Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Qupperneq 7
ÉG ÞYKIVÍST OF
TORSKILINN í
BANDARÍKJUNUM
Hal Hartley kom hingaó til lands sem einn gf gest-
um kvikmyndahátíóar Reykjavíkur. Hann þykir einn
áhugaveróasti sjálfstæói bandaríski kvikmyndaleik-
stjórinn í dag. Hann er fæddur árió 1959 í Linden-
hurst á Long island. EINAR ÖRN GUNNARSSON
ræddi vió hann um list hans og vióhorf til banda-
rískrar kvikmyndageróar.
Morgunblaðið/Þorkell
HAL Hartley segir að hugtakið „sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður11
hafi ekki lengur svo mikla þýðingu.
VERNIG metur þú stöðu
„sjálfstætt starfandi
kvikmyndagerðar-
manna“ í Bandaríkjun-
um? „Hugtakið „sjálf-
stæður kvikmyndagerð-
armaður" hefur ekki
lengur svo mikla þýð-
ingu. Hér á árum áður, t.d. í lok níunda ára-
tugarins þegar ég var að byija að búa til
myndir, þá voru skörp skil á milli sjálfstætt
fjármagnaðra kvikmynda og þeirra sem voru
gerðar af kvikmyndaverum. Kvikmyndaverin
eru með öflugt dreifingarkerfi sem þjónar
þeirra hagsmunum. Hugtakið „óháð kvik-
myndagerð" hefur haft mismunandi og
breytilega þýðingu í áranna rás. Stundum
hafa slíkar myndir verið nefndar „persónuleg-
ar myndir" og hefur þeim þá ekki verið ætl-
að að fara í farveg stórmynda varðandi dreif-
ingu og kynningu.
I dag eru myndir eins og ég bý til kallað-
ar listrænar kvikmyndir en samt bý ég þær
til með það fyrir augum að þær höfði til fjöld-
ans. Þá á ég ekki við að þær eigi að ná til
allra áhorfenda. Ég held að myndir mínar
séu ekki torskildar. Eitt af því athyglisverð-
asta sem gerst hefur nú í seinni tíð varðandi
fjármögnun sjálfstætt starfandi kvikmynda-
gerðarmanna er að hópur ungra framtakss-
amra manna hefur leitað í verðbréfahallir
Wall Street til að afla fjár. Þeir hafa sam-
band við eitt til tvö hundruð fjárfesta og
biðja hvern þeirra um óverulega upphæð.
Þetta er í raun nokkuð flókið og ég vil ekki
vera viðriðinn slíka fjármögnun. Þessum
mönnum hefur gengið vel að ávaxta fé fjár-
festanna. Það mætti vera meira um „óhefð-
bundnar kvikmyndir" en það hugtak vil ég
fremur nota heldur en „sjálfstæðar kvik-
myndir".
Mér finnst að maður eigi að hafa val. í
Bandaríkjunum virðast afgerandi breytingar
eiga sér stað á fimmtán til tuttugu ára fresti
en þær öðlast síðan sess í menningu okkar.
Við Bandaríkjamenn erum frekar íhaldssam-
ir, kannski ekki í stjórnmálum en í menningu
okkar. Almenningur í Bandaríkjunum er með
mjög þröngt sjónarhorn á það sem hann
kallar skemmtun.
Fyrir átta árum voru búin til mjög sér-
kennileg verk í Bandaríkjunum og voru þau
sýnd víða. Þau borguðu sig og besta dæmi
þess er Undarlegra en Paradís (Stranger
than Paradise). Sú mynd var afskaplega per-
sónuleg á vissan hátt og var ekki gerð eftir
neinni viðtekinni fyrirmynd í framleiðslugild-
um eða gæðum. Myndin náði að skemmta
fólki og er góð undirstrikun þess að við verð-
um að hafa val.
Mínum myndum er dreift með markvissari
hætti í Evrópu og Asíu en í Bandaríkjunum.
Ég þyki víst of torskilinn í Bandaríkjunum.
Þar er nafn mitt þekktara en verk mín. Fólk
sem mætir hingað á kvikmyndahátíðina kem-
ur til að skemmta sér og þá er mikilvægt
að geta valið. Fólk sem ætlar í kvikmynda-
hús vill geta valið á milli amerískra og til
dæmis kínverskra kvikmynda. Áhorfendur
að óhefðbundnum myndum eru til og þetta
er því spurning um hvort myndunum er dreift
og þær kynntar. í Bandaríkjunum er enginn
skortur á athyglisverðu fólki sem vill gera
athyglisverðar myndir en það er tilfinnanleg-
ur skortur á framtakssömum mönnum sem
vilja selja slíkar myndir.
