Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Qupperneq 12
PETER Poul Rubens, 1577-1640: Litli pels-
inn. Konan er önnur eiginkona Rubens,
Héiene Fourment. Sjá nánar umsögn í
grein.
aníska anda. Þessi andi var óaðskiljanlegur
frá einstaklingshyggjunni, og hefði mikil þró-
un í einstakjingsvitundinni ekki átt sér stað
væri engar undantekningar að finna. Samt
hafði hefðin að geyma þversögn sem hún
gat ekki ráðið fram úr. Nokkrir listamenn á
borð við Rubens áttuðu sig af innsæi á þess-
ari þversögn og heppnaðist að leysa hana
út frá eigin forsendum. En lausn þeirra varð
aldrei að virkum þætti í hefðinni.
Durer trúði að hægt væri að mynda hina
fullkomnu nekt með því að taka andlit frá
einum líkama, brjóst frá öðrum, fætur frá
þeim þriðja, axlir frá _þeim ijórða, hendur frá
þeim fimmta o.s.frv. Arangurinn upphóf karl-
manninn. En þessi aðferð fól í sér algjört
skeytingarleysi í garð þeirrar persónu sem
áttj í hlut, hver hún var í rauninni.
í evrópsku nektarhefðinni voru málarar
og áhorfendur/eigendur vanalega karlmenn
og einstaklingamir sem meðhöndlaðir voru
sem hlutir vanalega konur. Þetta ójafna hlut-
skipti er svo djúpt grafið í menningu okkar
að það mótar ennþá meðvitund margra
kvenna. Þær gera við sig það sama og karl-
ar — þær vega og meta sinn eigin kvenleika.
í nútímalist hefur mikilvægi nektarmál-
verksins farið ört minnkandi. Listamenn fóru
sjálfír að draga réttmæti þess í efa. Í þessu
tilliti, eins og svo mörgum öðrum, boðaði
Manet straumhvörf. Þegar við berum
„Ólympíu" hans saman við hið upprunalega
málverk eftir Titian sjáum við' konu sem
þrjóskufull hafnar þeirri rullu sem hún hefur
verið sett í.
ímyndin var brotin. En það kom fátt í
staðinn fyrir hana annað en „realismi" hór-
unnar sem var aðalkonan í framúrstefnulist-
inni snemma á 20. öld (Toulouse-Lautrec,
Picasso, Rouault, þýsku expressjónistamir).
Í akademískri málun hélst hefðin hins vegar
óbreytt um langa hríð.
Núna er nektarhefðinni viðhaldið í gegnum
fjölmiðla. Það hvemig augum konur eru litn-
ar, hvemig myndir af þeim eru notaðar, hef-
ur þó í grundvallaratriðum ekki breyst. Kon-
ur em sýndar á allt annan hátt en karl-
menn. Ekki vegna þess að hið kvenlega er
öðruvísi en hið karllega, heldur vegna þess
að oftast er gert ráð fyrir því að áhorfandinn
sé karlmaður og ímynd konunnar er matreidd
með það fyrir augum að slá honum gull-
hamra.
Ef þú ert í einhverjum vafa um þetta,
gerðu þá eftirfarandi tilraun. Flettu í gegnum
listasögubók og veldu þér mynd af hefðbund-
inni nektarfyrirsætu. Breyttu konunni í karl-
mann, annaðhvort í huganum eða með því
að leggja gegnsæan pappír yfír eftirprentun-
ina og draga hana upp. Taktu eftir hvers
konar breytingu þessi tilhögun hefur í för
með sér — ekki á sjálfri myndinni, heldur á
forsendunni fyrir því hver sé hinn líklegi
áhorfandi.
Þetta er þriðji kaflinn úr bók John Bergers „Ways
of Seeing" (Penguin Books, 1972) sem upphaflega birt-
ist í formi fræðluþáttaraðar á bresku sjónvarpsstöðinni
BBC. Þýðandi er Hannes Sigurðsson listfræðingur.
