Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 7
il og að mínu viti jaðrar við að Finnar of- verndi menningu sína. Vissulega er dyggð að styðja við bakið á listafólki en það verður að gæta þess að festast ekki í formgerðinni - þá tekur firringin við.“ Að dómi Landrys verða borgaryfirvöld í Helsinki jafnframt að skilgreina menningu í víðara samhengi - finna skilgreiningu sem felur í sér að menningin vætlar í gegnum alla þætti borgarlífsins - og vera sveigjan- legri við að hrinda menningarviðburðum í framkvæmd. „Menning nær frá nútímaóper- um til hefðbundinnar matargerðar; frá heims- kunnum tískuhönnuðum til áhugamanna- kóra; frá hágæða varningi hönnuðum og framleiddum í Helsinki til andrúmsloftsins á götumarkaðinum. Þá nær hún frá varanleg- um byggingarsögulegum listaverkum til skammlífra listahátíða og frá heildarskipu- lagi borgarinnar til lífsins sem iðar daglega á götum hennar.“ Landry dregur enga dul á að það muni reynast íbúum Helsinki erfitt að btjótast úr fjötrum formgerðarinnar. Engin ástæða sé þó til að örvænta því fyrsta skrefið hafi þeg- ar verið stigið - umræður um vandann séu hafnar. „Það er virðingarvert því margir hefðu vafalítið stungið skýrslu, sem felur í sér gagnrýni af þessu tagi, undir stól. Borgar- yfirvöld í Helsinki virðast því vera að öðlast skilniiig á vandanum og vonandi bera þau gæfu til að vinna bug á honum, því íbúarnir eiga það skilið.“ Miklar væntingar Þessi mynd blasir við hinum nýráðna fram- kvæmdastjóra verkefnisins Helsinki 2000, Georg Dolivo, við upphaf ferðar hans - ferð- ar sem margir íbúar Helsinki binda verulegar vonir við. „Væntingarnar eru miklar, svo mik- ið er víst, og áhuginn einnig. Vandinn er hins vegar sá að 80% íbúa borgarinnar fínnst þeir ekki tilheyra grunngerð menningarinnar og telja því að verkefnið komi þeim ekki við. Stærsta viðfangsefni mitt - og þeirra sem síðar munu starfa mér við hlið - verður að kippa þessu í liðinn. Við verðum að virkja fólkið,“ segir framkvæmdastjórinn en menn- ingin hefur verið hans ær og kýr frá blautu barnsbeini. Síðast gegndi hann starfi fram- kvæmdastjóra Sænska leikhússins í Helsinki. Dolivo segir Finna þegar orðna mjög for- vitna um dagskrá menningarhöfuðborgarinn- ar og spurningar eins og „koma tenórarnir þrír?“ séu daglegt brauð. Á þessu stigi máls- ins sé hins vegar óhugsandi að veita nokkur svör. „Ég lít ekki á það sem hlutverk hins opinbera að taka einhliða ákvarðanir um dagskrá hátíðar af þessu tagi. Við munum því verja öllu næsta ári í að kanna hug stofn- ana, samtaka og einstaklinga á sviði menn- ingar og taka hugmyndir þeirra með í reikn- inginn þegar við setjum dagskrána saman. Ferlið verður því langt en þannig er lýðræðið í framkvæmd.“ Dolivo telur æskilegt að menningarhöfuð- borgirnar níu sameini krafta sína með ein- hverjum hætti. Fyrir dyrum stendur fundur með fulltrúum þeirra allra og bindur Dolivo við hann vonir. „Mér þykir ekki óeðlilegt að FJÖLMARGAR nafnkunnar byggingar eru í Helsinki, þeirra á meðal Finlandia-húsið, hannað af Alvar Aalto. Er það helsti vett- vangur ráðstefna og tónleika í Finnlandi. við vinnum saman undir hatti menningarhöf- uðborgarinnar og að borgirnar móti dagskrána með hliðsjón hver af annarri. í mínum huga eru hinar borgimar átta samstarfsaðilar en ekki keppinautar. Aukinheldur munum við Helsinkibúar eðli málsins samkvæmt horfa töluvert til nágranna okkar, svo sem Eystra- saltsríkjanna, einkum Eistlands, og Rússlands þegar við leggjum drög að dagskránni.