Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Blaðsíða 12
STAÐIRNIR sem Eirfkur leikstjóri (Pálmi Gestsson) er fenginn til að vinna á verða sí- fellt smærri og afskekktari. Hann kann þó enn að gera hosur sínar grænar fyrir kven- fólki á borð við Fannhvíti skólastjórafrú (Vigdís Gunnarsdóttir). ÞORMAR skólastjóri (Örn Árnason) og út-Gerður alræmda (Guðrún S. Gísladóttir) reyna að halda haus þrátt fyrir erfiðleika í einkalífinu. ÞAÐ ER kyrrlátt kvöld í ónafn- greindu íslensku sjávarþorpi. Leikfélag Ungmennafélagsins hefur klætt Fjalla-Eyvind Jó- hanns Sigutjónssonar í nýjan búning og er í óða önn að und- irbúa uppfærsluna undir dyggri stjórn Eiríks leikstjóra að sunnan. Vettvangurinn er gömul fiskvinnsluskemma og þangað eiga ýms- ar slettirekur erindi. Má þar nefna Gerðu útgerð- arkonu, sem hyggst endurheimta hlutverk Höllu sem hún hafði gefíð upp á bátinn, og eiginmann hennar, séra Jens Skúla, sem er svo sannarlega ekki við eina flölina felldur. Þá eru Þormar skóla- stjóri og Danúda hin pólska, makar aðalleikar- anna, Odds orðhvata og Fannhvítar barnungu, jafnframt á vappi. Svo ekki sé minnst á Álfdísi sölukonu. Allir hafa eitthvað að fela og þegar Nanna systir birtist eins og þruma úr heiðskýru íofti í gættinni fer allt í bál og brand. Já, það eru mikil forréttindi að búa við fallega fjallshlíð. Þannig liggur landið í leikriti Einars Kárason- ar og Kjartans Ragnarssonar, Nönnu systur, sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins í kvöld. Nanna systir var frumsýnd hjá Leik- félagi Akureyrar í mars á þessu ári. Einar Kárason segir það hins vegar á misskilningi byggt að verkið hafi verið skrifað sérstaklega fyrir LA . „Þeim fyrir norðan hefur sjálfsagt þótt skemmtilegra að auglýsa verkið þannig, þótt tilfellið sé að það hafí ekki verið á hreinu fyrr en um það bil sem við lukum við verkið hvar það yrði sýnt fyrst. Forsaga málsins er sú, útskýrir Ein- ar, að þegar leikgerð Kjartans Ragnars- sonar af sögu Einars Þar sem Djöflaeyj- an rís var frumsýnd nyrðra vorið 1995 innti Viðar Eggertsson, þáverandi leik- hússtjóri LA, Kjartan eftir því hvort hann væri með eitthvað, sem LA gæti gert sér mat úr, í farvatninu. „Um þetta leyti vorum við Kjartan að leggja lokahönd á leikritið íslensku mafíuna, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi á síð- asta leikári, og hann kannaði því hug minn. Nanna systir var þá dauf hug- mynd hjá Kjartani sem hann lýsti fyrir mér á tveimur til þremur mínútum og það var eitthvað sem kveikti áhuga minn. Daginn sem við settum punktinn aftan við íslensku mafíuna hófumst við því handa við Nönnu systur.“ Í Ijósi reynslunnar Einar segir að leikritið hafi verið skrifað sumarið 1995, þó ekki hafi það komið fullskapað úr pennanum. Var það því endurskoðað fyrir frumsýninguna fyrir norðan og aftur í vor — „í ljósi reynslunnar", eins og höfundurinn kemst að orði. „Þótt við værum ánægðir með árangurinn fyrir norðan sá mað- ur, eins og alltaf, að sitthvað smávægilegt hefði mátt gera betur. Sum atriði voru of lang- dregin og í önnur vantaði fyllingu. Það var því gaman að fá tækifæri til að endurskoða verkið í vor og freista þess að sníða af því vankant- ana. Það má eiginlega líkja þessu við að fá tækifæri til að klippa bíómynd upp á nýtt.“ Sem fyrr segir er upphaflega hugmyndin — efnið, formið og sögusviðið — runnin undan rifjum Kjartans Ragnarssonar. Að sögn Einars var það síðan „karakterstúdían" sem rak félag- ana öðru fremur áfram, það er löngunin til að VIÐ FALLEQA FJALLSHLIÐ Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Nönnu systur eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson á Stóra svið- inu. Er maóurinn þar miólægur í öllum sínum breysk- leika, bjargleysi og nekt, eins og ORRI PALL ORM- ARSSON upplifði þegar hann fylgdist með æfingu og ræddi við leikstjórann og annan höfundinn. Morgunbladió/Kristinn SÉRA Jens Skúli (Sigurður Sigurjónsson) er heist til veikur fyrir víni og vífum, svo sem Álfdísi sölukonu (Tinna Gunnlaugsdóttir). skapa ákveðna karaktera og gera sér grein fyrir því hvernig þeir feli sinn innri mann og birti. „Þó ætlun okkar hafí ekki verið að skrifa gamanleik eða farsa reyndum við alltaf að hafa það í bakhöndinni að þetta yrði ekki leiðin- legt leikrit." Andrés Sigurvinsson