Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Side 2
PÓLITÍSK MÁLVERK ERRÓS STÓR yfirlitssýning- á verkum Errós var opnuð í gær, föstudag, í Hannover í Þýska- landi, á vegum Wilhelm Busch safnsins. Sýningin ber yfirskriftina „Erró - pólitísk málverk" en sýndar verða um 135 myndir sem gefa yfirlit yfír pólitísk verk Errós síð- astliðin 30 ár. í fréttatilkynningu frá Wilhelm Busch safninu segir meðal annars að markmiðið með sýningunni hafi verið að sýna þversnið af pólitískum verkum Errós frá undangengn- um 30 árum. Sýningin mun varpa ljósi á vinnuaðferðir Errós en einnig kveikja áleitn- ar spurningar um tengsl há- og lágmenning- ar, um stöðu stjórnmála og um framtíð listar- innar á tímum hinna rafvæddu fjölmiðla. í verkum sínum samþættir Erró lágmenn- ingu og listasögu, pólitískan áróður og neyslu- og fjölmiðlaheim samtímans. Hann setur myndir úr teiknimyndasögum, skop- teikningum og vörulistum stói’verslanna í nýtt samhengi. Auk þess að gefa innsýn í pólitísk verk Errós mun sýningin skýra þróun hans sem listamanns frá seinni hluta sjötta áratugar- ins til dagsins í dag. Sýningin samanstendur af 65 olíumál- verkum, 45 ljósmyndaklippimyndum og 25 vatnslitamyndum. Stærstu verkin á sýning- unni eru „Eyðimerkurstormur“ frá 1991 2,5 x 6 metrar og Pol Pot frá 1983 sem er 3 x 6 metrar og vegna stærðar myndanna er sýningin ekki haldin í sjálfu safninu heldur nærliggjandi byggingu. Sýningin er unnin í samvinnu Wilhelm Busch safnsins í Hannover og Errósafns Lista- safns Reykjavíkur og Kjarvalsstaða, sem lán- aði fjölda verka á sýninguna. Sýningarstjórar eru Dr. Hans Joachim Neyer, forstöðumaður Wilhelm Busch safnsins og Gunnar B. Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða. Sýningin stendur til 3. nóvember en mun síðan verða sett upp í Aktionsforum Prater- insel í Miinchen í nóvember, Kunsthaus Ham- burg í mars 1997 og í Haus am Waldsee í Berlín í ágúst 1997. Sýningin mun síðan verða sett upp í nokkrum borgum í Austur- Evrópu. L 15 TÍ 1 i ' ■ <■■ - * ■ 1 wtS i' fiífSsBL' ■ ...... ''' ■ 1 • WQs* •* * Tríflft FREMSTA röð frá vinstri: Áslaug Höskuldsdóttir, Kolbrún Kjarval, Guðrún Indriðadóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Helga Jóhannes- dóttir, Sigr. Helga Olgeirsdóttir. Önnur röð frá vinstri: Ragna Róbertsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Arnfríður Lára Guðnadóttir, Sig- rún Gunnarsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Lára Samúelsdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir, Elín Gunnars- dóttir. Aftasta röð frá vinstri: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Árdís Olgeirsdóttir, Brita Berglund, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Inga Elín Krist- insdóttir, Bryndís Jónsdóttir. Af þeim listamönnum sem eiga verk á sýningunni vantar á myndina: Gest Þorgrímsson, Rúnu Guðjóns- dóttur, Margréti Jónsdóttur, Steinunni Marteinsdóttur og Elisabetu Haraldsdóttur. LEIR í LOK ALDAR JAZZ 96 JAZZHÁTÍÐIN RúRek 96 hefst á sunnu- daginn og stendur út vikuna Ddagskráin verður sem hér segir: Sunnudagur 22. september Kl. 17. Setning í Tónleikasal FÍH við Rauðagerði: Jon Weber píanisti, tríó Pét- urs Östlunds og hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar. Frítt. Kl. 21. Hótel Saga: Nordiskt kvinne big band, April light orchestra, undir stjórn Hanne Romer. Sérstakur gestur: Andrea Gylfadóttir. Kr. 1.500. KI. 22. Hótel Borg: Með eigin hljóm- sveit. Söngkona Þóra Gréta. Frítt. Hornið: Tríó Hilmars, Péturs og Matthí- asar. Kr. 1.000. Píanó: Prim kvartettinn. Frítt. Mánudagur 23. september Kl. 17. Jómfrúin: Tríó Kristjáns Eldjárns. Frítt. Kl. 20.30. Sólon íslandus: Tena Palmer og Justin Haynes. Kr. 500. Kl. 21.30. Píanó: Tríó Péturs Östlunds. Kr. 1.000. Kl. 22. Homið: Trió Hilmars, Péturs og Matthíasar ásamt gestum. Kr. 1.000. Kringlukráin: Hljómsveit Dan Cassidy. Frítt. LEIRLISTAFÉLAGIÐ er 15 ára á þessu ári. Af því tilefni verður opnuð afmælis- sýning í Hafnarborg, laugardaginn 21. september kl. 14. Þar sýna 26 félagsmenn undir yfirskriftinni „Leir í lok aldar“. „I erli nútímans kunna æ fleiri að meta leir- inn, þetta náttúruefni, sem ummótast í skapandi höndum leirlistarmannsins. Þetta kemur fram í vaxandi áhuga al- mennings og mikilli fjölgun þeirra sem SÝNING á verkum eftir Svein Björnsson verður opnuð í