Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 10
SJÓNARHÓLARI
EFTIR JOHN BERGER
Segja má aó karlmenn aóhafisten konur haldisig
til. Karlmenn horfa á konur. Konur horfa á sjálfar sig
skoóaóar. Skoóandinn í konunni er karlmaóur. Hió
skoóaóa er kona. Þetta umbreytir henni í hlut, og
þá fyrst og fremst í sjónrænan hlut, þaó er í sýn.
FRANCOIS Boucher, 1703-1770: Ódalíska.
SAMKVÆMT hefð og viðteknum
reglum er nærvera kvenmanns
litin öðrum augum en þegar
karlmaður á í hlut. Nærvera
karlmanns er tengd fyrirheitinu
um það vald sem hún felur í
sér. Sé þetta fyrirheit stórt og
trúverðugt er nærvera hans tal-
in mikilvæg. Sé það lítið eða ótrúverðugt er
nærvera hans talin léttvæg. Valdið sem þannig
er gefið til kynna getur verið siðferðilegt, lík-
amlegt, hagfræðilegt, þjóðfélagslegt, kynferð-
islegt, duttlungafullt... en eðli þess liggur samt
alltaf utan við karlmanninn sjálfan. Nærvera
hans ber með sér hvað hann getur gert fyrir
þig eða við þig. Nærvera hans kann að vera
tilbúningur í þeirri merkingu að hann þykist
geta gert það sem hann getur ekki. En sá
þykjustuleikur er ávallt bundinn við það vald
sem hann kann að beita aðra.
Nærvera konunnar tjáir til samanburðar
hennar eigin hugmyndir um sjálfa sig og gefur
til kynna hvað er hægt og hvað er ekki hægt
að gera við hana. Nærvera hennar er staðfest
með handahreyfingum hennar, rödd, skoðun-
um, svipbrigðum, fötum, smekk, umhverfinu
sem hún velur sér ... í raun getur hún ekkert
gert sem ekki eykur á nærveru hennar. Per-
sónuleiki konunnar er svo samofinn útliti henn-
ar að karlmenn líta vanalega á hann sem ein-
hvers konar líkamlega útgeislun líkt og hita,
lykt eða áru.
Að fæðast sem kona hefur jafngilt því að
fæðast inn í vörslu karla. Nærvera konunnar
er því afleiðing hæfileika hennar að búa við
slíkt forræði innan mjög afmarkaðs ramma.
Þetta hefur leitt til þess að vitund konunnar
er tvískipt. Konan verður stöðugt að skoða
sig. ímyndin sem hún hefur af sjálfri sér fylg-
ir henni stöðugt eftir. Hvort sem hún gengur
um gólf eða grætur við jarðarför föður síns
getur hún varla komist hjá því að sjá sjálfa
sig fyrir sér sem annaðhvort gangandi eða
grátandi. Frá bemsku hefur hún verið alin upp
í því að vera stanslaust að skoða sig og meta.
Og það er af þeim sökum sem hún lítur á skoð-
andann og hið skoðaða í sjálfri sér sem tvo
hiuta samsettrar heildar í auðkenni sínu sem
konu.
Hún þarf að rannsaka allt sem hún er og
allt sem hún gerir vegna þess hvernig hún
kemur öðmm fyrir sjónir (og þá einkum og sér
í lagi karlmönnum) ræður að miklu leyti hversu
vel henni vegnar í lífinu. Tilfinningin sem hún
hefur fyrir sinni innri persónu víkur fyrir því
hvemig hún er metin af öðrum.
Karlmenn skoða konur áður en þeir með-
höndla þær. Hvemig kona lítur út í augum
karla getur því ákvarðað hvemig hún er með-
höndluð. Til að ná einhveiju valdi yfir þessu
atferli verða konur að innbyrða og gera það
að virkum þætti í persónu sinni. Sá hluti vitund-
ar konunnar sem er í hlutverki skoðandans
meðhöndlar hinn hluta hennar, hið skoðaða,
svo hún geti sýnt öðrum hvernig hún sjálf í
heild sinni vilji láta meðhöndla sig. Og þessi
eftirbreytniverða meðhöndlun hennar á sjálfri
sér myndar nærvem hennar. Nærvera sér-
hverrar konu ákvarðar hvað er leyfilegt og
hvað er ekki leyfilegt í nærvem hennar. Sér-
hver athöfn hennar, hver sem tilgangurinn eða
hvötin á bak við hana kann að vera, er einnig
túlkuð sem vísbending um hvernig hún vilji
láta meðhöndla sig. Ef kona hendir gleri í
gólfíð er það tekið sem dæmi um hvemig hún
meðhöndlar reiðitilfínningar sínar og þá um
leið hvernig hún vill láta aðra meðhöndla sig.
