Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Síða 8
Greinarhöfundurinn hef- ■» KROSSHÖFÐI er rétt um 100 km norður frá Swakopmund þar sem við bjuggum og þar eru ein stærstu selalátur í heimi. Loðsel- urinn kæpir þar á vorin (okt-nóv) og heldur sig þar og í sjónum í kring allt árið. LAND MISKUNNAR LAUSRA LÍFSSKILYRÐA SANDÖLDURNAR milli Swakopmund og Walvis-flóa eru allt að 200m háar, börn og jafnvel fullorðnir skemmtia sér vel í þessum risa „sandkassa". Það er vinsælt um helg- ar að skreppa upp í öldur og renna sér niður á pappaspjöldum. ur lagt stund ó sjó- mennsku fró unglingsár- um og starfaó undanfar- in ár á vegum Hafrann- * sóknastofnunar Islands, síóasta ár sem stýrimaó- ur á hafrannsóknaskipi á vegum ríkisstjórnar Namibíu. Hér segir hún frá kynnum sínum af landi og þjóó. EFTIR INGU FANNEYJU EGILSDÓTTUR VART er hægt að segja um Namibíu líkt og skáldið lét Uffelen Hamborgarkaup- manni verða að orði um Danmörku: að þar sé „ein land vom liebegott gesegn- et“ - fremur mætti um sumt taka undir með franska landkönnuðinum Cartier þegar hann leit yfir hijóstug svæði Labradors, sundurtætt af afli ísaldarhrammsins: að þetta sé landið sem guð gaf Kain. En ekki er þó allt sem sýnist. Cartier vissi ekki að Kanadaskjöldurinn um- hverfis Hudsonflóa er eitthvert málmauðug- asta svæði heims eða að Nýfundnalandsmið á þeim hafslóðum, sem hann sigldi yfir, væru þá gjöfulustu fiskimið heimskringlunn- ar. Namibía liggur meðfram vesturströnd Suður-Afríku, er þar að mestum hluta eyði- mörk, víða gjörsneidd lífi við fyrstu sýn. Lengsti hluti mörg hundruð mílna strand- lengjunnar sem liggur að Suður-Atlantshafi er eyðileg, brimsorfin, hafnlaus auðn, þar sem hafrót, stríðir straumar og sífelldar þokur eru sjómönnum háskalega óvinveitt, enda var henni gefið nafn í launaskyni, - kennd í munni Evrópumanna við beinagrindur sæfara liðinna alda - sem urðu þar skipreika; mætti vel heita Nástrandir á tungu okkar Islend- inga. Er þar eru samt mjög auðug fiskimið, sem fiskveiðþjóðir hafa nýtt, og íbúar lands- ins - eftir að Namibía varð sjálfstæð 1990 - vilja nýta sjálfir. Það var þetta atriði sem varð til þess að eg fékk sjö mánaða verkefnissamning við rannsóknastofnun á vegum þróunaraðstoðar í Namibíu í janúar 1995. Rannsóknir fomleifafræðinga hafa leitt í ljós að í suðursvæðum Afríku og þ.ám. í Namibíu er að finna frumheimkynni manns- ins. í Otavifjöllum hafa fundist leifar frum- manns sem talið er að hafi verið uppi fyrir milljónum ára. Víða hafa fundist vopn, verk- færi og annað sem sýnir, eins og leifar frá Windhoek bera vott um, að veiðimenn eldri steinaldar lögðu þar til atlögu og veiddu fíla sér til matar. Meðal elstu frumbyggja, sem enn eiga afkomendur, voru Sanar (Búsk- menn) veiðiþjóð sem lifði þama í friði í þús- undir ára og má víða í Huns-fjöllum finna klettaskraut og listaverk eftir þá í hellum. Þeir lentu löngu síðar í átökum við hirðingja- þjóðir á hærra menningarstigi, frændur sína, Nami, sem komu sunnan frá Höfðalandinu og em af Khoikhoi-kyiú. Evrópumönnum hefur þóknaðist að nefna þá Hottentotta (nafnið talið eftirlíking sog- eða blísturhljóða sem einkenna tungumál þeirra), en við Nami er landið nú kennt. Ekki löngu síðar komu Bergdamir og Wambo-þjóðir frá Mið-Afríku og enn síðar kom einhver harðvítugasti þjóð- flokkur landsins, negrar af Bantúaþjóðum - Heroar - úr norðvestri. Síðast þegar kom fram á 19. öld bættist við Oorlamir, kynþátt- ur af Namaþjóðum, sem hrökklaðist undan Búum norður á bóginn og loks Basterar sem vom kynblendingar. Þessum svertingjaþjóð- um var það sameiginlegt að hatast við Sani, sem voru eingöngu veiðimenn - afburða- snjallir sem slíkir - en gerðu oft ekki greinar- mun á húsdýmm hjarðþjóða svertingja og villidýmm. Við þessa þjóðflutninga þrengdi mjög að Sönum sem flæmdust því út í harð- býlustu eyðimerkursvæðin. Allt til loka 18. aldar fengu íbúar Namib- íu að vera að mestu í friði fyrir hvítum mönn- um, en 1793 lögðu Hollendingar frá Höfða- landinu