Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Page 4
J Mynd/Ólafur Pétursson SÓLARLITLIR DAGAR Fjögur hundruó ár eru lióin frá því fjöldamoróinginn Axíar-Björn var tekinn af lífi á Snæfellsnesi. Þjóö- sögurnar hafa vióhaldió alræmdri frægó hans, skáld hafa fundió í honum yrkisefni en fátt eitt er vitað með vissu um þennan frægasta morðingja á -------7------------------ Islandi og voóaverk hans EFTIR ARNALD INDRIÐASON LIÐIN eru 400 ár frá því frægasti morðingi á íslandi, Axlar-Björn, var tekinn af lífí en hann var færður til aftöku á Laugar- brekkuþingi á Snæfellsnesi árið 1596. Fjögur hundruð ár er lang- ur tími en ekki nógu langur til að sagan um Axlar-Björn gleym- ist enda hefur verið kynt undir henni með munnmælum og sögusögnum í fjórar aldir. í vitund þjóðarinnar er hann skelfilegasti fjöldamorðingi íslenskrar glæpasögu, dæmdur til dauða fyrir níu morð. í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar segir að hann hafi játað á sig 18 morð en Þjóðsögumar hafa eflaust átt einn stærstan þátt í því að viðhalda al- ræmdri frægð Axlar-Bjarnar. Fleygar til- vitnanir úr þeirri útgáfu sögunnar lifa á meðal manna og lýsingar á fyrirboðum, draumum og sálarlausu athæfí Björns eru krassandi og tii þess fallnar að valda ótta og skelfingu í bijóstum fólks. Axlar-Björn hefur veitt mönnum skáld- legan innblástur fram á þennan dag. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti í orðastað Axlar- Bjarnar m.a.: Á limi mína saxast senn. Sízt ég móti spymi. Gleymið ekki góðir menn, gamla Axlar-Bimi. Hannes Pétursson orti hið stórkostlega magnaða kvæði „Axlar-Bjöm“ um miðja öldina þar sem morðinginn liggur í fleti sínu og fær ekki ráðið við morðhvötina. Þá skrif- aði Úlfar Þormóðsson skáldsöguna Þijár sólir svartar þar sem aðalpersónan var Axl- ar-Björn. Nýlegasta dæmið er þó skáldsagan Björn og Sveinn eða Makleg málagjöld eftir Magnús Þór Jónsson, Megas. Hann byggði fyrstu skáldsögu sína, sem út kom árið 1994, á Axlar-Birni og syni hans, Sveini skotta, og lét hana gerast í „neó-Reykvísk- um raunveruleika". Þannig lifir sagan um Axlar-Björn og dregur vart úr því nú þegar fjöldamorðingjar ganga ljósum logum í kvik- myndum, þeirra frægastur auðvitað Hannib- al „The Cannibal" Lecter í Lömbin þagna, sem á það m.a. sameiginlegt með Axlar- Bimi að mæla spaklega. Á 400 ára aftökuaf- mæli Axlar-Björns er forvitnilegt að skoða meðferð þjóðsögunnar á frægasta morðingja á íslandi. Ferðamenn á Snæfellsnesi finna rústir bústaðar Björns, Fornuöxl, við gamla þjóð- leið með jaðri Búðahrauns í Breiðuvíkur- hreppi en hann er sagður fæddur í Húsa- nesi, sem stóð við Búðahraun niður við Mið- húsavatn. Faðir hans hét Pétur en móðirin er ekki nefnd á nafn í Þjóðsögum Jóns Áma- sonar aðeins blóðþorsti hennar þegar hún gekk með Bjöm (hún svalaði sér á öðmm fæti Péturs) og að hún óttaðist að barnið yrði einhver „óskapaskepna". Samkvæmt Jóni Árnasyni ólst Björn upp á stórbýlinu Knerri og þótti dulur í skapi og harðlyndur. Hann dreymdi að öxi væri að fínna undir steini uppi á Axlarhyrnu, íjalli ofan við bæinn, og þar fann hann morðöxi sína og reyndi hana á því að höggva í sundur hvolpa- fulla tík. Skömmu síðar hvarf fjósamaður á Knerri en hann var seinna talinn fyrsta fórn- arlamb morðingjans. í Þjóðsögunum kemur fram að grunsamlegt þótti hvað Björn átti marga hesta og sá kvittur kom upp að hann myrti menn til fjár. Þar eru frásagnir af næturgestum Björns sem töldu sig heppna að sleppa lifandi frá honum. Einn fann lík undir rúmi sínu á Öxl og hugkvæmdist að nota það tii að bjarga sjálfum sér. Svo var það í páskavikunni 1596 að systkini tvö komu að Öxl. Var þeim borinn matur en kerling sat í baðstofunni og svæfði barn og fór með vísu, sem átti