Kaffi List í Listhúsinu, Laugardal, í dag, laugardag. Sveinn sagði í samtali við M orgublaðið, að þarna væru um 20 málverk, sem hann hefði unnið 1990, vilja leggja leirlistina fyrir sig. Stofnfé- lagar Leirlistarfélagsins voru 11 talsins árið 1981 en í dag, 15 árum síðar telur félagið 39 manns,“ segir í kynningu. Á sýningunni verða eingöngu sýnd ný verk. Uppsetning sýningarinnar er í höndum Pálmars Kristmundssonar. Sýningin stendur til 15. október og er opin daglega nema þriðjudaga frá kl. 12-18. „Þetta eru sérstakar myndir, sem ég hef ekki viljað sýna fyrr en nú,“ sagði Sveinn. „Þessar myndir urðu til í átökunum frá fantasíunni yfir í abstraktið. Og nú tel ég tímabært, að fólk fái að sjáþessi átök.“ ATAKAMYNDIR SVEINS MENNING/ LISTIR i NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaóir Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súrreal- istann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhann- esar Sveinssonar Kjaival í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. október. Gerðuberg Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur til 6. októ- ber. Sjónarhóll Sýn. á verkum Brynhildar Þorgeirsdóttir til 6. október. Listhús 39 Árni Rúnar sýnir til 25. september. Gluggasýn- ing Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur. Norræna húsið Ulla Fries, sænskur grafíklistamaður, sýnir í anddyri Norræna hússins til 29. september. Sólon Islandus Guðjón Bjarnason sýnir til 7. október. Mokka Svanur Kristbergsson sýnir til 11. október. Gallerí Stöðlakot Marta Maria sýnir til 29. september. Ingólfsstræti 8 Hulda Hákon sýnir. Listasafn Kópavogs Sýn. Síkvik veröld til 29. september. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Við Hamarinn Bjarni Sigurbjörnsson sýnir til 22. september. Snegla Gluggasýn. á verkum Jónu Sigríðar Jónsdóttur til 8. október. Listakot Kynning á verkum þriggja listakvenna; Dröfn Guðmundsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir til 28. september. Gallerí Fold Tryggvi Ólafsson sýnir til 6. október. Gallerí Greip Karl Jóhann Jónsson sýnir til 6. október. Gallerí Hornið Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir til 9. október. Nýlistasafnið Ólöf Nordal og Gunnar Karlsson sýna til 6. ok. Hafnarborg 26 félagsmenn sýna undir yfirskriftinni „Leir í lok aldar“ til 15. október. Önnur hæð Japanski Jistamaðurinn On Kawara sýnir. Gallerí Úmbra Sýning á flókateppum; Ingunn Lára Biynjólfs- dóttir, Sandra Laxdal og Björg Pétursdóttir sýna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfírlitssýning á verkum Siguijóns. Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan á sama tíma. Gallerí AllraHanda - Akureyri Þórey Eyþórsdóttir sýnir til 23. sept. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýnendur í september: I sýniboxi: G. R. Lúð- víksson. í barmi: Einar Garibaldi Eiriksson. Berandi er: Bruno Muzzolini. í Hlust: Stein- grímur E. Kristmundsson. Listasetrið Kirkjuhvoli - Akranesi Ljósmyndasýning Péturs Péturssonar til 6. okt. Laugardagur 21. september Tónsmiðurinn Hermes með tónleika fyrir böm í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 15. Sunnudagur 22. september Tónsmiðurinn Hermes með tónleika fýrir böm í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 15. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Nanna systir frums. lau. 21. sept., sun., fós., lau. í hvítu myrkri lau. 21. sept., fös., lau. Kardimommubærinn sun. 29. sept. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur fim. 26. sept. Largo desolato sun. 22. sept. BarPar á Leynibamum lau. 21. sept. Stone Free iau. 21. sept., fös. Loftkastalinn Á sama tíma að ári fim. 26. sept. Sirkus Skara Skrípó lau. 21. sept., fös. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 21. sept, mið. Kaffileikhúsið Hinar kýrnar lau. 21. sept., sun., fös. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi dama...“ eftir Megas lau. 21. sept., sun., lau. íslenska Operan Galdra-Loftur ópera eftir Jón Ásgeirsson lau. 21. sept., lau. Styrktarfélagstónleikar; Lia Frey-Rabine sópr- an og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari með blandaða efnisskrá lau. 21. sept. kl. 15.30. KVIKMYNDIR MÍR „Verkfair (Statska) fyrsta kvikmynd Eis- ensteins í fullri lengd á sunnudag kl. 16. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.