Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 8
í NÁGRENNI TORFAJ' Jökulgil liggur til suóausturs frá Landmannalaugum. Þetta er þó eiginlega ekki gil, heldur miklu fremur grunnur dalur sem þrengist eftir því sem innar dregur, uns hann hverfur í Torfajökul. Gil þetta er víöfrægt fyrir litadýró og furóulegar bergmyndanir. Eftir JÓN R. HJÁLMARSSON VIÐ nemum staðar í sérkenni- legu dalverpi meðal fjallanna. Reisulegt sæluhús stendur á grænni flöt undir dökkri hraunbrún. Einnig eru þar fleiri byggingar til þæginda fyrir ferðamenn og fjær standa tjöld hér og þar, sums staðar mörg saman í hvirfingu. Ar og lækir streyma fram beggja vegna við sléttuna og hvítir gufustrókar stíga til himins frá heitum laugum að húsabaki. A malarsléttu í nágrenni húsanna standa bifreiðir ferðamanna af ýms- um stærðum og gerðum. Þar eru stórar lang- ferðabifreiðir sem og jeppar og aðrir torfæru- bílar. Einnig má sjá þarna einn og einn fólks- bíl, sem hugmiklir menn hafa brotist á um hálendisvegi og vatnsföll til þess að geta litið þennan óvenjulega stað augum. Hið efra rísa tiguleg fjöll í margbreytilegri litadýrð og mynda stórbrotna umgjörð um dalinn. Mannfjöldi er á víð og dreif í nágrenni húsanna. Sumir eru að snæða málsverð við langborð. Matvæli eru gjarna borin fram úr eldhúsbílum sem fylgja sumum ferðamanna- hópunum. Aðrir ferðast sem einstaklingar og þeir tína sér sitthvað í svanginn upp úr mal- pokum. Hvarvetna er ys og þys. Fólk talar á ýmsum tungum, hlær og gerir að gamni sínu. Víða eru einhverjir að búast til ferðar um nágrennið og aðrir að koma á staðinn úr göngu. Margir una sér við stóran og vel volg- an læk sem rennur frá heitu uppsprettunum við hraunjaðarinn. Þar synda menn og busla í hlýju og kristaltæru vatni og líður auðsjáan- lega afar vel. Mikið er skvaldrað og tungumál- unum ægir saman, svo að heyra má í einu skandinavisk mál, ensku, þýsku, frönsku, ít- ölsku, spænsku, og jafnvel enn fjarlægari þjóðtungur eins og japönsku og aðrar álíka, auk tungumáls heimamanna. Það er eitthvað heillandi og jafnframt fram- andlegt við þennan stað þarna inni á milli fjall- anna. Sjaldgæf náttúrufegurð og alþjóðlegt yfirbragð virðast falla hér vel hvort að öðru og mynda fijálslega og eðlilega heild, svo að einhvernveginn fínnst manni að svona eigi þetta að vera. Þessi óvenjulegi og undurfagri staður sem í seinni tíð hefur orðið svo fjölsótt- ur að fágætt má kalla liggur á hálendi ís- lands, skammt fyrir norðaustan eldfjallið Heklu. Á þessar slóðir leitar fólk, gjarna aftur og aftur, því að þarna er gott að vera og margt að sjá sem hvergi er að finna annars staðar í veröldinni. Staður þessi sem hefur svo mikið aðdráttarafl heitir Landmannalaugar og dregur nafn sitt í senn af íbúum Landsveit- ar og heitum uppsprettum sem þarna eru margar og miklar. Landmannalawgar Auðveld leið inn að Landmannalaugum og sú algengasta er að fara upp Þjórsárdal og síðan austur yfir Þjórsá á brúnni hjá Sanda- felli. Þaðan er farið eftir Sprengisandsleið inn undir Tungnaá og síðan ekið þvert af leið inn á Fjallabaksveg nyrðri, um hraun og sanda sunnan Tungnaár. Á leiðinni er gott að stansa hjá sgrengigígunum Hnausapolli og Ljóta- polli. Á botni beggja þeirra eru djúp gígvötn og veggir gígskálanna eru annálaðir fyrir lit- auðgi, þar sem mikið ber á rauðum og dökkum litaafbrigðum er stinga fagurlega í stúf við blágrænar gígtjarnirnar. Nokkru síðar er komið að Frostastaða- vatni, mitt í sandauðninni. Sagnir herma að þar hafi verið búsældarlegra fyrrum, því að einu sinni á að hafa staðið þar bændabýlið Frostastaðir. En svo gerðist það að allt heim- ilisfólkið dó af því að eta öfugugga úr vatn- inu, en sá