Við erum á vendipunkti núna. Á níunda
áratugnum, fyrir um það bil sex til átta árum,
voru blákaldir kaupsýslumenn sem vildu
græða á listrænum kvikmyndum og fyrir
bragðið var mönnum á borð við mig gert
kleift að koma sér á framfæri. Nú eru þess-
ir aðilar orðnir stærri og vaxnir úr grasi.
Yngri kynslóðin er mun íhaldssamari en við
vorum. Ég vek oft athygli á þessu í sjónvarps-
viðtölum og hvet þá ungt fólk til að vera
opnara."
- Hver eru viðfangsefnin í Áhugamannin-
um (Amateur) og Daðri (Flirt)?
„Það er lángt síðan ég hef séð Áhugamann-
inn. Mig minnir að mig hafi langað til að
skilgreina hvað það þýddi að dæma aðra.
Komast að því hvað það þýðir að dæma ein-
hvern; segja hann vera slæman og refsa
honum fyrir það. Mér þykir erfitt að skil-
greina verkið því að í reynd er ég aðeins
sögumaður. Ég byggði upp söguna til að
sýna margvíslegar hliðar ákveðinna vanda-
mála sem fylgja því að dæma aðra. Vinnan
við Daður byrjaði á mjög akademískan hátt
þar sem hjarta og sál verksins óx. Eitt af
því sem ég hef alltaf á bak við eyrað þegar
ég klippi myndirnar er hve miklu klippingin
getur ráðið um söguþráðinn og frásögnina.
I Áhugamanninum velti ég því til dæmis
fyrir mér að sýna sama atriðið tvisvar og
þá frá mismunandi sjónarhorni því að tökurn-
ar voru svo ólíkar. Daður varð einmitt til í
þeim anda, næstum eins og skólaverkefni.
Skólaverkefni getur verið jafn ástríðufullt og
margslungið og önnur verk. Fyrir mér fjallar
Daður um erfiðleika þess að gefa sig að ein-
hveiju.“
- Er það rétt að þú semjir sjálfur tónlist
við myndir þínar undir dulnefni?
„Já, það er rétt en ég veit ekki hvort ég
held áfram að semja undir dulnefni. Þetta
byijaði allt í gríni fyrir nokkrum árum. Ég
hélt að enginn kæmi til með að taka eftir
tónlistinni. Við vorum tveir um að semja
músíkina og hvorugur okkar vildi eigna sér
heiðurinn af henni svo að við skrifuðum hana
undir nafninu Ned Rifle. Fólk vildi fljótlega
kaupa kvikmyndatónlistina svo að við gáfum
út geisladiska undir sama nafni.“
- Kemur áhugi íslendinga á verkum þínum
þér á óvart?
„Ég hef vitað að kvikmyndir mínar eru
vinsælli utan Bandaríkjanna en innan. Ég
verð að viðurkenna að ég hafði ekki velt því
fyrir mér hvort kvikmyndir mínar bærust
hingað enda vissi ég ekkert um ísland fyrr
en nýlega. Vinkona mín, Elina Lowensohn,
dvaldi hér í sex mánuði á síðasta ári. Maður-
inn hennar er myndlistarmaður og málaði
hér. Hún sagði að íslenskt landslag minnti á
yfirborð tunglsins.“
- Hvað finnst þér um „dæmigerðar Holly-
wood-stórmyndir“?
„„Dæmigerðar Hollywood-stórmyndir" eru
einmitt stórmyndir af ákveðinni gerð. Það
er algengt í umræðu um kvikmyndagerð að
líta framhjá framlagi þeirra, sem starfa í
Hollywood, til listsköpunar. Iðnaðurinn þar
er litinn hornauga og haft á orði að framleið-
endurnir vilji vera allsráðandi í kvikmynda-
heiminum. Það er ástæðan fyrir því að þess-
ar kvikmyndir hafa haft jafn víðtæk áhrif á
hugsanir fólks og raun ber vitni. Þá á ég
frekar við þær kvikmyndir sem gerðar voru
fyrir fimmtíu árum en á þeim tíma voru
Évrópumenn allsráðandi í Hollywood. Flestir
kaupsýslumenn í iðnaðinum voru Austur-Evr-
ópumenn. Þetta var ekkert annað en evrópsk-
ur iðnaður sem stakk sér niður í miðja eyði-
mörk Kaliforniu til að búa til kvikmyndir
fyrir Ameríkana. Margt gott kom út úr því
en að sjálfsögðu var sumt afleitt. Við verðum
þó að vera þess minnug að til er aragrúi lé-
legra mynda sem kallaðar eru listrænar.
