyrir því að við ættum möguleika á að stíga tímamótaskref." Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson MENNINGARMIÐSTÖÐ Kópavogs. Myndin sýnir afstöðu byggingarinnar til Gerðarsafns og Kópavogskirkju. Arkitektar hússins eru Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Módel- ið gerði Guðlaugur Jörundsson, módelsmiður. Að sögn Gunnars liggur fyrir að salurinn verði ekki eingöngu vettvangur tónleika, heldur sé hann jafnframt hugsaður sem flöl- nota salur fyrir uppákomur af ýmsu tagi, meðal annars á vegum skóla bæjarins. Þá muni Tónlistarskóli Kópavogs, sem starf- ræktur verður í sama húsnæði, njóta góðs af salnum. Salurinn mun taka allt að þrjú hundruð manns í sæti og segir Gunnar viðbúið að mikil ásókn verði í hann. Kveðst hann þegar hafa orðið var við mikinn áhuga tónlistar- fólks úr ýmsum áttum. „Miðað við þau við- brögð er ástæða til að ætla að salurinn muni verða í fullri notkun allt árið um kring.“ Ljóst má vera að miklar kröfur verða gerð- ar til hljómburðar í salnum og segir bæjarfull- trúinn að það verði að búa svo um hnútana að hann uppfylli ýtrustu skilyrði. í þessu sam- hengi segir hann arkitekta hússins hafa leitað ráða hjá starfsbræðrum sínum erlendis, þeirra á meðal Stefáni Einarssyni í Svíþjóð, sem sé framarlega á þessu sviði. Þá segir Gunnar að reynt verði að miða hljómburðinn við það að salurinn nýtist sem flestum, hann geti með öðrum orðum verið breytilegur. ÞANNIG mun miðstöðin líta út að loknum fyrri áfanga framkvæmdanna. Á krossgötum Gunnar segir að menningarmiðstöðin standi nú á krossgötum. Mikil vinna sé að baki og fyrir liggi teikningar sem nefnd um byggingu hússins sé ánægð með. Næsta skref sé því að fullvinna þær og leggja fyrir bygg- ingarnefnd Kópavogs. „Á þessu ári verður ekki eytt miklum íjármunum í verkefnið, ein- ungis um fimm milljónum króna, sem ætlað er í hönnun, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða að bæjarstjórnin sé samstíga um að fylgja þessu fast eftir. Þegar kemur að gerð fjárþagsáætlunar fyrir næsta ár geri ég því ráð fyrir að ákveðið verði að hefja fram- kvæmdir á næsta ári og láta þær ganga eins hratt og unnt er — það er oft betra að taka svona verkefni með áhlaupi." Gangi allt að óskum vonast Gunnar til að unnt verði að hefj- ast handa við framkvæmdir á Vordögum 1997. Framhaldið sé undir vilja bæjarstjórnar komið. „Að öllu óbreyttu ætti fyrri áfanginn, tónlistarskólinn og salurinn, að verða tilbúinn fyrir aldamót og þar sem hann er dýr- ari og erfiðari ætti hinn áfanginn að geta komið fljótlega í kjölfar- ið.“ Gunnar vonar að frumkvæði þeirra Kópavogsbúa gefi öðrum sveitarfélögum byr í seglin enda sé löngu tímabært að sérhannað- ur tónlistarsalur rísi á landi, þar sem tónlistaráhuginn sé umtals- verður. „Auðvitað mun verða byggð hér tónlistarhöll fyrr en síðar. Menningin er einn af frum- þáttum samfélagsins og hér er einfaldlega á ferð mál sem stjórn- völd geta ekki leitt hjá sér. Það er hins vegar ljóst að kostnaður við slíkt hús verður verulegur, þannig að við verðum að hafa biðlund. Vonandi mun þessi nýi salur okkar Kópavogsbúa gera okkur biðina bærilegri." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.