Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 10
NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR STANDA FYRIR DYRUM Á ÍSLANDI • • A SJOUNDA TUG TÓNVERKA EFTIR JAFN MÖRG TÓNSKÁLD CAPUT-HÓPURINIM kemur fram á tvennum tónleikum. NORRÆNIR músíkdagar verða á íslandi dagana 25. september til 1. október. Von er á um 80 erlendum tónskáld- um, hljóðfæraleikur- um, söngvurum og hljómsveitarstjórum til landsins af því tilefni, auk þess sem fjöldi íslenskra tónlistar- manna kemur fram. Alls mun á sjöunda tug tónverka eftir jafnmarga höfunda, þar á meðal mörg af helstu tónskáldum Norður- landa, hljóma á hátíðinni. Norrænir músíkdagar voru fyrst haldnir í Kaupmannahöfn árið 1888 og hafa allar götur síðan verið ein helsta samtímatón- listarhátíð á Norður- löndum. Hátíðin er skipulögð af Norræna tónskáldaráðinu og er markmiðið að kynna það nýjasta úr smiðju norrænna tónskálda hveiju sinni. Norrænir músíkdagar eru haldn- ir hér á landi einu sinni á áratug. Sem fyrr kennir margra grasa á hátíð- inni. Sinfóníuhljóm- sveit íslands spilar á tvennum tónleikum undir stjórn Anne Manson frá Bretlandi en hún stjórnaði hljómsveitinni fyrst kvenna á Myrkum músíkdögum í fyrra. Á fyrri tónleikunum, opnunartónleikum há- tíðarinnar, sem verða í Háskólabíói 25. sept- ember, leikur Martin Schuster frá Dan- mörku einleik á tromp- et í konsert eftir landa sinn, Bent Lorentsen. Áhrifa gætir úr nor- rænni goðafræði í verkinu og dregur tit- illinn, Regnboginn, upp samlíkingu við brúna milli himins og jarðar, Bifröst, þar sem Heimdallur stendur vörð og blæs í Gjallarhornið. Þá mun breska sópransöng- konan Julie Kennard syngja einsöng í Sinfó- níu nr. 2 eftir John Speight. Verkið var samið eftir að tónskáldið dvaldist í Túnis og varð vitni að liðsflutningum íraka vegna innrásar þeirra í Kuwait. Einnig verða flutt á þessum tónleikum verkin Árhringur eftir Hauk Tómasson, í nýrri gerð höfundar, og Oaijé eftir Svíann Pár Lindgren. A síðari tónleikum SÍ í Langholtskirkju 28. september verður flutt verk eftir Karin Rehnqvist, Solsángen, fyrir sinfóníuhljóm- sveit, sópran og tvo lesara, sem byggt er á hinum forníslensu Sólarljóðum. í verkinu sækir tónskáldið innblástur til sænskrar þjóðlagatónlistar og einsöngvari er ein skæ- rasta stjarna Svía á því sviði, Lena Wille- mark. Einnig verður frumflutningur hér- lendis á verki Þorsteins Haukssonar, Bells of Earth, sem tilnefnt var til Tónskálda- verðlauna Norðurlandaráðs 1996 og Dandy Garbage eftir Norðmanninn Jon Oivind Ness og Halo eftir Finnann Jukka Tiensuu. Þrennir sinfóníettu-tónleikar verða á Norrænum músíkdögum 1996. Caput-hóp- urinn mun koma fram tvívegis: í Islensku óperunni 27. september undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar og á lokatónleik- um hátíðarinnar í Borgarleikhúsinu 1. októ- ber undir stjórn Norðmannsins Christians Eggens. Á efnisskrá tónleikanna tvennra verða verk eftir tónskáld á borð við Arne Nordheim, Magnus Lindberg og Hans Abrahamsen, að ógleymdum núverandi handhafa Tónskáldaverðlauna Norður- landaráðs, Bent Sörensen frá Danmörku. Á tónleikunum í Borgarleikhúsinu mun Jó- hann Sigurðarson leikari koma fram með Caput-hópnum í verkinu The Last Diary sem samið er við textabrot úr dagbók S.A. Andrée frá 1897 en hann var forsprakki í sænskum loftbelgsleiðangri sem farinn var á norðurpólinn. Tjaldbúðir hans fundust fyrir tilviljun á Hvítueyju í Norður-íshafinu árið 1930. Kammersveit Reykjavíkur leikur í ís- lensku óperunni 29. september undir stjórn Silviu Massarelli frá Ítalíu. Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran verður einsöngv- ari með sveitinni í verki Páls Pampichlers Pálssonar, Morgen, en að auki verða flutt verk eftir Reine Jönsson og Göran Gamp- storp frá Svíþjóð, Norðmanninn Dagfinn Koch og Finnann Einojuhani Rautavaara. Þrennir hádegistónleikar verða í Nor- ræna húsinu og hefjast þeir allir kl. 12.30. Á fyrstu tónleikunum, 26. september, verð- ur Snorri Sigfús Birgisson í forgrunni sem tónskáld og píanóleikari en að auki verða flutt verk eftir sænska tónskáldið Eberhard Eyser og T. Aagaard-Nilsen frá Noregi. Á öðr- um tónleikunum, 28. september, sjá Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Matti Rant- anen harmoníku- leikari og Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona um flutning á verk- um eftir Tapio Tuo- mela frá Finnlandi, Danann Karsten Fundal og Norð- manninn Geir John- son. Á lokatónleik- unum, 1. október, verða Martial Nardeau flautuleik- ari, gítarleikararnir Einar Kristján Ein- arsson og Pétur Jónasson, Camilla Söderberg blokk- flautuleikari og Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari í sviðsljósinu í verk- um eftir Lárus Halldór Grímsson og Danina John Frandsen og Mogens Christensen. Trio Nordica og strengjakvartettinn Avanti! halda sína tónleikana hvort í Lista- safni íslands. Á tónleikum 26. september mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari ásamt Trio Nordica leika verk eftir Johan Jeverud frá Svíþjóð, Hafliða Hallgrímsson, Finnana Mikko Heiniö og Hannu Pohjan- noro og Norðmanninn Glenn Erik Haug- land. Á seinni tónleikunum, 28. september, munu heyrast verk eftir Jovanka Trbojevic og Jouni Kaipainen frá Finnlandi, Svíann Arne Mellnás og Per Norgárd frá Dan- mörku. Flutninginn annast strengjakvartett THEROUX afréð nýlega að ferðast umhverfis Miðjarðarhaf, leggja af stað frá Gíbraltarsundi og fylgja ströndum Miðjarðarhafs allt aftur að upphafsstað ferðar- innar. Bókin Súlur Heraklesar segir frá þessu brölti höfundar um þau svæði sem menn nefndu eitt sinn nafla heimsins. Fommenn hættu sér ekki vestur fyrir Miðjarðarhaf og kölluðu þetta órofahaf vestan Gíbraltar mare tenebrosum eða skuggahaf en þaðan ætti enginn maður afturkvæmt. í norðri voru herskáir og frum- stæðir ættflokkar og allt sem menn gátu kall- að menningu kom úr austri. Bandaríkjamaðurinn Paul Theroux er sann- kallaður heimshornaflakkari og er mikill ver- aldarmaður. Samt sem áður er sakleysinginn í útlöndum, Ameríkumaðurinn sem kynnist hinni fomu og spilltu álfu forfeðra sinna og kemur fyrir í sögum þeirra Marks Twains og Henrys James, aldrei langt undan. Theroux setur sig aldrei í stellingu hins veraldarvana ferðalangs sem allt hefur séð og heyrt þótt hann hljóti að teljast með víðförulli mönnum. Hvert sem hann fer fínnur hann eitthvað sem honum finnst merkilegt og nýstárlegt. Það er e.t.v. þessi afstaða höfundar sem gerir bókina Súlur Heraklesar svo