“ Freistandi verkefni Borgarstjórinn í Helsinki, Eva-Riitta Siit- onen, segir að borginni verði ekki skotaskuld úr því að halda heilsárs listahátíð enda búi hún yfir mikilli reynslu af skipulagningu umfangsmikilla listahátíða. Nefnir hún hina árlegu listahátíð í Helsinki, sem hljómsveitar- stjórinn Esa-Pekka Salonen hefur stýrt tvö undanfarin ár, sérstaklega í því samhengi. Menningarhöfuðborgin verði hins vegar nýtt og freistandi verkefni sem eigi vonandi eftir að efla borgina og auka hróður hennar út á við á 450 ára afmælinu. „Borgarstjórnin vill gera Helsinki að lifandi listaverki og mun því leggja sig alla fram við framkvæmdina." Skipulag Helsinki er í sífelldri endurskoðun hjá borgaryfirvöldum, meðal annars með hlið- sjón af árinu 2000, og eitt af því sem þau hafa nú á pijónunum er að reisa nokkurskon- ar menningarhverfi í gömlu verkamanna- hverfi á eyrinni austanverðri. Listir, hönnun og arkitektúr munu verða þar í brennidepli en Lista- og hönnunarháskólinn í Helsinki og Popp- og djassskólinn eru þegar til húsa á svæðinu. Rektor fyrrnefnda skólans, Yijö Sotamaa, gerir sér vonir um að 20.000 íbúar muni búa og starfa eða stunda nám í hverf- inu þegar í upphafi næstu aldar. „Þetta hverfi er engin skýjaborg og mun þvert á móti verða Helsinki til framdráttar. Menningin skipar sífellt veglegri sess í hagkerfi vesturlanda og hverfi sem þessi, þar sem krafturinn og sköpunin eru sótt í menninguna, eiga eftir að verða fyrirferðarmikil í framtíðinni." Kalervo Siikala ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu segir ekki enn liggja fyrir með hvaða hætti finnska ríkið muni leggja menningarhöfuðborginni lið. Þó sé ljóst að það muni styðja verkefnið af kostgæfni. Stjórnvöld hafa þegar ákveðið að reisa ný- listasafn í hjarta borgarinnar og eru fram- kvæmdir þegar á veg komnar. Þá bendir Siikala á, að söfn og tónleikahús, sem verði í lykilhlutverki árið 2000, séu að verulegu leyti ríkisrekin, auk þess sem ríkið standi straum af kostnaði við hina umfangsmiklu listmenntun í landinu - sem sé ekki lítið fram- lag til menningarinnar. Veróur aó só frsejum Listmenntun er sannarlega eitt helsta hugð- arefni Finna. Það staðfestir Géza Szilvay rekt- or Tónlistarskólans í Austur-Helsinki. „Finnar telja brýnt að öllum ungmennum standi tón- listarkennsla til boða og að hlúð sé að hæfi- leikafólki óháð efnum. Þetta er afar eðlilegt viðhorf því ef fræjum er ekki sáð verður eng- in uppskera. List mun með öðrum orðum allt- af eiga undir högg að sækja í löndum sem ekki setja listmenntun á oddinn.“ Szilvay er Ungveiji að uppruna en fluttist til Finnlands fyrir tæpum þremur áratugum. Að hans mati hefur tónlistarkennsla í Austur- Evrópu verið á villigötum um árabil - hún sé einfaldlegá of ströng. Alltof algengt sé að börn séu tekin út úr hópnum og ákveðið að gera þau að tónlistarmönnum. Undir slík- um kringumstæðum sé hætt við að barnið líti á tónlistina sem kvöð og nái því ekki eins langt og efni standa til. Þá segir Szilvay að víða sé pottur brotinn í tónlistarkennslu á Vesturlöndum. Þar séu bestu kennararnir oft og tíðum dýrir og því séu það ríkustu börnin - ekki endilega þau hæfileikamestu - sem fá bestu aðhlynninguna. „Peningar mega ekki vera lykilþáttur í tónlistarmenntun. Það skilja finnsk stjórnvöld og árangurinn munum við leggja í dóm gesta okkar menningarhöf- uðborgarárið 2000.“ Að ofansögðu má glöggt sjá að Helsinkibú- ar og Finnar í heild eru staðráðnir í að kosta kapps um að gera árið 2000 eftirminnilegt. í þeirra huga er tímabært að höfuðborgin stígi út úr skugga suðiægari stórborga og takist á hendur forystuhlutverk í evrópskri menningu. Margt bendir til að nú sé lag enda menningarhöfuðborg Evrópu ákjósan- legur vettvangur til að vekja á sér athygli. Og jafnvel þótt takmarkið náist ekki í þess- ari lotu verður Helsinki alltaf Helsinki. EITTHVAÐ FYRIR ALLA ALLIR ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi í menn- ingarborginni Helsinki, fullyrðir borgarstjórinn Eva-Riitta Siitonen. Tón- listin kemur þó óhjá- kvæmilega fyrst upp í hugann enda leitun að öðrum eins tónlistaráhuga og í Finnlandi - 35.914 Finnar lögðu stund á tónlistarnám við 170 stofnanir árið 1994 eða um 55% allra listnema það árið. Þá endurspeglast áhuginn jafnframt í byggingum á borð við hið nafn- togaða tónleikahús Finlandia og nýtt glæsi- legt óperuhús sem tekið var í notkun í nóvem- ber 1993. Á annað þúsund tónleikar eru haldnir í Helsinki ár hvert og eru sinfóníuhljómsveit- irnar sem þar starfa, Fílharmóníusveit