að vara systkinin við húsráðendum en í annarri af tveimur útgáf- um Þjóðsagnanna er hún svohljóðandi: Gisti enginn hjá Gunnbirni, sem góð hefur klæði, og dillidó; Svíkur hann sína gestina sem úlfurinn sauðina, og korriró. Gekk stúlkan svo fram en litlu síðar heyrði bróðirinn hljóð og varð bilt við. Hljóp hann út og inn í fjárhús og Björn á eftir en fann hann ekki. Komst bróðirinn svo að Hraun- löndum og fylgdi bóndinn þar honum út að Hellnum til Ingimundar hreppstjóra í Brekkubæ. Á páskadag reið Ingimundur með tvo karska menn að Knerri þar sem var guðsþjónusta og fann þar Björn frá Öxl. Skein sól í heiði og stóðu menn úti í góða veðrinu og er mælt að Axlar-Björn hafí sagt við þá sem næstir honum stóðu: „Nú eru sólarlitlir dagar, bræður“. Var hann handtekinn og færður í varðhald á Stapa. Viðurkenndi hann að hafa myrt átján manns, fjósamanninn hefði hann grafið í flórinn en sautján hefði hann sökkt í íglu- tjöm, skammt frá Öxl. Aftakan var langdregin og kvalafull seg- ir í Þjóðsögunum en hinn dæmdi morðingi varð karlmannlega við dauða sínum og pynt- ingum, viknaði hvorki né kveinkaði sér. Var Björn fyrst beinbrotinn á öllum útlimum og loks afhöfðaður. Voru leggirnir brotnir með trésleggju og haft lint undir svo kvölin yrði meiri en Axlar-Birni virtist hvergi bregða og talaði til böðuls síns, sem hét Olafur og var frændi hans. „Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólafur frændi," sagði hann. „Held- ur tekur nú að saxast á Iimina hans Björn míns,“ sagði eiginkona hans við þá sem voru nærstaddir og Bjöm sagði: „Einn er þó enn eftir og væri hann betur af“. Var hann þá höggvinn. Þannig er í stórum dráttum þjóðsagan um Axlar-Bjöm. Einar Amórsson hæsta- réttardómari og ráðherra skrifaði fróðlega grein, Arfsagnir og munnmæli, sem birtist í Blöndu (VII, 1940 - 1943) þar sem hann tók nokkur dæmi um áreiðanleik byggða- sagna og munnmæla og skoðaði með öðrum gögnum hvað í þeim sýndist hafa brenglast eða bæst við með tímanum. Vildi hann með því sýna sagnariturum að heimildir geti ver- ið misjafnlega áreiðanlegar og þótti honum full ástæða til. Eitt dæmi Einars var sagan um Axlar-Björn. Helstu samtímaheimildir sem til eru um Björn er Skarðsárannáll eftir Bjöm Jónsson, sem Einar segir að Fitja- annáll, Setbergsannáll og Jón Espólín í Ár- bókum sínum fari eftir, ásamt tveimur alþing- isdómum frá árunum 1596 og 1597. Árið 1596 var Bjöm á Skarðsá aðeins 22 ára en hann skrifar um Axlar-Björn nálægt 40 ámm eftir morðmálin. Allar heimildir ársetja málið 1596 en Þjóðsögumar eru nákvæmari í tíma- setningunni og nefna að Axlar-Bjöm hafi verið handtekinn á páskadaginn. Samkvæmt alþingisdómunum var Björn Pétursson og hafa Þjóðsögumar það rétt en aðrar lýsing- ar, draumar, blóðþorsti, (manna)kjötsát, en samkvæmt einni sögninni hafði Bjöm dreymt að hann æti 18 kjötbita og varð illt af þeim nítjánda, sem átti að merkja átján morð, morðtilraunir og líkfundir hafa að mati Ein- ars ósvikinn þjóðsögublæ. Sagnir um hvernig upp komst um illvirki Björns em margar og ólíkar samkvæmt athugunum Einars. Skarðsárannáll segir ekkert um það en Þjóðsögurnar og Árbækur Espólíns segja tvö systkini hafa komið til Bjarnar og fengið gistingu. Ýmist var systir- in myrt og bróðirinn komst undan eða öfugt. í Setbergsannál er þriðja útgáfan af síðasta morðverknaði Bjarnar; förukona með þijú börn fékk gistingu hjá Birni, myrti hann börnin en hún komst naumlega undan. Við- vörunarvísuna um Gunnbjörn er víða að finna m.a. í sögnum um Björn Jórsalafara og sögunni um Gunnbjörn morðingja í Króksfirði samkvæmt frásögn í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, sem er sagan um Axlar- Björn í lítillega breyttri mynd. í Skarðsárannál segir að Axlar-Björn