skemmtilega. Theroux gerir meira að segja óspart grín að löndum sínum sem hann hittir á förnum vegi og er í engu vægari í þeirri íþrótt en upphafsmenn hennar, Englendingar, en Theoux hefur verið búsettur á Bretlandi í fjöldamörg ár, enda verður að segjast að þeir Bandaríkjamenn sem verða á vegi hans eru beinlínis til þess ætlaðir að gert sé gys að þeim. SAKLEYSINGIA FARALDSFÆTI Höfundur bókarinnar Súlur Heraklesar (The Pillars of Hercules), Paul Theroux, er einn helsti feróabóka- höfundur samtímans og aörar bækur hans hafg einnig nóö miklum vinsældum. Hann minnir um margt á öndvegishöfundinn Graham Greene og má sérstaklega merkja þessi áhrif frá Greene í smásögum Paul Theroux. JONAS KNUTSSQN segir hér af Súlum Heraklesar og höfundi bókarinnar. Túristi af betri geróinni Theroux leggur upp í þessa miklu ferð að vetri til og ferðast frá ríkustu héruðum jarðar á suðurströnd Frakklands til þeirra fátækustu í Albaníu. Höfundur leggur sig í líma við að fara ekki troðnar slóðir og segir sig úr lögum við alla þá menn sem nefnast í daglegu tali túristar. í raun er þetta hégómi og Theroux er þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en túristi af betri gerðinni. í sögubyijun lýsir hann öpunum á Gíbraltarkletti, þeim einu í Evrópu, og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir séu snöggt um greindari en frönsku ferðalang- amir á klettinum og hrósar þeim óspart fyrir að bíta þá. í bók sinni segir ævintýramaðurinn Theroux frá fúllyndum Grikkjum, blóðþyrstum Spánveijum, frumstæðum Albönum, ljúgfróð- um ítölum, úrkynjuðum Sýrlendingum, svikul- um Marokkómönnum og herskáum ísraelum. Sú menning sem hann lýsir er gerólík kynnum manna sem sækja suður á bóginn í hópferðum og dveljast á ferðamannanýlendum. Höfundur lýsir einnig góðmennsku og hjálpsemi Miðjarð- arhafsbúa á ólíklegustu stöðum þar sem síst skyldi slíks að vænta. Súlur Heraklesar er því ekki aðeins ferðabók heldur má einnig lesa hana sem skáldsögu í svonefndum picareque-stíl þar sem ósigld sögu- persóna fer um hauður og haf og kynnist furðu- legu fólki. Súlur Heraklesar má einnig líta á sem essay roman eða skáldsögu í ritgerðar- formi og lesa hvem kafla fyrir sig sem sjálf- stæða lýsingu á landi og þjóð. Eftirminnilegir fundir Rithöfundamir Naguib Mahfouz er var sæmdur Nóbelsverðlaunum árið 1988 og Paul Bowles, sem skrifaði The Sheltering Sky og er frægur fyrir Marokkósögur sínar, koma fyrir í Súlum Heraklesar. Theroux heimsækir Mahfouz á sjúkrahúsi í Alexandríu eftir að heittrúarmaður sýndi honum banatilræði og reyndi að skera hann á háls fyrir allra augum. Theroux heimsækir hins vegar Paul Bowles í íbúðarholu í Tangier þar sem Bowles virðist hafa snúið baki við heiminum. Frásögn Thero- ux af þessum fundum er eftirminnileg og lýs- ing hans af þessum öldnu listamönnum á lítt skylt við þá íþrótt sem enskumælandi þjóðir nefna „namedropping", þ.e.a.s. þegar frægum nöfnum er komið að í bókum án þess að hinar víðfrægu persónur eigi nokkurt erindi þar ann- að en að prýða nafnaskrá verksins. Einn áfangastaður Theroux er Aliano, lítið þorp á Italíu þar sem rithöfundurinn Carlo Levi var í útlegð fyrir hálfri öld og skrifaði ' 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.