FINNSKA þjóðaróperan við Töölönlahti-flóa í Helsinki.
DÝRASTA
DJÁSNIÐ
AUSTIÐ 1993 var blað
brotið í sögu tónlistarlífs
í Finnlandi — fyrsta sér-
hannaða ópemhús lands-
ins, Finnska þjóðaróp-
eran, var vígt. Ekki svo
að skilja að tónlistin hefði
fram að því setið á hak-
anum þar um slóðir, þvert á móti er hún
Finnum í blóð borin, eins og ógrynni vaskra
tónlistarmanna og vandaðra tónlistarhúsa
renna stoðum undir, en með þessu sérhann-
aða óperuhúsi, „dýrasta djásninu", var hins
vegar stigið skref inn í nýja öld — öld sem
Helsinki á hugsanlega eftir að setja sterkan
svip á sem ein mikilvægasta menningarborg
Evrópu, svo sem stefnt er að.
Finnska þjóðaróperan stendur á bökkum
Töölönlahti-flóa í Helsinki — í námunda við
hina rómuðu tónleikahöll Alvars Aalto, Fin-
landia. Er mannvirkið hannað af arkitektun-
um Eero Hyvámáki, Jukka Karhunen og
Risto Parkkinen en hvorki fleiri né færri en
102 tillögur bámst í hugmyndasamkeppnina
sem fram fór á ámnum 1975-77. En þótt
teikningar lægju fyrir var bjöminn hvergi
nærri unninn þar sem treglega gekk að afla
flár til að hefja framkvæmdir. Eftir japl, jaml
og fuður ákvað ríkisstjóm Finnlands hins
vegar að láta slag standa árið 1983. Fram-
kvæmdir hófust tveimur ámm síðar og lauk
í febrúar 1993. Fyrstu tónleikamir vora
haldnir í húsinu í júní sama ár og um haust-
ið var fyrsta óperan færð upp — langri bygg-
ingarsögu var lokið. En þótt mannvirkið risi
ekki á einum degi, frekar en Róm, hefur það
fallið fínnsku þjóðinni vel í geð og fyrstu
þtjú leikárin hafa um 94% aðgöngumiða á
sýningar selst. Geri aðrir betur!
Saga óperulífs í Finnlandi er löng og lit-
rík. Fyrsta finnska óperan, Leitin að Karli
konungi eftir Fredrik Pacius, var fmmflutt
í Helsinki árið 1852. Var hún sungin á
sænsku en það var ekki fyrr en átján ámm
síðar, 1870, að ópera var í fyrsta sinn sung-
in á fínnsku. Var það II Trovatore eftir Verdi.
Meðal einsöngvara vom Ida Basilier og Nic-
klas Achté. Arið 1873 kom röðin að fyrstu
atvinnuópemsýningunni er ópemdeild
Finnska leikhússins í Vyborg framflutti Luc-
Finnska þjóóaróperqn í Helsinki er stolt tónlistar-
þjóóarinnar en aósókn á óperu- og listdanssýning-
ar hefur verió meó ólíkindum frá því hún var vígó
fyrir þremur árum — um 94% aógöngumióa hafa
verió seld. ORRI PÁLL ORMARSSON gekk nýverió
um sali þessa margbrotna mannvirkis og kynnti sér
í kjölfarió sögu finnskrar óperu.
JUHA Kirjonen, einn efnilegasti balletdansari Finnlands, hefur sig
til flugs í sýningunni Kvöld þriggja danshöfunda.
iu di Lammermoor eftir Donizetti.
Sex árum síðar sló hins vegar í bakseglin
þegar ópemdeildin var leyst upp sakir fjár-
skorts. Hópur hugsjónamanna hélt starfsem-
inni þó áfram í Helsinki og síðar sama ár
rofaði til að nýju þegar Leikhús Alexanders
var sett á laggirnar fyrir rússneska setuliðið.
Síðasti áfanginn í finnsku óperulífi á liðinni
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996