Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1996, Page 9
ÖKULS skerast inn í fjöllin. Eftir Jökulgili fellur tals- vert vatnsmikil á sem á upptök sín í Torfa- jökli og Reykjafjöllum. Svo torsótt er að fara inn eftir gilinu sakir kletta og brattlendis að talið er að 18 sinnum verði að fara yfir ána á leiðinni. Vatnsfall þetta sem kallast Jökul- gilskvísl var fyrrum hinn versti farartálmi allra þeirra sem fóru á bifreið um Fjallabaksveg nyrðri sakir vatnsmagns og sandbleytu. En bót var á þessu ráðin er brú var sett á kvísl- ina 1966, nokkru sunnar en hún fellur út í Tungnaá. Sunnan við Jökulgil liggur Torfajökull sem er um 15 ferkílómetrar að flatarmáli og 1190 m hár yfir sjó. Vestan jökulsins eru Reykja- fjöll og Reykjadalir sem og Kaldaklofsfjöll og á þeim slóðum er alveg ótrúlega mikill jarð- hiti. Er þarna talið mesta háhitasvæði lands- ins og nær það yfir um 100 ferkílómetra sþildu. Þar eru leirhverir, vatnshverir og brennisteins- hverir af ýmsum stærðum og gerðum. Fjall eitt á þessum slóðum heitir Hrafntinnusker, þar sem hrafntinna er mjög áberandi. Vestan í fjallinu eru víða gjósandi hverir undir jökul- fönnum, svo að þar myndast fjölbreytilegir íshellar og aðrar furðusmíðar náttúrunnar. í Reykjadölum eru efstu upptakakvíslar Markarfljóts sem fellur í mörgum krókum til suðurs og kemur ofan af hálendinu norðan Þórsmerkur. Gömul sögn er tengd fljótinu þar efra, því að undir Grænafjalli fellur það í djúpu og afar þröngu gljúfri og heitir sá staður Torfahlaup. Einu sinni var vinnumaður á bæ einum sem Torfi hét. Hann var ástfanginn af stúlku einni og hún af honum, en frændur konunnar meinuðu þeim að eigast. Torfi strauk þá til fjalla með stúlku sína, en var eltur af ættmennum hennar. Náðu þeir honum við Markarfljótsgljúfur, þar sem þrengst er, og króuðu hann af. Átti Torfi þá enga undan- komuleið nema að stökkva með stúlkuna í fanginu yfir gilið. Það gerði hann líka og heppnaðist vel og heitir þar síðan Torfahlaup. Bróðir stúlkunnar vildi ekki gefast upp á eftir- förinni og hugðist stökkva yfir á eftir þeim. En hann náði ekki alla leið og tókst með naum- indum að grípa í viðarhríslu á brúninni hinum megin. Þar hékk hann yfir hyldýpinu og gat enga björg sér veitt. Sagt er að þá hafi stúlk- an hvatt Torfa til að höggva á viðargreinina og láta bróðurinn falla í gljúfrið. En hann neitaði og rétti í staðinn manninum hönd og dró hann upp. Tókust þá sættir með þeim og fékk Torfi að eiga stúlku sína, svo að allt fór vel að lokum. Dalurinn góói i Torfajökli Margar þjóðsögur voru fyrrum tengdar svæðinu kringum Torfajökul og þó einkum Jökulgili. Þar trúðu margir að væru útilegu- menn og kenndu þeim um slæmar fjárheimtur á haustin. Óttuðust menn útilegumenn þessa mjög og fóru lítt inn í gilið til að smala. En um miðja 19. öld, þegar farið var að draga nokkuð úr útilegumannatrúnni, tóku duglegir menn sig til og könnuðu allt gilið. Eftir það var farið til fjárleita á haustin um gilið eins og annars staðar á afréttinum. Fjaraði þá forn trú á útilegumenn smám saman út, enda heimtu menn þá betur fé sitt af fjalii en áður. Engu að síður segja fornar sagnir frá manna- vist á þessum slóðum, en það átti að hafa verið þegar Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa, færði byggð sína upp til fjalla til að forða sér og sínum undan Plágunni síðari sem svo var kölluð og heijaði á landsmenn skömmu fyrir aldamótin 1500. Hljóðar sagan af þessum atburðum eitthvað á þessa leið: Drepsótt mikil kom til landsins og var sagt að hún hefði borist með enskum kaupmönnum og byijað að breiðast út frá Hafnarfirði. Síðan dreifðist pestin eins og blá móða út um land- ið og fylgdi henni sótt mikil og manndauði. Svo voru umskiptin snögg að oft sátu konur dauðar með mjólkurfötur undir kúm á stöðli eða við keröld í búri og annað var eftir því. Eyddist þá byggðin mjög og víða lifðu ekki eftir nema tveir eða þrír á bæ og sums staðar voru aðeins eftir ungbörn sem sugu mæður sínar dauðar er að var komið. Oft voru þá grafnir þrír eða fjórir á dag við kirkju og þótt sex eða sjö fylgdu líki til grafar komu