Ef karlmaður gerir slíkt hið sama er einungis
litið á það sem tjáningu á reiði hans. Ef kona
segir góðan brandara er það tekið sem dæmi
um hvernig hún meðhöndlar spaugarann í
sjálfri sér og þá um leið hvernig hún sem brand-
arakerling vill láta aðra meðhöndla sig. Aðeins
karlmaður getur sagt góðan brandara vegna
þess hvað hann er góður.
Til að einfalda þetta mætti segja að karl-
menn aðhafist en konur haldi sig til. Karlmenn
horfa á konur. Konur horfa á sjálfar sig
skoðaðar. Þetta ákvarðar ekki aðeins flest
sambönd á milli karla og kvenna, heldur einn-
ig samband kvenna til sín sjálfra. Skoðandinn
í konunni er karlmaður. Hið skoðaða er kona.
Þetta umbreytir henni í hlut, og þá fyrst og
fremst sjónrænan hlut, það er í sýn.
í einum tegundarflokki hins evrópska olíu-
málverks voru konur höfuðviðfangsefnið. Þessi
tegundarflokkur er nektarmyndin. í nektar-
myndum evrópsku listasögunnar getum við
fundið sumar af þeim hefðum og viðmiðunum
sem konur hafa verið dæmdar eftir sem sýn.
Fyrstu nektarfyrirsætur þessarar hefðar
voru Adam og Eva. Það er því ekki úr vegi
að riíja upp sögu þeirra eins og frá henni er
greint í Mósebók.
En er konan sá, að tréð var gott að eta
af, fagurt á að líta og girnilegt til fróð-
leiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og
hún gaf einnig manni sínum, sem með
henni var, og hann át.
Þá lukust upp augu þeirra beggja, og þau
urðu þess vör, að þau voru nakin, og þau
festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér
mittisskýlur ...
Drottinn kallaði á manninn og sagði við
hann: „Hvar ertu?“ Hann svaraði: „Ég
heyrði til þín í aldingarðinum og varð
hræddur, af því ég er nakinn, og ég faldi
mig ..."
En við konuna sagði hann: „Mikla mun ég
gera þjáningu þína, er þú verður barnshaf-
andi. Með þraut skalt þú börn fæða, og
þó hafa löngun til manns þíns, en hann
skal drottna yfír þér.“
Hvað er sláandi við þessa sögu? Jú, þau
urðu meðvituð um að þau voru ólík hvort Öðru
eftir að hafa etið eplið. Nektin var sköpuð i
huga þess sem á horfði. Skuldinni er skellt á
konuna og henni refsað með því að gera hana
undirgefna karlmanninum. í samskiptum sín-
um við konuna varð karlmaðurinn að fulltrúa
fyrir Guðs vilja.
í miðaldahefðinni var sögunni oft lýst lið
fyrir lið eins og í teiknimyndasögu. Á endur-
reisnartímanum hvarf þéssi frásagnarröð og
eina atriðið sem eftir stóð var augnablik smán-
arinnar. Parið klæðist fíkjuviðarlaufum eða
hylur kynfæri sín með höndunum. En nú er
smánina ekki nema að litlu leyti að finna hjá
Adam og Evu heldur hefur henni verið varpað
yfir á áhorfandann.
Síðar meir breyttist þessi smán í hálfgerða
sýndarmennsku. Þegar málarahefðin varð ver-
aldlegri buðu önnur þemu upp á tækifæri til
að mála nektina. Konan í þessum myndum er
greinilega meðvituð um að á hana er horft.
Konan er ekki nakin eins og hún er sýnd. Hún
er nakin eins og áhorfandinn sér hana. Þetta
er hið raunverulega þema eins og í hinum fjöl-
mörgu myndum af Súsönnu og öldungunum
sem var afar vinsælt viðfangsefni. Hún horfír
á okkur horfa á sig.