Oft þegar ég fer í bíó vonast ég til að sjá
„dæmigerða Hollywood-stórmynd“. Reyndar
hef ég undanfarin fimm til tíu ár undantekn-
ingalaust orðið fyrir vonbrigðum því þær eru
svo innihaldslausar.
Reyndar tel ég Kínverja vera að gera stór-
kostlegar myndir á borð við það besta sem
komið hefur frá Hollywood. Þær eru magnað-
ar, tilfínningaríkar, góðar og höfða til fjöld-
ans. Það eru nokkrir dreifingaraðilar í Banda-
ríkjunum sem hafa lagt sig í líma við að
koma kínverskum myndum á framfæri.
Bandaríkjamenn kunna vel að meta þessar
myndir. Það er þó erfítt fyrir bandarískan
almenning að skilja til hlítar umfjöllunarefni
myndanna þar sem hann skortir innsæi og
þekkingu á kínverskri sögu. Það þarf til
dæmis að setja inn skýringar til að upplýsa
bandaríska áhorfendur um menningarbylt-
inguna. Þetta er dapurleg hlið á bandarískri
menningu og endurspeglar hve illa þjóðin er
upplýst um umheiminn.“
HRYLLILEG KÓMEDÍA
FJÖLLISTAHÓPURINN Vala Þórs og Súkk-
at frumsýna nýstárlega dagskrá í Kaffileik-
húsinu í kvöld, laugardagskvöld. Vala mun
frumsýna leiksögur sínar Kíkir, súkkulaði,
fýlugufa og rusl og Konan með íöngu augn-
lokin en Súkkat flytja lög sín og texta. í síðar-
nefndu leiksögunni munu leikkonan og tón-
listarmennirnir tveir, Hafþór Ólafsson og
Gunnar Örn Jónsson, sameina krafta sína á
sviðinu: „Súkkat mun annast leikhljóð og
annast ýmsa leikræna tilburði í því verki“,
segir Vala, „en ég mun leiklesa. Þetta verður
svona grín á hlédrægum skala.“
„Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl fjallar
um ákaflega einmana fólk, ósýnilega fólkið
í samfélaginu. í sögunni hittist þetta einmana
fólk, en þó aðeins á líkamlega sviðinu og úr
þeim fundi verður eins konar dauði. Þetta
er svolítið hryllileg kómedía þar sem meðul
fáránleikans eru notuð óspart. Manneskjurn-
ar tvær eru algerar andstæður; maðurinn
afskaplega grannur og hreinn en konan mjög
feit og drulluskítug; hann er með allt sitt á
tæru en hjá henni ríkir algjört kaos. En þrátt
fyrir þetta eru þau alveg eins.“
Vala sótti námskeið hjá Dario Fo í Kaup-
mannahöfn í vor og dregur leikstíll hennar
í sýningunni nokkurn dám af því. „Dario Fo
er þekktur fyrir einleiki sína sem innihalda
iðulega gagnrýni á stjórnmál og trúarbrögð.
í þessu einleikjum er blandað saman frásögn
og persónusköpun, þannig að frásögn og
bein ræða persóna skiptist á. Þetta kostar
að leikarinn þarf að skipta mjög hratt á
milli hlutverka. Ég nota líka leikstíl Fo sem
einkennist mjög af stórum og ýktum hreyf-
ingum. Ég tek svolitla áhættu í þessu verki
með því að ganga út frá grunntexta en spinn
svo restina á sýningunni, misjafnlega mikið,
reyndar, og á misjöfnum stöðum jafnvel. Og
mér er sagt að þetta sé ekki skynsamlegt
af ungum leikara að gera en ég ætla að reyna
mig við þetta.“
Lögin sem Súkkat mun flytja á sýning-
unni eru flest af plötum þeirra tveimur sem
komið hafa út en einnig nokkur áður óheyrð.
„Við settum svipaða sýningu upp með Völu
á Bjarkarlundi í sumar og það var svo bráð-
skemmtilegt að við ákváðum að koma með
sýninguna í bæinn", segir Hafþór. „Fólk hér
í bænum hefur heldur ekki svo mörg tæki-
færi til að heyra í okkur þannig að okkur
leist vel á þetta; við erum að spila í skólum
og svo kannski á Hafnarkránni og það er
auðvitað ekki allra.“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„ÞETTA er svolítið hryllileg kómedfa þar
sem meðul fáránleikans eru notuð ós-
part“, segir Vala Þórsdóttir um leiksöguna
Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„VIÐ erum að spila í skólum og svo kannski
á Hafnarkránni og það er auðvitað ekki
allra", segja Súkkatar sem óttast að ná
ekki til nægilega breiðs hlustendahóps.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 T