hafi játað á sig níu morð en aðrar heimildir segja þau 14 til 18. Annálaritarar segja hann hafa grafið líkin í heygarði sínum eða fjósi en samkvæmt Þjóðsögunum gróf hann fjósamanninn á Knerri þar undir fjósflór en hin líkin setti hann í Iglutjörn. I Skarðsár- annál segir að bein af fleirum en níu mönn- um hafi fundist hjá Birni en morðinginn sagðist hafa fundið dauða menn og ekki nennt að flytja líkin til kirkju. Flesta myrti Björn til ijár en aðra menn, fátæka, myrti hann svo þeir kæmu ekki upp um hann. Einar segir vafamál að Björn hafi verið pyntaður fyrir aftökuna. I Skarðsárannál segir að Björn hafi fyrst verið limalaminn með sleggjum, svo afhöfðaður, sundur- stykkjaður og loks festur upp á stangir og taka aðrir annálaritarar það upp eftir hon- um. Þjóðsögurnar segja svipað en bæta við að trésleggja hafi verið notuð og lint haft undir til að auka á kvalirnar. Einnig hefur hún orð eftir Birni sem líklega hafa verið búin til svo mannvonska og iðrunarleysi hans kæmi fram. Svipuðu hlutverki gegna orð hans um „sólarlitla daga“. Einar hefur úr alþingisdóminum 1596 að Björn hafi ver- ið „réttaður eftir lögmáli" og getur það átt við að hann hafi verið dæmdur til dauða lögum samkvæmt en Einar telur að það geti ekki átt við um aftökuaðferðina því hvergi í íslenskum lögum sé getið slíkra pyntinga, þótt maður væri dæmdur til dauða fyrir einhver illvirki. Pyndingar hafi kannski verið viðhafðar að erlendum fyrirmyndum en Einar telur líklegt að þær hafi verið orðn- ar ýktar þegar Skarðsárannáll er ritaður. Þjóðsögurnar segja að eiginkona Axlar- Bjarnar hafi heitið Steinunn. I Alþingisbók- um heitir hún Þórdís Ólafsdóttir. I Skarðs- árannál segir að hún hafi veitt bónda sínum lið hafi hann þurft þess með, brúgðið snæri um háls fórnardýranna og rotað með sleggju. í Þjóðsögunum segir að hún hafi einnig verið dæmd til dauða en aftökunni verið frestað því hún var þunguð. Eftir að hún ól barnið, Svein skotta, hafi hún „verið tekin af án þess hún viknaði." í Skarðsár- annál segir aðeins að hún hafi ekki verið deydd, því hún hafi verið með barni. í Al- þingisbókum kemur fram að sýslumaðurinn á Snæfellsnesi, Kastian Bock, hafi á alþingi 1596 lagt fram mál konu Axlar-Bjarnar og lögréttumenn talið réttast að sýslumaðurinn nefndi til 12 skynsama menn, helming þeirra konur, og þeir mundu sverja hvort þeim þætti líklegra að hún væri sek eða saklaus. Ekki virðist það hafa skilað neinum ár- angri. Árið eftir er sami sýslumaður mættur fyrir alþingi með sama mál og er honum aftur dæmt að leita eftir því „hvort hún væri nokkuð sökuð í þessum málum eður ei enn af nýju, og ef svo er, að nokkuð bevísist, að hún hafi sig í þeim vandræðum vafið..., þá dæmum vér henni refsing og straff eftir því prófi. En bevísist ekki upp á hana öðruvísi en nú hefir fram fyrir oss komið, þá kunnum vér henni ekki refsing að dæma“. Ekki er minnst á þetta mál meira í Alþingisbókum. Telur Einar víst að ef Þórdís hefði verið tekin af lífi hefði það komið fram á alþingi því venja var að bera þar fram líflátsdóma til álits og samþykkis. Telur hann að sumir hafi haldið Þórdísi seka en aðrir ekki, eins og títt er, og enginn samhljóma eiður um mál hennar fengist. Samkvæmt niðurstöðu Einars Arnórsson- ar er ekki hægt að slá neinu föstu um Axl- ar-Björn öðru en þessu: Hann var Péturs- son, bjó í Öxl á Snæfellsnesi, myrti 9 menn, flesta til fjár, og gróf þá í heygarði sínum eða fjósi, var dæmdur og tekinn af árið 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir, og hefir verið grunuð um hlutdeild í morðum manns síns, en hefir þrætt fyrir og eigi sannazt sök á hana.“ Sumt er stórýkt að mati Einars eins og sögnin um aftökuaðferð- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.