í annarri útgáfu af þessu sama viðfangsefni
eftir Tintoretto má sjá Súsönnu skoða sig í
spegli. Á þann hátt er hún sett í hlutverk
áhorfandans í sjálfri sér. Spegillinn var oft
notaður sem tákn fyrir hégómagimd konunn-
ar. Siðferðisboðskapurinn var þó oftast hræsn-
isfullur. Þú málaðir nakta konu vegna þess
að þú naust þess að horfa á hana. Þú settir
spegil í hönd hennar og kallaðir máverkið
„Hégómagirnd“ og fordæmdir þannig konuna
fyrir þá nekt sem þú hafðir málað þér til
ánægju. Hinn raunverulegi tilgangur spegilsins
var annar. Hann var fyrst og fremst sá að fá
konuna til að taka þátt í meðhöndluninni á
sjálfri sér sem sýn.
Dómur Parísar var annað viðfangsefni með
sama óskrifaða markmiðinu, að gefa karlmönn-
um kost á að horfa á naktar konur. En nýjum
þætti hefur nú verið bætt inn í myndina, sem
er dómurinn. París verðlaunar þá konu, sem
honum þykir fegurst, með epli. Þar með varð
fegurð að keppnisíþrótt. Þær konur sem ekki
eru dæmdar fagrar eru ekki fagrar. Aðeins
hinar útvöldu fá verðlaun.
Fegurðardrottningin verður að eign dómar-
ans. Hún stendur honum til boða. Karl annar
Bretlandskonungur pantaði leynilega málverk
frá Lely. Það er dæmigert fyrir þessa hefð.
Verkið heitir „Venus og Amor“. En í raun er
þetta ein af hjákonum konungsins, Nell
Gwynne. Hún er sýnd horfa aðgerðarlaus á
áhorfandann, sem horfir á hana nakta. Þessi
nekt er ekki lýsing á hennar eigin tilfínninga-
ástandi. Hún er vísbending um auðsveipni
hennar gagnvart tilfinningum og kröfum eig-
andans, bæði málverksins og konunnar. Má-
verkið lét í ljós þessa auðmýkt hennar og þeg-
ar konungurinn sýndi það gestum sínum urðu
þeýr afbrýðisamir.
í indverskri, persneskri, afrískri og forn-kól-
umbískri list birtist nektin sjaldan aðeins á
einn veg. Þótt inntak verksins snúist um kyn-
ferðislega aðlöðun, þá sýnir það yfirleitt virkt
kynferðissamband milli tveggja elskenda þar
sem konan aðhefst jafnt á við karlinn og þar
sem athafnir þeirra gagntaka hvort annað.
í evrópsku listhefðinni má greina á milli
nektar (nudity) og þess að vera nakinn (naked).
í bók sinni Nektarfyrirsætan heldur Kenneth
Clark því fram að það að vera nakinn þýði
einfaldlega að vera án klæða, á meðan nektin
sé hins vegar listform. Samkvæmt honum er
nektin sem slík ekki útgangspunktur nektar-
málverksins, heldur ákveðið listrænt sjónarmið
sem myndinni tekst að miðla. Þetta er rétt
upp að vissu marki, jafnvel þótt nektarsjón-
armiðið sé ekki endilega bundið við listina.
Það eru einnig til nektarljósmyndir, nektarupp-
stillingar, nektarlátbragð. Sannleikurinn er sá,
að nektinni er ávallt veitt í farveg hefðarinnar
og valdið sem býr að baki þessari hefð á ræt-
ur að rekja til vissra hefða í listinni.
Hvað þýða þessar hefðir? Hvað merkir nekt-
in? Það nægir ekki að svara þessari spurningu
einvörðungu út frá listinni því nektin tengist
lifandi kynlífsatferli.
Að vera nakinn er að vera maður sjálfur.
Að vera nekt er að sjást nakinn og samt
sem áður vera tekinn fyrir eitthvað annað
en maður er. Það verður að skoða hinn
nakta líkama sem hlut til þess að hann
verði að nekt (að sjá hann sem hlut ýtir
undir notkun á honum sem hlut). Að vera
nakinn er að afhjúpa sig. Nektinni er stillt
upp til sýnis.
Að vera nakinn er að vera án dulargervis.
Að vera til sýnis er að láta umbreyta
yfirborði líkama síns í dulargervi sem
ómögulegt er að losna við undir slíkum
kringumstæðum. Nektin er dæmd til að
vera aldrei nakin. Nektin er ákveðin tegund
klæða.