leikstýrði Nönnu systur hjá Leikfélagi Akureyrar og endurtekur nú leik- inn. Fá dæmi eru um að leikstjórar hafí sett sama verkið upp í tveimur atvinnuleikhúsum með svona skömmu millibili og kveðst Andrés hafa fyllst geig þegar Stefán Baldursson Þjóð- leikhússtjóri viðraði hugmyndina við hann í vor. „Mér fannst þetta einfaldiega skelfileg til- hugsun, enda var sýningin rétt komin á kopp- inn fyrir norðan og frumsýningarskrekkurinn ennþá í mér. Stefán bað mig hins vegar um að hugsa málið í tvo sólarhringa og á þeim tíma gerði ég mér grein fyrir að þetta væri ansi skemmtileg ögrun fyrir leikstjóra — að fá tækifæri til að fínna nýja fleti á verki sem maður var nýbúinn að setja upp. Ég sló því til og sé ekki eftir því. Þetta hefur verið alveg ofboðslega skemmtileg vinna og nú ætla ég að eyða því sem eftir er starfsævinnar í að setja Nönnu systur upp hjá öllum áhugamanna- leikfélögum landsins," segir leikstjórinn og glottir við tönn. Aóeins ein leió Andrés kveðst ekki nálgast Nönnu systur öðruvísi að þessu sinni — í hans huga er að- eins ein leið að verkinu. „Og hún er sú að finna í sameiningu þann heim, þetta pláss, sem við Kunnugir munu vafalítið reka upp stór augu þegar þeir sjá sviðsmynd Vignis Jóhannssonar en leikurinn á sér nú stað í fiskvinnsluskemmu í stað félagsheimilis áður. Á þessu kveðst Andrés bera allmikla ábyrgð, þar sem hann hafi viljað snúa baki við gamla umhverfinu tíl að festast ekki í fyrri uppfærslunni. Þá sé svið Þjóðleikhúss- ins mun stærra í sniðum og bjóði upp á fleiri möguleika. Einar Kárason hefur verið sífellt meira áberandi í íslensku leikhúslífi hin síðari misseri, einkum í félagi við Kjartan Ragnarsson, en hefur hann í hyggju að láta meira að sér kveða á þeim vettvangi — og þá jafnvel upp á eigin spýtur? „Undanfarið hef ég verið mjög upptek- inn af smásagnasafni sem ég er nýbúinn að klára og kemur út í haust. Þar er ég á heima- velli. Samvinnan við Kjartan hefur á hinn bóg- inn gengið mjög vel; við skemmtum okkur konunglega þegar við erum að vinna saman og erum fljótir að komast í stuð. Þessi sam- vinna byggir á því að hæfileikar okkar liggja ekki á sama sviðinu og verkaskiptingin er því skýr. Þess vegna er ég viss um að við Kjartan eigum eftir að vinna meira saman í framtíð- inni. Eða eins og ég sagði manninum, sem spurði mig nýverið hvenær við Kjartan myndum hætta að vinna saman, þá reikna ég ekki með að vinna með honum lengur en næstu þrjátíu árin. Síðan sé ég bara til.“ erum að beina sjónum okkar að. Gefa því líf. Skapa trúverðugt fólk. Og í þessu tilfelli nýtt pláss. Því með nýjum leikurum kemur ný sýn og ný áhersluatriði.“ Leikstjórinn leggur hins vegar áherslu á að hér séu tvær ólíkar sýningar til umræðu. „Þeg- ar fólk hefur heyrt hvað ég er að fást við um þessar mundir eru viðbrögð þess jafnan á einn veg: „Hvað, það verður ekki mikið mál fyrir þig að setja Nönnu systur upp. Þú gerir þetta bara alveg eins!“ En auðvitað getur þetta aldrei orð- ið alveg eins. Leikhúsið býður einfaldlega ekki upp á það. Sýningin fyrir norðan náði hins veg- ar geysilega góðu flugi og vonandi tekst okkur jafnvel upp að þessu sinni." Undir þetta tekur Einar: „Það eru hreinar Iínur að hér er ný sýning á ferðinni. Til að mynda hló ég á allt öðrum stöðum núna en fyrir norðan þegar ég sá sýninguna í fyrsta sinn frá upphafi til enda.“ Tíu leikarar taka þátt í uppfærslu tjóðleik- hússins á Nönnu frænku. Hlutverk Eiríks leik- stjóra er í höndum Pálma Gestssonar, Sigurður Siguijónsson leikur séra Jens Skúla og Öm Árnason Þormar skólastjóra. í hlutverkum systr- anna, Gerðu og Nönnu, eru Guðrún S. Gísladótt- ir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir en Vig- dís Gunnarsdóttir leikur Fannhvíti, hina bamungu eiginkonu skólastjórans. Tinna Gunnlaugsdóttir bregður sér í gervi Álfdísar sölukonu, en það hlut- verk hefur fengið aukið vægi, og Ró- bert Amfinnsson hefur hlutverk leigu- bílstjóra, sem keyrir Nönnu, með hönd- um. Þá leika Hjálmar Hjálmarsson og Harpa Amardóttir hjónaleysin Odd og Danúdu, en sú síðarnefnda tók jafn- framt þátt í uppfærslu LA á verkinu. Búningar eru eftir Þórunni E. Sveins- dóttur og Björn J. Guðmundsson ann- ast lýsingu. Úr félagsheimili i fiskvinnsluskemmu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.