silungur er sagður baneitraður. Eftir þetta fór bærinn í eyði og landið blés upp eða eyddist af hraunum sem runnið hafa niður að vatninu frá eldgígum uppi á fjöllun- um. Frá vatninu er ekið upp á brattan fjalls- hrygg sem kallast Frostastaðaháls. Af fjalli þessu er stórfenglegt útsýni vítt um kring og einkum eru hraunmyndanir og fornir gígar austan við hálsinn áberandi fagrir. Af þeim flestum ber þó gígurinn Stútur þar sem hann lyftir sér fagurlega innan í öðrum og miklu stærri gíg, örskammt frá veginum. Brátt er beygt út af Fjallabaksveginum og ekið til suðurs meðfram brattri hlíð, þar sem brátt opnast mikið og fagurt dalverpi. Innst í því er ferðamannastaðurinn víðfrægi, Land- mannalaugar. Þar er gróðurspilda neðan við svart og úfið líparíthraun sem heitir Lauga- hraun. Heitar uppsprettur eru við hraunið og víðar og safnast þetta vatn í læk eða öllu heldur talsvert vatnsmikla á sem er glóðvolg og því hinn ákjósanlegasti baðstaður. Við Iaug- ar þessar reisti Ferðafélag íslands fyrst sælu- hús 1951 og síðan nýjan og miklu stærri skála 1969. En uppi í brekkunni við hraunið kúrir borghlaðinn leitarmannakofi frá fyrri tíð, því að við Landmannalaugar hafa gangnamenn jafnan haft náttstað í ferðum sínum um há- lendið. Hið efra rísa litfögur fjöll. Til vinstri er Barmur í gulum og bleikum litum, beint af augum lyftir Bláhnjúkur sér og slær á hann gráum, bláum og grænum blæ og til hægri rís Brennisteinsalda fyrir ofan Lauga- hraun og hefur á sér gult, rautt og brúnt yfirbragð. Það er hreint og beint ótrúleg fjöl- breytni í litadýrð þessara líparítfjalla, enda er staðurinn einstakur í sinni röð. Fjölmargir ferðamenn sem koma í Land- mannalaugar ganga á þessi litskrúðugu fjöll sér til skemmtunar. Það er heldur ekki mjög erfitt, því að flest eru þau ekki mikið yfir 900 m há yfir sjó. Þeir sem síður vilja klífa fjöll ganga um Laugahraun eftir götuslóðum eða inn í nálæg gil og víðar í nágrenninu. Loks liggur svo ein vinsælasta gönguleið um hálend- ið upp frá Landmannalaugum, vestan Torfa- jökuls og suður til Þórsmerkur og kallast Laugavegur. Er sú fjalialeið vel merkt með stikum og við hana eru ferðamannaskálar með hæfilegu millibili, þar sem má gista. Fólk fer alltaf misjafnlega hratt yfir og sumir nota upp í fjóra daga í þessa göngu, en aðrir leggja hana að baki á mun skemmri tíma. Hjá áhuga- mönnum um gönguferðir hefur það nánast orðið sem stöðutákn að fara um þessa leið í seinni tíð. Jökwlgil og Torfajökwll Jökulgil liggur til suðausturs frá Land-1 mannalaugum. Þetta er þó eiginlega ekki gil, heldur miklu fremur grunnur dalur sem þreng- ist eftir því sem innar dregur, uns hann hverf- ur í Torfajökul. Gil þetta er víðfrægt fyrir lita- dýrð og furðulegar bergmyndanir. Víða rísa þar rauðleitir hamrar sem eru margvíslega sundurskornir. Hið efra gnæfa tindar og turn- ar sem vatn og vindar hafa sorfið til, svo að úr verða magnaðar kynjamyndir. Einna mest kveður að sliku landslagi í Brandsgili sem gengur til vesturs úr megingilinu og býr yfir ótrúlegri fjölbreytni í litum og formum. Innarlega í Jökulgili heita Þrengsli og er þar ærið bratt á báðar hendur og torleiði nokk- urt. Þar fyrir innan er núpur einn sem Hattur heitir, mjög formfagurt fjall. Allvíða er jarð- hiti á leiðinni inn gilið og gróðurlendi hér og þar, meðal annars í Hattveri undir fellinu Hatti. Þar streyma fram margir heitir lækir og dafna grös og blóm þar með ágætum við jarðhitann. Innsti hluti gilsins er mjög sér- kennilegur sakir bjartra lita í snarbröttum hlíðum og furðulegra gilja og skorninga sem 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996 _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.