Hels- inki, sem um 80.000 manns sjá leika árlega, Sinfóníuhljómsveit Finnska útvarpsins og Sinfóníuhljómsveit Finnsku óperunnar, jafn- an í broddi fylkingar en þess má geta að það ku vera einsdæmi að þijár sinfóníuhljómsveit- ir séu starfandi í ekki stærri borg en Hels- inki. Þá hefur orðspor hinnar framsæknu kammersveitar Avanti farið eins og eldur í sinu um Evrópu á liðnum misserum. Fáir hafa þó borið hróður finnskrár tónlist- ar víðar en hljómsveitarstjórarnir sem virðast hreinlega vaxa á tijánum þar í landi. Má þar nefna Esa-Pekka Salonen, Jukka-Pekka Sar- aste, Paavo Berglund, Leif Segerstam og Osmo Vánská, fyrrverandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands. Á þessu sviði tónlistarinnar er hefðin sannarlega á bandi Finna og er traust meginstoð atburða á borð við hina alþjóðlegu Sibelius hljómsveitar- stjórakeppni, sem haldin er fimmta hvert ár, næst árið 2000, og hina alþjóðlegu Jean Si- belius fíðlukeppni, sem er ein virtasta keppni sinnar tegundar í heiminum. Við þetta má bæta viðburðum eins og Helsinki tvíæringn- um sem helgaður er nútímatónlist og Maj Lind píanókeppninni. Þá er geislaplötuútgáfa mikil í Finnlandi en um helmingur allra platna sem seljast eru eftir heimamenn. Staða leikhússins er jafnframt sterk í Helsinki. Tólf atvinnuleikhús og um 650.000 seldir leikhúsmiðar á ári skipa borginni á bekk með mestu leikhúsborgum Evrópu. Borgaryfírvöld styðja jafnframt dyggilega við bakið á þessari listgrein en 67% af opin- berum fjárveitingum til lista koma í hlut leik- húsanna ár hvert. Þá stendur áhugaleikhús- lífið í blóma. Þekktustu leikhús Helsinki eru Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Sænska leik- húsið og Litla leikhúsið. Bókaútgáfa i blóma Finnar eru bókaþjóð á sama hátt og Islend- ingar, Danir og Svisslendingar. Bókaútgáfa stendur í miklum blóma í Helsinki og ár hvert eru um tuttugu titlar gefnir út á hveija 10.000 íbúa, sem er með því besta sem þekk- ist í heiminum. Finnar eru miklir lestrarhest- ar, ef marka má tölur um bóksölu og heim- sóknir á bókasöfn, og bókmenntaáhuginn hefur haldist, þrátt fyrir að tæknin hafi hald- ið innreið sína svo um munar. Kannanir benda til að mynda til að bóklestur sé enn helsta tómstundagaman Finna. Sagt hefur verið að Helsinki sameini öll svið ritlistar, þar sé að finna ljóðabækur jafnt sem alfræðiorðabækur og allt þar á milli. Meðal helstu rithöfunda búsettra í Helsinki eru Christer Kihlman, Bo Carpelan, Anti Tuuri og Márta Tikkanen. Listdans átti lengi vel undir högg að sækja í Helsinki. Á síðasta áratug ákváðu stjórn- völd hins vegar að efla dansmenntun á öllum stigum og á því hafa atvinnudansflokkarnir, Finnski dansfiokkurinn og Dansflokkur Borgarleikhússins, hagnast. Sá fyrrnefndi er skrautfjöður listgreinarinnar í Finnlandi og deilir nú óperuhúsinu nýja með Finnsku óper- unni. Flokkurinn samanstendur af 75 dönsur- um, undir stjóm eins kunnasta dansara Finn- lands, Jorma Uotinen, og leggur í senn áherslu á sígild og nútímaleg viðfangsefni. Sjónlistir eru fyrirferðarmiklar í Helsinki en þar er meirihluta finnskra myndlistar- manna og listastofnana að finna. Um 40 gallerí eru í höfuðborginni, flest í einkaeign, og svo virðist sem þau séu nú að rétta úr kútnum eftir umtalsverðan samdrátt fyrr á þessum áratug. Auk hefðbundinnar starfsemi gallería gengst Borgarlistasafnið annað veif- ið fýrir stórum listsýningum. Stærsti sýning- arsalur borgarinnar er Taidehalli sem nýtur opinberra styrkja. Kvikmyndagerð hefur á undanförnum ámm sótt í sig veðrið í Finnlandi. Kaur- ismáki-bræðurnir, Mika og Aki, eru fremstir meðal jafningja á þeim vettvangi en fimmtán kvikmyndir eru framleiddar að meðaltali á ári hveiju, langflestar í Helsinki. Framleið- endurnir treysta einkum á heimamarkað en að sögn Sakaris Toiviainens hjá Finnska kvikmyndasafninu geta þeir ekki gert ráð fyrir að flytja myndir sínar út. Finnsk kvik- myndagerð nýtur umtalsverðra opinberra styrkja. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.