í hinni hefðbundnu evrópsku nektarmynd
er aðalpersónan aldrei máluð. Hún er áhorf-
andinn fyrir framan verkið, og það er gert ráð
fyrir að hún sé karlmaður. Allt er stílað upp
á hann. Allt verður að líta út eins og það sé
tilkomið hans vegna. Það er út af honum sem
kvenverumar í myndunum hafa svipt sig klæð-
um til að sýna nekt sína. En samkvæmt hlutar-
ins eðli er hann ókunnug karlmannsvera sem
ennþá er í fötunum.
Lítið á „Allegoríuna um tímann og ástina“
eftir Bronzino. Það er óþarfi að fara í saum-
ana á þeirri flóknu táknfræði sem í málverkinu
má finna vegna þess að hún kemur hinum
sterku kynferðislegu yfirtónum þess ekkert
við. Áður en það er eitthvað annað, þá felur
þetta málverk fyrst og fremst í sér kynferðis-
lega ertingu.
Málverkið var sent sem gjöf frá stórhertog-
anum í Flórens til Frakklandskonungs. Dreng-
urinn sem krýpur á púðanum og kyssir konuna
er Amor. Hún er Venus. En hvernig líkama
hennar er stillt upp hefur ekkert með kossaf-
lens þeirra að gera. Líkama hennar er komið
þannig fyrir að áhorfandinn sjái hann sem
best. Þessari mynd er ætlað að höfða til kyn-
hneigðar hans. Hún hefur ekkert með hennar
kynhneigð að gera. (Eins og algengt er í hinni
evrópsku nektarhefð eru líkamshár konunnar
ekki sýnd. Hár tengist kynferðislegu valdi,
ástríðu. Halda verður kynferðislegri ástríðu
konunnar í lágmarki til þess að áhorfandinn
hafi á tilfínningunni að hann fari með völdin.)
Stundum má reyndar sjá elskhuga í evr-
ópsku nektarhefðinni. En athygli konunnar
beinist sárasjaldan að honum. Hún lítur oftast
til hliðar við hann eða þá út úr málverkinu í
átt til þess sem hún álítur vera sinn sanna
elskhuga — skoðandans/eigandans.
Berstrípun annarra virkar sem staðfesting
og veldur ákveðnum létti. Hún er eins og hver
annar kvenmaður, eða hann er eins og hver
annar karlmaður. Við erum gagntekin af hin-
um magnaða einfaldleika þessa kunnuglega
mismunar. Ómeðvituð samkynhneigð löngun,
eða ómeðvituð gagnkynhneigð löngun, kann
að leiða til annarra væntinga. En það er hægt
að útskýra þennan létti án þess að leita á
náðir undirvitundarinnar.
Ásýnd hins aðilans — eins og hún er, eða
hann er — eykur tilfinningu fýrir nærveru
hans. Hún er líkari sínu eigin kyni en hún er
frábrugðin því. í þessu felst hlýja og vinaleiki
andstætt þeim kulda og nafnleysiskennd „að
vera nekt“. Það mætti orða þetta á annan
veg. Um leið og við skynjum nektina sem það
að vera nakinn kemur viss hversdagsleiki inn
í spilið, hverdagsleiki sem einungis er til stað-
ar vegna þess að við þurfum á honum að halda.
Við þurfum á hverdagsleikanum að halda
vegna þess að hann tengir okkur við veruleik-
ann. Og það sem meira er, þessi veruleiki —
með því að heita hinu kunnuglega kynlífsferli
— býður upp á möguleikann á sameiginlegu,
huglægu kynlífi. Hvarf á dulúð á sér stað á
sama tíma og möguleikinn á því að skapa
sameiginlega dulúð býðst. Framrásin er þessi,
huglægni-hlutlægni-huglægni, báðum aðilum
í hag.