ekki aftur fleiri en þrír eða fjórir. Hinir dóu á leiðinni og fóru oft sjálfir í þær grafir sem þeir tóku handa öðrum. Er-Torfi sýslumaður frétti að plága þessi væri komin austur fyrir Hellisheiði, tók hann sig upp með búslóð sína og heimafólk og fór burt frá Klofa með allt sem hann mátti með komast og hélt upp til fjalla. Sunnan til á hálendinu er jökull einn og liggur hann austur frá Heklu. Þangað stefndi Torfi með skyldulið sitt og flutning. Fór hann austur með jöklinum norðanverðum þar til hann kom að dálítilli á. Á bökkum árinnar var fijósamt land og fag- urt og lá grasið þar í legum. Torfí hélt upp með kvíslinni eftir dal þeim sem hún fellur um og kallast nú Jökulgil. Um síðir tók gras- ið að þverra og landið að verða grýtt og bert. Töluðu þá húskarlar Torfa um að þeir vildu láta fyrirberast á graslendinu neðar í dalnum, því að þar þótti þeim allbyggilegt, svo að trauðla mundi Torfi finna kostabetri jörð, þótt hann færi lengra inn í svarta gilið sem þá luktist nálega af hömrum yfir höfðum þeirra. Þegar Torfi heyrði mögl húskarla sinna, bað hann þá að láta sig einráðan, því að fyrr hefði hann séð fyrir kosti þeirra, svo að dugað hefði. Eftir það héldu þeir inn eftir gilinu og er þeir höfðu farið um stund, sáu þeir að úr suðri kom mikil birta á móti þeim. Opnaðist þá gilið og komu þeir fram í víðan dal og fagran sem þeim virtist liggja eftir endilöngum jöklinum frá austri til vesturs, en hvergi var skarð í brúnir, nema þar sem þeir komu inn frá norðri. Umhverfis dal þennan hið efra var ekkert að sjá nema jökulís og heiðan himin, en neðan brúna tóku við skógi vaxnar hlíðar niður undir láglendið, þar sem voru sléttar grundir, fagrar og vel grösugar. „Hér skulum vér láta fyrirberast um hríð“, sagði Torfi, „og mun móðan bláa verða mannskæð, ef hún vinnur oss mein í þessum dal.“ Eftir þetta lét Torfi taka til við húsagerð og var þess ekki langt að bíða að þar risi veglegur bær. Um sumarið lét Torfi húskarla sína yrkja dalinn og stóð búhagur hans með hinum mesta blóma sakir einstakra landgæða. Þótt Torfi léti menn sína varast samgöngur við byggðina sendi hann eigi að síður tvo menn sem hann treysti best tvisvar í mánuði fram á fjallabrún- ir til að aðgæta hvað liði móðunni bláu. Lengi vel sneru þeir aftur með þau tíðindi að enn lægi móðan yfir sveitum og tæki hún upp í miðjar hlíðar og enga sæju þeir mannaferð um héruð. Loks kom þó að því að sendimenn báru Torfa þær gleðifréttir að móðan væri horfin. En nokkra stund dvaldi hann þó í daln- um eftir það eða þangað til honum þótti tryggt að sóttin væri horfin með öllu. Þá tók hann sig upp og fluttist niður í byggðina, þar sem hann reisti að nýju bú í Klofa, og varð hvorki honum né.öðrum af hans skylduliði meint af drepsóttinni. Ekki er þess getið hversu lengi Torfi hafi verið í jöklinum sem síðan dregur nafn af honum og kallast Torfajökull. En þegar hann var að flytja aftur til byggða, vildu sum af hjúum hans ekki fara úr dalnum. Hafi hann þá látið það eftir þeim að vera þar áfram og gefið þeim húsabæ sinn eins og hann stóð. Síðan hefur það verið haft fyrir satt allt til skamms tíma að í Torfajökli væru útilegu- menn og hafi ferðamenn sem fara um Fjalla- baksveg þóst kenna reykjareim frá jöklinum líkan því sem þar væri kynt með skógarviði. En eins og fyrr sagði þá var Jökulgilið kann,- að um síðir. Komust menn svo langt að þeír sáu að dalurinn góði í jöklinum var orðinn fullur af ís og snjó og óbyggilegur með öllu. Var hann því ekki lengur grösugur og viði vaxinn eins og forðum þegar Torfi var þar og miklar sögur gengu af. Engu að síður býr Jökulgilið yfir dulúðgri náttúrufegurð, svo að það svíkur engan að reika um þessar slóðir í nágrenni Torfajökuls. Höfundur er fyrrum fræðslustjóri. Þegar drepsótt herjaói á landsmenn tók Torfi sýslumaóur sig upp meb búslóó og heimafólk frá Klofa. Hélt hann inn í Jökulgil og sá par opn- ast búsceldarlegan dal inn íjökulinn. Setti hann sigpar nióur og bjó par unsplágan var horfm. V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. SEPTEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.