undir sig svæði við Walvisflóa, Luder- itz og fleiri strandsvæði, en í Napoleonsstríð- unum lenti Holland undir frönskum yfirráðum og þá tóku Bretar undir sig Höfðalandið og fleiri ítök Hollendinga þar um slóðir. Það varð ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar er síðara kapphlaupið um nýlenduyfir- ráð hófust og stórveldi Vesturlanda voru sem óðast að skera mikið af heimsbyggðinni í jólakökusneiðar sín á milli, að skipting megin- lands Afríku í hagsmunasvæði eða nýlendur Vesturlanda hófst. Gráóug verslunarveldi Fram á miðja 19. öld höfðu siglingaveldi Evrópu látið sér nægja að seilast eftir ítökum og yfirráðum víðsvegar á strandlengjunni suður og austur með Afríku. Þetta voru hent- ugir áfangastaðir á leiðinni til Austurlanda fýrir seglskip þess tíma eða bækistöðvar fyr- ir þrælasölu til Ameríku. Bretar fóru brátt að teygja klærnar norður eftir frá Höfðaland- inu til fijórra landsvæða sem kennd voru lengi eftir það við ötulan, enskah heimsveldis- smið Cecil Rhodes. Opnun Súesskurðar gjör- breytti að vísu þörfum fyrir bækistöðvar vegna Austurlandasiglinganna og virtist því um skeið sem áhugi á hinu myrka, ókunna meginlandi Afríku myndi dvína, en sífelld eftirspurn eftir fílabeini, strútsfjöðrum, skinnum veiðidýra og síðast en ekki síst gulli og gimsteinum, eftir að þessi dýrmæti fundust þar syðra, juku áhuga gráðugra verslunarvelda æ meir og deilur þeirra útaf landssvæðum inni á meginlandinu urðu æ eldfímari. Þjóðveijar voru í miklum uppgangi sem verslunar- og siglingaþjóð á þremur síð- ustu áratugum 19. aldarinnar og vildu nú komast í krásirnar líka - fá sinn sess á sólar- ströndinni - eins Wilhjálmur II keisari þeirra orðaði það síðar. Bismarck, ríkiskanslari Þýskalands þá, sá að vísu hættuna sem af þessari keppni við Englendinga gat stafað og hann vildi fyrir alla muni forðast að styggja þá fyrstu valda- ár sín. En á 9. áratugnum skipti hann um skoðun og Þjóðveijar hófu þátttöku í nýlendu- kapphlaupinu af miklum áhuga. Bismarck var þá tvímælalaust áhrifamesti stjórnmála- maður Evrópu og í raun heimsins. Það var mest að hans ráði kallað til ráðstefnu í Berl- in 1884-85 um skiptingu Afríku. Þá og síðar voru afrísk landsvæði óspart notuð í pólitísk- um hrossakaupum evrópsku stórveldanna og að lokum var nær öllu meginlandi Afríku skipt niður í sneiðar, nýlendur eða verndar- svæði milli nýlenduvelda Evrópu. Þessar sjentilmannasamþykktir evrópskra pólitíkusa tóku auðvitað ekkert tillit til þjóðfé- lagsskipulags eða þarfa innfæddra, - landa- merkjalínur voru dregnar eftir staðháttum, sums staðar sjónhendingalinum mælinga- manna milli fjallatoppa eða að farvegir stór- fljóta voru látnir ráða; ekkert hirt um þótt árstíðabundin beitilönd flökku- eða hirðingja- þjóða Afríku væru skorin þvers eða langs með landamerkjalínum, - þjóða sem frá ómunatíð höfðu ferðast þar til og frá af líf- sauðsyn - eða hvort íbúar af sama kyn- flokki væru nú orðnir ýmist þegnar breskra, belgískra, þýskra, ítalskra, franskra eða port- úgalskra nýlendna og íbúunum, sem voru einatt óvitaðir um að þeir væru eftirleiðis orðnir þjónar einhvers kóngs í Evrópu, bann- að allt flakk á milli. Þjóðveijar komu síðbúnir til nýlendukapp- hlaupsins vegna afstöðu Bismarcks, sem fyrr greinir, en Þjóðveijar náðu flestum nýlendum sínum í lok valdatíðar hans (á 9. áratug aldar- innar). í hlut íjóðveija komu því oft rusta- sneiðar nýlendukökunnar, fátæk eða erfið svæði, sem önnur stórveldi höfðu lítt sóst eftir, og eitt þeirra var svonefnd þýska Vest- ur-Afríka, eyðimerkuriandið sem nú heitir Nam'ibía. Nýir herrar Heimsstyijöldin fyrri batt eins og kunnugt er enda á nýlenduveldi Þjóðveija og sigurveg- ararnir skipti nýlendum þeirra á milli sín á þeim forsendum að Þjóðveijar væru óhæfir til nýlendustjórnar. Eg ætla að láta stjórn- mála- og sagnfræðingum eftir að dæma um réttmæti þeirrar fullyrðingar, - miðað við framferði nýlenduvelda yfír höfuð - en hygg * 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.