Þetta er vandamálið við að skapa kyrrstæða
mynd af kynferðislegri berstrípun. í lifandi
kynlífí er það að vera nakinn ferli en ekki
ástand. Ef ein stund í þessu ferli er einangruð
verður útkoman lágkúruleg og í stað þess að
ástríðubrú myndist á milli tveggja hugarheima
ríkir kuldi. Þetta er helsta ástæðan fyrir þvi
hvers vegna innilegar ljósmyndir af berstrípun
eru jafnvel ennþá sjaldgæfari í evrópsku nekt-
arhefðinni. Einfaldasta lausnin fyrir ljósmynd-
arann er sú að umbreyta fyrirsætunni í nekt,
sem — með því að alhæfa bæði um myndina
og þann sem á hana horfir og beina þar með
kynhneigðinni að einhveiju ótilteknu — um-
breytir löngun í kynóra.
Áthugum núna óvenjulegt málverk af konu
sem er hálfber. Þetta er málverk eftir Rubens
af annarri konu sinni, Héléne Fourment, sem
hann giftist þegar hann var orðinn aldraður.
Við sjáum hana þar sem hún er við að snú-
ast á hæli, næstum búin að missa loðfeldinn
niður af öxlunum. Það er augljóst að hún verð:
ur ekki stundinni lengur í þessum sporum. í
yfirborðslegri merkingu er myndin af henni
eins tafarlaus og ljósmyndin er í eðli sínu. En
í dýpri merkingu „inniheldur" myndin bæði
tíma og lífsreynslu. Það er ekki erfitt að ímynda
sér að andartaki áður en að Héléne Fourment
sveiflaði feldinum utan um axlirnar hafí hún
verið kviknakin. Hin samhangandi atburðarás,
upp að og fram yfir stund berstrípunarinnar,
hefur verið yfírstigin. Héléne Fourment getur
tilheyrt ákveðinni stund eða hvaða stund sem
er.
Líkami hennar snýr ekki að okkur sem
skyndileg sýn, heldur sem lífsreynsla — lífs-
reynsla málarans. Af hveiju? Það eru yfirbórðs-
leg, frásagnarleg smáatriði fyrir því; úfið hár-
ið, tjáningarríkt augnaráðið, sem beinist að
málaranum, og hinn ýkti næmleiki holds henn-
ar. En meginástæðan er samt formræns eðlis.
Útlit hennar hefur bókstaflega verið endurmót-
að í gegnum huglæga sýn málarans. Neðri
búkurinn og lærin, sem hulin eru af feldinum
sem hún heldur um sig miðja, falla ekki sam-
an. Það á sér stað hliðarskekkja er nemur 22
sentímetrum. Lærin á henni, ef þau eiga að
passa við mjaðmirnar, eru að minnsta kosti
22 sentímetrum of langt til vinstri.
Rubens hugsaði þetta ef til vill ekki þannig.
Áhorfandinn þarf ekki að taka eftir því. í sjálfu
sér er það smávægilegt. Það sem máli skiptir
er hvað þetta gerir kleift. Líkamanum er gef-
inn kostur á að vera nánast ómögulega hreyf-
anlegur. Samhengi hans er ekki að finna í
honum sjálfum, heldur í persónulegri reynslu
málarans. Með nákvæmari hætti sagt, þá leyf-
ir þetta efri og neðri hluta líkamans að snúast
sjálfstætt í kringum hinn hulda kynferðislega
miðpunkt. Bolurinn snýst til hægri á meðan
fætumir snúast til vinstri. Hinn kynferðislegi
miðpunktur er tengdur með aðstoð loðfeldarins
við myrkrið sem umlykur fyrirsætuna, þannig
að hún snýst bæði utan um og innan í myrkr-
inu sem táknar kvenleika hennar.
Fyrir utan að losna við frosna augnablikssýn
er eitt í viðbót sem er ómissandi í öllum mikil-
fenglegum kynferðismyndum af berstrípun.
Nefnilega viss hverdagsleiki, sem verður að
að vera ófegraður en þó ekki hrollvekjandi.
Það er þetta sem skilur gluggagæginn frá elsk-
huganum. Hér er þennan hversdagsleika að
finna í þvi hvernig Rubens eltist þráhyggju-
kennt með penslinum við mjúkar fitubárurnar
á líkama Hélénu Fourment. Slíkt brýtur í bága
við allar viðteknar venjur um hið fullkomna
form, en fyrir Rubens var þetta hins vegar
stöðug áminning um séreinkenni hennar.
Nektin í evrópskri málaralist er yfirleitt
sýnd sem aðdáunarverð tjáning á hinum húm-
ÍMYND KONUNNAR í SJÓNLISTUM KARLAVELDISINS
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 1 1